Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 9. marz 1961 MORGUTShLÁÐlÐ 11 skrifar um: KVIKMYNDIR Rúmcgott skrifstofuherbergi óskast í eða sem næst miðbænum. Upplýsingar gefur Vinnuveitendasamband íslands, síi li 18592 Notið Sunsilk ONE-LATHER ^ SHAMPOO__ Sunsilk X-GSH 39/IC-6445-50 að Laugavegi 178. Uppl í síma 37880. TK OG SAMÚÐ Leikritið „Tea and Sympathy“ eftir Robert Anderson, vakti mikla athygli víðs vegar þegar það kom fram fyrir nokkrum órum. Ingrid Bergman lék annað aðalhlutverkið þegar leikurinn var sýndur í París og vann mik- inn sigur með leik sínum. Kvik- mynd sú, sem hér er um að ræða var gerð eftir leikritinu og samdi höfundUr þess texta myndarinar. Leikstjórinn var Vincente Min- elle, sem sett hefur myndir á svið með miklum ágætum, en aðalhlutverkin leika Deborah Kerr og John Kerr. — Myndin gerist í Chilton, hinum gamla háskóla í Nýja Englandi. Chiiton var heimavistarskóli fyrir pilta ©g Tom Lee (John Kerr) bjó í húsi því, sem íþróttakennarinn Bill Reynolds og Laura (Deborah Kerr) kona 'hans höfðu til um- ráða. Tom er á viðkvæmum eldrl, 17—18 ára og átti að ýmsu leyti erfiða bernsku, sem mark- að hefur diúp spor í sálarlíf drengsins. Hann er óframfærinn ©g draumlyndur, hneigður fyrir tóniist og lestur bóka og á því ekki samleið með hinum ærsla- fullu skóiafélögum sínum. Þeir gera þvi oft aðsúg að Tom með margs konar áreitni og striðni ©g hafa gefið honum uppnefnið „Sister boy“. Laura Re.vnolds hefur mikla samúð með Tom og skilur vandamál hans. Hann finnur nærgætni hennar og sam- úð í sinn garð og því laðast hann að henni. Við þetta skapast samband á milli þeirra, sem bor- ið er uppi af samúð hennar og að dáun hans á þessari elskulegu og fallegu konu. Hún gerir allt til að hjálpa Tom og vekur með því afbrýðisemi eiginmanns síns, sem leggur fæð á drenginn. Hjóna- band hennar var reyndar orðið lítið meira en nafnið tómt. Gerist nú það atvik, að Tom heimsækir lauslætiskvendi eitt, til þess að gýna manndóm sinn, en því lauk með þvi að Tom reynir í örvænt ingu sinni að svifta sig lífi. Það er komið í veg fyrir það, en Tom leitar út i skóg í nágrenninu og felur sig þar. Laura fer að leita Toms, knúin óviðráðanlegri ást- ríðu til þess að hjálpa honum í vanda hans og örvæntingu og þá gerist með þeim sá atburður í skóginum er verður þess valdandi að hún hverfur síðar á brott frá *nanni sínum . . . Mynd þessi er afburðavel geið, efnismikil og áhrifarík og leikur inn frábær, einkum þeirra De- borah Kerr og John Kerr. Hér er farið með athyglisvert við- fangsefni af næmum alkilningi ©g nærfærni, sem hlýtur að orka mjög á hugi áhorenda. Tjarnarbíó: SAGA TVEGGJA BORGA Mynd þessi, sem er brezk, er fcyggð á skáldsögu Charles Dick ens, „A Tale of Two Cities“. Deborah Kerr og John Kerr í hlutverkum sínum. Myndin gerist í London og París á tímum stjórnarbyltingarinnar miklu í Frakklandi. — Sidney Caston (Dirk Bogarde) ungur enskur lögfræðingur, vel gefinn, en fullmikið fyrir dropann, hitt ir á gistihúsi í Dover unga og fríða stúlku, Luci Manette (Dor- ot'hy Tulin) og verður strax hrif inn af stúlkunni. Er Luci á leið til Parisas til þess að sækja föð- ur sinn dr. Manette (Stephen Murray), sem látinn hefur verið laus úr fangelsi. f gistihúsinu hittir Lucci einnig Charles Darn- ay (Paul Guers) en hún veit ekki að hann er náfrændi franska greifans St. Evremonde (Christo pher Lee), sem hafði látið varpa föður hennar í fangelsi. Þegar Luci kemur aftur til London með föður sinn, fréttir hún að Darnay hafi verið tekinn fastur, grunaður um njósnir. Hann er þó sýknaður, meðal ann ars fyrir vitnaframburð hennar og aðstoð Cantons lögfræðings. Síðar giftast þau Luci og Darnay, en hann leynir hana áfram skyld leika sínum við Evremonde greifa. Greifinn, sem er illræmd- ur maður, er myrtur, og upp úr því hefst stjórnarbyltingin. Múg urinn geysist um borgarstrætin trylltur og ölóður og dregur að- alsmennina í hópum undir fallöx ina. Darnay hverfur til Parísar til þess að bjarga lífi GabeMe þjóns Evremonde greifa og dótt- ur hans Mariu, en er tekinn fast- ur og á að fara sömu leið og aðrir aðalsmenn. Luci og faðir hennar og með þeim Caston lög- fræðingur fana til Parísar og frétta þar að Darnay hafi verið handsamaður • og bíði dauðans. Caston sem alla tíð hefur elskað Luci, tekur þá málið í sínar hend ur . . . Mynd þessi er mjög viðburða- rík og lýsir vel borgarbragnum í London á þessum tímum og æði múgsins í París í stjórnar- byltingunni. Dirk Bogarde fer prýðilega með hlutverk sitt, glettinn á svip og með fallegar hreyfingar. Einnig er mjög góður leikur þeirra Dorothy Tutin, Paul Guers og Marie Versini, er leik- ur Marie Gabelle. „3 tegundir tannkrems" 0 „Með piparmintubragði og virku Cuma- sina-silfri, eyðir tannblæði og kemur í veg fyrir tannskemmdir“. □ □□ „Sérlega hressandi með Chlorophyll, hinni hreinu blaðgrænu, fjarlægir leiða munn- þefjan“. „Freyðir bragði“. 4 BE3Q kröftuglega með piparmintu- VEB Kosmetik-Werk Gera Deutsche Demokratische Republik. Pspulagnsngamenn Munið árshátíðina annað kvöld kl. 9 í Tjarnarcafé, niðri. Skemmtinefndin Bjart og rúmgott skrifstofuherbergi Til leigu NÝJUNG Sunsilk Tonic Shampoo gefur hári yðar líflegan blæ og flösulausa mýkt. því þá lítur helzt út fyrir, að þér hafið eytt miklum tíma og pen- ingum á hárgreiðslustofunni. Þvoið hár yðar heima með Sunsilk Shampoo. Sunsilk gerir hár yðar mjúkt — glans- andi. — Aðeins ein umferð nauðsynleg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.