Morgunblaðið - 15.03.1961, Side 14

Morgunblaðið - 15.03.1961, Side 14
14 MORCVNBLÁÐIÐ Miðvikudagur 15. marz 1961 Nýr rauðmagi á morgun? HANN Björn Guðjónsson var að steina rauðmaganetin sín í gæi er við renndum vestur á Ægissíðu. Ef veður lofar í dag búast þeir hrognkelsakarlarn- ir við að leggja fyrstu lögn- ina á þessu vori. Rauðmagaveiðarnar byrja venjulega um miðjan marz en í fyrra lögðu þeir í fyrsta sinn 7 mánaðarins. — Það hefir verið stanzlaus hafátt síðan þeir sömdu í Vest mannaeyjum, sagði Björn og glotti við. — Brimið er enn svo mikið að ég veit ekki hvemig gengur að leggja á morgun, en við ætlum að reyna það ef veður verður gott. — Það verður þá hægt að fá nýjan rauðmaga hjá ykkur á fimmtudaginn? spyrjum við. — Það skulum við vona. Annars veit maður þetta aldrei. — Hvað Ieggið þið nú venju lega mörg net í róðri? — Þetta um 30 net. Annars er það svo misjafnt. Fer mik- ið eftir veðri. — Er fólk ekki farið að langa í nýjan rauðmaga? — Jú, blessaður vertu. Sím inn stoppar ekki hjá mér þessa dagana. Það er auglýstur nýr rauðmagi og allir halda þá að maður sé byrjaður, enn þetta er allt léttsaltað að norðan, sem menn fá ennþá. Við skulum vona að rauð- magakörlunum gangi vel að leggja í dag þá fáum við glæ- nýjan rauðmaga á morgun. Myndina tók ljósm. Mbl.: Ól. K. M. Norrœn ráðsfefna í amerískum frœðum FYRIR rúmum tveimur árum var stofnaður í Uppsölum félagsskap- ur, er hlaut nafnið Nordic Associ- ation for American Studies. Stofnendur voru háskólakennar- ár frá Norðurlöndunum fimm. Svo sem nafn félagsins ber með sér, er tilgangur þess að auka og efla amerísk fræði á Norður- löndum og stuðla að gagnkvæm- um kynnum þeirra. sem að þeim efnum vinna, bæði einstaklinga og stofnana. Svipuð félög hafa verið stofnuð víðar í Evrópu, í Þýzkalandi, Bretlandi og á ftalíu, og hafa þau siðan samvinnu sín á milli í European Association for American Studies, er stofnað var 1954 í Salzburg. Tilgangi sínum hyggst félagið ná á svipaðan hátt og systur- félög þess, þ. e. einkum með því að efla þau bókasöfn, sem til eru á Norðurlöndum, í amerískum fræðum, og með gagnkvæmum upplýsingum milli landanna um bókakost í amerískum fræðum og útgáfu samnorrænna bóka- skráa og upplýsingarita í þeirri grein; í öðru lagi með gagn- kvæmum upplýsingum um rann- sóknarverkefni í amerískum fræðum, sem unnið er að á Norð- urlöndum, samræmingu þeirra og með útvgun námsstyrkja til slíkra verkefna; og í þriðja lagi með því að halda öðru hvérju fundi eSa fræðirláðstefnur um amerísk fræði með þátttöku frá Norðurlöndunum öllum. Formaður félagsins er dr. Lars Áhnebrink, dósent í ensku við Uppsalaháskóla, en af íslands hálfu á sæti í stjórninni próf. Hreinn Benediktsson. Félagið hefur í starfi sínu notið ómet- anlegs stuðnings og fyrirgreiðslu Upplýsingaþjónustu Bandaríkj- j anna á Norðurlöndum og ýmissa annarra aðilja. Á sumri komanda mun félagið gangast fyrir samnorrænni ráð- stefnu um amerísk fræði, í Sigtuna x Svíþjóð hinn 1.—6. ág. Aðalefni ráðstefnunnar verður „Ameríka og Norðurlönd", og verða fyrirlestrar og umræður um ýmis efni, er snerta menn- ingarsamband Norðurlanda og Vesturheims. Meðal fyrirlesara verða prófessorarnir Sigmund Skard frá Noregi, Tauno Mu- stanoja frá Finnlandi, Gustav Ahlbeck frá Danmörku og Her- bert Tingsten frá Svíþjóð. Þátt- takendur verða háskóla- og menntaskólakennarar í ensku, sagnfræði, lögfræði, félagsfræði, og fleiri greinum hugvísinda, háskólakandídatar i sömu grein- um, svo og aðrir áhugamenn um þessi mál, t. d. blaðamenn o. fl. Af íslands hálfu er þess vænzt, að nokkrir þátttakendur geti sótt ráðstefnuna, og verða fyrir hendi nokkrir ferðastyrkir í því skyni. Þeir sem kynnu að hafa hug á að taka þátt í þessari ráðstefnu, snúi sér til próf. Hreins Bene- diktssonar, Aragötu sími 10361, er gefur allar nánari upp- lýsingar. Gísli J. Johnsen heiðraður í TILEFNI af áttræðisafmæli Gísla J. Johnsen, stórkaupmanns þ. 10. þ.m. ákvað stjórn Félags ísl. stórkaupmanna að gera hann að heiðursfélaga sínum, fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Áður hefir félagið útnefnt sem heiðursfélaga stórkaupmennina: Arent Claessen, Ólaf Johnson, Garðar Gíslason, Hallgrím Bene- diktsson, Carl Olsen og Eggert Kristjánsson, sem allir hafa unn- ið félaginu mikið gagn frá stofn- un þess 1928. Unglinga vantar til oð bera út blaðið við Fossvogsblett Lindargötu JllortttstiÞIafrife — Kommúnistar Framh. af bls. 13 svitnaði mikið og bar önnur ein kenni sjúkdóms. Því næst var ég fluttur í sjúkrahús bæjarins, vegna þess að fangelsissjúkra- húsið var fullt. Ég sagði einum af laSknum sjúkrahússins (ég nefni ekki nafn hans, því hann gæti verið enn á lífi) hvað am- aði að mér og gaf hann mér þá stólpípu og gerði aðrar viðeig- andi ráðstafanir. Sagði hann mér svo að flýja. Ég komst til skóg- ar. Hér er að finna ástæðu þess, að ég er nú einn lifandi af 250 kollegum mínum, sem Rússar myrtu ásamt fjölda annarra Eist- lendinga. — Ásamt félögum mín- um skipulagði ég andspyrnuhreyf ingu gegn kommúnistum og get vel skilið, að sú starfsemi sé ekki eftir höfði Þjóðviljamanna né starfsmanna rússneska sendiráðs ins hér. Ég tek það því ekki eins nærri mér og þeir ætlast til, þegar þeir nú hundelta mig og reyna að eyðileggja líf mitt. Og þeir þurftu 20 ár til að safna öllu þessu „púðri“. 6) Ég er einn þeirra fáu Eist- lendinga sem kynntust náið hin- um ógeðslegu vinnubrögðum kommúnista við valdaránið í Eist landi, og enn eru á lífi. Og í starfi mínu kynntist ég því, hvernig Rússar fara að því að sölsa und- ir sig smáþjóðir, með aðstoð inn lendra kommúnista og hættulegs njósnakerfis. Þessa vitneskju óttast kommúnistar. Hún er kannski undirróti níðherferðar á hendur mér og fjölskyldu minni: „öðru hvoru birti hann grein- ar gegn hinu sovézka Eistlandi í hægri blöðum staðarins. (þ. e. Reykjavík) Þarna lá hundurinn grafinn. Og Þjóðviljinn segir, að hend- ur mínar séu „blóði ataðar“. Ég þekki íslendinga nógu vel til þess að vita, að kommúnistum mun ekki haldast uppi að flytja blóðið af sínum höndum yfir á mínar. 7) f níðgreininni segir Þjóðvilj- inn, að í réttarhöldum í Svíþjóð hafi mér verið bjargað með fölsk- um vitnisburði. „Samt var Mik- son sviftur landvistarleyfi í Sví- þjóð“, segir Þjóðviljinn. Sannleik urinn er sá, að þegar Rússar her námu Eistland öðru sinni og komu til Tallin 28. september 1944, eða rúmum þremur mán- uðum eftir að Eistland fékk sjálf stæði, tókst mér fyrir einskæra heppni að flýja ásamt 8 eistnesk- um frelsisvinum — til Svíþjóð- ar, í litlum mótorbát. f Svíþjóð reyndu kommúnistar að klekkja á mér með svipuðum aðferðum og Þjóðviljinn nú.. í réttarhöld- um voru 30 Eistlendingar leiddir fram sem vitni og báru 27 þeirra vitni um það, að ég væri saklaus af áburði kommúnista en 3 sögð- ust hafa heyrt talað um að ég væri sekur, en vissu þó ekkerfc sjálfir. Ég var sýknaður af ákær- um kommúnista og það eru hin herfilegustu ósannindi að ég hafi verið sviptur landvistarleyfi í Svíþjóð. 8) f níðgreininni segir svo á einum stað: „Að lokum leystu fasistar hinn dygga þjón sinn Mikson úr haldi“. (Leturbreyt. Mbl.) Þessi setning sýnir svo ekki þarf um að villast mótsetningarn- ar í árásum kommúnista á mig. Um leið og ég þakka Morgun- blaðinu birtingu þessarar yfirlýs- ingar, vil ég benda sérstaklega á þessa setningu, því hún sýnir, svo ekki verður um að villast, hvernig kommúnistar standa að vígi í málinu. Árás þeirra nú á að gera mig tortryggilegan og koma í veg fyrir að fólk leggi trúnað á orð mín. Þess vegna minnast þeir óvart á blaðagrein- ar mínar um ástandið í Eistlandi. Ég hef skrifað þær eins og þetta greinarkorn, sem nú birtist, í því skyni að leggja mitt litla lóð á þá vogarskál, sem ein getur kom- ið í veg fyrir, að konu minnar og barna bíði það böl og sú ó- endanlega ógæfa, sem kommún- isminn hefur fært föðurlandi mínu, Eistlandi. Þjóðviljinn gengur svo langt að hafa það eftir yfirboðurum sínum í Moskvu og Tallin, að ég búi að Bogahlíð 15. Þetta sýnir að njósnakerfi kommúnista er í góðu lagi. En til frekari upplýs- ingar vil ég segja þeim, áð ég er nú fluttur og lýk við þetta grein- arkorn að heimili mínu Freyjugötu 28 Reykjavík. Virðingarfyllst, Eðvald Hinriksson Þessa myndi lánaði Eðvald Hinriksson Morgunblaðinu. Hún var tekin í fangabúðum í Tartu og sýnir viðskilnað Rússa þar. Myrtu þeir þar árið 1941 204 lögreglu- og menntamenn. Eðvald var einn þeirra sem kom að og sá þessa hryUilegu sjón, skömmu eftir að Rússar hurfu á brott.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.