Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 10
IC MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. marz 1961 KIROSIMA ÞAU hittast af tilviljun. Maður og kona dragast hvort að öðru, skyndilega, viljalaust, í óbreyttu kaffi húsi — og í Ijós kemur að jafnvel þar sem máttar- Ji| Í- völd hatura^fg og stríðs t hafa herjað | ( grimmilegast, 1 1 getur getur ástin skotið nýj- .um sprotum. Tveir elskendur hverfa til hvors annars — leita gleymsku í faðmlögum í fátæklegu gistihússherbergi í Hiroshima. Ófrjóasti bær veraldar myndar umgjörð um endurlifandi ástarævin- týri — mikilvægan sólarhring í lífi tveggja mannvera. For- tíðin er vakin upp, gömul sár ýfast, minningarnar bland- ast líðandi stund og vbrður óttablandin framtíðarvon. * * * Kvikmyndin „Hiroshima — mon Amour“ fjallar sm þetta efni, kvikmyndin sem talin er hátindur nýju kvikmynda- stefnunnar frönsku. Hún hlaut tvenn verðlaun á kvik- myndahátíðinnj í Cannes ’59, þ. á. m. fyrstu verðlaun al- þjóðasamtaka kvikmynda- gagnrýnenda. Islenzkum kvik- myndahúsagestum gefst tæki- færi til að sjá þessa umtöluðu mynd í Nýja bíó á næstunni og kynnast þeirri nýju öldu, sem gengið hefur yfir kvik- myndaver Frakklands síðustu Eitt atriði úr kvikmyndinni. arin og ns nu degi hverjum. hærra með Leikstjóri „Hiroshima — mon Arnour" er hinn 37 ára gamli Alain Resnais, og var hún fyrsta stórmyndin sem hann stjórnaði. Hann hefur fengizt við kvikmyndagerð í 13 ár, en fáar myndir hans hafa verið sýndar hér. Aðalhlutverkið er í hönd- um 27 ára gamallar franskrar kvikmyndadísar, Emmanuella Riva, og vænta menn mikils af henni í framtíðinni. Hún var hjúkrunarkona áður en hún fór að fást við leiklist, og var fljótt „uppgötvuð" í leiklistarskóla í París. „Hiroshima — mon amour“ er fyrsta kvikmyndin, sem Emmanuella Riva leikur í, og með hrífandi raddbrigðum og leik, sem ber merki sannra tilfinninga og andríkis, hefur hún skipað sér í raðir beztu kvikmyndaleikara. Mótleikari hennar er jap- anskur, Eiji Okada. Þau tvö ræðast við í myndinni, aðeins þau tvö, skýra frá þjáningum sínum og elskast. Hann er arkitekt. Fortíð hans öll er merkt brennandi og ofsafenginni endurminn- ingu: Deginum, sem Hiros- hima var þurrkuð út. Þær níu sekúndur, þegar iðandi stórborg lyftist og féll aftur til jarðar sem aska. Hann var í hernum, þegar þetta gerðist, en fjölskylda hans fórst. Hún dvelur í Hiroshima af því hún leikur í kvikmynd, sem fjallar um friðinn. Hún á að fljúga til Frakklands daginn eftir, en þessi ákafa hrifning hennar á Japanum grípur hana óviðbúna og end- urvekur minningu annars manns á undarlega hátt — fyrstu ást hennar. Og á með- an elskendúrnir ljúka sál sinni upp í rökkvuðu herberg- inu, hverfur tímj og rúm fyr ir hugskotssjónum hennar. Ýmist er hún í faðmi elsku- huga síns í Hiroshima eða kornung stúlka í fæðingarbæ sínum, litla sveitabænum Nevers. Hún segir honum .smám saman frá síðustu árunum í Nevers, ástarsorg sinni og óminni; hún er send hjólandi til Parísar. Það fyrsta sem hún les í Parísarblöðunum voru risastórar fyrirsagnir um fyrstu atómsprenginguna á Hiroshima. Þannig lokast hringurinn. Hugsanir hennar hverfa frá Nevers og hún snýr aftur til mannsins sem minnir hana á þann fyrri. Undrið hefur átt sér stað í Hiroshima, borg dauðans. Kona hefur fundið ástina á ný. * # * Kvikmyndin leggur áherzlu á hörmungar styrjaldar, grimmd, hrottaskap og bræðravig. Einnig flytur hún . þann boðskap, að ástasam- band tveggja einstaklinga eigi fullan rétt á sér, þó að þeir ekki takizt á hendur neinar þjóðfélagsskyldur hvor við annan. Óhikað má telja þessa mynd meðal hinna beztu kvikmynda, sem fram- leiddar hafa verið í heiminum síðustu ár. I Fjðlbreytt kvöldskemmtun Musica Nova Música Nova hélt 3. tónleika sína á þessum vetri að Hótel Borg Miðvikudaginn 8. marz s. 1. Á efnisskránnj voru verk eftir Arnold Schönberg, Igor Stra- vinskí og Dimitrij Sjostakóvitsj. Tónleikar þessir voru mjög athyglisverðir bæði hvað snertir efnisval og vegna þess að þarna komu fram 3 ungir einleikarar sem ekki hafa látið til sín heyra áður. því miður gat ég ekki hlustað á fyrsta verkið á ef.iis- ikránni, en það var Fantasía Op. 47 fyrir fiðlu og píanó eftir Arnold Schönberg. Flytjendur voru Sigurður Örn Steingríms- son og Kristinn Gestsson. Verk þetta er mjög athyglisvert og einna sérstæðast af þeim verk- um sem þarna komu fram, en afar erfitt í flutningi. Það krefst ekki aðeins mikils af flytjend- unum, heldur einnig óskiptrar athygli áheyrandans og er eitt af þeim verkum sem hlusta verð- ur á oftar en einu sinni til að njóta þess. Það má kalla mikið hugrekki af hinum ungu lista- mönnum að „debutera“ með slíkt verk þar sem það mun í flestum tilfellum vera fremur vanþakk- látt fyrir listamennina. Þetta er •engu að síður ánægjuleg til- breytni sem aðrir mættu gjarn- an taka til fyrirmyndar. Það er óneitanlega komin talsverð stöðnun í efnisval listflytjenda hérlendis, því svo virðist sem fyrir mörgum þeirra séu ekki önnur tónskáld til en Chopin, Brahms, Beethoven etc. að þess- um fyrrnefndu tónskáldum að sjálfsögðu ólöstuðum. Annað verkið á þessum tón- leikum var sónata fyrir píanó eftir Ilgor Stravinskí. Þetta verk er mun aðgengilegra fyrir áheyrandann að fá notið, en hið fyrrnefnda og einnig auðveldara fyrir flytjendan. Hins vegar má segja að hlutur Kristins Gests- j sonar hafi ekki verið eins góður og efni stóðu til, full mikils öryggisleysis gætti í leik hans. Heppilegra hefði verið að leika þetta verk frá blaði í stað þess að freista þess að leika frá minni, þó það sé mjög virðing- arvert, en þó óþarft, ekki aðeins vegna þess að hér var um „de- bút“-flutning að ræða, sem að 1 sjálfsögðu gerði sitt til að auka j á öryggisleysið heldur og vegna I þess að nútímatónlist er mun erfiðari í þeim efnum. Það er engin skömm að leika frá blaði, I og ef túlkunin bíður að ein- hverju leyti tjón við það að leika i „utanað" þá er það ekki spurn- I ing. Af þessum orsökum varð leikur hans fremur daufur, og skorti bæði líf og spennu. Þriðja og síðasta verkið á þessum tónleikum var Sónata op. 40 fyrir selló og píanó eftir Dimitrij Sjostakovítsj. Þessu | verki var mjög vel tekið af á- heyrendum. Samleikur þeirra Péturs Þorvaldssonar og Gísla Magnússonar var yfirleitt' mjög góður og á köflum frábær, og vil ég í því tilfelli sérstaklega nefna lokaþátt verksins. Þó að Pétur komi hér fram í fyrsta sinn og þetta taldir vera debuttónleikar, þá hefur hann áður komið fram í útvarpi með Gísla Magnússyni. Má segja að þáttur Péturs á þess- um tónleikum lofi mjög góðu um framtíð hans sem listamans og má mikils af honum vænta í framtíðinni. Hlutverk Gísla Magnússonar var í alla staði hið bezta og var leikur hans á köfl- um frábær, þannig að ég minn- ist þess ekki að hafa heyrt hann gera jafn góða hluti og komu fram í leik hans í þessu verki. Tónleikar þessir voru vel sóttir og undirtektir áheyrenda af- burða góðar, enda að verðleik- um, því þó að sumstaðar væru misfellur þá var auðheyrt að listamennirnir hafa . unnið af mikilli alúð og einlægni. Eins og fyrr segir voru tónleikarnir mjög vel sóttir og komust færri að en vildu. Vikar. KARLAKÓRINN Fóstbræður efndi til fjölbreyttrar skemmt- unar í Austurbæjarbíói síðast- liðið föstudagskvöld. — Hófst ( skemmtunin klukkan rúmlega f ellefu um kvöldið og lauk ekki ( fyrr en að ganga tvö um nótt- ( ina. Var það von, því að á- ( heyrendur skemmtu sér svo { konunglega, að endurtaka varð ' mörg atriði efnisskrárinnar. Skemmtunin hófst með söng kórsins undir stjórn Ragnars 3; Björnssonar, fágaður söngur undir öruggri stjórn. Einsöng í laginu: Ég man þig, eftir Sigfús Einarsson, söng Friðrik Ey- ' fjörð. Hefur hann ágæta söng- "rödd og söng af mikilli smekk- vísi. í lagi eftir G. Gershwin söng Kristinn Hallsson einsöng og hreif áheyrendur með hinni | jþróttmiklu og fögru rödd sinni. f Næsta atriði efnisskrárinnar (|var einsöngur Erlings Vigfús- I sonar. Söng hann tvö ítölsk lög ( l'við eysihj-ifningu áheyrenda. t ',Var hann kallaður fram hvað ((eftir annað og varð að endur- ( Itaka síðara lagið. Erlingur er ungur og geðþekkur maður, l jröddin björt tenorrödd, sem (fhann beitir af smekkvísi og (igóðri kunnáttu. Ætti Þjóðleik- f húsið að gefa þessum unga ((listamanni tækifæri með veiga- I miklu óperu- eða óperettuhlut- (Iverki, til þess að sýna hvað í {! honum býr. Er ég ekki í vafa ' *um að hann mundi standast það „próf“ með prýði. Þá sungu eldri og yngri Fóst- ((bræður nokkra kvartetta og var ( gerður góður rómur að söng (Iþeirra. {1 Dansparið Edda Scheving og *Jón Valgeir sýndu fallega ( dansa og tókst vel. Einkum var síðasti dansinn skemmtilegur, en sá galli var á dansinum þar J|á undan, sem í rauninni var ((mjög fagur og í sjálfu sér vel (Idansaður, að dansparið var svo (Igrafalvarlegt að það frysti með svip sínum bókstaflega hverja reyfingu. Þá léku þær Áróra Halldórs- dóttir og Emilía Jónasdóttir gamanþátt. Þær gerðu sitt bezta, en þátturinn sjálfur var í lakara lagi. Blandaður kór Fóstbræðra — y(Ðr/ítUAVIi\NUSTOFA OC VIOTÆKJASAIA og systra söng lagið „Summer- time“ úr óperettunni „Porgy and Bess“ eftir Gershwin, enn- fremur „Allt the things you are“ eftir Jerome Kem og „Get me to the church on time“ úr óperettunni „My fair Lady“. Söng Kristinn Hallsson þar sól- óna afbragðs skemmtilega. Jón Sigurbjörnsson söng ein- söng, meðal annars „Sonny boy“, með sínum þróttmikla og karlmannlega bass-baryton-röddi og tóku áheyrendur söng hans afburðavel. Þá komu þeir fram Jan Mora- vek og Gestur Þorgrímsson. Moravek er greinilega jafnvígur á hvaða hljóðfæri sem er og það er Gestur bersýnilega líka þó að hann hafi ekkert hljóð- færi á milli handanna. Er bók- staflega ótrúlegt hversu vel honum tekst að herma eftir öllum hugsanlegum hljóðfær- um. Þannig var „fiðluleikur“ hans með hinum margvíslegu trillum og tregaþrungnu tónum, hreint furðuverk. Efnisskránni lauk með veiga- mesta atriði kvöldsins, söngvum úr óperettunni „Okiahoma“ eftir þá Rogers og Hammer- stein. Flutti löginn blandaður kór og hljómsveit, en einsöngv- arar voru Eygló Victorsdóttir, Erlingur Vigfússon og Kristinn Halisson. Var þetta glæsilegt atriði, framúrskarandi vel flutt. Voru einsöngvarar afbragðsgóð- ir, en þó vakti ekki hvað minnsta athygli einsöngur Ey- glóar. Var söngur hennar prýði- legur, enda rödd hennar tekið miklum framförum og hún túlk aði efnið af lífi og fjöri. Jón Sigurbjörnsson hafði á hendi sviðsetninguna. Söngstjóri var Ragnar Björns son, en hljómsveitarstjóri Carl Billich, sem einnig æfði og út- setti fyrir blandaða kórinn. Kvöldskemmtun þessi var áreiðanlega öllum viðstöddum til mikillar ánægju og Fóst- bræðrum og öðrum, sem þarna hafa lagt hönd að verki til fyllsta sóma. Vonandi verður skemmtun þessi vel sótt„ enda verðskuld- ar hún það í ríkum mæli. Sigurður Grímsson. Áirom lögð oðalóherzian ö iramleiðsln hlassísha módelsíns MORGUNBLAÐINU hafa borizt um það fyrirspurnir hvort hin nýja gerð Volkswagenbíla VW- 1500, aiuni tákna að bílaverk- smiðjurnar hætti nú að framleiða hina gamalkunnu gerð VW, sem svo mjög hefur rutt sér til rúms í heiminum. Sigfús Bjarnason framkvæmda stjóri VW-umboðsins hér, svaraði þessari fyrirspurn í gærdag, á þá leið að slíkt væri með öllu hrein- asti misskilningur. í tilk. frá verksmiðjunum í Wolfsburg, sem umboðinu hér barst í sambandi Aflafréttir Bíldudal, 7. marz. AFLABRÖGÐ bátanna hér voru sem hér segir í febrúar: Jörund- ur Bjarnason fékk 115 tonn í 18 sjóferðum, Reynir 109 í 17 og Geysir 49 í 8. Heildaraflinn frá áramótum til síðustu mánaðamóta er þessi: Reynir 148 tonn í 26 sjóferðum, Jörundur Bjarnason 130 í 21 og Geysir 99 í 17. Alls 378 tonn. Hér hefur ekki gefið á sjó und anfarna daga. — Hannes. við kynningu á hinni nýju gerð VW 1500, er það skýrt tekið fram, að verksmiðjurnar muni halda á- fram. framleiðslu á hinni vinsælu gerð þessara bíla og muni hún enn verða aukin frá því sem ver- ið hefur og að því stefnt að verk smiðjurnar komist upp í að fram leiða 4000 bíla á dag. Vantar menn AKUREYRI, 9. marz: Afli Akur. eyrartogaranna hefur glæðzt nokkuð upp á síðkastið. Hafa togararnir landað 120—130 tonna afla eftir um 12 daga úthald. Togararnir sem eru fimm að tölu eru þó hvergi nærri full. mannaðir og vantar fimm til sex menn á hvert skip. Sléttbakur átti að fara á veiðar í gær, en gat ekki komist út vegna nrann- eklu. Hefur nú verið leyst úr þessu vandamáli á þann hátt að þeir togaramenn sem ekki fara í söluferð á togaranum Svalbak til Þýzkalands á morgun, fari yfir á Sléttbak og að hann komist þá á veiðar í dag. — St. E. Sig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.