Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORGIJTSBLAÐIÐ Fimmtudagur 9. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN í í S S s s i I smástelpa, sagði Janet og brosti til foreldra sinna á víxl. — Já, en nú ertu stór, þegar þú kemur úr skólanum, sagði faðir hennar með ánægjusvip. — Já, og komin heim fyrir fullt og allt, sagði Margot. Janet gat rétt sillt sig um að mótmæla þessu. En hún varð að hafa þolinmaeði ofurlítið lengur. Loks hafði hún þvegið sér og snyrt sig, dáðst að nýmálaða her berginu sínu, og var nú komin I. Lestin frá ferjunni mjakaðist hægt inn á stöðina. Janet hall- aði sér út um glugga, og skim- aði eftir foreldrum sínum, sem hún vissi, að mundu vera komin til að taka á móti henni. f>að voru liðnir þrír mánuðir síðan hún hafði séð þau. Nú var hún komin heim og árin tvö, sem hún hafði verið í París, voru að baki. Hún andvarpaði af ánægju. Lífið var dásamlegt! Kom með útbreiddan faðminn móti henni. Og hún gat varla beðið eftir að kasta sér í fang þess! Á stöðvarpallinum sagði Marg ot Wells við /nanninn sinn: — Far þú fram með lestinni — ég skal fara aftur með henni. Þá getum við ekki misst af Janet. Svo sneri hún sér frá honum, sárfegin því, að lestin skyldi vera komin. Hefði hún komið mínútunni seinna hefðu þau ver- ið farin að rífast. Það var þreyt- andi, hugsaði hún með sjálfri sér, gremjulega, að jafnvel við svona tækifæri, sem ætti þó að vera gleðifundur, skyldu þau samt þurfa að vera að hnota- bítast. Og út af svo að segja engu — eins og vant var. Hún stundi. En kannske það skánaði eitthvað, nú þegar Janet væri komin heím fyrir fullt og aHt. — Mamma! Margot snarsneri sér við og sá, hvar dóttir hennar var að ryðj- ast gegn um mannþröngina í átt- ina til hennar. — Æ, Janet, elskan, hvað ég er fegin að sjá þig aftur! — Hvar er pabbi? Margot fann ónotalega til. En svo minntist hún þess, að svona hafði þetta alltaf verið. Philip sat alltaf í fyrirrúmi. Það var kjánalegt að geta aldrei vanið sig á að láta það eins og vind um eyrun þjóta. — Hann er hérna. Hann fór í hina áttina að gá að þér. Margot athugaði dóttur sína vandlega og fannst hún hafa breytzt, þótt ekki væri nema þrír mánuðir síðan hún sá hana síðast. Það var einhver ljómi yfir henni. Og svo var hún svo falleg. — Þetta er indæll hattur, Janet! — Ég keypti hann í gær. Og nú ljómaði andlit stúlkunnar. — Þarna er pabbi: Philip sá hana koma þjótandi til sín, og fann til hreykni. Hon- um fannst, eins og konu hans, að Janet hefði breytzt. Falleg — já, hann hafði nú alltaf vitað, að Janet yrðj æ fallegri með aldr- inum. En þarna var eitthvað meira. Hún var svo Ijómandi af gleði. — Halló, Poppa! — Æ, guð, hvað það var gam- an að sjá þig aftur, pabbi! Filip brosti yfir allt andlitið. — Þá er ekki síður gaman að fá þig heim. Svo gengu þau að bílnum; Janet á milli þeirra og talaði í ákafa því að hún þUrfti að spyrja frétta af öllum og öllu. — Hvernig líður Ruff? — Honum liður sjálfsagt vel — hann beit póstinn í gær. — Hann er nú líka voða grimmur. — Það er nú eitthvað við hann samt, sagði Philip. — Þér þætti það ekki ef hann hefði bitið þig, sagði Margot, kuldalega. Janet varð þegar vör spenn- unnar, sem ríkti sí og æ milli foreldra hennar, og hún var svo hrædd við, enda spillti hún öllu, sem kalla mætti almennilegt fjölskyldulíf. Og svo sýndist þetta vera svo áJtæðulaust. Hún fór að sjá eftir að hafa minnzt á Ruff, sem var fallegur hundur, en undanfarið hafði móðir henn- ar heimtað, að honum væri lóg- að, vegna þess, hve grimmur hann var, en þá tillögu höfðu þau feðginin fellt einbeittlega. — Og svo er það yfirleitt hlægilegt að vera að hafa hund í London, bætti móðir hennar við. — Við höfum alltaf haft hund, svaraði Philip stuttarlega. Janet flýtti sér að beina sam- talinu í aðra átt. — Er herbergið mitt orðið fal- legt, mamma? spurði hún, af því að hún vissi, að það hafði verið málað meðan hún var fjarver- andi. — Já, ég trúi ekki öðru en þú verðir hrifin af því. Janet brosti ánægjulega, um leið og þau stigu inn í bílinn. í dag var hún hinn heimkomni ferðamaður, svo að foreldrar hennar snerust í kring um hana. En bráðlega mundi allt færast í gamla horfið og þau mundu gleyma, að hún hefði yfirleitt nokkurntíma farið að heiman. En það hafði nú verið fallegt af þeim að lofa henni að vera þessi tvö ár í París. Þegar hún fór úr skólanum, sextán ára gömul, hefðu þau alveg eins vel getað talið skólagöngu hennar lokið. En þess í stað höfðu þau sent hana til Parísar, þar sem hún hafði verið í tvö ár hjá Bayonne- fjölskyldunni, ágætis fólki, og lagt stund á myndlist og tónlist, og sannarlega höfðu þessi tvö ár verið ánægjuleg. Og undir lok þessa tímabils, hafði hún svo hitt Nigel. Hvenær átti hún nú að segja þeim þessar dásamlegu fréttir? Þær voru næstum sloppnar út úr henni á stöðvarpallinum, og nú, er þau óku eftir. strætum höfuð- borgarinnar, gat hún varla á sér setið að segja þær. En nú kæmu þau bráðum heim og ýmislegt myndi glepja fyrir, og hún vildi fá tækifæri til að segja þeim gleðifregnina í einrúmi og næði. — Þú hefur nú víst að sumu leyti verið leið á að yfirgefa París, sagði Margot. — Þetta hafa verið kapítulaskipti hjá þér. — Já, en þá byrjar vonandi annar, ennþá skemmtilegri. Margot vonaði, að henni sner- ist ekki hugur, hvað það snerti. Það var gaman, hvað Janet þótti augsýnilega gaman að vera kom- in heim aftur. En þá var spurn- ingin, hvað væri að láta hana hafa fyrir stafni. Það mál yrði að athuga vandlega. Enda þótt þau hjónin væru vel stæð efna- lega, varð Janet að hafa eitt- hvað að hugsa um. Og eins og hún var gerð, myndi hún líka vilja það. Hún var alls ekki þann ig að hún vildi eyða öllum tím- anum sínum í skemmtanir. Nei, einhverskonar vinna var lausn- arorðið. Eitthvað þannig lagað, að hún yrði að fara að heiman að morgni og koma aftur heim að kvöldi. En vitanlega líka þannig, að hún gæti verið hjá foreldrum sínum í heimilinu. Þau komu nú á Westminster- torgið þar sem þau áttu heima í fornlegu en fínu húsi, sem Margot að minnsta kosti þótti vænt um að eiga. Hún var sem sé miklu hrifnari af því en þau feðginin, en það var nú mest ’hreykni yfir staðsetningu þess í svona fínu hverfi, og svo var það, þótt lítið væri, sérlega vel búið húsgögnum og vel haldið við, og þar hélt hún kvöldveizlur, sem vinkönur hennar öfunduðu hana af. „Margot Wells? Áttu við konuna, sem á litla, fallega húsið og fyrsta flokks elda- busku?“ En fáir vissu um sam- komulagið hjá henni og mannin- um hennar. sem var áberandi fallegur maður. En árum saman hafði hún strítt og stritað til þess að láta svo sýnast, sem allt væri í lagi um heimilislíf þeirra. En stundum greip hana ofsaleg hræðsla um, að þessar tilraunir hennar færu út um þúfur. Kann- ske yrði þetta nú allt hægara þegar Janet var komin heim. Philip tilbað Janet. Hjónabandi þeirra yrði aldrei veruleg hætta .búin, meðan hún væri í heimil- inu. Philip sveigði að stéttarbrún- inni og stanzaði. Framdyrnar opnuðust og Marie, austurríska stúlkan, sem hafði verið á gægj- um eftir þeim, kom út. Ruff kom þjótandi á eftir henni og fagnaði Janet með miklum há- vaða. — Láttu hann ekki fara með skítugar lappirnar upp á fallegu fötin þín, sagði móðir hennar, hvasst. — Það er allt í lagi, mamma, það er hægt að dusta þau. Það er gaman að sjá þig aftur, Ruff minn! — Ég er alveg viss um, að hartn hefur vitað það á sig, að þér vóruð að koma, ungfrú Jan- et, sagði Marie. Hann hefur stað- ið uppi á borði við gluggann og þrýst trýninu að rúðunni. — Þetta er alveg eins og þegar ég var að koma úr skólanum, Skáldið o?j mamma litla 1) Nei, hefurðu samið kvæði? 2) Þá verðurðu líka að lofa því 3) ....nota það ekki í þín kvæð'i! Leyfðu mér að heyra það! að.... — Við höfum fundið hann! inn! .... Og hann e rmeð dreng- — Ágætt, hafðu byssuna þína Það er maðurinn með stóra hund inn! reiðubúna . . . Ég ætla að lenda fyrir framan hann! aftur í borðstofuna að drekka sérríglas .fyrir matinn, ásamt for eldrum sínum. — Ææja, skál, Janet. Velkom- in heim aftur, elskan, sagði fað- ir hennar. — Janet saup á sérríinu til að herða uþp hugann. En ekki gat hún skilið, hversvegna hún varð allt í einu svona óróleg. Það sem hún hafði að segja þeim, hlaut þó að gleðja þau. — Mamma — pabbi — ég hef dálitlar fréttir að segja ykkur. Bhilip leit snöggt á hana, og tók strax eftir þessum nýja tón í rödd hennar; þetta var ný og fullorðin Janet, en ekki -sama hálfvaxna stúlkan, sem hann hafði kvatt seinast þegar hún fór til Parísar. — Og hvað er það? spurði Margot. — Ég er ástfangin. ffllltvarpiö Fimmtudagur 9. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Olaf* ur Skúlason — 8.05 Morgunleik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón- leikar). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,A frívaktinni": Sjómannaþáttur 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum" (Vigdís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradófrtir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Frá tónleikum í Austurbæjar- bíói 15. febr.: Þýzki píanóleikar inn Hans Jander leikur 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hungurvaka; I. (Andrés Björnsson). b) Lög eftir Bjarna Þorsteinsson. c) Erindi: Hákonarstaðabók og Skinnastaðaklerkar; fyrri hluti (Bendeikt Gíslason frá Hofteigi.) d) Kvæðalög: Kjartan Hjálmars- son og Jóhann Garðar Jóhanns son kveða. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon cand. mag.. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (33). 22,20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvar an leikari). 22.40 ,,Fúgulistin“ (Kunst der Fuge) eftir Johann Sebastian Bach; ann ar hluti (Kammerhljómsveit óper unnar í Dresden leikur; Werner Egk stjórnar. — Dr. Hallgrímur Helgason skýrir verkið). 23.15 Dagskrárlok. Föstudagur 10. marz. 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 ,,Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18,00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorláksson seg ir frá sægörpum á steinaldarstigi. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20,00 Efst á baugi (Tómas Karlsson og Björgvin Guðmundsson). 20.30 Einleikur á fiðlu: Björn Ölafsson leikur sólósónötu í g-moll eftir Bach. 20,55 ..Skynjun tíma og rúms og lausn lífsgátunnar", fyrirlestur eftir Martinus (Baldur Pálmason les). 21.10 Tónleikar: „Le Cid“, balletmúsílc eftir Massenet (Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leikur; Robert Irving stj.). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin“ eftir Guðmund G. Haga- lín; IX. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (34). 22,20 Erindi: Barnaverndarráð og sum- ardvalastaðir barna (Magnús Sig urðsson skólstjóri). 22.45 A léttum strengjum: Frankie Yankovic og hljómsveit hans leika. 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.