Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVTSBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. marz 1961 — Alþingi Frh. af bls. 1 Þá sagði Jónas, að athugun hefði farið fram á því, hvernig mætti efla iðnlánasjóð og hvaða stór- iðju msetti helzt koma upp hér á landi. Þá hefði ríkisstjórnin beitt sér fyrir stórfelldum sparnaði í ríkisrekstrinum, útgjöld til al- mannatrygginga hefðu verið stór hækkuð og sömuleiðis framlög til verklegra frarflkvæmda. Þá ræddi Jónas nokkuð lausn fiskveiðideil- Unnar við Breta og ávinning okk ar af þeirri lausn, sem fengizt hefði. Það væri okkur ómetan- legt, að þjóð, sem um undanfarin ár hefði leitazt við að beygja okk ur með valdbeytingu héti því að láta af því hátterni og beygja sig undir dóm alþjóðadómstóls, ef til nýrra deilumála kæmi. Hermann Jónasson var fyrsti ræðumaður kvöldsins. Taldi hann sennilegast, að nýjar hót- anir Breta um ofbeldi hafi átt mestan þátt í því, að ríkis- stjórnin gekk til samninga við þá um landhelgismálið. Hættu- legasta atriði samkomulagsins, sagði Hermann, að væri ákvæð- ið um málskot til Alþjóðadóm- stólsins, sem jafngilti í raun og veru afsali réttinda um aldur og ævi og því, að Bretum væri selt sjálfdæmi í landhelgismál- um íslendinga. Karl Kristjánsson ræddi efna- hagsráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar í upphafi ræðu sinnar. Sagði hann, að stefna núver- andi ríkisstjómar væri önnur og verri en ríkt hefði undan- farna þrjá áratugi, sem fyrir frumkvæði Framsóknarflokksins hefði verið tímabil vaxtar og velmegunar. Viðreisnin hefði skert kjör almennings og vald- ið lömun á þjóðarlíkamanum. Og höfundar lömunarstefnunn- ar væru nú sjálfir lamaðir af henni. Ólafur Thors forsætisráðherra var næsti ræðumaður. Er ræða hans birt í heild á bls. 13. Finnbogi Rútur Valdimarsson taldi samkomulagið við Breta undanhald, réttara hefði verið að halda sig við einhliða ákvörðun strandríkis um land- helgi sína. Óforsvaranlegt taldi Finnbogi að hætta málum sín- um undir dóm Alþjóðadómstóls- ins, sem kosinn væri af valda- klíkum vestrænna ríkja innan Sameinuðu þjóðanna og réðu öllu innan hans, enda hefðu mörg ríki skorast undan að leggja mál sín undir hann. í lok ræðu sinnar lýsti Finnbogi því yfir, að samningurinn við Breta væri ekki aðeins afbrot gegn öllum núlifandi íslending- um heldur og gegn komandi kynslóðum. Ný stefna óumflýjanleg Gylfi Þ. Gíslason viffskipta- málaráffherra rakti efnahags- þróun landsins síðustu árin fram til þess tíma, er núver- andi ríkisstjóm tók við völd- um, og sýndi fram á þá nauð- syn, sem þá var á því, að snú- ið yrði við. Sagði Gylfi, að allir sérfræð- ingar hefðu verið sammála tun, að ástandið 1958 hefði verið orð ið mjög slæmt, en þó væru enn til stjórnmálamenn, sem héldu því fram, m.a.s. að því er virt- ist í blákaldri alvöru, að ástand ið þá hefði verið ágætt. Það væri einkennilegt, að Alþýðu- bandalagið og Framsóknarflokk- urinn vildu nú helzt ekki heyra á það minnzt, að um nokkurn ágreining hefði verið að ræða innan vinstri stjórnarinnar, hvað þá, að hún hefði átt við nokkur vandamál að etja. Páll Þorsteinsson kvað fullkom ið ósamræmi milli orða og gerða núverandi ríkisstjórnar. Fyrir kosningar hefðu stjórnarflokkarn ir heitið bættum iífskjörum, en eftir kosningar hefðu þeir tekið upp hina örgustu afturhalds- stefnu og lagt þungar fjárhags- byrgðár á alþýðu landsins. Þá hefðu stjórnarflokkarnir gefið heit um afkomuöryggi, en nú ógnuðu vinnustöðvanir afkomu alls almennings. Og fyrir kosn- ingar hefðu þeir heitið því að standa fast við 12 mílna land- helgi, en nú gerðu þeir ráðstaf- anir til að hleypa ótölulegum fjölda erlendra skipa inn í ís- lenzka landhelgi. Andstæðingunum afhent vopnin Daníel Ágústínusson sagði, að ríkisstjórnin hefði með samkomu laginu við Breta afhent sigruðum andstæðingi vopn sín að nýju svo að hann geti tekið upp sinn fyrri leik. Nú ætlaði ríkisstjórn- in að senda mörg hundruð út- lendra togara á miðin til að þeir geti skafið þar upp hvern ugga, sem færi gefst á og Bretum væri afhent hvert veiðisvæði, þar sem fiskigengdin er mest. Þá sagði Daníel, að Ólafur Thors ætti að líta sér nær áður en hann færi að hafa áhyggjur af forystumönnum Framsóknar- flokksins og sambandi þeirra við kommúnista, því að Bretar hefðu gleypt hann með húð og hári og væri ekkert útlit fyrir, að þeir mundu selja honum upp. Harðvítug samdráttarstefna Björn Jónsson rakti loforð rík- isstjómarinnar, sem hann kvað um síðustu kosningar knappan meirihluta þjóðarinnar hafa treyst. Hann kvað þau nú öll svik in. Komin væri á harðvítug sam dráttarstefna, lífskjör vinnustétt anna hefðu verið skert. Nýting atvirmutækjanna hefði aldrei verið minni. Hann kvað nauðsyn vaxandi uppbyggingar en nú væri verið að stöðva hana og runnið væri upp tímabil minnkandi þjóðarframi- leiðslu. Með svikum stjórnarinn- ar væru forsendur fyrir því, að hún sæti áfram brostnar. Eðvarff Sigurffsson kvað laun- þega í landinu eiga mest undir því að vantraust það sem nú hefði verið lagt fram á Alþingi, vaéri samþykkt, þar sem stjórnin hefði með framkvæmdum. sínum geng- ið hvað harðast að þeim. Hann sagði, að ef stefnu ríkisstjórnar- innar yrði fram haldið myndi hún verða til þess, að til stórátaka drægi milli stétta þjóðfélagsins. Hann tók fram að verkalýðs- hreyfingin beitti ekki verkfalls- vopninu fyrr en allar aðrar leiðir væru lokaðar. Kvað hann kjörum verkafólks nú svo komið, að ekki yrði lengur við unað. Ríkisstjórn- in ætti því að beita sér fyrir samn ingum við verkafólk án verkfalla. Furðuleg vinnubrögð Jón Þorsteinsson var síðastur ræðumanna kvöldsins og gerði fyrst efnahagsmálin að umræðu- efni. Sagði hann aðgerðimar ’60 hafa verið gerðar til að bæta úr vanstjórn sem verið hefði á efna- hagsmálum þjóðarinnar frá stríðs lokum og sagði, að þessar aðgerð- ir myndu leiða til þess, að þau mál myndu rétta við, ef kommún- istar og framsóknarmenn sprengdu ekki allt upp með óhóf- legum kröfum í verkalýðsfélög- unum. Hann fordæmdi misnotkun verkalýðshreyfingarinnar í póli- tískum tilgangi. Sagði hann stefnu Alþýðuflokksins í verka- lýðsmálum ekki vera að styðja eða fella ríkisstjórnir heldur að hafa vinsamlega samvinnu við hvaða ríkisstjórn sem væri um hagsmunamál verkalýðsins. Þá benti hann á hin furðulegu vinnu brögð framsóknarmanna í verka lýðshreyfingunni. Enn um ræsivökva Að gefnu tilefni biður Olíu- salan h.f. þess getið að Sinclair ræsivökvi fyrir diesel- og benzín vélar hafi verið í notkun hér á landi s.l. 10 ár og reynst mjög ákjósanle'ga. Lægðin yfir Grænlandshafi var á hreyfingu NA í gær. Var brúizt við, að hvessa mundi í bili á vestan eða norð vestan með snjókomu, en sú hrina yrði sennilega liðin hjá í dag, og snerist þá vindur aftur til suðvestums. Skilin lágu um Vestfirði á hádegi með snjókomu og vægt frost norður undan, en þokuloft og rigning suður undan. 500 tonn af freð- síld frá Akranesi Akranesi, 13. marz. 215 lestar af fiski bárust hér á land um helgina. 130 lestir á sunnudag og voru þá aflahæstir Sigurður AK með 16,8, Sveinn Guðmundsson 11,8 og Svanur 10,5 lestir. Á laugardag öfluðust 85 lestir alls. Hæstir voru þá Sveinn Guðmundsson með 17,6, Sigurður AK með 12 og Ólafur Magnússon með 10,6 lestir. Þrír línubátar eru á sjó héðan í dag, og þorskanetabátamir voru að smátínast út í morgun. Hér var Lagarfoss í gær og lest aði 500 tonn af frosinni síld og eitthvað af skreið. Hann sigldi beint héðan til Póllands og Þýzka lands. Akranesmet var sett hér í gær í útskipun á freðsíld. — Oddur Slaðráðnir að imna sam- þykki Gizenaa Tananarive, og Leopoldville 13. marz (Reuter NTB-AFP) STJÓRNMÁLALEJBTOGARNIR frá Kongó, sem setiff hafa á rök- stólum í Tananarive undanfarna daga, héldu heimleiffis í dag, staff ráðnir í því, aff fá Antoine Gizenga, arftaka Lumumba og yfirmann stjómarinnar í Stanley ville, til þess aff fallast á sam- komulag þeirra um aff Kongó verffi sambandsríki. öruggar heimildir herma, að mikilvægasta hlutverk stjórnar- forystumannanna í Leopoldville, Katanga og Suður-Kasai, verði nú, að telja Gizenga á að sitja nreð þeim tvo fundi, sem fyrir- hugaðir eru til nánari ákvörðun- ar um framkvæmd breytinga á stjórnarháttum. Gizenga tók, sem kunnugt er, ekki þátt í ráðstefnunni í Tanan- arive á þeim forsendum, að svik- arar hefðu stofnað til hennar. Ráðstjómarríkin, Kína og nokk- ur Asíu og Afríkuríki hafa við- urkennt stjórnina' í Stanleyville sem hina einu löglegu stjórn Kongó en stjórnmálaafstaða Gizengas sjálfs þykir mjög óljós. Ennfremur hefur verið orðrómur um, að hann hafi verið settur af stóli forsætisráðherra og sé jafnvel flúinn frá Oriental. Hef- ur ekki reynzt unnt að fá örugga vissu um hvað rétt er í því máli. LONDON, 13. marz (Reuter) — Forsætisráffherrar brezku sam- veldislandanna samþykktu á fundi sínum í dag, aff veita Kýpur upptöku í brezka sam- veldiff. Jafnskjótt og þaff hafffi veriff ákveffiff — sem ekki tók langa stund — var Makariosi erkibiskupi, forseta Kýpur, boff- iff aff koma til London, til þess aff taka þátt í þeim fundum ráffstefnunnar, sem eftir eru. Er hans vænzt þangaff á morg- un. Er Kýpurmáliff hafffi þannig verið afgreitt, hófust umræffur um mögulega affild Suffur- Afríku aff samveldinu eftir lýff- veldistökuna og stefnu stjórn- arinnar í kynþáttamálunum. Fundir voru í dag fyrir lukt- um dyrum. Þeir voru langir og ekki búizt við, að umræðum um þetta mál Ijúki fyrr en ein- hverntíma á morgun. Einungis forsætisráðherrarnir og einn fulltrúi hvers þeirra sátu, fund- ina í dag. Nokkrir Herja SÞ ekki lengur þörf Hinir tveir fyrirhuguðu fund- ir stjómmálaleiðtoganna eiga að verða í Bakwanga og Elisa- hethville — hinn fyrri eftir tvær vikur, en sá síðari eftir rúmar fjórar vikur. Þótt ekki hafi verið kveðið ljóst á í tillögum þeim, sem samþykktar voru í Tananarive virðist greinilegt að þeir Kasa- vubu, Tshombe og Kalónji séu sammála um, að herja Samein- uðu þjóðanna sé ekki lengur þörf í Kongó, þegar hin hern- aðarlega samvinna þeirra er komin á laggimar. Opinberlega hafa þeir slegið því föstu, að tæknileg og fjárhagsleg aðstoð við Kongó verði áfram að fara að milligöngu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar hafa þeir krafizt þess, að Sameinuðu þjóðirnar lýsi ómerka síðustu samþykkt Öryggisráðsins um valdbeitingarheimild til handa herliði SÞ, ef nauðsyn beri til. Belgíski utanríkisráffherrann, Pierre Wigny, sagffi í Brussel í dag aff úrslit ráffstefnunnar í Tan anarive væru í fullu samræmi viff afstöðu Belga til Kongómálsins, sem fyrst og fremst væri byggff á því aff virffa sjálfstæffi Kongó. Kvaff hann hugmyndina um ríkja samband hljóta aff vera affgengi- lega fyrir alla affila, eins og mál um væri nú háttaff. réðust mjög harkalega á stjórn Suður-Afríku fyrir stefnu henn- ar í kynþáttamálum. Gekk þar harkalegast fram forsætisráð- herra Malaya, Abdul Rakman prins, en aðrir munu hafa ver- ið forsætisráðherrar Kanada, Indlands, Pakistan, Ceylon, Ghana og Nígeríu. Er þeir höfðu lokið máli sínu, talaði Verwoerd, forsætisráð- herra Suður-Afríku, í eina klukkustund og svaraði ásökun- um — „Engill horfðu heim“ Á MORGUN verður leikritið „Engill horfðu heim“ sýnt í síð- asta sinn og er það 32 sýningin á því í Þjóðleikhúsinu. Leikur- inn var frumsýndur í byrjun október sl. og hefur gengið óslit- ið síðan við ágæta aðsókn. Á síðustu sýningu leiksins voru all fsvestia í Moskvu segir hinsveg ar, að „samsærið" í Tananarive sýni bezt hversu alvarleg misiök það hafi verið, að öryggisráð SÞ skyldi ekki samþykkja tillögu Rússa um að handtaka þá Tshom be og Mobutu, afvopna hermenn þeirraj og vísa öllum Belgum burt frá Kongó. Pravda skrifar, að það séu Bandaríkin og Atlantshafsbanda- lagið sem standi að baki ráðstefn unni í Tananarive, þar sem ákveð ið hafi verið að lima Kongó í sundur. Le Monde í París segir, að sam þykktin um að koma á sambands ríki í Kongó hafi verið sigur fyr ir Tshombe, en of snemmt sé að spá nokkru um, hvort Kongóbú ar fái þar með sjálfir Xeyst vandamál sín. Talsmaður utanríkisráðunéytis ins í Bandaríkjunum hefur lýst nokkurri ánægju vegna ráðstefn unnar í Tananarive, en jafnframt tekið skýrt fram, að viss atriði í samkomulagi leiðtoganna séu vafasöm. í fyrsta lagi sé mjög óljóst hvort og hvernig unnt verður að framkvæma ráðagerð þeirra og í öðru lagi sé mjög urn hugsunarvert, hve afstaða þeirra til Sameinuðu þjóðanna er nei- kvæð. Aðalfundur Blaðamannafélags Islands AÐALFUNDUR Blaðamannafé- lags íslands var haldinn að Hótel Borg á sunnudaginn, og var hann mjög fjölsóttur. Frá- farandi formaður, Andrés Krist- jánsson, flutti skýrslu stjórnar- innar um hag félagsins á liðnu ári. Formaður stjórnar Menn- ingarsjóðs Blaðamannafélags ís- lands, Sigurður Bjamason, og gjaldkeri, Ingólfur Kristjánsson, skýrðu frá styrktarsjóðum fé- lagsins. í menningarsjóði eru nú 259 þús. kr., og er þá með talinn Finsenssjóður, sem nem- ur 28 þús. króna. Minningarsjóð ur Hauks Snorrasonar nemur nú 81 þús. kr. Á árinu voru veittar 48.500 kr. I utanfarar- styrki til blaðamanna úr menn- ingarsjóði. Stjórn menningar- sjóðs, sem sér jafnframt um varðveizlu hinna sjóðanna, var endurkjörin, en hana skipa Sig- urður Bjarnason, Ingólfur Krist jánsson og Hendrik Ottósson, Þá var endanlega gengið frá stofnun Lífeyrissjóðs blaða- manna á árinu. Tveggja félaga, sem létust á árinu, var minnzt. Það voru Vilhjálmur Finsen, sem var heiðursfélagi, og Karl ísfeld. 1 stjóm félagsins voru kosn- ir: Indriði G. Þorsteinsson, for. maður, Atli Steinarsson, Jón Magnússon, Högni Torfason og Björn Jóhannsson. forsætisráðherranna ir miðar uppseldir. Kýpur fær aðild að Brezka samveldinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.