Morgunblaðið - 14.03.1961, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.03.1961, Qupperneq 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 14. marz 1961 Breytingamar á almannatryggingalögunum Hverjir fá iífeyri almannatrygginga? Hin svokölluðu skerðingar-' ákvæði almannatryggingalaga, þ. e. ákvæðirr um, að lífeyrir skyldi skerðast eða falla niður, ef aðrar tekjur færu fram úr ákveðnu marki, féllu niður um síðastliðin áramót. Þeir, sem orðnir eru 67 ára að aldri, geta því nú sótt um lífeyri, þótt þeir hafi ekki látið af störfum, og greiddur er barna-j lífeyrir með börnum, sem misst hafa föður sinn, án tillits til f jár- j hagsástæðna móðurinnar, svo að dæmi séu nefnd. í lögunum frá 1956 var kveðið svo á að skerðingarákvæðin skyldu gilda til ársloka 1960. Þegar fjárhagsáætlun Trygginga- stofnunarinnar fyrir árið 1961 var samin, var tekið tillit til þeirrar hækkunar á útgjöldum, sem af niðurfalli ákvæðanna leiddi-, og hækkuðu iðgjöld og framlög til trygginganna af þeim sökum. f desember síðastliðnum samþykkti svo Alþingi lög um bráðabirgðabreyting á lögurn frá 1956, og var þar eingöngu um að ræða breytingar, sem eðlilegt þótti að gera með tilliti til hinna nýju viðhorfa. Skal hér í stuttu máli gerð grein fyrir þeim meginbreytingum, sem gerð ar voru, og ennfremur drepið á ný viðhorf, sem skapazt hafa fyrir hina fjölmörgu lífeyrissjóði og valdið geta breyttri afstöðu margra þeirra til almannatrygg- inga. Girnilegra en áður að fresta töku ellilífeyris Einn megingalli skerðingar- ákvæðanna var talinn vera sá, að þau drægju úr viðleitni aldraðs fólks til að starfa áfram. Það var þó nokkur bót í máli, að með frestun á töku lífeyris fékkst nokkur hækkun, ef réttur stofn- aðist til hans síðar. Með laga- 'breytingunni er með tvennum hætti ýtt enn frekar undir, að menn haldi áfram störfum og fresti fram yfir 67 ára aldur að taka ellilíeyrinn. í fyrsta Iagi veitir frestun nú rétt til meiri hækkunar en áður. Sést þetta bezt með því að bera saman annars vegar frestun, sem lokið er fyrir árslok 1960, og hins vegar frestun, sem hefst eftir 1. janúar 1961. Er þá árs- lífeyrir einstaklings á fyrsta verð lagssvæði sem hér segir: Guðjón Hansen, trygginrgafræðingur. lífeyrisþeganum sjálfum til góða, heldur fær maki, sem hann kann >að láta efti rsig, þegar hann deyr, helming þeirrar hækkunar, sem hann hafði sjálfur áunnið sér. Af ákvæðum laga þeirra, sem samþykkt voru í desember, eru þau tvö, sem hér hafa verið nefnd, tvímælalaust athyglisverð" ust. Áhrif skattalaga á, hvað menn raunverulega fá, skipta einnig miklu máli, þegar ákveða skal, hvort taka á lífeyri strax eða fresta töku hans. Er ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér öll þessi atriði. Lífeyrisréttur félaga lífeyrissjóða Lífeyrissj óðir eru nú orðnir æði margir hér á landi, og hefur þeim farið fjölgandi með ári hverju. Eru þessir sjóðir með tvennum hætti. Annars vegar eru sjóðir, sem fengið hafa viðurkenningu hjá Tryggingastofnun ríkisins. f I þeirri viðurkenningu felst, að sjóðfélagar afsala sér og mökum jsínum rétti til elli-, öronku-, ekkju. og barnalífeyris almanna- trygginga, en sjóðirnir skuld- binda sig til að veita aldrei lægri bætur en almannatryggingarnar mundu hafa veitt. Fyrir þetta afsal bóta lækkar iðgjald sjóð- félaga til aimannatrygginga um 70%. Sama gildir um nokkra i lögboðna lífeyrissjóði. Lífeyrir fyrst tekinn frá 72 ára aldri eða síðar 19.000.00 24.000.00 — — 71 — — 18.720.00 21.600.00 — — — 70 — — 17.640.00 19.200.00 — — 69 — — 16.560.00 17.400.00 — — 68 — — ........ 15.480.00 15.600.00 — — 67 — — 14.400.00. 14.400.00 í öðru lagi er það nýmæli, að [ Hins vegar eru sjóðir, sem frestun, sem á sér stað eftir 1. ætlað er að veita lífeyri til við- janúar 1961, kemu rekki aðeins bótar lífeyri almannatrygginga. Nauöungaruppboð Það á B/v Júní G.K. 345 sem auglýst var í 4., 6. og 8. tbl. Lögbirtingablajjsins fer fram að kröfu líf- eyrissjóði togarasjómanna í skipinu sjálfu í Hafnar- fjarðarhöfn fimmtudaginn 16. marz kl. 14. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Tréten Harðtex H. Benediktsson hf. Sími 38-300 Greiða félagar þeirra áfram fullt iðgjald til almannatrygginga. Meðan skerðingarákvæðin voru enn í gildi, var þessum sjóðum gert erfitt um vik, þar eð lífeyrir úr þeim gat gert lítinn sem eng- an rétt sjóðfélaganna til lífeyris almannatrygginga. Þetta viðhorf hefur nú gjörbreytzt. Á þeirri tilhögun, að Trygg- ingastofnunin viðurkenni ein- staka lífeyrissjóði, sem þannig koma í stað almannatrygging- anna, eru margir agnúar, enda er hér um tvö gerólík trygginga- kerfi að ræða. Fjárhagsgrund- völlur sjóðanna er sjóðmyndun, en útgjöld almannatrygginga eru borin með iðgjöldum og framlög- um fyrir eitt ár í senn. Þegar hópur starfandi fólks myndar sjóð og dregur sig út úr almanna- tryggingunum, fækkar þeim, sem standa eiga undir útgjöldum trygginganna, og iðgjöld til trygginganna hækka óhjákvæmi- lega, þar eð útgjöldin lækka ekki fyrr en að ánatugum liðnum, þegar sjóðfélagarnir komast á lífeyrisaldur. Fyrir sjóðfélagana sjálfa hefur tiihögunán einnig ókosti. Með hinum tíðu breytingum á al- mannatryggingalögunum og hækkunum bóta geta þeir ekki vitað, hverju þeir afsala sér. Þeir, sem ekki geta náð fullum réttindatíma í sjóðunum, fá margir hverjir lítið eða ekkert fram yfir það, sem þeir hefðu fengið hjá almannatryggingum, þótt iðgjöld til sjóðanna hafi verið mun hærri. Sú skuldbinding, sem hinir viðurkenndu sjóðir taka á sig, að veita eigi lægri lífeyri en al- mannatryggingar, verður einnig æ þyngri eftir því, sem bætur almannatrygginga hækka. Af framangreindum ástæðurn má ætla, að þeir lífeyrissjóðir, sem stofnaðir verða í framtíð- inni, verði allir viðbótarsjóðir við almannatryggingarnar. Er þá aðeins þeirri spurningu ó- svarað, hvort unnt er að breyta afstöðu þeirra sjóða, sem nú þeg- ar njóta viðurkenningar. Una sumir félagar þeirra illa sínum hag. Þess má að lokum geta, að heildarendurskoðun fer nú fram á almannatryggingalögunum. Er víst, að þar ber þessi mál á góma. SKIPAUTGCRB RIKISINS Herjólfui fer til Vestmannaeyja og Horna- fjarðar á morgun. Vörumóttaka og farseðlar seldir í dag. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar 18. þ. m. — Tekið á móti flutningi í dag til Tálknafjarðar, Húna- flóa- og Skagafjarðarhafna og til Ólafsfjarðar. — Farseðlar seldir á föstudag. Mercedes-Bénz 220, sem nýr til sölu af sérstökum ástæð- um. * Bíiamiijstöðin VAGIU Amtmannstíg 2C. Simi 16289 og 23757. WALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Samstarf Af- ríku og Evrópu EVRÓPURÁÐH) hefur nýlega gefið út bækling, sem. kallast Europe and Africa (Evrópa og Afríka). Er þar gerð grein fyrir áætiunum, sem ræddar hafa ver- ið og samþykktar á Ráðgjafar- þingi Evrópuráðsins og varða framfarir í Afríkiu. Er hér um að ræða einn mikilvægasta þáttinn í starfi ráðgjafarþingsins á síð- ari árum. f áætlununum er lagt til, að þegar verði hafizt handa varð- andi þrjú tiltekin atriði: 1) ' Udirbúning sáttmála um einkaf jármagn. 2) Stofnun alþjóðlegs trygg- ingasjóðs til að vernda einkafjár rnagn gegn tjóni af stjórnmála- aðgerðum. 3) Aukningu tækniaðstoðar frá Evrópuríkjum, Tillögum þessum er beint til ríkisstjórna þeirra 15 ríkja, sem eru aðilar að Evrópuráðinu — og óbeinlínis til ríkisstjórna alira Afríkuríkja. í bæklingi Evrópuráðsins kem- LAUNDROMAT ÞVOTTAVÉUN Westinghouse er einhver sú fullkomnasta, sem völ er á. HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Söiustaðir: DRÁTTARVÉLAR H.F. HAfNARSTR/t 11 23 - SÍMI 18395 KAUPFÉLÚGIN ur fram sú meginskoðun, að það sé raunhæft og alvarlegt vanda- mál, sem Evrópuríkin hljóti að iáta sig varða, hve þróun mála er skammt á veg komin í Afríku. Það er mikið hagsmunamál bæði fyrir Afríku og Evrópu, að í öll- um löndum Afríku séu ríki, þar sem félagsmál eru í heilbrigðu horfi og fólk býr við velmegun og öryggi. Þar af leiðir, að álf— urnar tvær verða að taka saman höndum til að leita að úrræðum. Með öðrum orðum: Ráðgjafar- þing Evrópuráðsins leggur til, að samstarf verði haft um lausn að kallandi, sameiginlegs vanda- máls. Er vert að geta þess, að þetta sjónarmið þingsins hefur vakið athygli þeirra, sem dóm- bærastir eru, og hefur stuðning- ur þeirra þegar komið fram opin- berlega, t. d. í greinum stjórn- málafréttaritara beggja vegna Atlantshafs. Önnur meginskoðun ráðgjafar- þingsins er sú, að samskipti Evrópu- og Afríkuríkja hljóti hér eftir að grundvallast á samninga- viðræðum, sem fram fara á jafn- réttisgrundvelli og af frjálsum vilja. Þess vegna vill þingið, að kölluð verði saman ráðstefna fulltrúa allra ríkja í báðum álf- unum. í kjölfar hennar gætu fylgt frekari viðræður, þar sem skipzt væri á skoðunum í fullri einlægni. í stuttu máli má segja, að full- trúar þj óðþinga „Evrópu hinna 15 ríkja“ vilji leggja sérstaka áherzlu á hugsjónina um einlægt og varanlegt samstarf á jafnrétt- isgrundvelli milli hinna tveggja meginlanda. í Evrópuráðinu starfa saman ríki, sem ekki hafa sömu afstöðu til meginmála á al- þjóðavettvangi. Sum þessara ríkja hafa verið nýlenduríki, önn- ur aldrei átt hagsmuna að gæta í Afríku. Þetta m. a. ætti að leiða til þess, að ráðið geti verið ákjós- anlegur vettvangur til að fjalla um samstarf Evrópu og Afríku (Frá upplýsingadeild Evrópuráðsins) Flogið með sjúkling Þúfum, 10. marz: FRIR nokkrum dögum veiktist nemandi í héraðsskólanum 1 Reykjanesi, N-(ís. Ung stúlka, Jóna Marvinsdóttir Kjarval frá Arnardal, mun hafa meiðzt í leikfimi og brákazt eitthva. Var að hún fékk snert af lömun. Var Bjöírn Pálsson fenginn til að fljúga með hana suður. GerSi hann það samdægurs, og var hún flutt á spítala í Reykjavík. Batamerki eru þegar komin fram, og vonir standa til, að sjúklingurinn fái fullan bata. P.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.