Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐ1Ð MiðviKudagUr 15. marz 1961 — Alþingi Framh. af bls. 1 Framsóknar í landhelgismálinu, sem hann kvað eins konar kapp- hlaup við kommúnista um það hvor flokkurinn gæti sýnt óábyrg ari afstöðu. XJm þá fullyrðingu þeirra, að með samkomulaginu værum við að afsala okkur öllum rétti til frekari útfærslu sagðist Jónas vilja vekja athygli á um- mælum framsóknarþingmannsins Jóns Skaftasonar í umræðum á Alþingi á dögunum, þegar hann lýsti því yfir, að hann gæti ekki tekið undir þessa kenningu. Að lokum sagði Jónas, að van- trauststillaga stjórnarandstæð- inga væri andvana fædd, enda færu vinsældir stjórnarinnar ört vaxandi. Lausnin bægir hættunni frá Pétur Sigurðsson vék fyrst að þeirri fullyrðingu Eðvarðs Sig- urðssonar í útvarpsumræðunum, í fyrrakvöld, að t.d. lækkanir á vöruverði yrðu metnar til jafns við hækkað kaupgjald. Taldi Pét- ur reynsluna sanna, að þessu væri ekki að heilsa, kommúnist- ar væru aðeins til viððræðu um kauphækkanir. Lausn fiskveiðideilunnar við Breta var nauðsynleg, sagði Pét- ur, til þess að fyrirbyggja þá hættu, sem íslenzkum sjómönn- um var búin í viðureigninni við brezku herskipin. Benti Pétur á, að kommúnistar hefðu fyrst og fremst staðið gegn lausn deilunnar og viljað halda henni áfram til þess að fslending ar segðu sig úr Atlantshafsbanda laginu, eyðileggja markaði, sem væru að skapast í V-Evrópu og yrðu bundnir við járntjaldslöndin í viðskiptalegu og stjórnmálalegu tilliti. Unnið að mörgum framfaramálum Jóhann Hafstein ræddi allýt- arlega um feril vinstri stjórnar- innar og viðskilnað og aðdrag- ímdann að myndun núverandi ríkisstjórnar. Síðan vék hann að verkefnum ríkisstjórnarinnar og minnti m.a. á, að hún hefði leið- rétt gengisskráninguna, tvöfald- að framlög til almannatrygginga beitt sér fyrir stórfelldum um- bótum í skattamá'.um. komið á nýrri skipan gjaldeyris- og inn- flutningsmála og afnumið vísi- tölukerfið. Þá hefði stjórnin hlut ast til um setningu nýrrar banka löggjafar og eflt stofnlánadeild sjávarútvegsins verulega. Um lausn fiskveiðideilunnar sagði Jóhann, að hún væri að öllu leyti í samræmi við yfirlýs ingu Alþingis frá 5. maí 1959. Með samkomulaginu féllum við ekki frá neinum kröfum heldur fengjum viðurkenningu á kröf- um okkar og byggjum þá þjóð, sem reynzt hefur okkur mestur þrándur í götu í landhelgismál- inu, undir frekari útfærslu okk- ar. Þá benti Jóhann á það, að ef 12 mílurnar hefðu verið sam- þykktar á Genfarráðsteínur.um, eins og við studdum, þá hefði verið hægt að tala um, að við hefðum bundið hendur okkar, en nú héldum við dyrunum opnum til frekari útfærslu. Bætt lífskjör Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra sagði, að eftir fall og við valdatöku núverandi ríkis- stjórnar hefði öllum skyniborn um mönnum verið það Ijóst, að lífskjör þjóðarinnar hlytu að versna um sinn, hvaða leið, sem valin yrði. Sú leið hefði verið valin, sem um leið hefði tryggt grundvöU bættra lífskjara í fram tíðinni. Vegna efnahagsráðstaf- ana ríkisstjórnarinnar væri nú að skapast grundvöllur, sem unnt væri að byggja á nýjar framfar- ir og bætt lífskjör þjóðarinnar. Kauphækkanir væru ekki einhlít ar til þess að bæta kjör fólksins, sagði fjármálaráðherra, þar kæmi margt fleira til. Og þær gætu m. a. s. verið skaðlegar, ef þær kæmu af stað víxlhækkun- um kaupgjalds og verðlags. Kjör fólksins væri hægt að bæta á margan annan og varanlegri hátt. Þá svaraði fjármálaráðherra ó- maklegum ummælum Finnboga Rúts Valdimarssonar um Bjarna Benediktsson dómsmálaráðherra í umræðunum í fyrrakvöld. Sagði hann, að Bjarai Benediíktsson hefði unnið að þessu velferðar- máli þjóðarinnar ósleitilega allt frá því, að hann fyrst varð ut- anríkisráðherra, og nú síðast hefði hann unnið að framgangi málsins ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra af festu og þjóðhollustu og raunsæi. Fullmikil bjartsýni Gísli Guðiwundsson ræddi í upp hafi ræðu sinnar um landhelgis- málið og málþóf stjórnarandstæð inga á Alþingi á dögunum. Kvað hann það hafa verið fullmikla bjartsýni hjá ríkisstjórninni að ætlast til þess, að þeir þingmenn, sem ekki höfðu haft neina að- stöðu til þess að fylgjast með samningunum tækju því umræðu laust og án þess að bera fram við þá breytingartillögur, og sér staklega þegar ljóst væri, að ná hefði mátt betri samningum eða komast alveg af án samninga. Um verk ríkisstjórnarinnar yf- irleitt sagði Gísli, að henm hefði mistekizt að verulegu leyti við allt, sem til góðs hefði getað horft en tekizt það, sem síður skyldi. Einar Olgeirsson talaði um mjúkmælgi ráðherra í þessum umræðum en ofstopa annarra ræðumanna stjórnarliðsins, sem ekki hefðu tekið til máls fyrr en nú um þau þýðingarmiklu mál er til umræðu væru. Þá sagði Einar að stolið hefði verið stórfé af launþegum með efnahagsráðstöf- unum ríkisstjórnarinnar og að þeir yrðu nú að þola þyngri bú- syfjar en af nokkurri annarri ríkisstjórn, sem framkvæmdi gripdeildir og rán af verkalýðn- um, en kastaði milljónum í gæð- inga sína. Þá væri stjórnin að beygja íslenzka þjóð undir er- lent vald, fsland væri svívirt og gert að undirlægju erlends valds. Verndun lífs og öryggis Benedikt Gröndal svaraði mál- flutningi Lúðvíks Jósepssonar og sagði að hann berðist nú fyrir minkun landhelginnar og segði að 12 mílna landhelgi stæðizt ekki fyrir neinum dómstóli. Benedikt benti á að kommún- istaríkin vildu ekki viðurkenna Alþjóðadómstólinn í einu né neinu. Leiddi hann síðan rök að því að dómstóllinn væri skipaður ekki síður mönnum frá þeim þjóð um er væru fslendingum hlynnt í landhelgismálinu en andstæðing- um þeirra. Þá kvað hann skyldu hverrar ríkisstjórnar að vernda framar öllu líf og öryggi lands- manna með því að leysa málin með friði, eins og núverandi ríkis stjórn hefði gert. Skúli Guðmundsson taldi Fram sóknarmenn ekki vera þá fyrstu er hefðu haft samstarf við komm- únista. Hann kvað núverandi stjórn ekki hafa staðið við loforð þau, sem hún hefði gefið með efnahagsráðstöfununum í fyrra. Þá kvað hann stjórnina hafa ósk- að eftir vinnufriði og fengið hann í heilt ár. Skúli sagði að ekki hefði þurft að semja við Breta, þeir hefðu verið búnir að tapa málinu. Hann kvað réttindaafsal- ið um að víkka út landhelgina einhliða vera það hættulegasta í þessum samningi, sem við Breta hefði verið gerður. Hvers vegna ekki þjóðaratkvæðagreiðslu? Hannibal Valdimarsson sagði, að það væri einkenilegr, að rík- istjórnin skyldi ekki vilja fallast á þjóðaratkvæðagreiðslu um sam komulagið við Breta, úr því að hún væri svo viss um, að það væri stærsti stjórnmáiasigur þjóðarinnar. Ríkisstjórni.i ætti þá ekki að þurfa að óttast, að þjóðin kynni ekki að meta verk hennai. Þá ræddi Hannibal nokkuð um kjaramál. Sagði hann það stefnu Alþýðusambands íslands að ná kjarabótum án verkfalla. Hins vegar skorti mjög á vilja til þess jhjá rlkisstjóminni og reynsla síðustu vikna sannaði, að svo væri. — Að lokum sagði Hanni- bal ,að kauphækkanir væru ó- umflýjanlegar, það væri réttlæt- iskrafa, sem öll þjóðin styddi. Eggert ÞorsteinSson kvað and- stæðinga stjórnarinnar aðeins vilja berjast fyrir óbreyttu hættu ástandi í landhelgismálinu. Frá þeim hefði engin tillaga komið í þessu máli og þeir hefðu ávallt borið því við að þeim bæri ekki að vísa stjórninni veginn. Þá ræddi Eggert um nauðsyn uppbyggingar nýrra atvinnuvega og aukins fjármagns til stóriðju. Kreppa framundan Þórarinn Þórarinsson svaraði fyrirspurnum Gylfa Þ. Gíslason- ar frá því í gærkvöldi með því að vitna til samþykktar miðstjórnai Framsóknarflokksins um fram- fara og framleiðslumál er hún hefði nýlega afgreitt. Þá sagði Þórarinn að vopn það sem nú væri beitt gegn Fram- sóknarmönnum um að þeir væru ánetjaðir kommúnistum væri hið sama og einræðisherrar víða um heim notuðu gegn frjálslyndum framfaramönnum í löndum sín- um. Kvað hann Framsóknarmónn um borin á brýn kommúnismi að eins af því að kommúnistar ættu samstöðu með þeim gegn þeirri afturhalds- og stöðvunarstefnu, sem núverandi stjórn fylgdi. Þórarinn kvað stórfellda kreppu framundan ef ekkert yrði gert í efnahagsmálunum. Lúðvík Jósefsson taldi að stöðug framleiðsluaukning hefði verið í landinu í tíð vinstri stjómarinnar og stöðug upp- bygging þá hefði valdið nokkr- um gjaldeyrisörðugleikum í bili. Viðreisnin hefði hins vegar valdið stöðvun á öllum sviðum, verkbönnum og verkföllum. Þá kvað hann gjaldeyrisskuldir hafa vaxið um hundruð milljóna á fyrsta ári viðreisnarstjómar- innar. Lúðvík kvað okkur hafa tap- að þessum leik í átökunum við Breta, en næsta stjórn myndi rifta þessum samningi. — Við höfum ekki tapað landhelginni, því þjóðin á eftir að kveða upp sinn dóm. Þess vegna á stjórnin að víkja. Vildi ekki sleppa herskipunum Emil Jónsson var síðastur á mælendaskrá við umræðurnar. Vitnaði hann í upphafi ræðu sinnar orðrétt í ræðu Lúðvíks Jósefssonar þar sem hann sagð- ist ekki hafa verið á móti því að semja við Breta um að þeir mættu í eitt, tvö, eða þrjú ár veiða áfram undir herskipa- vernd. Hann kvað málflutning stjórn arandstæðinga hafa markast af því að þeir vildu stjórnina feiga, en ekki af því málefni, sem til umræðu væri. Hann kvað Framsókn hafa forðast að taka málefnalega af- stöðu. Hún hefði á sínum tíma samþykkt að gera sömu tilboð, sem hún nú teldi höfuðglæp að semja um. Við lok ræðu sinnar rakti i Emil þau mál er núverandi stjórn hefði samið xun, er hún tók við völdum. Benti hann á að þau hefðu ýmist náð far- 1 sælli lausn, eins og landhelgis- ! málið og efnahagsmálin, ef j stjórnarandstöðinni tækist ekki í verkalýðshreyfingunni að véla þar um, eða að þau væru nú í deiglunni. j Umræðunni lauk laust fyrir miðnætti, en atkvæðagreiðslu var frestr*' Z' NA /S hnú/ar / 5“ V 50 hnútor X Snjókomo 9 06i \7 Skúrir K Þrumur WÍ'Z, Kuldaskil Hitaski/ HH»» | L&LcsaÍ | Veðurhorfur á miðnætti: Suðvesturland og miðin: Vaxandi A-átt, hvassviðri og slydda með morgni, eft geng- ur í SA-átt, lygnir og hlýnar. Faxaflói og Breiðafjörður og miðin: Vaxandi A-átt, all- hvass og snjókoma með morgninum. Gengur í SA- átt, lygnir og hlýnar. Vestfirðir og miðin: NA- kaldi og snjóél í nótt, geng- ur í allhvassa A-átt með snjókomu eða slyddu. Norðurland til Austfjarða og miðin: Hægviðri og bjart viðri í nótt en vaxandi A- átt og víða snjókoma síð- degis. Suðausturland og miðin: Vaxandi SA-átt og snjókoma með morgninum, síðar SA- kaldi og þíðviðri. E N N þá er háþrýstisvæði yfir Frakklandi og Bretlands eyjum en grunn lægð yfir hafinu suðvestur af íslandi — eins og kortið ber með sér, en djúp lægð milli Jan Mayen og Lófót í Noregi. Á Jan Mayen er NV-storm- ur og snjókoma með 9 stiga frosti. í Lundúnum er 14 st. hiti, en 13 st. frost á Gander flugvelli í Nýfundnalandi. í New York er 2 st. hiti. — Lægðin suðvestur af íslandi þokast NA-eftir og má því búast við austlægri átt hér á næstunni. Krúsjeff segir ekki langt undan að Rússar sendi mann út í geiminn Moskva, 14. marz (Reuter-NTB-AFP ) KRÚSJEFF forsætisráð- herra Sovétríkjanna sagði í dag í ræðu, að sá dagur væri ekki langt undan, er Rússar sendu mann út í geiminn. Ræðu þessa, sem var útvarpað um vgervöll Sovétríkin, fiutti hann á ráð- stefnu landbúnaðarverkamanna í Akmolinsk í Kasakhstan. Krúsjeff sagði, að afrek Rússa á sviði geimrannsókna væru ár- angur sköpunargleði og iðni frjálsrar þjóðar — árangur sósíal ismans. — Við lifum á góðum tímum, félagar, sagði forsætisráðherrann — bæði á jörðu og hinum tak- markalausa himingeimi eru djörf ustu vonir mannsins að verða að veruleika. • Tillitssemi og sjálfsafneitun Árangur í landbúnaðinum, kvað Krúsjeff mega þakka tillits- semi og sjálfsafneitun rússnesku þjóðarinnar og þó framar öllu hinna kommúnísku æskumanna, sem í hundraðatali hefðu yfirgef ið góðar stöður og heimili sín til þess að halda til austurhéraðanna og hefja jarðrækt, — á steppun- um í Kasakhstan. Jafnframt gagnrýndi Krúsjeff mjög þá menn, sem hefðu staðið gegn áætlunum hans um land- búnaðinn í upphafi. Hann réðist einnig í ræðu sinni á drykkju- menn og kvað einu lækningu sem þeim hæfði, að reka þá úr flokkn um og láta þá vinna. Krúsjeff minntist á hinar tíðu skiptingar á mönnum í embætt- um og taldi óheppilegt að þær yrðu of tíðar. í her, sagði Krús- jeff er nauðsynlegt að gefa skip- anir, en á svo friðsamlegu sviði sem jarðyrkju ætti fremur að hvetja fólk en þvinga til að vinna Jafnvel hesturinn gerir ekki sitt bezta ,þegar hann er pískaður — hvað þá maðurinn, sagði for- sætisráðherra Sovétríkjanna. Verkfall í Frakk’andi PARÍS, 14. marz. (Reuter). — f dag hófu opinberir starfsmenn verkfall, sem standa á í 24 klst. til áréttingar kröfum þeirra um, að lágmarkslaun verði fimm hundruð nýfrankar á mánuði og greiðslukerfi opinberra starfs- manna verði tekið til gagngerrar endurskoðunar. Verkfall þetta nær til um einn Dagskrá Alþingis DAGSKRA sameinaðs Alþingis í dag kl 1,30: Vantraust á ríkisstjórnina, (Atkv.gr.) Dagskrá efri deildar I dag: 1. Verk- stjóranámskeið, 3. umr. 2. Iðnaðar- málastofnun íslands, 2. umr. 3. Fjár- öflun til íþróttasjóðs, 1. umr. 4. Jarð- göng á þjóðvegum, 2. umr. Dagskrá neðri deildar í dag: 1. Seðla banki Islands, (Atkv.gr,). 2. Lands- banki Islands, (Atkv.gr.). 3. Fram- kvæmdabanki Islands, (Atkv.gr.). 4. Útvegsbanki íslands, (Atkv.gr.). 5. Rikisábyrgðir, (Atkv.gr.). 6. Lánasjóð ur íslenzkra námsmanna, (Atkv.gr.). 7. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, Frh. 2. umr. 8. Lögreglumenn. 2. umr. 9. Sóknargjöld, 3. umr. ar milljónar manna, og stöðv- aðist því nær öll þjónusta í dag, allt frá greftrunum til símaþjón ustu. Engin umferð var um Orly flugvöllinn í dag og ferjur frá Dunkirk til Englands stöðvuð- ust. Tollþjónar leyfðu ferða- mönnum að fara út og inn fyrir landamærin að vild án nokkurra ar toliskoðunar. Póstþjónustan stöðvaðist með öllu og miklar truflanir urðu á símasambandi við önnur lönd. Hins vegar má heita að samgöngur séu eðlileg- ar svo og gas og rafmagn. Um það bil sex þúsundir verk-< fallsmanna gengu fylktu liði frá Ráðhúsi Farísar til aðseturs fjár- málaráðuneytisins. Báru þeir kröfuspjöld og sungu kröfur sín- ar um hærri laun. Er nefnd verk fallsmanna hafði gengið á fund ráðherra, dreifðist hópurinn með spekt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.