Morgunblaðið - 14.03.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 14.03.1961, Síða 8
8 MORGVNBLAfílÐ Þriðjudagur 14. marz 1961 Garðars Halldórsson- ar minnzf á Alþingi GAKÐAR Halldórsson, bóndi og alþingismaður, lézt í sjúkra- húsi hér í bæ sl. laugardags- kvöld. Á fundi sameinaðs þings í gærdag minntist forseti þings- ins, Friðjón Skarphéðinsson, hans svofelldum orðum: í gær barst sú fregn, að Garð ar Halldórsson, alþingismaður, hefði andazt í sjúkrahúsi hér í bæ að kvöldi síðastliðins laug- ardags, 11. marz. Andlát hans kom ekki með öllu á óvart þeim, sem til þekktu, því að hann hafði um nokkurt skeið átt við vanheilsu að stríða og legið síðustu mánuði þunga legu í sjúkrahúsum. Garðar Halldórsson varð sex- tugur að aldri, fæddur 30. des- ember árið 1900 á Sigtúnum í Öngulsstaðahreppi í Eyjafjarð- arsýslu. Foreldrar hans voru Halldór bóndi þar Benjamíns- son Flóventssonar og kona hans Marselína Jónsdóttir frá Bringu í sömu sveit. Þegar Garðar var á sjöunda ári, fluttist hann með foreldrum sínumm að Rifkels- stöðum í Öngulsstaðahreppi, og þar átti hann síðan heimili til æviloka. Hann stundaði nám í gagnfræðaskólanum á Akureyri tvo vetur og lauk gagnfræða- prófi vorið 1921. Að öðru leyti vann hann jafnan á búi for- eldra sinna, þar til hann reisti sjálfur bú á Rifkelsstöðum árið 1927, og þar hefur hann búið síðan. Garðar Halldórsson var kom- inn af eyfirzkum bændaættum, og hann valdi sér búrekstur að ævistarfi. Hann var búmaður að uppruna og eðli, iðjusamur og ötull, stórhuga og framkvæmd- arsamur, en gætti þó forsjár í hvívetna. Hagsýni hans og at- orka duldist ekki til langframa í sveit hans og héraði, og voru honum falin trúnaðarstörf í þeirra þágu. Hann var lengi formaður Búnaðarfélags Önguls- staðahrepps og oddviti sveitar sinnar. Fulltrúi Eyfirðinga á fundum Stéttarsambands bænda var hann frá árinu 1949, og síð- ustu fimm ár hefur hann átti sæti á búnaðarþingi. Haustið 1959 var hann kjörinn þing- maður Norðurlandskjördæmis eystra. Hann átti sæti á tveim- ur þingum, en varð á báðum þingunum að hverfa frá störf- um vegna sjúkleika. Á Alþingi komu fram þeir mannkostir Garðars Halldórs- sonar, sem höfðu enzt honum til að skila farsælu starfi í átt- högum hans. Hann vann hér störf sín af skyldurækni og alúð og hlífði sér hvergi, þó að hann gengi lengst af ekki heill til skógar. Hann kynnti sér rækilega þau mál, sem honum bar að fjalla um, var íhugull og reikningsglöggur og tók sæti í fjárveitinganefnd, þeirri nefnd þingsins, þar sem löng- um er annasamast á þingtíma. Að eðlilegum hætti voru hon- um jafnan hugstæðust fram- faramál íslenzks landbúnaðar. Garðar Halldórsson var hrein- skilinn alvörumaður. Hann hafði ekki tamið sér látbragða- list, en gekk að störfum með festu og einurð. Á búi hans og í heimasveit sjást þess merki, að hann hafði lokið miklu og --------------------------------------------------------- ÍHermenn SÞ gefast uþp. —- Myndin var tekin í hafnar-' borginni Matadi í Kongó. —k Hermenn úr liði Mobutos | halda vopnavörð. um súd-1 anska hermenn úr liði SÞ.J sem þeir hafa handtekið. giftudrjúgu ævistarfi. Á Alþingi naut hans við aðeins skamma stund, en þá var sýnt, að verka hans mundi sjá þar stað í ýms- um greinum, ef honum entist líf og heilsa. Nú er hann fall- inn frá fyrir aldur fram, og á bændastétt lands vors þar á bak að sjá traustum fulltrúa sínum. Vér skulum, samþingsmenn hans, votta honum virðingu og ástvinum hans samhryggð . með því að rísa úr sætum. Vel heppnuð kirkjuvika KIRKJUVIKU Lágaf ellskirk j u í Mosfellssveit lauk í gærkvöldi með föstumessu í kirkjunni og kaffidrykkju í Hlégarði að henni lokinni. Kirkjuvikan var undirbúin af sóknarpresti og sóknarnefnd með þátttöku spurningabarna, skáta- félagsins Mosverja, kirkjukórs- m 'm,skrifar u, KVIKMYNDIR KVIKMYND OSVALDS KNUDSEN í GAMLA BÍÓ Ósvald Knudsen bauð blaða- mönnum í Gamla Bíó í fyrradag til þess að sjá þar kvikmynd, sem hann hefur tekið hérlendis og á Grænlandi. Hér er reyndar um fimm sjálfstæðar myndir að ræða. Fyrstu myndina nefnir Ósvald Vorið er komið. Er þar brugðið upp myndum af ís- lenzkri náttúru að vorlagi, dýra lífi og störfum sveitafólksins á þessum skemmtilega annatíma ársins. Við sjáum ærnar bera í haganum, fuglana byggja hreið- ur sín og liggja á eggjunum og unga út. Er heillandi að sjá þar hvarvetna hina undursamlegu eðlishvöt allra lífvera til þess að berjast fyrir tilveru sinni og því, að halda við stofninum. Við sjá- um þarna einnig falleg börn og starfandi fólk í fögru landslagi, og það, sem gefur þessari mynd verulegt menningarsögulegt gildi 'eru hin gömlu vinnubrögð bænda, með amboðum, sem nú sjást varla til sveita, fráfærur og fleira. Næsta mynd var um líf og starf séra Friðriks Friðrikssonar, en þessi mikli æskulýðsleiðtogi andaðist á heimili sínu hér í bæ að kvöldi sama dags og myndin var sýnd, nær níutíu og þriggja ára gamall. Myndin er tekin hér í Reykjavík, í Vatnaskógi og í Kaldárseli. Sýnir myndin hversu séra Friðrik hafði það heima fyrir og þátttöku hans í starfi unglinganna í félagsheimllum þeirra á framangreindum stöð- um. Er vissulega mikils virði að eiga í þessari mynd skemmtilega heimild um líf og starf séra Frið riks, það sem hún nær. Þá er mynd af Þorbergi Þórð- arsyni, lífi hans og starfi á heim ili hans hér í bæ og utan þess, venjum hans og háttum, það j hefur er gaman að vera áhorfandi að j sem öllu því, enda er Þorbergur sér- stæður persónuleiki og ólíkur öllum öðrum. Við fylgjum hon- um austur í Suðursveit þar sem 'hann er fæddur og uppalinn, sjáum hann sjúga „prana“ að sið indverskra jóka og einnig sjáum við svipmyndir úr afmæl ishófi er vinir hans héldu non- um sjötugum. Margt var gott um þessa mynd, en ómerkileg niður lagsorð Þorbergs lýta hana veru- lega. Fjórða myndin sýnir refaveið- ar á Reykjanesskaga, eru þar sýnd vinnubrögð grenjaskytt. anna og sú nákvæmni og þolin- mæði sem með þarf til þess að vinna á skolla, sem er flestum ■auk mikillar og stórbrotinnar náttúrufegurðar, hversu stórhuga og stórvirkir Grænlendingar til forna hafa verið í húsagerð, og staðið íslendingum framar í því efni. Þessar myndir Ósvalds eru prýðisvel gerðar og atriðin, sem þar eru sýnd valin af listrænum smekk. Þórhallur Vilmundarson, menntaskólakennari skýrir Grænlandsmyndina, en Kristján Eldjárn þjóðminjavörður hinar. Austurbæjarbíó: FRÆNDI MINN Hinn franúLi gamanleikari Jaques Tati sem á síðari árum unnið sér mikla frægð kvikmyndaframleiðandi, leikstjóri og leikari, hefur gert þessa mynd og ieikur aðalhlut- verkið. Það er erfitt að rekja hér efnisþráð myndarinnar svo að nokkru gagni komi, en mynd- ifi er bráðsnjöll ádeila á hina ófrjóu vélamenningu vorra tíma. Eru hér sýndar á mjög sannfærandi hátt andstæðurnar í lífi og háttum manna. Annars- vegar er glæsilegt hverfj í París, þar sem auðugur plastverk- smiðjueigandi býr í nýtízku villu ásamt konu sinni og ungum syni, og þar gengur allt fýrir raf magni, nema fjölskyldan sjálf. Hins vegar er fátækrahverfi borg arinnar, þar sem lifað er litríku og mannlegu lífi. Fólk ræðist við ,, , . . . á götum úti, torgsalarnir bjóða dyrum tortryggnarr og varan *u s{na knsepulífið er í al. um sig. 1 ins, auk margra ágætra gesta, leikra og lærðra. Aðsókn var prýðileg, bæðj á messur og samkomur, en þeim stjórnaði Lárus Halldórsson og sönginn önnuðust kirkjukórar Lágafells- og Reynivallasóknar ásamt skátum undir stjórn Hjalta Þórðarsonar og Odds Andréssonar. Frú Guðrún Tómas dóttir og Kristinn Hallsson óperu söngvari sungu með undirleik Ragnars Björnssonar og Páis Halldórssonar. Þá komu þarna fram eftirtald- ir ræðumenn: Grétar Fells, séra Árelíus Níelsson og séra Gtarðar Þorsteinsson prófastur, sóknarprestur, séra Bjarni Sig- urðsson, og vígslubiskup, séra Bjarni Jónsson. Tveir síðasttöldu prédikuðu við messurnar. Safnaðarlíf eflist mjög og eykst við kirkjuvikur þessar, enda sýnir aðsóknin að fólk kann að meta þær. Allur undirbúning- ur og framkvæmd kirkjuvikunn ar var til fyrirmyndar. — J.G. nýbyggða kirkju í Reykjavík. — ★ — Blaðið leitaði upplýsinga um það hvaða kirkju hér gæti verið um að ræða, bæði hjá biskups. skrifstofunni og húsameistara, en enginn vissi til a von væri á þess um predikunarstól í kirkju í Reykjavík, enda engin af kirkj. unum, sem eru í byggingu, svo langt komnar að kominn sé tími til að ganga þar frá predikunar. stól. Dýriiidis predikunarstóll í ísl. kirkju? í SKEYTI rá fréttaritara blaðs- ins í Kaupmannahöfn segir að Extrablaðið hafi í fyrri viku sagt frá því að í næstu viku verði óvenjulegt listaverk sent frá Ringe á Fjóni til íslands. Sé hér um að ræða predikunarstól úr palisanderviði, sem skreyttur er útskornum myndum úr biblíunni. Og er sagt að hann eigi að fara í I /•« Ovingjamíeg rödd um hond- ritnmdlið Kaupmannahöfn, 9. marz. Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. HIÐ vinstrisinnaða blað, „Sorö Amtstidende“, Titar um handritamálið, sem nú er aftur allofarlega á baugi, og segir m. a.: — Menn héldu að þessi ó- sanngjarna krafa (þ. e. krafa íslenrdinga til handritanna) hefði verið kveðin niður. Vonandi er, að fslendingar alí nú ekki með sér nýjar tál- vonir, því að þá verða þeir fyrir vonbrigðum. — Af- hending arfs (arvegods) er svo alvarlegt mál, að ekki er unnt að láta stjórnmálamenn irra eina fjalla um slíkt. Hér þarf a. m. k. þjóðar- atkvæðagreiðsla að koma til — en jafnvel það virðist okkur ekki nægilegt. Há.skól inn getur ávallt vísað á bug þessum kröfum, sem byggðar eru á grunni misskilnings og varða hvorki norræna vin- áttu né réttlæti. Leihfélag Sigiuf jarðnr sýnir Fjaíln- Eyvind ú 10 úrn nfmæli sínu Siglufirði, 8, marz LEIKFÉLAG Siglufjarðar var stofnað 24. apríl 1951 og verður því 10 ára á þessu ári. Að- alhvatamaður að stofnun þess var Björn Dúason nú sveitar- stjóri í Sandgerði. í tilefni af áratugsafmæli fé- lagsins fékk það norður hingað gleymingi. Höfundur myndarinnj hinn þjóðkunna leikstjóra Gunn Síðasta myndin er tekin í j ar hefur skemtilega glöggt auga ar Róbertsson Hansen. Hefur Grænlandsför Islendinga í fyrrajfyrir smámunum daglegs lífs og hann stjórnað æfingum félags- sumar til hinna fornu íslendinga! gefur það myndinni, sem erl ins á leikritinu Fjalla-Eyvindi ^ byggða í Eystribyggð .Er mynd j snilldarlega gerð, notalegan blæ eftir Jóhann Sigurjónsson og j son og Gísli Þorsteinsson. þessi mjög athyglisverð, sýnir. og verulegt gildi. Ijafnframt gert leiktjöld. Verðurl — Stefán leikritið frumsýnt hér n.k. föstu dag. í aðalhlutverkum eru Anna Magnúsdóttir, Eiríkur Eiríkssoa og Júlíus Júlíusson. Gefin verð- ur út vönduð leikskrá í tilefní leiksýningarinnar og félagsaf. mælisins, sem í rita m. a. Jóhann Hannesson og Gunnar Hansen. Núverandi stjórn félagsin* skipa: Steindór Hannesson, for- maður, Júlíus Júlíusson, Hall- dór Jónssdóttir, Haraldur Árna-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.