Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 *n ekki jafn hrein og hress- andi í nösum okkar og lung- um; útsýnið til fjallanna ekki eins fagurt og áður í augum okkar. Hvað veldur. Staður- inn, sem við stöndum á, hefur verið svívirtur. Það blasir við augum, hvert sem við lítum: Sýnishorn af járnaruslinu í Örfirisey. Byrjað er að safna í annan haug á austurbakka eyjar- innar. Það hefur löngum verið rómað af innlendum og erlendum, hve innsiglingin til höfuð- borgarinnar sé fögur. Er hún of fögur? (Ljósmyndir; Sveinn Þormóðsson). Hvað veldur? sundurgrafnir hólar og balar, kofarústir og virkjarústir, eins og eftir loftárás. Það hljóba allir að hafa farizt í þeirri loftárás; enginn til að græða jarðveginn aftur, hreinsa rúst Ilúsgrindln tii vinstri á myndinni er eitt af minnismerkjum í Örfirisey eftir Bretana. Seinna var það notað sem apabúr, en nú er það fullt af skreið. Þetta er ekki lystugt umhverfi og reykurinn frá sorpinu, sem flutt er út í eyna og brennt, bætir varla bragðið. irnar, hvað þá reisa minnis- merki; nema þessir kolbikuðu olíutankar .séu ,minnismerki Eða eru þetta minnismerki Ijótleikans í brjóstum okkar, sem viljum aðeins eiga fegurð ina upp í öræfum, eins og hjá konu. Já, haldið fegurðinni í hæflilegri fljarlægð. Hún er hættuleg. Hún er eins konar gengisfelling, t. d. á járnarusl- inu, sem einhver Binni blanki og Runki í ruslinu hafa hrúg- að saman á eyjunni. Hver var að tala um baðstað. Já, baðið ykkur í olíubrákinni, þá fáið þið kannski dökka húð; það gæti komizt í tízku: olíubrún húð; fallegt orð. Það væri gott að liggja í sólinni á álfaklett- unum og anda að sér ódaunin- um frá úrganginum, sem dag- lega er ekið í hauga, þótt sorp eyðingarstöðin eigi einkarétt- inn. Það var að vísu bannað með auglýsingu að losa rusl þarna, en við virðum aðeins auglýsingar, sem hægt er að græða á peninga. Ef við græð- um nógu mikið, þá getum við látið breyta síldarverksmiðj- unni í hótel fyrir útlendinga, sem þykir góð Hvalfjarðar- síld. — i. e. s. Kofar, spýtnabrak, drasl og rusl. Grunniínubreytingin er mikið tjón fyrir Breta Sfuft samfal við skipstjórann á Dinas Seyöisfiröi, 8. marz. í DAG heimsótti ég í sjúkra- húsið hér, brezka togaraskip- stjórann Ernest G. Shipley, sem var skipstjóri á togar- anum Dinas. Hann kvaðst hafa veikzt er togarinn var að veiðum úti af Húnaflóa. Hann fer héðan á morgun, fimmtudag, áleiðis til Keykja víkur. ★ Snertlr þá gömlu Shipiey skipstjóri sem er 32 ára kvað 12 mílna fiskveiðilögsögu við ísland snerta sig persónulega lítið. Hann kvaðst hafa verið hér við land síðastl. þrjú ár. Ég þekki ekki grunnslóðina, því ég hefi öðlazt mína reynzlu við veið ar á djúpmiðanum. En víst er um það, sagði Shipley skipstjóri, að þessi ráðstöfun kemur harðast niður á hinum gömlu togaraskip- stjórum brezka flotans, sem hafa áralanga reynslu að baki við veiðar á grunnmiðum, nú verður hún þeim einskis virði. ★ 70 ai 100 á öffrum miðum Það eru fyrst og fremst skip- stjórar á Gríawsby-togurum sem ég á hér við, sagði'skipstjórinn. Það eru smærri togarar, sem stundað hafa grunnmiðin hér við land. Þessi mið hefur allur þorri Grimsby-togara stundað. Það er af þessum ástæðum m. a. sem Dennis Welsh, kemur svo mjög við sögu. Varðandi brezka togaraflot- ann í heild, þá mun það vera ^vo nú, að um 70 prósent skip- anna stunda önnur mið, einkum þá í Hvíta hafinu og eins við Bjarnareyjar. ★ Ekbert val Shipley skipstjóri, sem er mjög viðkunnanlegur maður, sagðist telja fyrir sitt leyti einn helzta ókostinn við útfærzluna vera að togararnir fá lítið skjól af landinu, þeir verða fyrir miklu meiri frátöfum og verða iðulega að hætta veiðum. ★ Nýja grunnlínan Um hinar nýju útfæszlur grunnlínurnar sagði hann, að hann teldi það til hins mesta tjóns fyrir brezka togaraút- gerð, að missa Eldeyjarbanka og svæðið út af Húnaflóa. Kvaðst skipstjórinn einmitt hafa verið á þessu svæði, sem nú lenti innan hinnar nýju grunnlínu, en þar voru um 40 togarar að veiðum sagði Shipley skipstjóri. — Fréttar. Fylgt til Reykjavíkur í ROKI og foráttubrimi austur í Þorlákshöfn í fyrrakvöld, laskaðist vélbáturinn Þorlákur. Ekki var hægt að framkvæma við gerðina þar og var því ákveðið að sigla til Reykjavíkur. Sæbjörg fylgdisf með bátnum og var til taks ef með þyrfti. Slysið í Öræfum I FRÁSÖGN blaðsins af slys- inu að Hofi í Öræfum, 27. febr., þar sem tíu ára gamall drengur, Yngvi Ómar, beið bana, var það mishermi að annar drengur, eldri hefði ekið dráttarvélinni, sem lenti ofan á Yngva. Yngvi Ómar ók henni sjálfur. STAkSTEÍMAR Ótrúlegt en satt Það er vissulega ótrúlegt ea engu að síður satt, að Ieiðtoga* kommúnista skuli hreinlega lýs» því yfir á Alþingi í umræðunum um Iausn fiskveiðideilunnar, al þeir vilji semja við Breta um það að þeir haldi áfram að veiða 'undir herskipavemd innan 12 mílnanna í nokkur ár við strend ur íslands! Þannig er sú „tfriðun", semt kommúnistar hafa á’nuga fyrir á íslandsmiðum. Það geta ekki verið islenzkir hagsmunir sem slíkir menn, er þannig hugsa, bera fyrir brjósti. Yfirgnæfandi meirihluti ís- lenzkra sjómanna hefur haft á- huga fyrir útfærslu fiskveiðitak- markanna til þess að geta hindr. að hina skefjaiausu rányrkju erlendra togara á miðumim. ts- lendingar hafa viljað vernda [fiskistofnana á landgrunni ís- lands til þess að þjóðin geti lifað af þeim arði, sem hún dregur úr skauti hafsins. En um þetta varðar kommún. ista ekki neitt. Þeir hafa fryst og fremst áhuga fyrir áfram- haldandi striði við Breta. Ef þeir geta spillt sambúð íslend- inga við vestrænar lýðræðis- þjóðir, þá er kommúnistum al- veg sama um þótt þeir tefli lífi og hagsmunum íslenzkra sjó- manna í hættu. flafa fellt grímuna Kommúnistar hafa nú endan- lega fellt grímuna í sambandi við umræður um landhelgismál- ið. Enginn viti borinn íslending- ur getur iengur gengið þess dul- )inn, hvað fyrir kommúnistum vakir. Þeir höfnuðu öllum ráð- leggingum sérfræðinga vinstri stjórnarinnar í landhelgismálinu um framkvæmd útfærslunnar ár ið 1958. Þeir létu sér jafnvel í léttu rúmi liggja, þótt stjórnin klofnaði, ef þeir aðeins gátu komið af stað illindum milli ís- lendinga og samherja þeirra í Atlantshafsbandalaginu. Nú játa þeir það hreiniega að þeir vilji heldur semja við Breta um á- framhaldandi ofbeldisaðgerðir þeirra á íslandsmiðum en frið- samlega lausn deiluimar, sem tryggir hagsmuni íslendinga um alla framtíð. Heródes og Pílatus vinir Framsóknarmenn og kommún- istar haida nú uppi málþófi dag og nótt á Alþingi í umræðunum um lausn fiskveiðideilunnar. Hver þingmaður þeirra á fætur öðrum gengur upp í ræðustóliim með langa skrifaða ræðu. f raun og veru er þetta allt sama ræð- an. Þar er stagiazt á sömu brigsl- yrðum um „þjóðsvik" og „land- ráð“, „undanhaid" og svikum við hinn „íslenzka málstað“. Það er eins og Framsóknarmenn og kommúnistar séu í einum og sama flokki. Ekki verður á milli séð, hver gengur Ieirgra í öfg- unum og vitleysunni. Nú eru þeir Heródes og Píla- tus vinir. Nú standa Framsókn- armenn og kommúnistar saman í órofa fylkingu í afstöðunni gegn hagsmunum íslands. Vor- ið 1958 rifust þeir eins og grimm- ir kettir um stærsta velferðarmál þjóðarinnar og gátu aðeins skrið ið saman vegna óttans við að velta úr valdastólum. Það voru þessir menn sem með lánlausri forystu sinni sköpuðu algert öng- þveiti í landhelgismálinu. Þe.gar út í óefirið var komið, hlupust þeir síðan frá völdum, án þess að geta Ieyst nokkurt vandamál, Þetta er ljót saga en hún er sönn, og þjóðin þekkir þessa sögu og man hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.