Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.03.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 9. marz 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 — Alþingi Framh. af bls. 8 Grunnlínupunktar og tilbúnar veilur Ég skal svo faxa nokkrum orð um um grunnlínupunktana, sem er veigamikið atriði og mikið Ihefur vecrið um rætt í þessu máli í nál. hv. 2. minni hl. utanríkisn. etanda þessi orð: „Grunnlínu- punktarnir eru með þessu samn ingsuppkasti gerðir að óbreytan legum samningi við brezku ríkis Btj.“. í*að stendur, með leyfi hæstv. forseta, í niðurlagi orð- eendingarinnair til Breta: ,,Ríkis stj. íslands mvm halda áfram, að virma að framkvæmd ályktunar Alþ. frá 5. maí, 1959, varðandi út færslu fiskveiðilögsögunnar við ísland“. Mun halda áfram að vinna að útfærslxmni. Þar und ir eru grunnlínupunktar. Hvern ig er svo hægt að segja, að með slíku samkomulagi sé verið að gera grunnlínupunktana að ó- Ibreytanlegum samningi við hrezku ríkisstj.? Það er enn- fremur sagt, með leyfi hæstv. forseta: ,En grunnlínupunktana höfum við enn samkvæmt íslenzkum lögum rétt til að draga að vild og til þess sama höfum við ótvíræðan rétt, bæði að al- þjóðalögum og samkvæmt áikvörð unum sjóréttarráðstefmmnar í Genf. „Þessum réttindum öllum, er verið að afsala þjóðinni, með því að semja við Breta um nokkra punkta, og gera það síð an háð samþykki þeirra eða A1 þjóðadómstélsins í Haag, hvort íbreyta megi“. Fyrst er sagt, við eigum ótvíræðan rétt samkvæmt alþjóðalögum til tiltekinna igrunnlínupunkta, hagnýtingar á þeim. Svo er sagt, að það sé verið að afsala þessum rétti, með því að á'kveða að láta alþjóðadóms stól kveða uppúr um það hvort þetta séu lög eða ekki lög. Þegar jafn reyndir og greind Ir þm., eins og hér eiga hlut að máli, fara út í aðrar eins rökvill ur og það, að segja að það sé verið að afsala sér réttindum með því að skjóta ágreiningi um þau til dómsúrskurðar, gegnir mikilli furðu.. Þetta er sama og að segja að í hvert skipti, sem borgari færi til dómstólanna með mál Bitt, þá væri hann með því að af sala sér þeim réttindum, sem hann hyggur sig hafa, bara með því að leHa dómsúrskurðar Vilja spilla sáttum Það er eins og það sé verið að leita með logandi ljósi að ein- hverjum atriðum í þessu sam- Ikomulagi, sem hægt sé að ve fengja, skýra á annan hátt, held Ur en liggur í augum uppi, hæstv. rikisstj. hefur skýrt og upplýst hefur verið, að Bretar skilja. Út af fyrir sig væri ekkert við þessu að segja ef þetta væri gert í þeim tilgangi að taka af öll tví mæli. En það er ekki gert til þess. Það er gert til þess að reyna að sjá einhverja veilu í aðstöðu íslendinga, það er verið að búa til veilur í iréttarstöðu landsins. 1 Þegar hægt er að leggja fram málsgögn, sem veigamikla þýð ingu hafa um skilninginn á þess um tilteknu atriðum og þegar það virðist óþarfi lenguir, að vera um þau að þrátta, þá er ævinlega brugðizt verst við. Þetta er vegna þess, að það etr því miður einlægur vilji og ásetn ingur sumxa manna hér á þing- inu, að koma með öllum ráðum í veg fyrir, að samkomulag eða sætt geti tekizt í landhelgisdeil unni við Breta. Það er þeim meira áhugamál að sú deila haldi áfram, heldur en hitt að Islend ingar geti bundið endi á þessa deilu með sóma frammi fyrir öllum þjóðum. Alvarlegur málflutningur / Hv. 1. þm. Norðurl. e., Karl iKristjánsson gerði að umtals- efni útvarpsfrétt, sem barst í gær, að togaramenn í Hull mundu taka til löndunarbanns á íslenzkum fiski, ef Bretastjóm Itryggði þeim ekki fyrirfram, að íslendingax færðu ekki frekar (út fisfeveiðilögsögu sína síðar. Hv. ræðumaður komst efnislega þannig að orði, að þetta sýndi raunverulegt mat þerfra á mál- inu, að íslendingar hefðu afsalað sér rétti til frekari útfærslu. Mér finnst mjög alvarlegt og hryggilegt, að íslenzkir al- þingismenn gera sig, með slík um hætti, bera að því, að telja ótvíræð réttindi eigin þjóðar einskis virði og afsöluð og reyna þannig að smíða vopn í hendur andstæðinga þjóðarin^ ar, af því þeir halda, að með því geti þeir komið einhverju klámhöggi á pólitíska andstæð inga. Ég benti í minni fram- söguræðu á og vitnaði til um- mæla brezkra blaða, þing- manna og forustumanna, að það sem Bretar óttuðust mest við þetta samkomulag, vær). framhaldið, frekari útfærsla íslendinga á fiskveiðilögsög- unni, sem þeir áskilja sér i sam komulaginu að vinna að, og það er svo augljóslega, e\nmitt þessi sami ótti, sem lýsir sér í afstöðu útvegsmaimanna í Hull, sem hv. 1. þm. Norðurl. e. gerði að umtalsefni. Ég skal þá komg að sjálfri orð- sendingunni og fara fáum orSum um þær brtt., sem fram hafa kom iS í sambandi við orðsend.nguna. Ég kem þar fyrst að 1. liðnum, aS ríkisstj. Bretlands falli frá mót mælum sínum gegn 12 mílna fisk veiðilögsögunni umhverfis ísland. Þetta er ekki taliS sama og viður kenning. ÞaS hefur verið marg rætt hérna. Lagadeild háskólans hefur tjáS sig um þaS, að hæstv. utanríkisráðherra hefur vitnaS í ummæli brezkra ráSh. í þinginu um þaS, aS þeir hafi ótvírætt meS þessu og óafturkallanlegan viður kennt 12 mílna landhelgina. Deila um vasahnífinn Ég hitti ungan dreng um dag inn, sem sagSi við mig: Bretar hafa ekki viðurkennt landhelg ina, þeir hafa ekki viSurkennt 12 mílurnar, þeir hafa bara falliS frá mótmælum. Er þaS ekki sama og viðurkenna, sagði ég. Nei, ekki segja strákarnir það, svaraSi hann. Nú, segjum að þú deilir við einhvern af félögum þínum, t.d. um vasahnífinn þinn, en hann segir, ó, nei, ég á nú helminginn í þessum hníf meS þér, og ég mót mæli því bara, aS þú eigir hníf inn. Svo rífist þiS um þetta og félagi þinn mótmælir að þú eigir hnífinn ,en svo segir hann allt í einu. Ja, ég ætla nú aS falla frá þessum mótmælum! Finnst þér hann þá ekki hafa viðurkennt, að þú eigir hnífinn? Ó, jú, sagði strákurinn, þó hann væri ekki nema 14 ára gamall. En um svona atriði er búið að deila hér í A1 þingi í marga klukkutíma. Unnið að frekari útfærslu Þá er loksins niðurlag orðsend ingarinnar og um það hafa verið skiptar skoðanir. Stjórnarand- stæðingar vilja umfram allt geta lesið út úr þessu eitthvað afsal réttinda og að þyngri og aðrar skuldbindingar séu lagSar á herðar okkar með þessu heldur en felst í sjálfu orðalaginu og ríkisstj. sjálf hefur skýrt og ótví- rætt lýst yfir, að enginn ágrein- ingur hefi verið um í samninga- viðræðunum og undir meðferð málsins við Breta. Það er efni þessa máls, að ríkisstj. muni halda áfram að vinna að útfærslu. Samkvæmt orðum þessa niður- lags þá ber henni að tilkynna ríkisstjórn Bretlands þessa út- færslu sem yrði í framkvaémd þannig, að ný reglugerð um út- færslu yrði gefin út og gildistaka hennar miðuð við 6 mánuði, en það á að tilkynna Bretum útfærsl una með 6 mánaða fyrirvara. Það olli nokkrum umr. hér í gær að það er ekki ákvörðunin um út- færsluna, sem hér er um að ræða, heldur að útfærslan sjálf, sem er tilkynnt. Sjálf útfærslan kæmi síðan til framkvæmda að 6 ínán- uðum liðnum ef Bretar hefðu ekki haft það við hana að athuga, að þeir teldu ástæðu til þess að láta Alþjóðadómstólinn um hana fjalla. Þeir hafa því 6 mánuði tjl þess að visa ágreiningi um þetta til Alþjóðadómstólsins. Ef Aiþjóðadómstólinn hefur ekki tjáð sig um málið að 6 mánuð- um liðnum, þá tekur útfærslan gildi og gildir áfram hvort sem Bretum líkar vel eða miður og verður þá ekki hnekkt úr því gagnvart þeim nema Alþjóðadóm stólHnn síðar felli úrskurð um það, að þessi útfærsla hafi ekki stoð í alþjóðalögum og rétti. íslendingar ávinna sér virðingu og traust Ég hefi viljað freista þess við þessa umr. að leiðrétta sitthvað af því, sem fram hef ur komið við aðra umr. þessa máls. Því miður er það mjög áberandi eins og ég hef áður vikið að, hversu stjórnarand- stæðingar gera sér far um í einu og öllu að veikja mál- stað okkur íslendinga í þessu máli. Ég held hins vegar, að það verði framtíð íslands ekki að neinu fótakefli. Ég get efnislega sagt þau sömu um- mæli, sem ég sagði við lok fyrri ræðu minnar um þetta mál, að ég tel það íslend- ingum til sóma að leysa fisk- veiðideiluna við Breta á þann hátt, sem hér er lagt til og ég tel, að það sé lagður ör- uggur grundvöllur að fram- tíðarskipun þessara mála, sem hafa muni áhrif til góðs í viðskiptum við aðrar þjóðir, og afla okkur íslendingum virðingar og trausts. Megin- atriðið er, að við íslendingar höfum það mikla trú á mál- stað íslenzku þjóðarinnar, að við séum reiðubúnir til þess að leggja ágreining um rétt- indi okkar undir úrskurð al- þjóðadómstóls. Næstu ræðumenn voru: Hanni bal Valdimarsson (talaði tæpar 3 klst), Páll Þorsteinsson, (tæp- ar 3 klst.), Ágúst Þorvaldsson (% klst.), Alfreð Gíslason (2% klst.) og Hermann Jónasson, sem var að tala, þegar þetta var ritað. — Hætt kaminn Framh. af bls. 24. samband hver við annan um tal- stöð, en misstu að lokum alveg sjónir af bátnum. Þá var annar hafnsögubátur sendur af staS til að taka þátt í leitinni. Áður en til kasta hans kom, tókst hafnsögumönnunum og lögregluþjónunum í fyrri bátnum að finna bátinn og bjarga drengnum. Tæpur klukku timi var þá liðinn síðan félagi drengsins korin á Klett. Drengur- inn í bátnum var orðinn kaldur og blautur, þegar hann fannst, enda gaf á bátinn og þrisvar sinn um lá við að honum hvolfdi, en hann hafði vit á því að kasta sér á kulborða í hvert sinn og rétta bátinn þannig af. Hann var bæði hræddur og feg- inn að vonum, þegar honum var bjargað úr bátskelinni um borð í hafnsögubátinn, en varð ekki að öðru leyti meint af hrakning- unum- mh,- • Áminning Það er talsvert algengt, að drengir taki báta og pramma traustataki í Elliðavogi og damli eitthvað frá landi, þótt þetta til- felli sé sennilega alvarlegast. Hefðu báðir drengirnir komizt um borð í bátinn og rekið stjórn laust frá landi, án þess að nokk- ur hefði orðið þeirra var í ljósa. skiptunum, er eins víst að þeir hefðu aldrei náð landi. Lögreglan vill í þessu sam- bandi áminna bátaeigendur að ganga þannig frá bátum sínum, að óvitar og æfintýragjarnir strákar geti ekki stofnað sjálfum sér í lífshættu og valdið tjóni. KÓPAVOGUlt Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna er í Félagsheimilinu annað kvöld og hefst kí. 20,30. Innilegustu þakkir færi ég öllum, sem glöddu mig & áttræðisafmæli mínu með heimsóknum, skeytum og gjöf- um og gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur ölL Hallbera Jónsdóttir, Blönduósi Innilegt þakklæti til allra þeirra, er glöddu mig á sextugs afmæli mínu, með gjöfum, skeytum og hlýjum handtökum. — Lifið heil! Magnús Sturlaugsson Hjartans þakkir til allra, sem glöddu mig á sjötugs afmæli mínu 4. marz sL — Fjölskyldu minni þakka ég fyrst og fremst. — Rotaryklúbb Borgarness þakka ég heiður mér sýndan og bræðrum mínum þakka ég höfð- inglega gjöf. Guð blessi ykkur öll. Ormur Ormsson, Borgarnesi ÖUum vinum og vandamönnum, sem sendu mér vinar- kveðjur og heillaóskir á 75 ára afmæU mínu, færi ég mínar innilegustu þakkir og óska þeim öUum gæfu og farsældar í framtíðinni. Guð blessi ykkur ölL Kristján Bjartmars, StykkishólmL Þar, sem ég er á förum frá ísland til þess að taka við nýju starfi í Plattsburg AFB New York, vildi ég koma á framfæri þakklæti mínu og konu minnar til hinna mörgu vina okkar, fyrir margvíslega aðstoð og vinsemd, sem við höfum orðið aðnjótandi þau undanfarin 5 ár, sem við höfum dvalist 4 íslandi. Sérstaklega kveð ég veiði- félaga mína í Borgamesi og vonast tU að geta veitt, með þeim aftur þótt síðar verði. JOHN M. O’LEABY yfirverkfræðingur KeflavíkurflugvelU Maðurinn minn EINAR PJETURSSON stórkaupmaður andaðist að heimili sínu að kvöldi 7. þ.m. Unnur Pjetursdóttir ELLERT K. SCHRAM skipstjóri sem andaðist 6. þ.m. verður jarðsunginn frá Dómkirkj- unni 4 morgun, föstudaginn 10. þ.m. kl. 2 e.h. Böm og tengdaböm. Jarðarför föður míns og afa KONRÁÐS BENÖNÍSSONAR sem andaðist 2. marz fer fram frá Neskirkju föstudag- inn 10. marz kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Pétrós Konráðsdóttir og dætur JÓHANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Starmýri lézt í sjúkrahúsi Keflavíkur 27. f.m. — JarðarfÖrin hefur farið fram. Reykjavík, 7. marz 1961. Fyrir hönd systkinanna. Jörundur Brynjólfsson JÓN BJARNASON frá Sandi, Kjós, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju laugardaginn 11. marz kl. 2. — Blóm afbeðin, en þeim sem óska að minnast hans er bent á Slysavarnarfélagið. Ferð frá Bifreiðastöð íslands kl. 12,30. Vandamenn. Hugheilar þakkir sendum við öllum, er sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu GUÐRlÐAR ÁSGEIRSDÓTTUR fr4 Brekkuvelli Böm, tengdabörn og barnabörn ____________________________ íjSSSBBBSSBSBBBBSöB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.