Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 15. marz 1961 MORGVNBLAÐ19 13 f ÞJÓÐVILJANUM í gær er gerð ein ofboðslegasta per- sónuárás, sem þekkist á iþessu landi. Blaðið segir, að Eistlendingurinn Evald Mik- son (nú Eðvald Hinriksson) hafi gerzt sekur um mann- dráp meðan hann starfaði í Eistlandi. / Eðvald gerðist fslenzkur ríkisborgari 1955 og er nú giftur íslenzkri konu. Þau eiga þrjú börn, 2 drengi, 4ra og 10 ára, og eina stúlku 2ja óra. Eðvald hefur verið nuddari íslenzkra íþrótta- manna og notið mikilla vin- sælda í því starfi, en undan- farin ár hefur hann jafn- framt starfað í „Föt hf.“. > Á grein Þjóðviljans er stimpill Árna nokkurs Berg- manns, en hún er soðin upp úr heimildum rússneskra og eistneskra kommúnista. 1 tilefni af þessari eln- Þessi mynd var tekin heima hjá Eðvaldi Hinrikssyni í gær. Hann er þar með böm sín þrjú. Atla (4ra ára), Önnu Jónínu (2ja ára) og Jóliannes Hendrik (10 ára). Kommúnistar munu ekki geta flutt bldðið af sínum höndum yfir á mínar stæðu árás, sneri Morgun- blaðið sér til Eðvalds Hin- rikssonar í gær og spurði hann, hvað hann vildi segja um árásir Þjóðviljans. Hann skýrði blaðinu frá því að hann hefði haft fregnir af því um áramótin, að nafn hans hefði verið nefnt í Moskvuútvarpinu í sambandi við réttarhöld yfir „gömlum fjandmönnum Eistlands", — eins og kommúnistar hafa orðað það. — Kvaðst hann hafa skýrt íslenzkum yfir- völdum þegar í stað frá þess um upplýsingum, því hann hefði búizt við aðgerðum kommúnista hér á landi, eins og nú hefur Iíka orðið raunin á. Eðvald taldi að bezt færi á því að hann afhenti yfir- lýsingu út af Þjóðviljagrein- inni og fer hún hér á eftir: YFIRLÝSING EBVALDS HINRIKSSONAR 1) Það kann að vera rétt, sem Þjóðviljinn segir, að Hjalmar %Mae hafi verið vinur nazista meðan þeir hersátu landið. Hann skipaði Ain Mere, yfirmann ör- yggislögreglu landsins. Ég hafði engin afskipti af þessum tveim- ur mönnum nema hvað vinir þeirra Þjóðverjar tóku mig fast- ann 21. nóvember 1941, rúmum fjórum mánuðum eftir að þeir hernámu landið. í níðgrein Þjóð- viljans, sem vafalaust á raetur að rekja til rússneska sendiráðs- ins hér, og byggist á svipuðum — segir eistneski flóttamaðurinn um árás Þjóðviljans helmildum og önnur gögn, sem lögð eru fram í hinum aikunnu „rússnesku réttarhöldum", er því haldið fram að ég hafi rek- ið erindi nazista, jafnvel myrt fólk, börn og fullorðið, en síðan hafi ég verið settur í fangelsi nazista — fyrir „þjófnað“. ,Sannleikurinn í þessu máli er hins vegar sá, að ég var í fang- elsi nazista í 18 mánuði, þar af sat ég í eins manns kléfa í eitt ár og tvær vikur í hegningaskyni fyrir starf mitt í þágu eistneska lýðveldisins og líka vegna þess, að, ég neitaði að ganga í þýzku leyniþj ónustuna. 2) Ég var í eistneska lands- liðinu í knattspyrnu frá 1934—• 1940. Um skeið var ég einnig lífvörður forseta Eistlands, Kon- stantíns Pats, eða frá 1934—35. Síðan var ég skipaður aðstoðar- maður annarrar Tallin-Harju pre fektúrunnar og eru þær upplýs- ingar réttar í Þjóðviljanum. Þjóð viljinn segir, að þar hafi ég stund að „mannaveiðar". Ef kommún- istar halda því fram, að barátta fyrir frelsi síns föðurlands séu mannaveiðar þá er það rétt. Starf mitt var meðal annars fólg ið í því að koma upp um út- sendara og njósnara nazista og kommúnista, frá Þýzkalandi og Rússlandi. Eins og kunnugt er var föður- land mitt um þessar mundir lítið peð á taflborði þessara tveggja stórvelda, sem hvort um sig kepptist um að senda njósnara og agenta inn í landið til að und- irbúa innrás og síðar valdarán í samvinnu við eistneska land- ráðamenn. Þetta starf mitt vann ég fyrir síðustu lýðræðisstjórn Eistlands og reyndi hún allt það, sem í hennar valdi stóð, til þess að bjarga landinu undan ofbeld- isöflunum. Þó að margir rúss- neskir njósnarar hafi verið hand teknir á þessum árum í Tallin- Harju, bar starf okkar í þágu lýðræðislegrar stjórnar og föður- landsástar því miður ekki þann árangur, sem við vonuðumst til á þeim árum og ætti bað að verða nokkur lexía fyrir alian þann fjölda íslendinga, sem af einhverjum ástæðum finnst ó- þarfi að standa á verði gegn föðurlandssvikurum. — Að ég hafi á einhvern hátt staðið fyrir morðum og afbrotum, er svo níð- ingsleg ásökun á hendur mér, konu minni og börnum, að ekk- ert orð er til á neinni tungu tii að svara því. 3) í níðgrein Þjóðviljans er m. a. komizt svo að orði: „í Kanada býr Aksle Luitsalu, nú varaformaður „Baltneska bandalagsins" en áður lögreglu- kommis|ar í Tartu og einn af þeim, sem skipulögðu fjöldamorð in þar. Aleksandr Laak, sem hafði keypt sér villu í Toronto fyrir gull, sem rifið var úr tönn- um tékkneskra gyðinga, — Aleks andr Laak hengdi sig, þegar heimsblöðin tóku að rifja upp blóðugan feril hans“. Ég hef aldrei heyrt þessara manna getið, en trúí því vel að stanzlaus áróður kommúnista, svívirðingar og rakalaus ósann- indi hafi leitt til dauða. Árásirn- ar á hendur mér nú og áður hafa einmitt verið gerðar í þeim til- gangi að ég færi að dæmi Laaks þessa. Það má meðal annars sjá af niðurlagi Þjóðviljagreinar- innar, þar sem segir: „Veit starfsfólkið í „Föt“, að meðal þess er maður sem hefur líf hundraða saklausra manna á samvizkunni?" Og ennfremur segir í niður- laginu: „í höfuðborg íslandg, Reykja- vík, í húsinu númer 15 við Boga- hlíð, býr maður sem borgarbúar þekkja undir nafninu Eðvald Hinriksson". Þessar lævíslegu ábendingar voru til þess gerðar að vinir mínir, kunningjar og samverka- fólk snúi við mér bakinu, kona mín getur ekkj farið út í mjólk- urbúð og keypt mjólk fyrir börn in, án þess að verða fyrir að- kasti, og börnin útilokuð fná samneyti við önnur börn, bæði í skóla og annarsstaðar. Sem bet- ur fer ríkir enn lýðræði á ís- landi og því get ég nú iromið þeim boðum til íslenzkra komm- únista og yfirmanna þeirra í öðr um löndum, að ég hef sterkar taugar og hef ekki í hyggju að hengja mig, því samvizka mín er hrein. 4) Þjóðviljinn segir að ég hafi verið sæmdur Arnarkross- inum, einu æðsta heiðursmerki Eistlands, fyrir samvinnu við Þjóðverja. Eins og annað í þess- ari grein á sú ásökun ekki við rök að styðjast. Þann 8. desem- ber 1935 gerðu nazistar tilraun til byltingar í Eistlandi. Uppreisnin var undirbúin á leynifundi naz- ista í Tallin og komumst við á snoðir um þennan fund. Hann sátu ýmsir af foringjum nazista í Eistlandi. Við handtókum alla þessa menn og voru þeir síðar dæmdir í 20 ára fangelsi. Og fyr- ir þetta sæmdi Pats, forseti lýð- veldisins, mig þessu heiðurs- merki. Mér þykir vænna um það en flest annað sem ég hef eign- azt, vænna um það vegna þess að það eru laun okkar ástsæla forseta fyrir starf mitt í þágu hins frjálsa Eistlands. Þetta er m.a. skýringin á því, hvers vegna Þjóðverjar tóku mig fastan, eft- ir að þeir hernámu landið. 5) Rússar sendu her inn í Eist- land í október 1939 undir þvi yfirskyni að verið væri að koma í veg fyrir að nazistar gætu her- numið landið. Rússar sögðust ekki mundu skipta sér af innan- ríkismálum okkar. En 8 mánuð- um síðar steypti rússneska inn- rásarliðið stjórn dr. Uluots for- sætisráðherra af stóli og setti sína menn í valdastóla ósköp hlið stætt því sem Rússar gerðu í Ung verjalands haustið 1956. En er þetta gerðist í Eistlandi, var ég að störfum í aðalstöðvum Tallin- Harju prefektúrunnar. Strax fyrsta daginn var ég handtekinn ásamt starfsfélögum mínum og við vorum fluttir í fangabúðir. Sem nokkurn lærdóm fyrir ís- lenzka vini mína og landa (ég fékk íslenzkan ríkisborgararétt 1955) má geta þess, að Rússar gerðu þessa byltingu í Eistlandi með aðstoð eistneskra vina sinna, sem höfðu ýmist starfað í „menn- ingarfélögum", Sovétvinafélög- um eða njósnahringum. Eftir valdaránið hrópuðu komm únistar af ákefð að það hefði ver ið eistneska þjóðin sjálf, sem byltinguna gerði. Og til þess að slá ryki í augu erlendra sendi- manna og annarra útlendinga í Tallin — svo og vegná þess að öll fangelsi voru þegar orðin full, vorum við samstarfsmennirnir sendir aftur til höfuðstöðvanna, eins og ekkert hefði í skorizt. En nú vorum við í stofufangelsi og undir ströngum, rússneskum her- verði. Ég gerði mér strax grein fyrir því, hver hætta var á ferðum og var ákveðinn í því að reyna all- ar undankomuleiðir. Mér tókst að komast yfir 200 gr. af salti. Ég leysti það upp í vatni og svolgr- aði það í mig. Áhrifin voru skjót, því ég fékk kvalir í magann, ég Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.