Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 14. niarz 1961 MORCVTShLAÐlÐ 11 Fögnuður að fengnum sigri SÍÐASTLIÐIÐ xnánudagskvöld, þegar öldur ljósvakans báru þá íregn út yfir landsbyggðina, að friður væri saminn við Breta og landhelgisdeilan leyst á þann veg að íslendingar höfðu unnið allt og engu tapað, og blöðin síðan birta samningsgerðina með ýtar- legum skýringum, er staðfesta í einu og öllu að íslendingar höfðu -unnið stórglæsilegan sigur í þess ari hamrömmu deilu, að matt hefði ætla að hrifningaralda færi um allt þjóðfélagið, svo mikil, að þakklæti frá einstaklingum og samtökum félli sem skæðadrífa yfir stjórnarvöldin, sem svo vel hofðu á málunum haldið. Vissu- lega hafa margir latið fögnuð sinn í ljós yfir þessari farsælu lausn og enn fleiri gieðjast í hljóðri þögn. Áreiðanlega er stór meirihluti þjóðarinnar ekki að- einíS samþykkur gerðum ríkis- stiórnarinnar í mál pe.ssu en fagn ar því, að með samkomulaginu hafi náðst miklu meiri hagsbæt- ur fyrir íslendinga, en bjartsýn- ustu menn þorðu að vona. hegar þess er gætt, að litla vopnlausa þjóðin okkar áttx í höggi við stórveldi sem skefja- laust varði meinntan rétt sinn til fiskveiða við ísland með vopna- Ví idi, og hefði haldið þeim hátt- um svo lengi sem ekki fékkst al- þjóðasamþykkt fyrir skýlausum rétti okkar, er það næsta undra- •vert, hve fljótt gekk að semja efí- ir að ríkisstjórnin tók málið í sínar hendur og hvað hagkvæm Jausnin varð. Þegar Norðmenn á sl. ári færðu út fiskveiðilögsögu sina í tólf mílur, en veittu Bretum jafn- framt rétt í næstu tíu ár til fiski- veiða innan tólf mílna markanna, þá óttuðust margir og ekki að ástæðulausu að þeir samningar mundu spilla mjög fyrir góðum árangri af viðræðum íslendinga og Breta. En þrátt fyrir þau ó- hollu áhrif sem þessi samningar hafa haft á samningsumleitanir ríkisstjórnar íslands og Bret- lands, ganga íslendingar með sig- ur af hólmi. Skylt er að viðurkenna að all- ar aðgerðir ríkisstjórnarinnar í landhelgismálinu hafa einkennzt éf festu, einurð og góðum skiln- ingi á drengilegum samskiptum þjóða. Sakaruppgjöfin sl. ár var á kjósanlegur áfangi á leiðinni. Sú viturlega ráðstöfun varð i fyrsta lagi til að framlengja vopnahlé Bretanna, og í öðru lagi hafa þær óefað auðveldað vinsamlega endurskoðun Breta á máiinu. Með rökum getur enginn neit- »ð, að þetta samkomulag er stærsti stjórnmálasigurinn sem íslenzka þjóðin hefur unmð síð- »n hún fékk fullveldi mála sinna. En þetta er ekki aðeins scórkost- Jegur stjórnmálasigur heldur eigi »íður siðferðilegur stórsigur, sem gefur öllum öðrum fordæmi um hvernig deilur þjóða ber að leysa. Þegar athugað er að með út- færslu grunnlínanna eru friðuð mikilsverð uppeldissvæði ung- fisks, að stærð samtals rúml. 5000 ferkílometrar og fiskveiðilögsag- an stækkar að sama skapi, og hrezk skip fá leyfi til fiskveiða eðeins sem svarar um 9 mánuði eamtals á þriggja ára tímabili, á takmörkuðum svæðum, sem eru alls litlu stærri en friðunarsvæð- ið, þá eru skiljanleg ummæli hins brezka manns, Dennis Welch, þegar hann segir að fríð- indi Breta til fiskveiða við ís- landsstrendur sé hreinasta „humbukk". Og er það hverju crði sannara. Þess vegna höfum við íslendingar allt unnið en engu tapað eins og segir í upphafi þess arar greinar. Ef samningar hefðu ekki verið gerðir hefði deilan haldið áfram með harðvítugum árekstrum og iíklega óhugnanlegum afleiðing- um. Hefði þá og sennilega lengi dregist að rétta grunnlínurnar, sem þó var mikil nauðsyn. Þjóðin stóð einhuga að stækk- un landhelginnar 1952 og 1958. Því miður hefur kornið í ijós að kommúnistar ætluðu sér, að iata það mál þjóna.sínum annarlegu sjórarmiðum. Nú ætti þjóðin eigi. síður en þá að vera einhuga í þessu mikla velferðarmáli og fagna því að friður um það er tryggður um alla framtíð, En hvað skeður? Það óskiljanlega. Upplýstur ramakveini í öllum herbúðum stjórnarandstöðunntr, ekki bara kommanna, sem þekkt- ir eru að þeirri iðju að naga ra>t- ur þjóðarmeiðsins, heldur einn- ig Iramsóknarmanna, „þjóðlega lýðræðisflokksins“. Ætlast hefði mátt til að Fram- sóknarmenn hefðu nú sýnt þar.rh drengskap og manndóm, að við- urkenna, þó ekki væri nema með þögninni, að lausn land'helgis- deilunnar væri slík að betra hefði ekki verið á kosið. Algengt er að stjórnarandstaða í þroskuðum lýðræðisþjóðfélögum, hafi sam- stöðu við stjórn sína í mikils- verðum málum, og þakki henni farsæla lausn þeirra sbr. lýðræð- isflokka gí Bretlandi. Vissulega er mikill fjöldi óbreyttra liðs- manna í Framsóknarflokknum fyllilega sammála ríkisstjórninni um þetta mál, hvaða afstöðu sem þeir kunna að taka til þess, á æsingafundum leiðtoganna. Og m. a. s. eru efalaust margir heil- skygnir menn í röðum kommún- irta, sem einnig fagna þessari lausn málsins, er orðinhr. Marka ég það á ummælum tveggja há- stemdra „vinstrimanna“ er ég átti tal við sl. þriðjudag. Afstaða manna til þessa mikla velferðarmáls er ekki í eðli sínu bundin við stundarhagsmuni pólitískra flokka. Þgð er sorgarsaga að leiðtogar Framsóknarflokksins skuli vera svo vanþroska sem framkoma þeirra nú sýnir. Og enn er það hörmulegra, ef þeim tekst að þvinga með sér út í svaðið, þá mörgu ágætu menn um land allt, sem í flokknum teljast vera. Þetta verður að harma vegna þjóðarinnar og einstakiinganna. Ef Framsóknarmenn hefðu nú snúizt við lausninni í landhelg- isdeilunni eins og þroskuðum mönnum ber að gera, gátu menn alveg gleymt óverðskulduðum skömmum þeirra um ríkisstjórn- ina vegna aðgerða hennar í öðr- um málum, og ýmsum vanhugs- uðum aðgerðum þeirra sjálfra. Undanfarið hafa Framsóknar- leiðtogarnir sýnt svo mikla þjónk un við kommúnista, að undrun vekur og óhug margra fylgis- manna þeirra. En flestir héldu að landhelgismálið væri þar und- antekið. Það er leitt að þurfa að segja frá þeirri staðreynd, að með brambolti sínu út af sættinni í landhelgisdeilunni, stimpla Fram- sóknarbroddarnir sig og þá þing- menn er greiða atkvæði gegn sættinni, með óafmáanlegu komm únista merki. Þau upplausnar efni eru ekki enn fundinn sem þvegið geta af þeim stimpilinn þann a. m. k. ekki meðan þeir eru í flokksgirðingunni. Sam- staða stjórnarandstöðunnar virð- ist ótvírætt benda til að hún sé að renna saman í einn flokk, og virðist jafnframt einsýnt hver i Umíer&armsðsZöS Reykjavíkur að rísa af ÞESSI nýbygging er nú að rísa í hinum gömlu „Aldamótagörð- um“, fyrir neðan Hringbraut á móts við Dandsspítalann. Þessi bygging á eftir að gegna miklu hlutverki á sviði samgöngumála, því þetta er Umferðarmiðstöð Reykjavikur. Þar verður aðal bækistöð allra bíla er annast fóiksflutninga á hinum lengri leiðum til og frá Reykjavík. Þarna verður líka miðstöð sívax- aiidi vöruflutninga með bílum, grunm um byggðir landsins. Öll þessi þjónusta, farþegaflutningar og vöruflutningar með bílum, er nú dreifð í bænum og eru a. m. k. fjórar stöðvar hér í bænum, sem eru endastöðvar fyrir langferðar vagna og vöruflutningabíla. Það er einkum ríkið sem að byggingu stöðvarinnar stendur. Fé til stöðv arinnar er varið úr sérleyfis- sjóði, þá er sérstök fjárveiting til hennar á fjárlögum og loks hefur Reykjavíkurbær lagt til hennar nokkurt fé i formi láns. Munu nú vera komnar í bygging- una talsvert á þriðju milljón króna. Upphaflega var gert ráð fyrir að hægt yrði að taka Um- ferðarmiðstöðina í notkun sumar ið 1962. Hvort þær áætlapir standast fer að sjálfsögðu eftir því hvort nægilegt fé fæst til byggingarinnar. — Aðal'húsin verða afgreiðslusalur vegna far- þegaflutninganna, og svo vöru- skemma vegna vöruflutningana. Það er farþegaafgreiðslan sem er á þessari mynd. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M húshóndinn verður á heimilinu. Rauði fáninn verður dreginn að hún á ráðhústorgi þeirra samein- uðu. Svo ólíklegt, er að margir bændur verði við fánahyllinguna. Víst ber að þakka vaxandi skilning brezku ríkisstjórnarinn- ar á réttindum og sérstöðu okk- ar Islendinga í landhelgismál- unum, og drengilegann samnings vilja. Og ekki virðist brezka stjórnin öfundsverð af viðbrögð- um brezku útgerðarmannánna. Útfærsla landhelginnar heldur áfram stig af stigi þar til land- grunnið allt verður innan henn- ar. Með samningunum við Breta nú er tryggt, að næsta áfanga verður náð á friðsamlegan hátt. Enda nálgast sá tími, að alþjóða- samþykkt viðurkenni rétt strand- ríkis til alls landgrunnsins. Vonandi berum við gæfu til að eiga um alla framtíð í forystu þjóðfélagsins, þá menn, sem vinna jafn skynsamlega að þess- um málum sem nú hefur verið gert. „Með lögum skal land byggja". Steingrímur Davíðsson Samkomur Æskulýðsvika K.F.U.M. og K. í Baugarneskirkju í kvöld tala Bjarni Eyj. Guð- leifsson, menntaskólanemi og Jó- hann Hannesson, prófessor. — Mikill söngur. Allir velkomnir. K.F.U.K. ad. Aðalfundi frestað til 21. marz vegna æskulýðsviku í Laugar- neskirkju í kvöld. — Fjölsækið þangað. Samkoma verður í Betaníu Laufásveg 13 í kvöld kl. 8%. Allir velkomnir. Stefán Runólfsson. I.O.G.T. Ungmennast. Hrönn Fundur í kvöld kl. 8.30 að Fríkirkjuvegi 11. Dansað eftir fund. — Æ.T. St. Verðandi nr. 9. Fundur í kvöld kl. 8.30. — Kosning fulltrúa til þingstúku. Fræðslu og skemmtiatriði ann- ast Þorsteinn J. Sigurðsson o. fl. Félagar mætið vel og stundvís- lega. Æðstitemplar. Hjúkrunarkona Hjúkrunarkona óskar eftir vinnu frá fyrsta næsta mánaðar að telja. Vinnutími frá kl. 9—17. Margs konar störf önnur en hjúkrunarstörf koma til greina. Tilboð sendist Morgunblaðinu merkt: „Áreiðanleg — 1800“. Framtíðaratvinna Duglegan afgreiðslumann vantar að stóru fyrirtæki hér í Reykjavík. Umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist blaðinu fyrir 18. þ.m. merkt: „Afgreiðslumaður — 1802“. Sjáið hina marg umdeildu 35 ára afmœSissýning LJÓSMYNDARAFÉLAGS ÍSLANDS í Listamannaskálanum lýkur á fimmtudag. Góð bújörð til úbúttar Reyðarvatn á Rangárvöllum er laus til ábúðar frá næstu fardögum. Kaup á bústofni og vélum koma til greina. Nánari upplýsingar gefur PÁLL SVEINSSON, Gunnarsholti. 5 herb. íbúðarhœð efri hæð, mjög glæsileg og vönduð, með harðviðar- innréttingu, við Sigtún, til sölu. Upphitaður bílskúr. Hitaveita. Góður garður. Einnig 4ra herbergja rishæð í sama húsi. Selst saman eða sér. STEINN JÖNSSON.HDL., lögfræðistofa — fasteignasala Kirkjuhvoli — Símar 19090 — 14951

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.