Morgunblaðið - 15.03.1961, Page 3

Morgunblaðið - 15.03.1961, Page 3
Miðvikudagur 15. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Floyd heimsmeistari eftir tvísýnan leik FLOYD Patterson er enn heimsmeistari í hnefa- leikum í þungavigt. — Á mánudagskvöld hittust þeir Ingemar Johansson í þriðja sinn til að berj- ast um heimsmeistaratit- ilinn, og sigraði Patterson á rothöggi í 6. Iotu. Hélt hann því titlinum, sem hann vann af Ingemar í júní í fyrra. • Ingo fór vel af stað Keppnin var að þessu sinni mjög spennandi og mátti um tíma ekki milli sjá hvor bæri sigur úr býtum. Snemma í fyrstu lotu kom Ingo þungu höggi á Floyd, sem féll við, og skömmu síðar í sömu Xotu lá Floyd aftur á gólfinu. En hann náði sér og náði að slá Ingo niður áður en lotunni lauk. í annarri lotu sótti Patterson nokkuð á, en Ingo kom á óvart með vinstri handar höggum, sem hann hefur ekki áður sýnt og hélt Patterson í hæfilegri fjarlægð. Lotan var jöfn, en í þriðju lotu sýndi Patterson nokkra yfirburði. í fjórðu lotu voru báðir keppendur með blæðandi augnabrúnir og ann að auga Ingos tekið að bólgna allmikið. • Umdeild úrslit Úrslitalotan hófst með því að Ingo kom þungu vinstri handar höggi á Floyd, sem hörfaði undan. Megnið af lot- unni var Ingo í sókn og Floyd á undanhaldi. En rétt fyrir lok Ílotunnar kom Floyd tveim hægri handar höggum á Ingo, sem riðaði og féll. Dómarinn hóf að telja yfir Ingo. Þegar hann var kominn upp að fimm reyndi Ingo að standa á fæt- ur, en féll aftur og Floyd var dæmdur sigurinn. Einhver á- greiningur varð um það að dómarinn héldi áfram að telja meðan Ingo var að standa upp, en það breytti ekki úrslitun- um. Floyd hafði sigrað þegar 15 sekúntur voru eftir af lot- unni. • Nærri búinn að tapa Að leiknum loknum sagði Patterson: Ingo er mjög, mjög góður hnefaleikari, Ég álít það hafi verið alrangt að telja sigurlíkur mínar 4:1. Vegna þess að ég var, eins og sjá mátti, nærri búinn að tapa keppninni. Aðspurður um fyrstu lotu, þegar Ingo sló hann niður, sagði Floyd: Ég bjóst ekki við að hann mundi nota hægri höndina svona snemma, en eins og ég hefi sagt, Ingo er mjög, mjög góður hnefaleik- ari. Kvaðst Floyd hafa verið miklu verr leikinn nú en í keppninni í fyrrasumar. Patterson hafa nú verið boðnir 600.000 dollarar fyr- Ingcmar Johanson ir að mæta bandaríska hnefa- leikaranum Mike Dejohn í keppni um titilinn. En Mike þessi er sjötti maður á lista væntanlegra áskoi-enda í þungavigt og á að berjast við Eddie Maehen 10. apríl n.k. Auk þessarar upphæðar fengi Floyd upp undir eina milljón dollara í greiðslu frá útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndafélög- um. • Ingo skuldar skatta Segja má að þeir Ingo og Floyd hafi fengið sæmilega þóknun fyrir þennan átján mínútna bardaga þeirra á mánudagskvöldið. Patterson fær um 912.500 dollara kr. 34.8 milljónir) en Ingo um 712.500 dollara -kr. 27,2 milljónir). En óvíst er um það hvort Ingo fær að halda sínum hluta, því þegar hann kom í búnings- herbergi sitt að keppni lok- inni, biðu hans þar skatt- heimtumenn, sem afhentu honum stefnu. Heldur banda- ríska stjórnin því fram að Ingo skuldi um eina milljón dollara í skatta af tekjum þriggja keppna við Floyd. • Eins og smákrakki Fyrir keppnina voru flestir sérfræðingar í hnefaleik á því að Patterson yrði sigurvegari að nýju, og stóðu veðmálin 4:1 honum í vil. Sjálfur sagði Floyd fyrir keppnina: Ég segi aðeins það að ég læt Ingo aldrei framar koma hægri- handarhöggi á hökuna á mér. I fyrstu keppninni slóst ég eins og smákrakki. Eins og ég héfði aldrei barizt í hringn- um fyrr. f fyrra var það eins með Ingo. í þetta sinn lofa ég að gera mitt bezta, hvort sem það nú nægir. í>ví Ingo er vissulega góður hnefaleikari. Ég met hann mikils, það er ykkur óhætt að bóka. • I Gautaborg í Reutersfréttum frá Gauta borg er sagt að meðborgarar Ingos hafi tekið ósigri hans betur en búizt hefði mátt við. Keppninni var útvarpað þar og var klukkan 4,45 um morg un þegar útsending hófst. Þótt tíminn væri óheppilegur, hlustuðu mjög margir á lýs- inguna. Ýmsir stærstu sam- komusalir Gautaborgar opn- uðu um miðja nótt og þar safn aðist fólk saman til að fylgj- ast með. • Fögnuður í fyrstu lotu Mikið var um unglinga á samkomustöðunum. Ungling- arnir tóku að safnast saman á einum dansstaðanna um kl. eitt um nóttina. Þar hófst sam koman með hnefaleikasýningu sem vakti mikla kátínu. Þegar keppnislýsingin hófst þyrpt- ust unglingarnir að hátölurun- um. Svo var það í fyrstu lotu að Ingo sló Patterson niður og ætlaði þá fagnaðarlátunum aldrei að linna. En svo fór að smá draga úr fagnaðarlátun- um og að lokinni keppni héldu Aldrei meiri 09 betri mjdlk MBL. hefur borizt skýrsla Kára Guðmundssonar, mjólkureftir- litsmanns ríkisins, um mjólkur- framleiðslu ársins 1960. Segir í henni að meiri og betri mjólk hafi verið framleidd á því ári en nokkru sinni áður. 1 skýrslunni segir að I I. og II. flokki hafi farið 97,11% mjólkurinnar. í samtali við blaðið sagði Kári að svo góð flokkun mjólk- urinnar, sem raun ber vitni, sé fyrst og fremst að þakka bættri meðferð framleiðenda á mjólk- inni' kæling hennar sé nú mikl- um mun betri en áður var, en það er eitt þýðingarmesta atriðið í sambandi við geymslu mjólkurinnar. Alls eru mjólkurbúin í land- inu nú 14 að tölu. Mjólkin í einstökum búum flokkast í I. og II. flokk, sem hér segir: Mjólkurstöðin í Reykjavík: I. fl. 82,18%, II. fl. 15,98%. Mjólkurstöð Kaupfélags Suð- ur-Borgfirðinga: I. fl. 68,02%, II. fl. 28,20%. Mjólkursamlag Borgfirðinga, Borgarnesi: I. fl. 83,32%, II. fl. 13,99%. Mjólkurstöð Kaupfélags ís- firðinga: I. fl. 88,44%, II. fl. 6,96%. Mjólkursamlag Kaupfélags V- Húnvetninga og Kaupfélags Hrútfirðinga: I. fl. 71,11%, II. fl. 18,43%. í þessu búi hefur hlutfallsmagnið orðið mest í III. fl. eða 8,93%. Mjólkursamlag Húnvetninga: I. fl. 70,59%, II. fl. 26,81%. Mjólkursamlag Skagfirðinga: I. fl. 58,91%, II. fl. 38,54%, Mjólkursamlag Kaupfélags Ól- afsfjarðar: I. fl. 88,49%, II. fl. 10,46%. Mjólkursamlag Kaupfélagá Ey firðinga: I. og II. fl. 95,20%. Mjólkursamlag Þingeyinga: I. fl. 85,65%, II. fl. 12,02%. Mjólkursamlag KBH, Egils- stöðum: I. fl. 83,49%, II. fl. II, 18%. Mjólkurbú Kaupfél. „Fram“, Neskaupstað: I. fl. 99,81%, II. fl. 0,19%. Mjólkurbú Kaupfélags A- Skaftfellinga: I. fl. 85,33%, II. fl. 12,02%. Mjólkurbú Flóamanna: I. og II. fl. 98,05% I tveimur stærstu mjólkurbú- um landsins hefur ekki verið sundurliðuð flokkun í I. og II. flokk. Floyd Patterson flestir heim. Sumsstaðar var þó sigri Floyds fagnað, enda er hann vinsæll í Svíþjóð frá því hann var þar á ferðalagi á síðasta ári. • „Ekki vonsvikin-' Margir af ættingjum Ingos eru í Bandaríkjunum, en einn af þeim sem heima sitja er Gunnar Karlsson. Gunnar er skipstjóri á fiskiskipinu „Ingo“, sem Johannsson á og hafði hann boð inni fyrir ætt- ingja og vini til að fylgjast með keppninni. Þegar keppn- in hófst voru tveir synir Gunn ars ellefu og þrettán ára gamlir, vaktir til að sjá hvern ig „Ingo frænda“ gengi. Eftir keppnina sagði kona Gunnars við blaðamenn: „Við erum svo fegin því að Ingemar skuli vera ómeiddur. Okkur fannst þetta góð keppni. — Nei, við erum ekkert vonsvik- in yfir úrslitunum“. • Tíminn er liðinn Flest dagblöðin í Stokk- hólmi og öll dagblöðin í Gauta borg gáfu út aukablöð með lýsingu ,á keppninni. Voru blöðin öll sammála um að keppnin hafi verið ein hin bezta, sem sézt hefur, og að Ingo hafi barizt eins og hetja. Stockholms-Tidningen segir „Það er engin skömm að því að tapa góðri keppni". Göte- borgs-Posten sem gefinn er út í heimaborg Ingos, segir: „Irigemar féll með heiðri", en bætir svo við „Tími Ingemars er liðinn. Nafn hans verður skráð í sögu hnefaleikanna, en hefur tapað gildi sínu í hringnum . . . Timinn er lið- inn. Ingemar getur og ætti að draga sig í hlé. Hann hefur komið fjármunum sínum vel fyrir svo þeir fara vaxandi. Hann hefur nóg til að lifa af“. STAKSIUNAR Kjaraskerðingin af austurviðskiptum Nýlega birtist grein hér í Morgunblaðinu eftir Hauk Egg- ertsson um sykurinnflutning. Er þar sýnt fram á það með ljósum rökum og upplýsingum um verð sykurs í hinum ýmsu löndum, að íslenzkir neyteirdur greiða að minnsta kosti 50% hærra verð fyrir sykur, sem keyptur er frá Jjárntjaldslöndunum, heldur en hægt væri að fá sömu og sjálf- sagt betri vöru fyrir annarsstað- ar. Þetta litla dæmj sýnir hve gífurlegt tjón hefur af því hlot- izt, þegar beztu markaðir hafa ekki verið hagnýttir við innkaup til landsins heldur höfum við verið bundnir á klafa vöru- skiptasamninga, þar sem skefja- laust okur er oft viðhaft gagn- vart okkur. Það leikur ekki á tveim tung- um, að ein af ástæðunum til þess, að íslendingar hafa ekki öðlazt kjarabætur á sama tíma og þær hafa orðið miklar í öllum frjálsum löndum, er sú, hve mikil viðskipti við höfum orðið að hafa við Austur-Evrópulönd- in. Annað lítið dæmi Annað dæmi mætti nefna, sem allir þekkja af eigin raun. Þeg- ar úmflutningur á ljósaperum hófst að ráði frá Austir-Evrópu, lét nærri að gjaldeyrir sá, sem notaður var til þeirra kaupa, tvöfaldaðist. Þessi vara, eins og svo margt annaö sem keypt hef- ur verið frá járntjaldslöndunum, er hreint rusl, sem oft á tíðura eyðileggst eftir nokkurra klukku tíma eða daga notkun. Þegar innflutningsfyrirtæki það sem flytur innr ljóisai»erurnar hafði selt þær um nokkurn tíma, aug- lýsti það í ríkisútvarpinu eitt- hvað á þessa Ieið: „6 milljón ljósaperur hafa þeg- ar verið seldar hér.“ Einhver hinna hyggnari í röð- um kommúnista mun hafa bent fyrirtækinu á að þetta væri ef til vill ekki sem heppilegust auglýsing, því að menn sæju þá hve mikið þyrfti að nota af slík- um perum og var þessi auglýs- iirgaherferð þá. felld niður. Hitt stendur aftur á móti óhaggað, að við verjum helmingi meiri fjármunum til kaupa á þessari vöru en við þyrftum, ef hún væri keypt frá Vestur-Evrópulöndum. Þessu mætti líka snúa við ©g segja: Við seljum fisk okkar á helmingi lægra verði í Austur- Evrópu en við getum fengið fyr- ir hann á frjálsum mörkuðum. þegar við verjum andvirðinu til kaupa á ljósaperum. Kj arasker ðingar stef nan Utanríkisráðherra Norðurlanda ræðast við STOKKHÓLMI, 14. marz. (NTB) — Hafinn er í Stokkhólmi ut- anríkisráðherrafundur Norður- landaráðs. Fundir eru haldnir í utanríkisráðuneytinu sænska og er utanrikisráðherra Svía, Und- en, formaður fundarins. Ráðherrarnir hafa rætt ýmis mál varðandi Sameinffðu þjóð- irnar, þar á meðal Kongómálið. Einnig hafa þeir rætt hvernig bezt verði samrýmd aðstoð Norð- urlandanna við vanþróuð lönd og geimrannsóknir. Ráðherrarnir sátu hádegisverð arboð sænsku konungshjónanna í dag, en í kvöld heldur ssenska ríkisstjórnin þeim veizlu. Kommúnistar berjast sem kunnugt með odd og egg fyrir því, að viðhalda og auka austur- viðskiptirr. Meginástæðan fyrir hinni hamslausu baráttu í land- helgismálinu er einmitt sú, að þeir vilja reyna að koma í veg fyrir að við getum á.tt eðlileg viðskipti við Vestur-Evrópuþjóð- ir. Með þessari afstöðu eru þeir um leið að berjast fyrir því að launþegar og neytendur almennt verði að kaupa dýrari vöru en þeir annars gætu fengið og jafn- framt í mörgum tilfellum lélegri. Þeir eru með öðrum orðum að berjast fyrir kjaraskerðingar- stefiru. En það er líka í fullu samræmi við alla afstöðu þeirra í verkalýðsfélögunum. Þar berj- ast þeir fyrir verkfallastefnunni, sem þeir sjálfir hafa lýst yfir að alls ekki hafi fært launþegum neinar kjarabætur í hálfan ann- an áratug, en vilja alls ekki á það hlýða að fara þær leiðir, sem færar eru til raunhæfra kjarabóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.