Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNQI. 4 ÐIÐ Fimmtudagur 9. marz 1961 Hef kaupanda að 130—140 tonna nýjum eða nýlegum stálbát. Helzt með öllum nýtízku tækjum. Nánari upplýsingar gefur: SKIPA- og FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoli — Sími 13842. UMBUÐAPAPPIR 40 og 57 cm, rúllur KRAFTPAPPÍR brúnn 100 cm. SJÖRPAPPÍR í örkum PAPPÍRSPOKAR flestar stærðir Eggert Kristjánsson & Co h.f. Símar 1-14-00 Er flutiÉgskostnaöur bús Flóamanna milli. of hár ? r- Rætt við Lárus hrepp sljóra í Hiiðhúsum Húseigendur Athugið að panta handrið og girðingar tímanlega. Mosaik h.f. Þverholti 15 Sími 19860 Á UNDANFÖRNUM árum hefur á aðalfundum Mjólk- urbús Flóamanna verið rætt mikið um flutningsmál bús- ins og bílarekstur þess. Má segja að þessi mál hafi ver- ið hin einu raunverulegu deilumál, sem þar hafa verið uppi, enda M.B.F. eina mjólk urbúið á landinu, sem sjálft annast mjólkurflutningana frá bændum og að stöðvar- vegg. Flutningamália hafa þó jafn- an staðið óbreytt og þeir, sem á þau hafa deilt, engu fengið þar um þokað þar til á síðasta aðal- fundi að tillaga Lárusar Gísla sonar hreppstjóra og bónda 1 Miðhúsum var samþykkt. Var hún um að skipuð skyldi nefnd til þess að rannsaka hvort hægt væri að skipuleggja flutningana betur og reka bíla búsins á hag- kvæmari hátt. Nefndin skipuð Mbl. hefir nú frétt að búið sé að skipa þessa nefnd og að hún eigi að hafa lokið störfum fyrir næsta aðalfund, sem væntanlega verður haldinn í aprílmánuði n.k. Nendina skipa: Björn E. Árna son, endurskoðandi, Heykjavík, Þórarinn Sigurjónsson, bústjóri, Laugardælum og Páll Björgvins son oddviti, Efra--Hvoli. Að þessu tilefni hefir blaðið snúið sér til Lárusar Gíslasonar og spurt hann hvað fyrir hon- umhafi vakað með flutningi til- lögunnar og hvert sé álit hans á rannsóknarefni nefndarinnar. Tillaga Lárusar hljóðar svo: „Aðalfundur M.B.F. haldinn að Flúðum þriðjudaginn 12. apríl 1960 samþykkir að skora á stjórn M.B.F., að láta sem fyrst fara fram nákvæma rannsókn á því hvort ekki sé hægt að lækka kostnaðinn við mjólkurflutn- ingana án þess að dregið sé úr Lárus Ág. Gíslason. þeirri hagkvæmu þjónustu, sem búið veitir bændum nú. Vill fundurinn benda á að eðlilegt væri að nefndin væri skipuð tveimur Árnesingum, tveimur Rangæingum »g einum Skaft- fellingi". — Samkvæmt þessu er nefnd- in ekkí skipuð eftir vilja fund- arins, segjum við. — Nei, því fer fjarri. En það gerir kannske ekki svo mikið til, ef nefndin gætir þess að ráða sér til aðstoðar sérfróðan mann eða menn, sem vit hafa á flutn- ingum. Ég er ekki með þessu að lýsa neinu vantrausti á þá menn, sem þetta mál eiga að rannsaka. Hitt er augljóst að bændur aust- an úr sveit og endurskoðandi úr Reykjavík geta ekki á eigin spýt. ur rannsakað þetta mál til hlít- ar. — Jlver #r ástæðan til þess að þú fluttir þessa tillögu? Undir grundvallarverði — Höfuðorsökin er sú, að Mjólkurbú Flóamanna hefir ekki getað skilað verðlagsgrundváll- arverði til bænda fyrir mjólkina. Það er hins vegar krafa, sem ég tel að bændur eigi. Það er einn- ig skoðun mín að með hagkvæm ari rekstri á flutningunum megi S JOIVIEIMIM! SJÓMEIMIM! GALOIV -stakkurinn kann sá að meta sem á. GALOiM -stakkurinn er ódýrastur á íslenzkum markaði og kostar kr. 432.60 í verziun í Reykjavík. GALOiM -stakkurinn helzt mjúkur í miklu frosti. GALOIM -stakkurinn er afar sterkur og jafn- framt léttur. -stakkurinn er rafsoðinn á öllum GALOiM -saymum og því alveg þéttur. „GALOIM-Sjóstakknum gleymir enginn, sem reynt hefiír46 Sjóklæoagerð íslands hf. komast langt ineð að ná grund- vallarverðinu. Byggi ég þetta yrst og fremst á samanburði við flutninga á mjólk annars staðar á landinu. — Þá yar það upplýst á síðasta aðalfundi, af formanni mjólkur- bússtjórnarinnar, að Kaupfélagi Árnesinga hefði borið að greiða 2,4 milljónir í flutningsgjöld fyr r þungavöru *g kaupfélögunum í Rangárvallasýslu um 100 þús- und, eða samtals 2,5 milljónir króna, sem ekkj var innheimt. Þetta svarar til að hægt hefði verið vegna þessa eina liðs rekst ursins, að greiða bændum 9 aur um meira fyrir hvern mjólkur- líter.. Skortir þá aðeins 4 aura til þess að hægt hefði verið að skila fullu verðlagsgrundvallar- verði til bænda. v — Telur þú að hægt hefði ver- ið að ná því á öðrum liðum? — Já, það er sko^un mín. Ég veit þess dæmi að viðgerðir hafa oft verið mjög óhagkvæm- ar. Komi fyrir að bifreið bili langt austur í sveitum eru ým- ist sendir viðgerðarmenn frá bif reiðaverkstæði Kaupfélags Ár- nesinga, eða dráttasbílar frá Sel- fossi hafa sótt bílana og dregið þangað til viðgerðar fram hjá verkstæðum kaupfélaganna hér austur frá, sem eru 3 á leið bíl- anna, á Hvolsvelli, Hellu og Rauðalæk. — Ég tel einnig að vafi leiki á því að flutningarnir séu eins hagkvæmir og verið gæti. Sér- fróðir menn hafa gert tilboð i alla flutninga búsins fyrir mun lægra verð en nú er greitt fyrir þá. Af þeim sökum tel ég fulla ástæðu til að mál þetta verði í heild gaumgæfilega rannsakað. — Þá leikur einnig vafi á því, að bílar þeir, sem notaðir eru, séu af hagkvæmri gerð og stærð. Miklar skuldir — Er skuldabyrðin á mjólkur- búinu ekki mikil vegna hir.na miklu byggingarframkvæm da þess að undanförnu? — Skuldirnar námu 1 nóv. sl. 46 milljónum króna. Ef við reik'.um með að á þeirn tíma sem búið hefir sjálft rekið flutn . ingana en það eru 14 ár, hafi vangoldin flutningsgjöld til þess vegna þeirra flutninga, sem ekki hefur verið greitt fyrir. numið 2 milljónum árlega að meðaltali nemur það alls 28 milljónum. Hefði þetta fé verið notað til greiðslu á skuldum búsins, en ekki verið greitt bændum, ættu þær nú að vera 18 milljónir i stað 46. Vaxtahagnaður af þess- um sökum hefði orsakað að hægt hefði verið að greiða bændum verulega hærri upphæð fyrir mjólk sína. Hver maður getur reiknað út hvað vextir eru mikl- ir af 28 milljónum króna og hvað það muni nema miklu í hækk- uðu útborgunarverði til bænda. __Er nefndin tekin til starfa, Lárus? __ Ég veit ekki til þess að svo sé enn. En mér er óhætt að full- yrða að vel verður fylgzt með störfum hennar og þeim niður- stöðurn, sem frá hennj koma. — Ég vil að síðustu taka fram, segir Lárus, að með þessu er ég ekki á neinn hátt að kasta rýrð á störf hins látna formann* stjórnar Mjólkurbús Flóamanna, Egils Thorarensens, enda var til laga mín samþykkt meðan hans naut við og nefndin skipuð fyr* ir lát hans, eða í des. sl. — Mál þessi eru nú svo ofar- lega á baugi að ekki verður kom izt hjá því að þau séu rædd. Það hlýtur að vera hagsmunakrafa bænda á mjólkurframleiðslu- svæði Mjólkurbús Flóamanna að þau verði krufin til mergjar, seeir Lárus að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.