Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ 15 Starfsemi templara í Hafnarfirði Pósboieið til Malbrca og London SÁ SÉRSTÆÐI atburður átti sér stað í Hafnarfirði nýlega, að 30 manns gerðust meðlimir í stúk- um bæjarins, að heita má á sama tíma. , (rj _■ ' i 'i-jíf i ,/ Mánudaginn 20. hélt stúkan Morgunstjarnan No. 11 fund sam tkvæmt venju. Á þessum fundi >voru teknir inn 17 nýir félagar, ■ idaginn eftir hélt svo stúkan Daníelsher No. 4 fund og tók inn [!!3 nýliða. Þetta telst til tíðinda, Ijþví það hefur ekki gerzt í ára- a?aðir að svo stór hópur manna Ihafi géngið inn í stúku svo til samtímis í einu bæjarfélagi. Þarna skipar æskan meiri hlut- ann, bindindisfólk og fyrrverandi drykkjufólk. Á flestum fundum stúkna bæjarins hefur farið fram inntaka. Það mun því láta nærri að 70 manns hafi gerzt meðlimir i stúkunum, það sem liðið er af þessum vetri. / í Hafnarfirði hefir risið ný alda mc.ðal bæjarbúa til að vinna á móti drykkjubölinu, sem leitt hef iur margan góðann drenginn nið- ur í hina djúpu dali vínelfunn- ar. Starf stúknanna er í miklum ’blóma, eins og má sjá á þessari félagsaukningu, sem hér hef- ur átt sér stað. SUikurnar hafa haft mikilvægt tómstundastarf með höndum, ásamt æskulýðsráði Hafnarfjarð- ar. Starfað hafa 8 flokkar, og hef- ir starf þetta farið fram að mestu leyti í hinu aldna húsi Góðtempl- ara, sem nú er orðið 75 ára gamalt. Þaðan hafa streymt mikl ir menningarstraumar um ára- tugi, og eiga enn eftir að gera. Auk námskeiðánna hafa verið hafðar dægradvalir í Góðtempl- arahúsinu undir umsjón kennara. Eru templarar og æskulýðsráð honum til aðstoðar. Þetta hefur gefizt mjög vel og má þvi með sanni segja, a, unglingar hafi streymt þangað. Þarna getur fólk unnað við töfl, lestur, spil, bob og fleira. Hefir þetta átt afar- miklum vinsældum að fagna á meðal unglinga og barna. Óhætt er að fullyrða, að fá sam komuhús í landinu eru eins mik ið notuð undir tómstundastarf- semi eins og Góðtemplarahúsið í Hafnarfirði. Þar eru öll störf templara unnin endurgjaldslaust. Það er undraverð vinna, sem þessi starfsemi tekur til sín, og fróðlegt fyrir ókunnuga að kynna sér það. Á undanförnum tveimur ár- um hefur drykkjuskapur í Hafn- arfirði farið ört minnkandi og kemur þar margt til. Bindindis- félög og mannúðarfélög hafa unn ið á móti spillandi siðferði í bæn- um. Stofnað hefir verið þar bindindisfélag ökum-anna. f þeim félagsskap eru margir virðulegir borgarar, sem hafa sín áhrif. Við þetta félag eru bundnar björtustu vonir, en það vinnur að öryggi, bindindi og allri heiðarlegri menningu. — En betur má ef duga skal. Hann er víðlendur hinn grýtti akur, sem bakkus hef- ur umráð yfir. Þess vegna er það frumskilyrði bæjarfélagsins og allra heilbrigðra félagssamtaka, að vinna heilshugar að því að út- rýma drykkjuskap. Tökum höndum saman og lýs- um þeim, sem ljósið þrá og rétt- um þeim hjálparhönd. Enn sitja margir særðir við veginn vegna vínsins og vona eftir hjálp frá þeim, sem fram hjá ganga. Allt- af vantar liðsmenn til að ganga út á hinn stóra akur til að vinna að mannúð og mannheill. Verk- efnið er mikið, en verkamennirn- ir of fáir. Þess vegna verður fögnuður yfir hverjum þeim, sem gerist hlekkur í bróðurlegu starfi og skapar öðrum lífshamingju. Guðm. Guðgeirsson hárskeri, Hafnarfirði PÁSKAFERÐIRNAR til Mallorca hafa reynst einstaklega vinsælar og heldur Ferðaskrifstofan SUNNA uppteknum hætti og efn ir til slíkrar ferðar nú um pásk- ana. Að þessu sinni verður við- dvölin á Mallorca lengri en áður, eða 10 dagar, voru sex í fyrra. En þá tóku þátt í þessari ferð rösk- lega 100 manns. Flogið verður báðar leiðir héð- an og heirn frá Mallprca með við komu í London. Á Mallorca verð- ur dvalið í höfuðborginn Palma á nýtískulegu hóteli, tveggja ára gömlu í miðborginni. Eru það öll herbergi með baði og skemmtileg ir samkomusalir og setustofur. Meðan dvalið er á Mallorca verður farið í tvær heilsdags- skemmtiferðir og ennfremur mun íslenzkur farastjóri SUNNU fara með þeim er óska í þriggja daga ferð til meginlandsins, Barcelona. Að lokinni dvölinni á Mallorca verður flogið heim með viðkom.u í London og geta þeir, sem vilja þá lagt krók á leið sína og notað farseðill sinn heim síðar, án þess að aukakostnaður komi á flug- ferðinni. Er sá háttur hafður á til þess að menn sem sækja vilja sýningar í Evrópu eða reka önn- ur erindi þar að páskafrínu loknu áður en flogið er heim síðasta á- fangann frá Englandi. Þessar páskaferðir til Mallorca eru tiltölulega ódýrar, kosta með öllu uppihaldi á fyrsta flokks hóteli á Mallorca tæplega eins og flugfarið eitt kostar með venju- legu áætlunarflugi á þessum leið- um. Allmargir farþegar, sem áður hafa tekið þátt í páskaferðum til Mallorca hafa þegar ákveðið þátt töku í þessa ferð. Dánargjöf til styrktar nor- rænni samvinnu Stokkhólmur, 10. marz — (NTB). NÝLEGA hafa verið gefnar tvær gjafir úr dánarbúi Alberts Ekmans til styrktar norrænni samvinnu. Hvor gjöfin fyrir sig nemur 800 þúsund sænskum krónum og það eru Sigtuna-stofn unin og norræni lýðháskólinn í Kungalv, sem fá þessar upphæðir til ráðstöfunar. Fénu skal samkvæmt erfðaskrá Ekmans varið til menntunar og uppeldis unglinga frá Danmörku, Finnlandi, fslandi, Noregi og Sví- þjóð. Skal vöxtum af fénu varið til styrkja unglinga til þátttöku í námskeiðum við tvær fyrr- greindar stofnanir. KEIVINATOR kælískápurlnn er árangur áratuga þróunar bæði tæknilega og að ytra útliti v. m ; 'p gg§ KELVINATOR k 'L œíiáLc tapómó Ekkert eldhús er fullkomið án kœliskáps Hversu oft á lífsleiðirmi hafið t>ér hugsað yðuf að kaupa kæl.zkúp — hvaða kröfur gerið þér til hans?. Er það: • Notagildið • Endingin • Þjónustan • Vetrðið 9 Greiðsluskilmálarnir Sérhver fersentimetir kemur af fullum notum. Frystihólfið er stærra en í flestum öðrum skápum af sömu stærð. Reynslan er só, að KELVINATOR er elzti framleiðandi kæliskápa og fyrstu skáparnir, sem komu hingað til lands 1943 frá KELVINATOR, eru ennþá í notkun. KELVINATOR er með 5 ára ábyrgð á mótor og ársábyrgð á öðrum hlutum skápsins. — Höfum eigið viðgerðaverkstæði og varahlutaverzlun að Lauga- vegi 170. — Sími 17295. Verðið er rneira en sambærilegt miðað við endingu og gæði. — Afborgunarskilmálar — og sé það eitthvað annað sem þér þurfið að fá upplýsingar um þá...m Jfeklci — Gjörið svo vel að líta inn Austurstræti 14 Sími 11687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.