Morgunblaðið - 14.03.1961, Side 17

Morgunblaðið - 14.03.1961, Side 17
Þriðjudagur 14. marz 1961 MORGV'TSBLAÐIÐ 17 Viðskipti og efnahagsmá/j Gengisskráning 8. marz 1961 Kaup Sala 1 Sterlingspund 106,36 106,64 | 1 Bandaríkjadollar .... 38,00 38,10 * 1 Kanadadollar 38,65 38,75 100 Danskar kr 549,15 551,60 100 Norskar kr 531,60 533,00 100 Sænskar kr. 734,90 736,80 100 Finnsk mörk 11,85 11,88 100 Franskir fr 774,55 776,60 100 Belgískir fr 76,33 76,53 100 Svissneskir fr. .. 880,65 882,95 100 Gyllini 1055,60 1060,35 100 Tékkneskar krónur 527,05 528,45 100 V-þýzk mörk 957,20 959,70 1000 Lírur 61,18 61,34 100 Austurrískir sch. .... 145,95 146,35 100 Pesetar 63,33 63,50 Vaxtakjör Einn liður í efnahagsráðstöfun- unum, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir snemma árs 1960 var al- menn hækkun vaxta um 4%, sem kom til framkvæmda 22. febr. það ár. Tilgangur vaxtahækkun- arinnar var að stuðla að því að ná jafnvægi í peningamálum með því að draga úr eftirspurn eftir iánsfé og hvetja til aukins sparn- aðar. Var gert ráð fyrir því, að vextir lækkuðu aftur, þegar jafn vægi væri náð og útlit fyrir, að jafnvægi héldist. í desember sl. fóru fram við- ræður milli Seðlabankans og rík- isstjórnarinnar um möguleika til vaxtalækkunar, sem leiddu til jþess, að stjórn Seðlabankans á- kvað að lækka almenna innláns- og'útlánsvexti um 2% frá og með 29. des. 1960. Þessi ákvörðun byggðist á því, að jafnvægi hefði náðst milli framboðs og eftir- spurnar á erlendum gjaldeyri og innlánsaukning viðskiptabanka og sparisjóða á árinu 1960 myndi nægja til þess að standa undir þeirri útlánaukningu, sem orðið hefði. Nú eru innlánsvextir af al- mennum sparisjóðsbókum 7%, eins og kunrtugt er, af spari- sjóðsbókum með 6 mánaða upp- sagnarfresti 8% og af sparisjóðs- bókum með 12 mánaða uppsagn- arfresti 9% (en það er nýtt inn- lánsform). Almennir forvextir (útlánsvextir) eru hinsvegar 9%. U lánsvextir banka er/endis Þær upplýsingar, sem hér á landi hafa helzt verið birtar um vaxtakjör erlendis, byggjast að mestu leyti á tilkynningum um forvexti erlendra þjóðbanka. Þess misskilnings gætir því oft í um- jræðum manna um samanburð á vaxtakjörum hér og erlendis, að bornir séu saman almennir út- lánsvextir íslenzkra banka og forvextir erlendra þjóðbanka. En forvextir þjóðbanka gilda aðeins um viðskipti þeirra gagnvart öðr- um bönkum og um fáein önnur sérstök viðskipti. Með tilliti til ÓNNUR LÖND þessa hafa hér verið teknar sam- an upplýsingar um útlánsvexti viðskiptabanka í ýmsum löndum og eru þeir sambærilegir við hina almennu útlánsvexti banka og sparisjóða hér. Meðfylgjandi tafla sýnir út- lánsvexti viðskiptabanka í ýms- um löndum, eins og þeir voru í júlí 1960. Þetta eru lægstu vext- ir, sem traustustu fyrirtæki greiða af bankalánum án sérstakr ar tryggingar. Mikill meinhluti lántakenda greiðir hins vcg'ar hærri vexti. í mörgum þessara landa bætist auk þess ýmiss kon- ar lántökukostnaður ofan á vext- ina. Helztu peningamarkaðir: Japan .... 9% Svíþjóð 6—6 Vi Þýzkal. 8—8V2 Kanada 5íi Frakkl 7>/« Belgía .... 5',i—6?i ítalía .... 6/2—7*2 Bandar. 5 Bretland 6',4 Holland 4', 4—5*4 Sviss .... 4 »/2—5 Önnur Evrópulönd Grikkl 9—10 Spánn .... 6',4—7 Austurr. 814 írland .... 6 '/2 Danmörk 7 Vz Finnl 6—7 Tyrkland 7 Noregur 5',4 Portúgal 4 Brezk samveldislönd Bah.eyj. 6'/2 Malaja .... 6 Jamaíka «'/a H. Kong 6 N-Sjál 6 S-Afríka 6 Pakistan 6 Ceylon . 6 Singap.... 6 Indland 5',4 Ástralía 5',4 Suður-Ameríka: Chile .... 15 Costa R. 8 Perú 13—13»/a Honduras 7 Brasilía 12 Venezúel. 7 Paraguay 12 Kúba .... 6—8 Argent. 10 E1 Salvad 6—7 Ekvador 10 Guatemal 6 Úrugauy S',4 Nicarag 6 Mexíkó... 10 Panama 6 Columbía 8 Púerto R 5V2 Önnur lönd: íran 12—15 Sýrl 7 israel .... 10 Víetnam 6—7 Thaíland 9—12 Líbería.... 6 Filippse. 7',4 Jórdan ... 6 iraq 7—8 Egyptal 5t4 Líbanon 4 »/2—5 Eins og sjá má á töflunni, eru vextir milli 6% og 10% algeng- astir. í nokkrum löndum eru vextir lægri en þetta, og eru Bandaríkin helzt þeirra, en hærri vextir en 10% eu í nokkrum vanþróuðum löndum í Suður- Ameríku og Asíu. Athyglisvert er, að vextir í Þýzkalandi og Jap an eru 8—9%, en í báðum þessum löndum eru háþróaðir peninga- markaðir. í fsrael eru vextir 10% en efnahagsvandamál þar eru að mörgu leyti svipuð, því sem hér er. • Millirikjaviðskipti með landbúnaðar- afurðir Margvíslegar hömlur eru á við skiptum með landbúnaðarafurð- ir milli landa, en þó eru þær verulegur hluti af heimsviðskipt unum. Mörg lönd Vestur-Evrópu hafa ekki nægjanlegt landrými til að geta fullnægt þörfum sín- IN 0 L A N D1% KANADA 3%-^i 6EL&ÍA-, LÚXE.MBURG-^4 flOULAND4% JAPAN BRETLAND BANDARIKIN ’. ÞY2KALAND FRAKKLAND Hundraðshluti heildarinnflutnings — af heimsmarkaðnum með landbúnaðarafurðir 1960. um hvað landbúnaðarafurðir snertir, en hitt ræður þó meiru, að ræktunin fer mjög eftir loft- slaginu og öðrum náttúrulegum aðstæðum. Þannig verða til dæm- is margar jurtir aðeins ræktaðar í hitabeltinu, þar sem nægilega hátt hitastig og nægur raki er fyrir þær. Mið-Ameríkuríkin eru yfirleitt mjög vel fallin til ban- anaræktar. Ástralía og Nýja Sjá- land til sauðfjárræktar og þann- ig mætti lengi telja. Mörg lönd setja ýmiss konar hömlur við innflutning landbún- aðarafurða til stuðnings bænda- stéttinni á hverjum stað. Hefur þetta bæði verið gert af öryggis- sjónarmiði, með tilliti til styrj- aldartíma, og eins hafa bændur víða tiltölulega mikil pólitísk á- hrif. Bretar hafa löngum flutt inn meira af landbúnaðarafurðum en nokkur önnur þjóð. Þeir halda þessari forystu enn á árinu i960, eins og sést á meðfylgjandi teikn ingu, þar sem þeir fluttu inn meir en fimfntung af verðmæti allra landbúnaðarafurða á heims- markaðnum það ár. í öðru og þriðja sæti eru Bandaríkjamenn og V-Þjóðverjar, en þessar þrjár þjóðir eru með samtals helming innflutningsins árið 1960. Sjötug í dag Guðrún Magnúsdótrtr FRK. Guðrún Magnúsdóttir á 70 ára afmæli í dag. Hún er fædd 14. marz 1891. Foreldrar hennar voru Magnús Jónsson, útvegs- bóndi frá Frankastöðum og kona hans Vilborg Magnúsdóttir. Ung j fór hún í fóstur til hjónanna séra Jens Pálssonar síðar pró- fasts í Görðum og konu hans frú Guðrúnar að Útskálum og ólst Peningalán Get látið í té 100—150 þús. krónur til nokkurra mán- aða gegn öruggu fasteignaveði. — Tilboð merkt: ,,Fasteignaveð — 1806“ sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 16. þ.m. þar upp. Guðrún hefur alltaf starfað við skrifstofustörf, og í mörg ár og ennþá hjá Sjúkrasamlagi Reykja- víkur. Hún hefur ferðast víða bæði utanlands og innan, og kann frá mörgu að segja úr þessum ferðalögum sínum. Þessar línur eiga ekki að vera til þess að rifja upp æfiferil Guðrúnar, en Kvennadeild Slysa- varnafél. í Reykjavík langar til að þakka henni fyrir hið mikla og óeigingjarna starf hennar í þágu deildarinnar. Frá 1936 var hún annar endurskoðandi fyrir deildina, þar til hún 1943 var kos in í stjórn deildarinnar, fyrst sem vara- og síðar sem aðalritari, en síðustu 10 árin- sem aðalgjald- keri. Það er töluvert starf og ábyrgðarmikið. Hún er alltaf boð in og búin til að starfa, því það er mikið starf og tímafrekt sem deildin vinnur að og hefur Guð- rún ekki legið á liði sínu í henn ar þágu. Ekki er hægt að sjá eða heyra árafjöldann á Guðrúnu, því hún er síkát og starfsgleði hennar mikil. Kvennadeildin þakkar henni fyrir hennar mikla og ötula starf og óskar henni farsældar og langra lífsdaga, og vonar að íá að njóta starfsemi hennar sem lengst. í dag verður hún stödd í húsi Slysavarnafélagsins á Granda. garði og tekur þar á móti vinum sínum og vandamönnum. Stjórn Kvennadeildar Slysavarnafél. í Rvík. O R I O l\l LNIVERSAL er ein fullkomnasta 2ja nálaborða prjónavélin sem á markað hefur komið. Handhæg, lipur og sterk. Hún fæst einnig með fallegri tösku. Prjónar jafnt ur sverasta ullargarni og hárfínum nælonþræði. O R I O IM umboðið Bolholti 6 — Sími 37320.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.