Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVyBLAÐlÐ Flmmfudagur 9. marz 1961 Tíminn falsar enn fréttir H.OKSINS 1 GÆR skýrffi Tíminn frá erlendum ummælum um landhelgrismálið. En sá galli er á gjöf Njarðar, að blaðið falsar freklega ummæli „Fishing News“ og Mr. Cobleys, forseta sam- bands brezkra togaraeigenda. — Þegar Mr. Cobley, segist vona, að 12-mílna fiskveiðitakmörkin standi um langa framtíð, og Fishing News gerir grín að þeirri „von“ með því að bæta við orðinu „amen“, þá tekur Tíminn það sem staðhæfingu um, „að 12 milna reglan verði endanlega rikjandi næstu áratugi“. — • — Við birtum hér mynd af staðhæfingu Tímans og upphafi rit- •tjómargreinar .Fishing News“, en greinin í heild birtist hér á eftir í þýðingu. Geta menn þá enn sannfærzt um heiðarleika mál- gagns Framsóknarflokksins. Grunnlínubreytingin — „salt i sarin 66 segir Fishing News m. a. í ritstjórnargrein BRGZKA fisktveiðablaðið „Fish- ing News“ ræðir samkomulagið í fiskveiðideilunni í ritstjórnar- grein hinn 3. þ.m. — Hefst gren- in með tilvitnun í ummæli J. R. Cobleys, varaforseta brezka tog- araeigendafélagsins, svohljóð- andi: „Það ber aðeins að vona, að vegna þessarar fórnar verði 12-mílna línan friðhelg (inviola- ble) næstu áratugi" AMEN, segir „Fishing News“ eftir þessi ummæli — og síðan heldur áfram í forustugreininni: Xítil huggun Enginn getur látið svo sem endalok deilunnar — að við von- um — hafi fyllt hjörtu brezkra fiskimanna takmarkalausri gleði. Fyrstu áhrifin eru þau, að þeir verða útilokaðir frá 9.500 fer- mílum sjávar, sem áður stóðu þeim opnar. Og, til þess að hella salti í sárin, hafa fiskveiðinaörk íslands enn verið færð út með grunnlínubreytingum, meira en viðtekið var af fúsum vilja, með- an á samningum stóð. Ekki er það heldur mikil huggun, þegar manni er sagt, að 6—12 mílna beltinu verði ekki lokað alger- lega fyrr en eftir þrjú ár. Ef litið er á kortið, kemur í ljós, að um þriðjungur þess svæðis verð- ur, allt frá byrjun, lokaður 9 mánuði ársins — og um helming- ur þess hluta verður lokaður allt árið. it Búast við nýrri útfærslu bráðlega Það er táknrænt fyrir það, á hve lágt stig alþjóðleg sam- skipti eru komin, að samþykki íslands við því að vísa deilum Dagskró Alþingis DAGSKRÁ efri deildar i dag: 1. Lista- safn íslands, frv. 3. umr. 2. Ríkisá- byrgðir, frv. 3. umr. 3. Verkstjóranám skeið, frv. 2. umr. 4. Almenn hégning arlög, frv. 2. umr. 5. Eftirlaun, frv. 2. umr. 6. Sóknarnefndir og héraðsnefnd lr, frv. 2. umr. 7. Dómtúlkar og skjala þýðendur, frv. 2. umr. 8. Lífeyrissjóð- ur embættismanna, frv. 2. umr. 9. Hlutafélög, frv. 2. umr. 10. Verzlunar- atvinna, frv. 2. umr. 11. Veitingasala ofl., frv. 2. umr. 12. Iðja og iðnaður, frv. 2. umr_ 13. Tannlækningar, frv. 2. umr. 14. Lækningaleyfi, frv. 2 umr, 15. Leiðsaga skipa, frv. 2. umr. 16. Sveitarstjómarkosningar, frv. 2. umr. 17. Fasteignasala, frv. 2. umr. 18. Nið- urjöfnunarmenn sjótjóns, frv. 2. umr. 19. Löggiltir endurskoðendur, írv, 2. umr. 20. Atvinna við siglingar, frv. 2. umr. 21. Réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, frv. 2. umr. 22. Kosn- ingar til Alþingis, frv. 2 .umr. 23. Iðn- aðarmálastofnun íslands, frv. 2. umr. Dagskrá neðri deildar í dag: 1. Lög- reglumenn, frv. 1. umr. 2. Kornrækt, frv. 1. umr. 3. Réttindi og skyldur hjóna, frv. 3. umr. 4. Sala eyðijarðar- lnnar Þorsteinsstaða I Grýtubakka- hreppi, frv. 3. umr. 5. Sóknargjöld, frv. 2. umr. 6. ’seðlabanki Islands, frv. 3. umr. 7. Landsbanki islands, frv. 2. umr. 8. Framkvæmdabanki Islands, frv. 2. umr. 9. TJtvegsbanki islands, frv. 2. umr. 10. Stofnlánadeild sjávar- ötvegsins, frv. Frh. 2. umr. 11. Löggild ing bifreiðaverkstæða, frv. Frh. 2. umr. 12. Fæðingarorlof, frv. Frh. 2. umr. 13. Matreiðslumenn á skipum, frv. 3. umr. 14. Lánasjóður Isienzkra námsmanna, frv. 2. umr. til úrskurðar Alþjóðadómstólsins skuli vera fagnað sem sérstöku afreki, er þakka beri samninga- mönnunum (brezku) fyrir. Mað- ur skyldi ætla, að dóimsúrskurð- ur væri hin augljósa lausn, þeg- ar allar aðrar sáttatilraunir hafa orðið til einskis, — en staðreynd- in er sú, að það hefir tekið 13 ár að sannfæra íslendinga um, að þetta sé hið rétta. Þegar á þetta er litið, er lófa- takið fyrir brezku fulltrúunum, skiljanlegt — og enda þótt okkur komi ekki til hugar eitt andar- tak að íslendingar muni ekki reyna að færa út lögsögu sína eins fljótt og kostur gefst, veitir ákvæðið um dómsúrskurðinn þessu landi (Bretlandi) tækifæri til að standa gegn slíku — án þess að þurfa að beita herskip- um. ★ Þung högg Meðan komandi ríkisstjórnir halda fast við þetta ákvæði, sem lagt er til í samningunum, virð- ist svo sem hér hafi þokazt veru lega í áttina til stöðugleika (towards stability). í hinum almennu ryskingum (general melée) hefir (fisk) iðn- aðurinn hlotið mörg þung högg, og mun mega sjá skrámurnar enn um nokkur ár. En það væri fávíslegt að ætla, að líkaminn geti áfram þolað hirtingu, jafn- vel þótt smyrsl opinberrar fjár- I rít*il»rmr$r*te WaSjins um > ttr ma úf af *tm mmhjm Mr, CebSsys, áS Jérth' Bt«*» Vtttmi «i N** »8 t* miina régiaft ve*6í »<MÍanl*9í &V þa8 vsrSS aSS *«»{«• mipsi é «9 ótfessrslu fyrlr Að ofair: — Úr „Fishing News“. Að neðan: — Úr „Tímanum". hagsaðstoðar séu notuð af ör- læti. Það er þörf verndar á fleiri en einn hátt. Hannibal út at laginu EINS og skýrt er frá annars staðar í blaðinu, gerði Hanni- bal Valdimarsson mikið veður út af því á þingfundi í fyrri nótt, að forsætisráðherra og fjármálaráðherra sátu ekiki( þingfund, þegar hann hóf( ræðu sína. í ræðu sinni í gærdag hóf Hannibal svo sama leikinn aftur og stóð langa stund steinþegjandi í ræðustól á meðan ráðherrarnir voru sótt ir til þess að ekkert færi fram hjá þeim af þeirri speki, sem Hannibal boðaði, að mundi hrjóta af vörum hans. Þegar ráðherrarnir gengu svo í þingsalinn tók Hannibal dýfur í ræðustólnum og kall- aði upp yfir sig: Þarna er þá hæstvirtur fjármálaráðherra komjnn — og hæstviriur for- sætisráðherra. Skaut forsætisráðherra þá að honum: Ég mundi nú hvorki vilja vera ráðherra né þing- maður, ef ég væri um leið skyldugur til þess að sitja undir öllum ræðum Hannibals V aldimarssonar! Varð Hannibal höggdofa svarið, og tóku menn eftir því, að gleraugu hans gengu óvenju óvenjuoft milli nefs og handar næstu mínúturnar. Met Lúðvíks óhaggað MÁLÞÓF stjórnarandstæð- inga um landhelgismálið hélt áfram í gær. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær átti Lúðvík Jósefsson metið í lengd Aeðutíma eftir tvo fyrstu daga 2. umræðu, tal- aði í 3 Vz tíma. Stóð met hans óhaggað um miðnætti, en bæði Hannibal Valdimarsson og Páll Þorsteinsson höfðu þó ógnað því mjög, báðir talað í tæpar 3 klst. Var haft eftir nærstöddum, að Lúðvík hefði létt mjög, þeg- ar þeir luku máli sínu og sýnt þótti, að hvorugur þeirra mundi hnekkja met- inu. Hermann Jónasson var að hefja mál sitt um mið- nætti, og var auðfundið, að hann hafði fullan hug á að hnekkja metinu. Hannibal víttur tyrir að hindra þingstörf ÞAÐ bar til tíðinda á þing- fundi seint í fyrrinótt, að for seti sameinaðs þings, Friðjón Skarphéðinsson, sá sig neydd- an til að víta Hannibal Valdi- marsson fyrir að hindra eðli- leg þingstörf og óhlýðni við forseta. Aðdragandi þessa atburðar var sá, að Hannibal krafðist þess með frekju af forseta, að hann sæi svo um, að forsætis- ráðherra og fjármálaráðherra sætu þingfund, og lýsti því yfir, að hann mundi halda til í ræðustólnum þar til ráð- herrarnir kæmu, enda þótt það yrði ekki fyrr en um há- degi. Benti forseti Hannibal þá á, að hann gæti að sjálf- sögðu hvorki flutt ráðherra né þingmenn á þingfund með valdbeitingu, en gaf Hannibal kost á að fresta ræðu sinni til morguns. Þybbaðist Hannibal enn við, bað forseti hann þá að víkja úr ræðustól ,úr því að hann treysti sér ekki til að flytja ræðu sína að ráðherr- unum fjarstöddum, margir væru á mælendaskrá og störf þingsins yrðu að halda áfram með eðlilegum hætti. Þegar Hannibal lét enn ekkí segjast frestaði forseti fundi í 10 mín- útur, en að þeim tíma liðnum bað hann Hannibal enn einu sinni að víkja úr ræðustóli og gaf næsta manni á mælenda- skrá, Ágústi Þorvaldssyni, orð ið. Þrátt fyrir boð forseta stóð Hannibal enn klossstaðr. í ræðustólnum. Stóðst forseti nú ekki lengur mátið, vítti Hanni bal fyrir hindrun þingstarfa og óhlýðni við forseta og frest aði fundi enn í 5 mínútur til þess að Hannibal gæfist kost- ur á að endurskoða afstöðu sína. Þegair fundarhléð var úti spurði forseti Hannibal enn einu sinni, hvort hann vildi láta af því að hindra störf þingsins og kvað Hannibal nei við. Átti forseti þá aðeins um það tvennt að velja, að láta færa Hannibal úr ræðu- stóli með valdi eða slíta þing- fundi. Valdi hann síðari kost- inn og lýsti því yfir, að hann sæi sig neyddan til að slíta þingfundi, þar sem Hannibal Valdimarsson hefði hindrað eðlileg störf þingsins svo eins dæmi mundi vera í þingsög- unni. Sir Thomas Beecham látinn LONDON, 8. marz. fReuter) — Sir Thomas Beecham, einn af frægustu hljómsveitarstjórum heimsins lézt í dag á heimili sinu í Lundúnum, 81 árs að aldri. Banamein hans var heilablóð- fall. — * — BeecTiam var stofnandi og stjórnandi hljómsveitarinnar „The Royal Philharmonic" — og í dag lýsti hin 29 ára gamla kona hans, sem giftist honum fyrir rúmu hálfu öðru ári, því yfir að hún hygðist gegna fram kvæmdastjórastöðu fyrir hljóm sveitina framvegis. — ★ — Beecham þótti mjög sérstæður maður — fyndinn mjög og oft hvassyrtur, og sérvitur á margan hátt. Vinur hans, hljómsveitair stjórinn John Barbirolli, sagði líka í samúðarskeyti, er hann Sir Thomas Beecham sendi konu hans, að hann hefðl ekki aðeins verið mikill hljóm- sveitarstjóri .... heldur einnig „Sá síðasti í hópi hinna mikiu, ensku sérvitringa“. / NA /S hnútar - SV 50 f/nútor X Snjákoma 9 Oði \7 Sktirir FC Þrumur 'Wz, Ku/datki/ Hihs ki/ H Hm» L^Lmot mm***m**$& * y .y jmmtsmitmmL Enn er veðurlag mjög ó- stöðugt á Atlantshafi, og elt þar hver lægðin aðra, eins og kortið ber með sér. Um Bret landseyjar og Mið-Evrópu er háþrýstisvæði og mjög hlýtt í veðri t.d. var 15 stiga hiti í London um hádegið í gær og 11 st. í Khöfn. Hér á landi er mjög hlýtt og gott veður norð austanlands, en útsynningsél eða skúrir vestan lands. í þessu veðurlagi er oft hlýjast á Dalatanga. Hita var þar 8 —10 stig í gær. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Vestfjarða og miðin: SV-kaldi með smáélj um í nótt en allhvass SV með smáéljum á morgun. Norðurland, NA-land og miðin: Hægviðri í nótt og sums staðar snjómugga, en léttir til með SV kalda á morgun. Austfirðir, SA-land og mið in: Hægviðri og rigning í nótt léttir til með vestan kalda á morgun. — Liz Taylor Framh. af bls. 1 um“, sagði hann. Þó bætti hann við, að hann treysti sér ekki til að telja hana úr allri hættu“. —- Þrátt fyrir nokkurn bata, er leikkonan enn í „rafeindalunga", sem aðstoðar við öndunina — og í sama skyni hefir verið gerður á henni barkaskurður. — ★ — Mikill fjöldi aðdáenda stendur dag og nótt fyrir utan sjúkra- húsið og bíður frétta af líðan Liz, og blóm og skeyti með ósk- um um skjótan og góðan bata berast að í stríðum straumum hvaðanæva úr heiminuim. Í/jtoHiV Framh. af bls. 22 Everton — Fulham 1:0 Manchester City — Manchester U. 1:3 West Ham. — W. B. A. 1:2 2. deild Charlton — Brighton 3:1 Huddersfield — Rotherhám 0:i Lincoln — Bristol Rovers 1:2 Luton — Derby 1:1 Norwich — Middlesbrough 4:1 Plymouth — Leeds 3:1 Portsmouth — Liverpool 2:2 Stoke — Scunthorpe 2:0 Swansea — Leyton Orient 1U)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.