Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.03.1961, Blaðsíða 24
Kosningaaldur Sjá bls. 12 íþróttir Sjá bls. ZZ 54. tbl. Þriðjudagur 7. marz 1961 Grimsby-fiskimenn tapa Xs teknanna Þingmaður borgarinnar segir að Bret- ar bafi verið neyddir til að semja við Islendinga Grimsby, 6. marz. (Reuter). WNGMAJÐUlt Grimsby-kjör- dæmis, íhaldsmaðurinn Cyril Osborne átti fund með tog- aramönnum á laugardaginn og ræddi við þá um lausn fiskveiðideilunnar við ísland. Osborne sagði að tillögurnar um lausn deilunnar væru stórkostlegt áfall fyrir togara útgerð í Grimsby. ERFIÐLEIKAR FISKIMANNA Hann taldi að margir togara- skipstjórar myndu missa þriðj- ung tekna sinna við þessa lausn. Hann lýsti því og yfir, að hann myndi ganga á fund Christopher Soames landbúnaðar. og fiski- málaráðherra og tjá honum að nú yrði þröngt fyrir dyrum hjá mörgum fiskimanni í Grimsby. 33:15 ÞEGAJt FUNDUR sameinaðs þings hófst í gæ-r var skv. þing sköpum of skammur tími liðinn frá því að áliti meiri hluta utan ríkismálanefndar var útíbýtt til þess að umrseðan gæti haf- izt. Leitaði forseti því af- brigða, en eins og kunnugt er, eru slík afbrigði alltaf veitt, hversu ómerkilegt sem málið er og hverjir sem í hlut eiga. Varð forseti að láta fara fram nafna kall til þess að atkvæðagreiðsla um þetta atriði yrði lögleg. Við nafnakallið kom í ljós, að allir viðstaddir þingmerui kommún- ista og flestir viðstaddir þingmenn Framsóknarflokksins vildu neita um afbrigði, en 6 þing mönnum Framsóknar þótti þetta heldur harkalegar aðfarir og tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Þeir voru: Jón Skaftason, Hall- dór E. Sigurðsson, Helgi Bergs, Karl Kristjánsson, Ágúst Þor- valdsson og Þórarinn Þórarins- son. — Þá voru nokkrir þing- manna stjórnarandstöðunnar fjarstaddir, þ.á.m. Björn Pálsson, en hann var einnig fjarstaddur við atkvæðagreiðslu, þegar mál- inu var vísað til 2. umræðu. Osborne sagðist í viðræðum við togaramenn vera þeirrar skoðunar, að brezka stjórn- in hefði fórnað hagsmunum brezkra fiskimanna á altari al- þjóðamála. Hann hélt því fram, að Island væri eins og Gibraltar norðurhafa. Hin vestrænu ríki vildu ekki láta það viðgangast að ísland félli í hendur Sovét- blokkinni og því hefði brezka stjórnin verið neydd til að semja við íslendinga og ljúka þannig deilunni um 12 mílna fiskveiði- landhelgi. Hluti af úrklippum, sem Morgunblaðinu hafa borizt um samkomulag Breta og íslendinga. Á þessum úrklippum eru fréttir, sem Tíminn hefur ekki treyst sér til að birta, og Þjóðviljin hefur falsað, eins og sjá má af því að hann sagði í forsíðufyrirsögn 1. marz sl.: „Bretar hlakka yfir samkomulaginu“. Samkomulagið í erlendum blöðum EINS og lesendur Morgun- blaðsins hafa getað fylgzt með, hefur verið skrifað margt og mikið um sam- komulagið í landhelgisdeil- unni og yfirleitt hafa fréttir frá Bretlandi verið þess efn- is, að óánægja ríki þar í landi með samkomulagið. Menn eru þeirrar skoðunar, að með því hafi Islendingar unnið landhelgisdeiluna. Upp- gjafasamningur, svik og fleira þess háttar hafa blöðin sagt um samkomulagið. Eins og Morgunblaðið hef- ur skýrt frá, sagði Daily Mail I fyrirsögn: „Viðurkenning Bretlands á 12 milunum vek- ur reiði togaramanna“, Daily Express segir í fyrirsögn: „Bretland lætur undan Is- landi“ — „samkomulag í fisk veiðistriðinu áfall fyrir tog- araflotann", og Daily Tele- graph segir: „Fórn af hálfu Bretlands bindur endi á fiski- deiluna", — „málamiðlun um 12 milur við ísland". Bandaríska stórblaðið New York Times segir í fyrirsögn á forsíðu: „Bretar gefast upp í íslands-„stríðinu“.“ Svipað hljóð er yfirleitt í öðrum blöðum, til dæmis segir Extra bladet í Danmörku: „Island sigraði í þorskastríðinu“. Loks má geta þess að sænsku blöð- in eru svipaðrar skoðunar: „að lausn landhelgisdeilunnar megi heita sigur fyrir íslend- inga“. Aftonbladet segir: „Bret ar hafa dregið það eftir mætti að láta undan, vegna þess hversu mikilvægar fiskveið- arnar við ísland eru þeim“. Þetta eru aðeins nokkrar glefsur úr erlendum blöðum, sem hér hafa verið rifjaðar upp, og verða þær látnar nægja, þar sem lesendur Morg unblaðsins hafa haft tækifæri til að fylgjast með skrifum erlendra blaða. Aftur á móti hefur Tíminn ekki minnzt á, hvernig samkomulaginu hef- ur verið tekið erlendis og Þjóðviljinn reynt að falsa sín- ar fregnir. Er vart hægt að sjá, hvort er lítilmannlegra að, falsa fréttir eða þegja yfir þeim, en hvort tveggja hæfir málstað stjórnarandstöð unnar vel. Á 6. síðu í blaðinu í dag er grein eftir séra Emil Björns- son um viðtökur samkomu- lagsins í Bretlandi. Gengisbreytingar í Evrópu til jafnvægis i viðskiptum London, 6. marz. (Reuter). í DAG tilkynnti hollenzka stjórnin að hún befði ákveð- ið að feta í fótspor Vestur- Þjóðverja og hækka gengi „yÆqir mæiir ein- róma með samþykkt EFTIRFARANDI samþykkt var gerð einróma á fundi i Skipstjóra- og stýrimannafé- laginu Ægi sl. laugardag: „Fundur haldinn í Skip- stjóra og stýrimannafélaginu Ægi í Reykjavík, laugardag- inn 4. marz 1961 lýsir sam- þykki sínu við sáttatillögu þá, sem lögð hefur verið fram af ríkisstjórn Islands á Alþingi út af fiskveiðideiiunni við Breta. Fundurinn telur eins og málið lá fyrir þá hafi hverf- andi litlu verið fórnað til að ná hagkvæmum sáttum í miklu átaka- og vandamáli milli góðra viðskiptaþjóða, sem leysa þurfti áður en verra hlytist af. Sjómenn kunna illa ófriði við störf sín á hafinu og nú þegar friðvænlega horfir þá byggja þeir gott til þessara málaloka. Skorar fundurinn því á hæstvirt Alþingi að sam- þykkja tillögu ríkisstjórnar- innar við atkvæðagreiðslu um málið á hinu virðulega AI- þingi“. gjaldmiðils síns um næstum því 5%. í báðum löndunum segja talsmenn stjórnarinnar, að gengið sé hækkað til þess að draga úr óeðlilega mikilli aukningu í efnahagslífi land- anna. Vestur-Þýzkaland og Hol- land eru bæði aðilar að Evrópumarkaðnum. Samt er ekki búizt við því að gengis- hækkun þessi verði fram- kvæmd í fleiri Evrópumark- aðslöndum. Nokkur orðrómur hefur hins vegar gengið um það, að tvö af ríkjunum í Fríverzlunarsvæðinu, Sviss og Danmörk muni á næst- unni hækka gengi sitt til samræmis við hækkun þýzka marksins. x Gengi Evrópuþjóða jafnað Verðhækkun þýzka marksins er aðeins einn liður í hinum margþættu aðgerðum til að ráða bót á efnahagsörðugleikum Bandaríkjanna. En gengishækk- un Hollendinga sýnir, að með þessum aðgerðum er einnig ver- ið að skapa jafnvægi í efnahags- málum Evrópuríkjanna yfirleitt. Hinsvegar segja menn, að gengishækkun þessi nægi ekki til að ráða bót á erfiðleikum Bandaríkjanna. Þjóðverjar verði auk þess að taka á sig meiri byrðar hernaðarútgjalda og að- stoðar við fátæk ríki. Gengisbreytingarnar valda nokkrum tímabundnum örðug” leikum í gjaldeyrismálipn Evr- Framih. á bls. 23 Ánægja yfir samkomulagina ÓLAFSFIRÐI, 6. marz. Ég hefl rætt við nokkra útgerðarmenn og sjómenn, hér í bænum, um þingsályktunina um lausn fisk- veiðideilunnar við Breta. Hafa þessir menn verið á einu máli um, að hér hafi vel tekizt. Þeir hafa bent á útfærzlu grunnlínu punkta og stækkun fiskveiðilög sögunnar, og mikilvægi þess. — Fréttaritari. Franska lögreglan komin á sporið PARÍS, 6. «narz (Reuter). — Franska lögreglan virðist nú vera farin að þrengja hringinn um glæpamenn þá sem rændu í fyrra vor syni franska bílafram- leiðandans Peugot og fengu um 5 milljón króna lausnargjald fyr- ir drenginn. Lögregla* tilkynnir í dag, að hún hafi handtekið sex menn 1 skíðabæ einum í frönsku ölpun- um. Einn þessara manna, að nafni de Beaufort hefur viður- kennt að hann hafi átt ritvélina, sem hótanabréf barnaræningj- anna voru rituð með. Ekki segist hann þó sjálfur hafa ritað bréfin. Viðurkenning de Beauforts fékkst þó ekki fyrr en lögreglan lagði óyggjandi sönnunargögri fram fyrir hann, samanburð á bréfum frá honum og bréfum barnaræningj anna. De Beaufort og þeir fimm félag ar hans sem voru handteknir á sunnudaginn, hafa allir orð á sér fyrir að hafa lifað hátt og verið eyðslusamir á næturklúbbum síð ustu mánuði. Er þeir voru handteknir var með þeim dönsk ljóshærð fegurð- ardís, Lise Bodin, sem varð feg- urðardrottning Danmerkur 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.