Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Fimmíudagur 9. marz 1961 Skrifstofuhúsnæði 4—5 herb. hæð í steinhúsi við eina helztu götu mið- bæjarins til leigu frá 14. maí n.k. — Hentugt fyrir endurskoðendnu, lögmenn o. þ. h. Lysthafendur sendi nöfn sín í pósthólf 154. Mutsvein og hdseta Vantar á bát frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 50348 Glæsileg íbúðarhæð Til sölu er mjög skemmtileg 4ra herb. íbúð á 2. hæð í vesturenda sambýlishúss í Háaleitishverfi. — fbúðinni fylgir stórt og gott íbúðarherbergi í kjall- ara auk geymslu þar og sameignar. fbúðin er nú til- búin undir tréverk, sameign að mestu fullgerð. Mjög fagurt útsýni. ARNI STEFANSSON, hdl., Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4 — Sími: 14314. Til sölu 3ja herb. íbúð. — Höfum til sölu góða 96 ferm. 3ja herb. íbúð við Lönguhlíð og að auki fylgir eitt herb. í risi ásamt aðgangi að sér snyrtingu. Góðar sólrík- ar svalir. Hitaveita kemur innan skamms. íbúðin er nýmáluð og öll í 1. fl. standi. mAlflutnings- og fasteignastofa Sigurður Reynir Pétursson, hrl. Agnar Gústafsson, hdl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti Austurstræti 14 — Símar 19478 og 22870. Útsala — Útsala Hattar — Hanzkar — Slæður — Blússur Peysur — Pils — Kjólar — Magabelti — Brjóstáhaldarar — Úlpur — Sportbuxur Sportblússur — Tækifæriskaup. Hjá Báru Austurstræti 14 *Í6. U. S. PAT.Off * lEVÍTT á eldhús og böb Lakk á sprautukönnum Glært chrom alumínium og gull bronz Glært útihurðalakk Sparsl og grunnur Duco og Dulux þynnir V e r z 1 u n Friðriks Bertelsen Tryggvagötu 10 Simi 12872 Þórður Jónsson, Látrum : Brennivín í dag og á morgun Hvar stendur þú i bjórnum? ÞANNIG SPYRJA menn hver annan, og ekki nema að vonum, því hér er um all mikilsvert mál að ræða, sem varðar alla þjóðina, og kann að hafa nokkur áhrif á framtíð hennar, svo ekki er ó- líklegt að menn geri það upp við sig hvort þeir eru með eða móti bjórnum. Allmikið hefir verið rætt og ritað um þetta mól, en ekki verð ur annað séð, en hér sé sama sag an og fyrr, að skammt sé öfganna á milli, svo ekki verði þetta mál rætt nema með æsingi af beggja hálfu, og nú ekki síður af þeim er vilja fá bjórinn. Við búum við það frjálsræði i áfengissölu, að hver sem er, og hvar sem hann er á landinu, að þömum í flestum tilfellum frá- skildum, getur náð sér í áfengi, mikið eða lítið eftir vild, frá á- fengisverzluninni eða útsölum hennar. Útsölustaðirnir eru að vísu ekki margir á landinu, en samt virðist dreifingin ganga mjög vel, svo hreint vanþækklæti væri undan því að kvarta. Þessi liðlega dreifing áfengis um landið, útrýmdi brugginu á sínum tíma, sem virtist vera kom ið nokkuð víða, en þótti ékki heppileg sjálfsbjargarviðleitni, eða tómstundaiðja, enda bannað með lögum. Þar sem áfengi, sem hægt er að fá eftir frjálsum leið um í landinu er mjög dýrt, hefir þessi frjálsa sala ekki komið í veg fyrir, að inn í landið væri flutt áfengi eftir ófrjálsum leið- um, samanber Tungufoss smyglið, svo og fleiri smyglmál sem upp 'hefir komizt um, benda til, og ekki þætti mér ótrúlegt að allmik ið meira káfemi eftir þessari leið, en það sem lendir í höndum varða laganna, þótt þeir séu farnir að verða all aðgangsharðir. Það er því nokkuð vafasamt, að miða drykkju okkar íslendinga við það magn sem ríkið selur, og held ég enginn geri það í alvöru. Heimabruggað áfengi og smygl að, eru ólöglegar veigar, en þó er það svo, að það er að mestu á valdi löggjafans, hversu mikil á- herzla er lögð á að ná áfengi eft ir þessum leiðum, sem alltaf standa opnar, að minnsta kosti sú leiðin að brugga, því það sem þarf af aðkeyptu efni fæst í hverri matvörubúð um land allt, en aðferðin auðveld og auðlærð, þá er heldur ekki vandi, að fá góð og heppileg tæki, á þessari öld tækninnar. Það er mjög nauð synlegt að þeir sem um áfengis- mál fjalla geri sér þessar stað- reyndir fullkomlega Ijósar. Ég er þeirra skoðunar, eftir því sem mér finnst „stemningin" vera hjá okkur í áfengismálum, að ef verulegar hömlur væru lagðar á sölu áfengis í dag, eða áfengi hækkað í verði, frá því sem nú er, að þá kölluðum við yfir okkur brugg og smygl í stórum stíl, og væri það óstand sínu verra en við búum við, því nú hefir þó ríkið þann möguleika, að bæta að nokkru það, sem áfengið eyði- leggur, með tekjum af áfengissöl- unni. En hér er hinu opinbera sannárlega mikill vandi á hönd- um, því það þýðir ekki að segja við okkur í dag. Nú hættið þið að drekka og fáið ekki meira brenni vín, það er vonlaust. En þarf þá nokkuð að segja eða gera í þessum málum, er þetta ekki alt í lagi eins og er? Ég tel að meirihluti þjóðarinnar, jafnvel stór meiri hluti telji það ekki í lagi, og þrái og fagni hverri breyt ingu til hins betra. Hver er sá sem ekki telur drykkjuskap ungl inga alvarlegt mál, en engum dylst að hann fer nú ört vaxandi og hver er sá eða sú, faðir eða móðir, systir eða bráðir, sem ó- drukkinn horfi á efnilegt æsku- fólk veltast um á almannafæri fullt og ósjálfbjarga, æpandi og skrækjandi með flöskuna á lofti, hver horfir á það án þess að kom ast við og óska annars? Enginn, um alla tíma enginn. Þetta er ekki svona vont, kann einhver að segja, sem ekki hefir að neinu leyti kynnst þessum málum einhver sem tekur fram flöskuna þegar góðan gest ber að garði, og umgengst hana þannig, að báðum er til ánægju en eng um til ama og þannig er með meirihluta þeirra, sem áfengis neyta. En því miður þá er hitt líka staðreynd, staðreynd sem við meg um ekki ganga fram hjá, því að það er æskan, sem á að erfa land ið en ekki Bakkus. En hvers vegna er þetta svona? Er það vegna galla á núverandi áfengislöggjöf? Er hægt að bæta ástandið með bættri áfengislög gjöf? Það kann að vera, en ég held þó ekki, aðeins eitt getur bætt ástandið og lyft æskunni upp úr drykkjuskap, eða þeim hluta hennar, sem Bakkus hefir náð tökum á, það er almennings- álitið, og alveg sérstaklega gæti það orðið varnarveggur á leið að drykkj uskapnum. Meðan það er fínt á æðri stöð um að drekka, þá er drukkið. Meðan það er talið viðeigandi og riddaralegt, að kasta hnútum að bindindismönnum, jafnvel frá æðri stöðum, já, þá vill æskufólk ekki vera bindindisfólk. Meðan það er talin málsmót að menn geri þetta eða hitt í fylliríi, og því afsakanlegra, já, þá er ekkert að því að vera fullur og skríða niður á svið skepnunnar. Meðan það er ekki talinn neinn kostur á einum manni, að vera bindindismaður, og hann er ekki betur séður í opinberum stöðum, heldur en sá sem drekkur, þótt í hófi sé, þá er það ekki útaf fyrir sig mikil hvatning til að ger ast bindindismaður. Það þarf að hefja áróðursher ferð gegn áfengi, í skólum, út- varpi, og blöðum, og taka kvik- myndatæknina í þágu þess áróð uí-s. Það þarf að sýna þjóðinni á tjaldinu hvernig ástandið er í Tilkynning Bræðrafélag Óháða safnaðarins hefir hug á að stór- auka starfsemi sína á næstunni. Því er heitið á, alla karla í söfnuðinum að ganga í félagið og gefst mönn- um kostur á að sækja skemmtikvöld í félaginu, fé- lagsvist o. fl. laugardaginn 11. marz kl. 8,30 e.h. í Kirkjubæ við Háteigsveg og skrá sig í félagið. Allt safnaðarfólk velkomið. Stjórn Bræðrafélags Óháða safnaðarins áfengismálunum, og segja þar hvorki of eða van, heldur raun- veruleikann í sinni siðlausu nekt. Það þarf að kvikmynda ferðir eins og Þórsmerkurferðina sem lýst var í útvarpsþættinum, „Heima og heiman“ 14. ágúst s.l., og til samanburðar, ferðir eins og þær er Birgir Kjaran lýsir í sinni ágætu bók, Fagra land. Kvik- mynda danssamkomur eins og þær sem lýst hefir verið í ná- grenni Reykjavíkur, og þarf ekki nágrenni Reykjavíkur til. Kvikmynda slysin, sem áfengið veldur á ölum sviðum okkar mannlífs. Kvikmynda hvernig áfengið lokkar unglinga út á glæpabrautina, og þannig mætti endalaust telja, en sum af þessum dæmum, sem fyrir koma eru svo ljót, að vafasamt er, að það sam ræmdist siðmenningunni að sýna þau á tjaldinu. En ef slík herferð væri hafia og henni fylgt eftir, ásamt hjálp við þá sem hjálparþurfar væru, þá mundi almenningsálitið breyt ast, en það er það sem við þurf* um. 'u En hvað um bjórinn? Frjáls sala á bjór, og með þeiní frjálsu leiðum, sem hann mundi fljótlega fá, þótt ekki væru all ar lögboðnar, inn á hvert heim- ili þau áhrif held ég væru svip- uð og hella olíu á eld, miðað við það viðhorf, sem æskan virðist nú hafa til áfengis. Eg hef nokkuð fylgzt með því, sem hefir verið rætt og ritað um þetta mál á opinberum vettavngi, og það sem hefir mest vakið at- hygli mina, og er þess valdandi að ég skrifa þetta, er það, hve mjög þeir bjór vinir, gera sér far um að láta það koma fram f umræðunum, hvaða álit þeir hefðu á góðtemplurum og bind- indisfólki, en eftir þeim lýsing- um mundi margur ætla, sem ekk ert þekkti til, að hér væri um ein hvern óaldarflokk að ræða, sem með kreddum sínum og fordóm- um svifti okkur sjálfsögðum mannréttindum og þjóðargæfu, samanber ummæli stjórnarráðs- fulltrúans í útvarpinu 23 jan., f þættinum um Daginn og veginn. Annar frummælandinn á um- ræðufundi stúdenta, hvað hafa komizt svo að orði, að því er Mogunblaðið segi 24. jan.: Að sem heild hefði góðtemplararegl an orðið sér til stór skammar í áfengismálum. Þetta eru bara tvö dæmi, svo eitthvað sé nefnt, en þannig er tónninn, og ef þessir og aðrir málsvarar bjórsins, gætn svo um leið, leitt æskuna að bjór lindinni, og boðið henni af að bergja sér til uppörvunar gegn bindindisfólki, þá er líklegt að stjórnarráðsfulltrúinn og skoðana bræður hans, ef einhverjir eru, fengju þau sjálfsögðu mannrétt. indi, og þjóðargæfu, sem hanr» telur að bindindisstarfsemin hafi frá þjóðinni tekið. En það verður ekki! Á umræðu fundi stúdenta sem fyrr getur, kom fram rödd æskunnar, Ómar Ragnarsson. Morgunblaðið birtir eftir honum ummæli hans 24. jan. og leyfi ég mé að hafa það eftir orðrétt: „Ómar Ragnarsson sagðist vilja láta rödd æskunnar heyrast i þessum umræðum. Það gilti uiu öll rök í svona máli að þau vær| ekki hægt að flokka undir ákveð in lögmál. Við gætum þvi ekki vitað hvort bjórinn yrði til góða eða ills, og einmitt þess vegna ættum við ekki að taka á okkur áhættuna af því að leyfa hann**. Þetta er skynsamlega mælt, og vonandi mælir svo öll okkar æska, og það er skylda okkar allra að taka undir þessa rödd, og hjálpa æskunni að forðast bjór- inn, en ekki halda honum að henni. Látrum 5. febrúar 1961, Þórður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.