Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1961, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 14. marz 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 23 — Hætfa Hákarl og > harðfiskur ij handa fararsfjór- unum Heimsmeistarakeppnlnnl I handknattleik var slitið með hátíðlegri athöfn. Voru fánar 1 allra þátttökulandanna bornir fram og verðlaun afhent. Jafnframt var haldið kveðjuhóf og skipzt á gjöfum. Asbjörn Sigurjónsson farar- stjóri islenzka liðsins afhenti F þá Feick formanni alþjóða handknattleikssambandsins Ígæruskinn, sem allir ísl. leik mennimir og fararstjórarnir höfðu ritað nöfn sín á. Vakti gjöf þessi mikla ánægju og athygli annarra. Jafnframt af henti Ásbjörn stjórn sambands | ins litmynd frá Þingvöllum. f Áður hafði Ásbjörn með öðr ! um hætti vakið athygli á ís- ' landi. Hann hafði boðið farar ; stjórum allra landanna til smá hófs og hafði þar á boðstólum m.a. hákarl og harðfisk. Vakti þetta boð mikla athygli og varð á sinn hátt til mikillar og enn frekari auglýsingar l fyrir ísland ofan á góð afrek íslenzka liðsins. — /jb róttir Framhald af bls 22. snjalla ræðu þar sem hann m. a. lét í ljós óskir um að þetta glæsi- •lega mannvirki mætti efla hina ágætu skíðaíþrótt. f Skíðadeild KR bauð til hófs í Skála sínum að vígslu lokinni. .Voru þar margar ræður fluttor, KR-ingum færðar þakkir víða að fyrir gott frumkvæði og dáðst að stóru átaki þeirra. Einar Sæ- mundsson form. KR stýrði hóf- inu. Aðalræðuna flutti Þórir Jóns son form. skíðadeildarinnar. Lýsti hann gerð lyftunnar og öH- um aðdraganda og byggingu Ihennar. Flutti hann sérstakar þakkir Einari B. Pálssyni fyrir verkfræðilega aðstoð, Jóhannesi Zoega fyrir verkfræðilega að- Stoð, Landsmiðjunni og Raf- jnagnsveitu Reykjavíkur fyrir igóða fyrirgreiðslu. M Lyftan verður nú opin almenn- Ingi næstu vikur. Gjald er tekið ýmist fyrir hverja f«rð eða unnt er að kaupa afsláttwrkort. Verði fyrir börn er stillt í hóf, sömu- teiðis fyrir fullorðna, þó það sé «ð sjálfsögðu hærra. Er ekki að efa að bæjarbúar munu nota sér þetta veglega mannvirki til að auka ánægju sína af skíðaíþrótt- inni Frh. af bls. 1 Welch telur, að þótt sakarupp- gjöf yrði veitt mundi það í sjálfu sér ekki hafa nokkur áhrif á löndunarbann, þar sem skipstjór ar óski einnig eftir lausn annarra mála. Ekki kvað hann unnt að skýra frá, hver þessi önnur mál væru. í tilkynningu varðandi hðtun- ina um að stöðva siglingar, er látið í ljós það álit, að samkomu- lagið um fiskveiðideiluna sé skaðvænlegt fyrir brezka fiski- menn. Grimsby verði harðast úti vegna samkomulagsins, þar sem 90% úthafstogaranna frá Grims- by hafi veitt einhvern hluta árs- ins á svæðum undan norð-vest- ur strönd íslands, sem nú verði lokuð. Ekki sé unnt að fallast á þá staðhæfingu brezku stjórnar- innar, að aðstaðan verði nú trygg og komið hafi verið í veg fyrir að fslendingar taki frekari ein- hliða ákvarðanir um útfærslu fiskveiðilögsögunnar, Minnzt er á, að íslendingar hafi tvisvar fært út fiskveiðilögsögu sína og skaðað þannig brezka fiskimenn, en engu að síður hafi þeim verið leyft að selja fisk á brezkum markaði. Verði breytingar á stjórn íslands megi vænta þess, að núverandi samkomulag verði fellt úr gildi og tilraunir gerðar til þess að færa takmörkin enn út fyrir landgrunnið. Sum af þeim svæð- um, sem fiskveiðar eru leyfðar á, er ekki hægt að telja tilslak- anir, heldur ógnanir og gildrur, þar sem fiskimenn geta ekki ákveðið nákvæmlega stöðu sína. Skýrsla um hótun skipstjór- anna hefur verið send fiskimála- ráðuneytinu og er beðið eftir svari. Af hálfu annarra greina fiskiðnaðarins hefur enn ekkert verið um þetta sagt. — — Fréttaritari. Þyrk flytur sjúkling Á LAUGARDAGINN veiktist þriggja ára drengur í Borgarnesi snögglega. Á sunnudag þyngdi honum svo, að nauðsyn þótti að koma honum hið bráðasta í sjúkrahús í Reykjavík. Var varn- arliðið beðið um aðstoð við flutninginn. Brást það vel og fljótt við, eins og jafnan áður, þegar til þess hefur verið leitað um sjúkraflutning. Send var þyrla upp í Borgarnes og dreng- urinn fluttur með henni suður. Gekk sú ferð svo greiðlega, að sjúklingurinn var kominn í sjúkrahús í Reykjavík eftir tæp- lega einn og hálfan tíma. Þyrl- vængjunni stjórnuðu Ronald Davidson, kapteinn, Charles Trapp, lautinant, og með í förinni var E. L Wooters, hjúkrunarliði. — Drengnum leið betur í gær. Ræða Ólafs Thors Framh. af bls. 13. stjórnin lagði á útveginn o. s. frv. Ég þarf ekkert um þetta meira að segja. Hygg ég, að engin íslenzk stjóm hafi kom- izt nær því að efna að fullu öll sín fyrirheit á jafn skömm- um tíma, en koma jafnframt möffgu öðru þörfu til leiðar, og glíma þó við ýmsan ófyrirsjá- anlegan vanda, svo sem afla- brest og verðfall. ★ Það er á þessa stjóm sem Hermann Jónasson ber nú fram vantraustið. Ákærandinn. Sökin. Sakborningurinn. Er að furða, þótt brosað sé um breiðar byggðir og hlegið í sölum Al- þirtgis. Við Hermann Jónasson höf- um oft átt samleið í stjórnmál- um og af því leitt ýmislegt gott. Við deilum hins vegar oft hvor á annan og er þá hvorugur mjúkhentur. Launa ég honum nú vantraustið með því að að- vara hann. Hermann Jónasson er sízt meiri kommúnisti en hvað annað. En samt sem áður er hann kominn vel áleiðis með að gera Framsóknarflokkinn að hreinu handbendi kommúnista. Og hér innan veggja þinghúss- ins vita allir, að kommúnistar eru búnir að umvefja hann og Eystein Jónsson svo greypilega, að talið er vonlaust, að ná þeim þaðan lifandi nema með keis- araskurði. ★ Að Iokum þetta: í engri af þeim samsteypu- stjórnum, sem ég hef átt sæti í, hafa samstarfsmenn mínir ver ið jafn starfhæfir og dugmiklir menn sem nú, og heldur ekki skilið jafn vel, á báða bóga, að ágreiningsmálin verða að bíða betri tíma. Hvort tveggja þetta veldur miklu um skjót og örugg handbrögð stjórnarinnar. Hef ég fyrir því allgóðar heimildir, að stjórnin hefur stækkað en ekki minnkað af störfum sínum og á nú miklu og vaxandi fylgi að fagna. Vona ég, að æ fleiri mætir menn í öllum flokkum leggist á sveif með okkur, svo okkur megi öllum auðnast að koma miklu og góðu til leiðar fyrir land og lýð. Rakaþéttar dósir trýggja nýtingu hvers saltkorns Bourguibn úkuit fugnuð TÚNIS, 13. marz. — (Reuter). Habib Bourguiba, forseti Túnis kom til Túnis í dag úr mánaðar- ferðalagi í Evrópu. Dvaldist hann lengst af í Sviss sér til lækninga, en ræddi ennfremur við de Gaulle í Rambouillet, skammt fyrir utan París. Bourguiba var ákaft fagnað við heimkomuna. Tveir lögreglu- menn lyftu honum á axlir sér og báru hann síðasta spölinn að bifreiðinni sem beið hans á flug stöðinni. Meðal þeirra sem tóku á móti forsetanum var Ferhat Abbas, forsætisráðherra alsírsku útlagastjórnarinnar. Föðmuðust aeir Bourguiba innilega og í 5 mínútna ávarpi sagðist Bourguiba vonast til þess, að málamiðlun hans í Alsírdeilunni leiddi til far sællar lausnar málsins og yrði Túniá til mikillar sæmdar. Dagskrá Alþíngís DAGSKRA sameinaðs Alþingis í dag kl. 1,30: Rannsókn kjörbréfs. Dagskrá efri deildar í dag: 1. Mat- reiðslumenn á skipum, 1. umr. 2. Al- menn hegningarlög, 3. umr. 3. Eftir- laun, 3. umr. 4. Sóknarnefndir og hér- aðsnefndir, 3. umr. 5. Dómtúlkar og skjalaþýðendur, 3. umr. 6. Lífeyrissjóð- ur embættismanna, 3. umr. 7. Hluta- félög, 3. umr. 8. Verzlunaratvinna, 3. umr. 9. Veitingasala o fl., 3. umr. 10. Iðja og iðnaður, 3. umr. 11. Tannlækn- ingar, 3. umr. 12. Lækningaleyfi, 3. umr. 13. Leiðsaga skipa, 3. umr. 14. Fasteignasala, 3. umr. 15. Niðurjöfnun armenn sjótjóns, 3 umr. 16. Atvinna við siglingar, 3. umr. 17. Löggiltir end- urskoðendur, 3. umr. 18. Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 3. umr. 19. Kosningar til Alþingis, 3. umr. 20. Iðnaðarmálastofnun íslands, 2. umr. Dagskrá neðri deildar í dag: 1. Með- ferð opinberra mála, 1. umr. 2. Lista- safn íslands, 1. umr. 3. Ríkisábyrgðir, 1. umr. 4. Seðlabanki islands, frv. 3. umr. 5. Landsbanki íslands, frv., 3. umr. 6. Framkvæmdabanki islands, 3. umr. 7. Útvegsbanki islands, 3. umr. 8. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, Frh. 2. umr. 9. Lánasjóður ísl. námsmanna, 3. umr. 10. Lögreglumenn, 2. umr. 11. Sóknargjöld, 3. umr. Dagskrá sameinaðs þings kl. 8 síð- degis: Vantraust á ríkisstjórnina, Frh. einnar umr. (Frh. útvarpsumr.). Krúsjoff og Mao hittast RÓM, 13. marz. (NTB/AFP) Fréttastofan Continentale sagði frá því í kvöld í símskeyti frá Prag, að Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, og formað- ur kínverskra kommúnista, Mao Tse-tung, muni hittast að máli innan fárra daga í Ulan Bator, höfuðborg Ytri-Mongólíu. Fréttastofan segir, að leiðtog- arnir hittist nú fyrst og fremst, til þess að ræða, hvernig haldið skuli hátíðlegt fjörutíu ára af- mæli mongólska kommúnista- flokksins. Segir, að foringjar flestra kommúnistaflokka heims mundi taka þátt í þeim hátíða- 1 höldum. — Kennedy Framh. af bls. 1 hins forna heims til hins nýja. Hlutverk okkar er, sagði for- setinn, að sýna mannkyninu að takmarki þess verði bezt náð með starfi frjálsra manna innan rparka lýðræðisins. Aðalatriðið í áætlun Kennedys, er að Bandaríkin veiti Suður-Ameríkuríkjun- um af gnótt auðlynda sinna í svo ríkum mæli sem unnt sé. Verði Bandaríkin Suður- Ameríkuríkjunum til aðstoð ar við uppbyggingu efna- hagslífsins á sama hátt og þau hafi aðstoðað Vestur- Evrópuríkin. Hið fyrsta vill hann kalla saman til fundar efnahags- og þjóðfélagsráð Suður-Ameríku- ríkjanna til að vinna að þeim áætlunum, sem verða muni kjarni í samvinnunni til fram- fara. Ennfremur sagði Kennedy, að hann mundi þegar kpma af stað framkvæmdum áætlana sinna „til friðar“, vegna þeirra sem ekki geta beðið þess að fundir og ráðstefnur leggi á ráðin um uppbyggingu efnahagslífsins. Þakka innilega öllum sem auðsýndu mér og f jölskyldu minni vinsemd og hlýhug í veikindum mínum og fyrir góðar gjafir og margvíslega hjálpsemi. Loftur Jósefsson, Ásbjarnarstöðum. Maðurinn minn ÁBNI GUÐMUNDSSON lézt að Vífilsstöðum laugardaginn 11. þ.m. Ása Torfadóttir Dóttir okkar JÓNA ARNÓRSDÓTTIR lézt í Amsterdam 10. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Málfríður Halldórsdóttir, Arnór Stígsson, Isafirði. Móðir okkar og tengdamóðir MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR Bræðraborgarstíg 4, lézt í Bæjarspítalanum 12. þ.m. Börn og tengdabörn. Jarðarför SVANHILDAR STEINDÓRSDÓTTUR frá Egilsstöðum, fer fram frá heimili hennar í Hveragerði miðvikudagiml 15. marz. — Jarðsett verður á Kotströnd. Bílferð verður frá Bifreiðastöð Islands sama daga kl. 11. Vandamenn. Innilega þökkum við auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar okkar RAGNARS KRISTJÁNS Kristjana Ragnarsdóttir, Haraldur E. Logason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.