Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. marz 1961 MORGXJISBLAÐIÐ 17 Carðar Hólm Stefánsson Minningarorð 1 DAG verður til moldar bor- inn Garðar Hólm Stefánsson frá Vopnafirði, er andaðist í Landa- kotsspítala 27. febrúar sl. Hann fæddist í Vopnafjarðarkaupstað 4. febrúar 1910. Foreldrar hans voru Stefán Magnússon, sjómað- ur, og Þórunn Gísladóttir. Hann ólst upp hjá móður sinni og móðurömmu, en þær höfðu umsjón með skólahúsi Vopna- fjarðar. Barnungur varð hann að fara að vinna fyrir sér til þess að létta undir með þeim mæðgum. Tíu ára gamall fór hann í sveit og dvaldist fyrstu tvö sumrin hja Katrínu, föður- systur sinni, að Víðihóli á Hóls- fjöllum og reyndist hún honum sem bezta móðir. Á haustin og vorin var hann við snúninga og það sem til féll í þorpinu. Um fermingu byrjar Garðar sjómennsku, fyrst á opnum róðr arbátum. Var hann þá hjá föð- urbróður sínum, Hannesi Magn- ússyni á Bakkafirði, er þar hafði verzlun og útgerð, duglegur ágætismaður. Eftir það stundaði Garðar sjómennsku sumar og vetur samfleytt í 23 ár. 17. vetrarver- tíðir reri hann í Vestmannaeyj- um, alltaf hjá sömu útgerð og — Úr ýmsum áttum Framh. af bls. 12. lengst af hjá sama formanni. Á sumrum stundaði hann svo síld- veiðar eða þorskveiðar við Norður- og Austurland; heima á Vopnafirði var hann venju- lega nokkrar vikur haust og vor. Árið 1939—40 settist hann í Stýrimannaskólann og lauk það- an skipstjóraprófi fiskimanna með ágætis vitnisburði. Eftir það var hann ýmst stýrimaður eða skipstjóri á fiskiskipum þar til 1948, að hann hætti sjó- mennsku, enda var þá heilsan farin að bila. Árið 1949 réðist hann til Timb urverzlunar Árna Jónssonar hér í bæ, gerðist þar verkstjóri og starfaði þar til æviloka. Árið 1935 kvæntist Garðar Þórunni Jörginu Þorsteinsdóttur frá Syðri-Brekkum í Norður- Þingeyjarsýslu. Þeirra sambúð varð stutt, því hún andaðist af barnsförum tæpu ári eftir að þau giftust. Barnið lifði og er það Einar Þór Garðarsson, þjónn í Veitingahúsinu Naust, sem ólst upp hjó móður Garð- ars. Þegar ég fór að heiman úr Vopnafirði 1915 var Garðar barn að aldri, kynntist ég honum því ekki neitt að ráði, fyrr en móðir hans fluttist hingað suð- ur ásamt syni hans og yngsta bróður, árið 1944. Eftir það vor- um við mikið saman. Garðar var fíngerður maður og alls ekki skapaður fyrir af þurft að lifa. Hann var bókhneigður, las mikið og var stálminnugur, enda fróður vel. Það sem þótti þó bezt í fari hans var skyldu- rækni hans og drengskapur, húsbóndahollari mann held ég geti varla. Einar Þór, sonur Garðars, kvæntist fyrir fáum árum og á tvö böm, pilt og stúlku. Með þessum börnum fannst mér eins og sólargeisli færast inn í líf Garðars, um þau talaði hann og hugsaði öllum stundum og æskilegt hefði verið að þau hefðu notið hans lengur. En þar er annar sem ræður. Ég kveð þig nú , kæri frændi og vinur, þú ert kominn yfir móðuna miklu, bráðum kem ég á eftir. Hittumst þá heilir. Valdemar Sveinbjörnsson. ið 1942, en endurbyggt 1959— 1960. Á skipinu er 950 manna áhöfn, þar af 450 sérfræðing- ©r, sem eiga að annast við- hald og viðgerðir á kafbát- um og eldflauguim. 0 Vel búinn togari Skömmu áður en Proteus kom til Holy Lock, mætti skip inu rússneskur togari, og fylgdi því í um hálfa klukku- stund. Togarinn var búinn margvíslegum loftnetum frá- brugðnum þeim, sem tíðkast á fiskiskipum. Voru teknar Ijósmyndir af togaranum og sendar bandarísku flotastjórn inni. Skipstjðrinn á Proteus, Ric- hard Laning, segir svo frá tog aranum: Okkur þótti þetta ekkert einkennilegt fyrst í stað. Það var einkennileg til- viljun. Þegar togarinn sveigði, sáum við rautt skorsteinsmerk ið með gylltum hamri og sigð. Togarinn kom á móti okkur, sigldi síðan stjórnborðsmeg- in við okkur í um hálfrar mílu fjarlægð og stöðvaði ferð ina. Svo sneri hann og kom bakborðsmegin við okkur. En Proteus á siglingu. það skrítna við þetta var að um þetta leyti komu fyrstu flugvélarnar með blaðaljós- xnyndara yfir okkur og þá sigldi togarinn burtu á fullri ferð. Mér finnst þetta fyndið, sagði Laning. — Leikfréttir Framh af bls. 6. Peter Hall hefur sett leikinn prýýðilega á svið og með mikl- um æfintýrablæ. Hann er mjög ungur en samt einn af efnileg- Dorothy Tutin sem Viola í leik- ritinu „Twelfht Night“. ustu leikstjórum Englendinga. í einu atriði þótti mér hann leyfa sér of mikið grín og árekstra á sviðskiptingu, minnti það um of á Shakespear’s leikritin. En sýn- ingin í heild var mjög eftirtekt- arverð. Ég hef einnig séð aðra sýningu „Twelfth Night“ (Shaka speare) hjá þessu leikfélagi og stjórnað af sama leikstjóra. Lif- andi og ógleymanleg Viola, leik- in af Doroty Tutin. Stráksleg glettni hennar féll vel við hlut- verkið. Hún hefur fyrir þetta hlutverk verið kosin bezta leik- kona ársins og sæmd verðlaun- um. Olivia var leikin af Gerald- ine McEwan með skemmtilegri hlátursmildi og „sex appeal", sem gaf leiknum lifandi gneista ólíkan öðrum „Twelfth Nights“ sem ég hef séð þar sem haldið hefur verið meir við „tradition". Krf. 7ENIThh Blöndungar AUSTIN 8—10—12 AUSTIN A. 70. AUSTIN A. 50. FORDSON 10 BRADFORD VAUXHALL VOLVO B. 16 Verzlun Friðriks Bertelscn Tryggvagötu 10. Sími 12872. Ungling vantar til bladburdar við Búsfaðaveg JttorgitttÞI&frtfr FéSagslíl Ferðafélag fslands Þórsmerkurkvöld Ferðafélag íslands heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld 9. febrúar 1961. Húsið opnað kl. 8. 1. Jóhannes úr Kötlum: Þórs- merkurhugleiðingar. 2. Litskuggamyndir úr Þórs- mörk, Sigurjón Jónsson, úr- smiður sýnir og útskýrir. 3. Hákon Bjarnason, skógrækt- arstjóri: Skógurinn í Þórs- mörk (stutt erindi). 4. Þórsmerkursöngvar (Alm. söngur Sig. Þórarinsson stj). 5. Myndagetraun verðl. veitt. 6. Dans til kl. 24.00. Aðgöngumiðar seldir í bóka- verzlunum Sigf. Eymundssonar og ísafoldar. Verð kr. 35,00. Knattspyrnufélagið Fram Sveitakeppni , bridge heldur áfram í Framheimilinu í kvöld, fimmtudag kl. 8 stundvíslega. Nefndin. V* ÚLFDR IDCOBSEN FERDflSKRIFSTOFA ■ uslurstraili S Simi: 1349» Páskaferðin í ár verður í ör- æfasveit. Pantið stundvíslega. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 10 A — Sími 11043 pmsm HIÐ VINSÆLA : ; KANTER’S corselett teg. 8267 úr leno- »tii! teygju og blúndu, — flegið í bakið. Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaSur GarSastræti 17 Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður Þorvaldur Lúðvíksson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Austurstræti 14 — Sími 1-55-35. í H wm Mi L— . 3 Vel klædd kona er vandlát í vali sínu á lífstykkjavörum. Þér getið verið öruggar um að frá Kanter’s fáið þér einmitt það sem yður hentar bezt. Frikirkjusöínuðurinn í Reykjavík Aðalfundur safnaðarins verður haldinn í Fríkirkj- unni sunnudaginn 12. marz n.k. og hefst strax að aflokinni messu kl. 3 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf Onnur mál. Safnaðarstjórnin Húsasmiðir Umsóknir um fasteignalán úr lífeyrissjóðnum þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins eigi síðar en 15. marz. Lífeyrissjóður húsasmiða WD Jafnvel þeir sem lifa í sínum „fílabeinsturni" — verða að viðurkenna ágæti fegrunar- varanna frá LANCÖME le parfumeur de Paris

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.