Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 15. marz 1961 MORGVTSBL ÁÐIÐ 15 Málurinn SCHWABING lítur við fyrstu sýn alls ekki öðruvísi út en aðrir borgarhlutar Múnchenar- foorgar: Nokkrar breiðar götur með trjágöngum og á milli þeirra óteljandi og alla vega minni stræti, sund og krókastíg' ar. Þó segir Múnchenarbúinn: Schwabing er ekki bæjarhluti, iheldur ástand. Þeir, sem kynnzt hafa andanum í Schwabing, skilja, hvað átt er við. Schwbing er nefnilega listamannahverfi borgarinnar. Háskólinn og lista- akademían eru þess höfuðvígi. Auk þeirra morar þar allt í kaffi húsum, knæpum og bjórstofum, ,þar sem stúdentar og listamenn úr öllum heimshornum, heim- spekingar, leikarar, málarar og aðrir skeggvaldar í lopapeysum og sandölum randa um og ræða heimsins djúpstæðustu vandamál frá afstæðiskenning. unni til hentugustu aðferða við að sjóða gúllassúpu. Á þeim verstu bregður jafnvel einhver dolkj í hita samræðnanna og rekur í kvið sessunautsins, — en það á sér sem sagt aðeins stað á þeim allraverstu. Auk þess eru náttúrlega í Schwabing lista klúbbar, þar sem ræddar eru (og, ef bezt lætur, búnar til) hinar aðskiljanlegustu lista- , Bólis Krim: Sjálfsmynd stefnur, stúdentabræðrafélög, — þar sem menn skylmast til þess að bjarga heiðrinum og ættland inu, og „atelier“-svöll, þar sem ■—, tja, nóg um það. Á þessar samkundur kemst hvort sem er enginn, sém ekki er rótgróinn í einhverri klíkunni. Sem sagt, „ástand". Aðalgatan í Schwabing er Leopoldstræti, breið og falleg gata með kaffihús hlið við hlið, þar sem gestir sitja úti á miðj- um gangstéttum yfir mokkasop- anum, þegar sumar er og hlýtt í veðri. Við Leopoldstræti er og íslenzka ræðismannaskrifstofan og, síðast en ekki sízt, eins og eðlilegt er, nokkrir sýningar skálar þar sem ungir snillingar eýna afkvæmi þeirrar andagift- ar, sem Schwabing-„ástandið“ hefur blásið þeim í nasir á mörgum vökunóttum og lista- mannamótum. Einn þessara skála skartaði samt ekki skraut- legu hérna á ofanverðum þorr- anum þótt senn væri Fasching í fullum gangi og Schwabing léti ekki sitt eftir liggja að kveðja kjötátið samvizkusamlega. Gall- erie Malura tjaldaði svörtu Svartir borðar voru við inn- ganginn, svartir borðar hengu upp um alla veggi í sýningar- tölunum og á miðju gólfi stóð sprungin súla með krukku á og stórum blómsveig við stallinn. í þessari krukku voru jarðnésk- ar leifar ungs listamanns, sem hafði skilið við í blóma lífsins, en látið þó eftir sig fylli ýmiss konar listaverka, málverka, höggmynda o. fl. Þessum manni hélt nú Gallerie Malura minn- ingarsýningu, eða öllu heldur listamannahópur einn, Radama að nafni, sem hafði leigt skál- ann. Mörgum stórmennum hafði verið boðií á opnunina með boðsbréfi sem innsiglað var með svörtum s*rgarborða. Þar hélt einn úr hópnum Radama, maður með rautt skegg, harmþrungna og magnaða minningarræðu um Bólus Krim, hinn látna snilling, „hinn hrakta, eldlogann, sem girtur var í þekkingu, örvænt- ingu og alls ekki neitt“. Um hið dapurlega líf og hin dapurlegu örlög Bólusar var annars þetta að segja: Hann var fæddur í Wadnitzscha við Krakau. Faðir hans var orgelsmiður og líf Ból- usar „átti alla ævina mikið skylt með hinum reikulu tónum 0.0^0\0\00M00'0<00000 sem grunaði nálægð dauðans Radama, skapararnir orgelsins". Sjö ára gamall missti Bólus föður sinn og árið 1941 móðurina, sem lézt í gasklefum Nazista. Síðan flakkaði hann um álfuna og rétt hafði ofan í sig með því að mála og þvo upp á veitingastöðum. Svo dó hann, að eins 31 árs gamall, en verk haiie eru ódauðleg og eru nú birt hér sem vottur um hina miklu hæfileika og gáfur Krims. Þegar ræðunni var lokið voru allir við- staddir mjög snortnir, von báð- ar einnig gagnteknir af verkum Bólusar og hörmuðu, að slikt efni skyldi deyja svo ungt. í stærsta blaði Suður-Þýzkalands, Súddeutsche Zeitung, birtist stuttur en afar vinsamlegur dóm ur um sýninguna. Þar stóð m. a.: „Myndir og höggverk þessa ein- læga og ástríðufulla (Stúrmers und Drangers) listamanns eru þrungin ofsa og hrærast í ein_ hvers konar abströktum express- ionisma. Margt er unnið af á- kafri elju, það var eins og hann eirði ekki né gæfi sér tíma, þar eð hann hefði hugboð um, að dauðinn væri á næstu grösum.“ Það var ekki fyrr en rúmri viku eftir opnunina, að í ljós kom, að öll sýningin væri tómt grín, ekkí fótur fyrir neinu og Bólus Krim hefði aldrei verið til frekar en Grámann í Garðs- horni. Menn ráku upp stór augu, setti dreyrrauðan af vandlætingu (eða skömm!), og aðrir sögðu: Þetta vissi .ég alltaf Það var ekki snefill af list í þessu hjá manninum. — Þó sveið kynlega undan þessum skelli. Svo marg- ir höfðu verið dregnir á asna- eyrunum af hópnum Radama, þeim rauðskeggjaða, öðrum skeggvaldi og einum kvenmanni. Listfræðingur sá, sem upp kom um svindlið í sjónvarpsviðtæki, Súsanna Carwin, spurði þau: „Bólus Krim er þá aðeins hug- arburður?" Svaraði þá rauð- skeggur: „Hugarburður? Eigum við ekki heldur að kalla það hugmynd." Og öll borgin skemmti sér vel yfir svo góðri hugmynd og þótti hún krydda Faschingslífið til mu»a. Hver svo sem aðaltilgangur Radama-hópsins með sköpun Ból usar hefur verið, skal láta ósagt. Hvort sem hún hefur verið að auðga Faschingskætina, að koma sjálfum sér og verkum sínum, sem þá eru geigvænlega léleg, á framfæri í grímubúningi Bólus- ar eða hreinlega að leika á list- dómara og aðra listasnobba, þá er hitt jafnvíst, að hinn skamm- vinni lífsneisti Bólusar hefur enh lýst um það hárþunna bil á milli strákapara nokkurra óra- belgja og ýmiss konar báuks, sem nú er í hávegum haft og nú er í hávegum haft og kallað list. Hann hefur minnt á nokkur liðin slkyldmenni sín, eins og t. d. apann í Ameríku, sem heill- aði flesta meðlimi hins mæta „high- society“ með málverkum sínum, eða manninn í Kanada, sem skundaði að gamni sínu á næstu sorphauga tindi saman víra, niðursuðudósir, glerbrot og aðra muni slíkra staða, hlóð öllu á bretti, sprautaði tjöru yfir, kallaði „Sorp“ og hlaut 1. verðlaun í listasamkeppni fyrir verkið. Eða þá á skrifstofumenn ina í Sidney sem söfnuðu saman af handahófi setningum úr saur- eyðingarskýrslu heilbrigðisnefnd ar staðarins, nefndu kvæði og birtu og fengu sérstakt lof allra listdómara, eða l»ks málarann i New York, sem tæmdi nokkrar litatúbur á plötu, tók son sinn, þriggja ára gamlan, r l lét setj- ast beran á sullið, stimplaði síð- an hans óæðri enda á strigann og hreif hefðarfrúr heimsborg- arinnar með élýsanlegu blæ- brigðum verks síns. Bólus Krim er aðeins einn sproti þessarar fjölskyldu. Og þótt margir list' anna postular bíti hetjulega á jaxlinn og taki sömu afstöðu til ýmissa leirsmíða og sá mikli mann forðum, sem sagði um jörðina okkar, að hún snerist samt, þá geta þó sumir aðrir ekki lengur stillt sig um að taka góðlátlega í lurginn á þeim og stinga á kýlinu. Þannig var og mikið um „Affáre Bolus Krim“ skrafað og skrifað, og eitt blað- anna átti jafnvel langt viðtal við hann með pomp og pragt, þar sem hann skýrir að nokkru eðli sinnar stuttu tilveru og hennar dýpri merking. Þar seg- ir m. a.: „Fólk trúði lífi mínu, fólk trúði dauða mínum og nú mun það einnig trúa því, sem ég hef að segja — því að raunar er ekkert til, sem ekki er hægt að telja fólki trú um.“ Spurning: „Getið þér, herra Krim, sagt okkur í fáum orðum frá kjarna listskoðana yðar?“ „Já! Kunnátta er tóm tjara — látalætin eru allt, í þessum orð- um liggur leyndarmál frama míns.“ .... „Réglulegur uppreisnar- andi verður að vera eins og úf- inn varðhundur: Hann verður að gelta og dingla skottinu um Framh. af bls. 11. Skömm eru skilin... MEÐFYLGJANDI myndir flugfélaginu hrapaði til jarð- dauði — endir alls. Eða hvað þurfa engrar skýringar við menn muna enn of vel hið hörmulega slys er varð í Belgíu fyrir nokkrum vikum, er Boeing þota frá Sabena- ar og sjötíu og þrír fórust. Á annarri myndinni sjáum við bros lífsins — gleði og von sextán ára stúlku — hinsvegar er hinn dapri — er ef til vill eitthvað eft- ir? — ★ Auk þess að vera stolt heillar þjóðar, var hin sextán ára Laurence Owen von og gleði fjölskyldu sinnar — móður sinnar, sem um margra ára skeið var ein fremsta listskautakona Banda ríkjanna, en stóð þó ætíð hálfvegis í skugga Sonju Henie. Nú var dóttir hennar í fararbroddi ungra, banda- rískra listskautamanna og -kvenna og allt útlit fyrir, að svo yrði lengi enn. Förinni var heitið til Prag — til frægðar og frama. En Laurence Owens — og sjötíu og tveir vonglaðir karlar og konur — komust. aldrei lengra en til Brússel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.