Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 15. marz 1961 MORCTJN3LAÐ1Ð 17 65 ára 'i dag Baldvinsson útgerð Ólafsfirði Sigurour armaður Andspænis Ólafsfjarðarkaup- stað, þó nokkuð utar með firð- inum, stendur húsaþyrping, sem í daglegu tali er kölluð „fyrir iutan Kleifar“. Hús þessi eru ibyggð í landi landnámsjarðar- innar Gunnólfsá, sem nú skipt- ist í býlin Ytri-Á og Syðri-Á. {Þarna var um noklkurt iskeið talsverð útgerð og allmargt fólk, en hin síðari ár hefur útgerð þar að mestu lagzt niður og fólki fækkað. í landi Syðri-Áar stend- ur m. a. húsið Ásgerði, og þar toýr Sigurðu Baldvinsson útgerð- armaður, sém verður 65 ára 1 dag, ásamt Ólafi bróður sínum. Þegar ég heimsótti Sigurð og sagði honum að ég væri kominn til að spjalla við hann vegna afmælisins, sagði hann: — Til hvers ertu kominn? Það er ekkert af mér að segja. Ég !hef aldrei afrekað neitt, sem í frásögur er færandi. Ég get að- eins tekið undir með skáldinu sem sagði: — Ég hef staðið þar sem þjóð- in, þúsund mönnum hafði of fátt. Þ. e. a. s. ég hef lifað og starf- að í fámennri sveit. — I>ú ert fæddur og uppalinn hér á Kleifum? — Já, ég er fæddur á Ytri- Gunnólfsá, foreldrar mínir voru þar vinnuhjú. Þau hétu Baldvin Baldvinsson og Guðfinna Björns- dóttir. Faðir minn var ættaður ihéðan úr Ólafsfirði, en þó mun eitthvað af föðurætt minni vera frá Grenivík. Móðir mín var ikomin af Róðhóls-Birni, sem kunnur er úr þjóðsögum. Ann- ars er ég manna ófróðastur i allri ættfræði. Móðir mín var alin upp á Bjarnagili í Fljótum, en fátæktin og umkomuleysið var svo mikið, að hún gat aldrei leyft sér þann munað að heim- sækja æskustöðvarnar eftir að hún komst til fullorðinsára. Ég held að ég hafi verið tveggja ára er faðir minn byggði gamla Árgerði, lítinn torfbæ, sem stóð rétt framan við þetta hús. Sá bær var lélegur, og marga rigningar- nóttina gekk ég um gólf, vegna :þess, að hvergi var afdrep fyrir leka. Fátæktin var ógurleg, slík húsakynni þættu nú ekki hund- um bjóðandi, hvað þá mönnum. í þessum kofa var búið til 1921, þá byggðum við bræðurnir, Ól- afur og ég, lítið timburhús er var rifið 1933, þegar núverandi íbúðarhús var bvggt. Sérstaklega eru mér haustrigningarnar minnisstæðar, þegar ég gat ekki sofið vegna lekans. Fyrstu nýju fötin, sem ég fékk, fyrir utan skó og sokka, voru fermingarfötin. Annars varð fermingardagurinn mér til mik- Illa vonbrigða, þvert á móti því sem hann á að vera. Móðir mín var orðin svo þungfær að hún treystist ekki til að ganga fram ©ð Kviabekk, en um hest var ekki að ræða og bílarnir ekki homnir til sögunnar. Þá bar maður fötin með sér á kirkjustað og hafði þar fataskipti. Móðir mín bað konu, sem hún treysti vel að búa mig á kirkjustað, en SÚ kona gat ekki stillt sig um að gera gys að þessum fötum sem ég var með og fleiru. Vinkonur hennar tóku vel undir þetta, og skeyttu engu þó ég hlustaði á. Ég fór frá fermingarathöfninni þeizkur í lund, bæði af þessari eg öðrum ástæðum, og sú beizkja sat í mér langt fram eftir ievinni. — Þú hefur auðvitað, eins og aðrir unglingar þess tíma, vanizt ellri algengri vinnu frá* barns- 4rum? — Ja, það var nú bara það, eð það var ekkert fyrir okkur að gera, jafnvel minna en fyrir wnglinga núna. Móðir mín tók ©ft saltfisk til verkunar af Pálij Bergssyni, en ég var latur við að hjálpa henni, vildi heldur snara skeglur og veiða marhnúta á klöppunum hér fyrir neðan. En einu sinni var mér nærri orðði hált á því. Ég fór eitt sinn snemma morguns niður á klöpp- ina að gá að marhnút en sá þá feykifallegan silung synda þar. Veiðihugurinn bar mig ofurliði, og áður en ég vissi af lá ég í sjónum. Ég veit ekki hvernig ég svamlaði í land, en ég kom til sjálfs mín í fjörunni innan við klöppina. Ég var á tréskóm og þá rak upp á Ósbrekkusand. — En hvernær hættir þú svo marhnútaveiðum og fórst að eiga við þann gula? — Ég fór að róa á árabátum innan við fermingu, lengst af héðan frá Kleifum. Sautján ára gamall varð ég háseti á vélbát hjá Guðmundi Ólafssyni. Þá voru nú ekki línuspil og fisk- urinn ekkj veiddur nema á djúpu vatni, og þá þýddi yfirleitt ekki að draga línuna nem;a með tvenn- um vettlingum. Árið 1917 fór ég að heiman, alfarinn að ég hélt, fór til Siglufjarðar og hafði loforð fyrir skipsrúmi á togara ym haustið. Þá voru yfirleitt engir möguleikar fyrir unga menn, sem vildu hafa sig áfram, aðrir en að fara til sjós. — Hvernig fór það? — í ágúst um sumarið var ég fluttur fárveikur til Akureyrar, með meinsemd í fæti, sem kölluð er beinbólga. í sjúkrahúsinu var ég 22 mánuði, og það voru margir dagar langir þar. 1919 fór ég aftur til sjós og gekk þá við hækju og staf. Ég fór á vetrarvertíð og hækj- una skildí ég eftir ér voraði, en stafurinn fylgdi mér eftir í mörg ár. Svo árið 1924 réðist ég formaður á bát er hér Göngu- Hrólfur, og Þorleifur Rögnvalds- son og Sæmundur Þorvaldsson áttu, og árið eftir á Björgvin sem verzlunin Hamborg á Akur- eyri átti. Með hann var ég fjögur ár og sá jafnframt um rekstur tveggja báta og fiskverkun hér fyrir Jón E. Sigurðsson, sem þá var framkvæmdastjóri fyrir Hamborg. — En hvenær byrjaðir þú svo á eigin útgerð? — Það var 1928. Þá lét ég byggja m. b. Þorkel mána í félagi við tvo aðra. Ég var formaður á honum til 1936, eða Þar til nokkru áður en hann fórst með allri áhöfn 22. sept. þ. á. Snemma það sumar varð ég veikur og fór til héraðslæknis okkar sem þá var Björn Guð- mundsson .Hann skoðaði mig og sagði að ég væri með brjóst- himnubólgu. Stuttu þar á eftir skánaði mér og fór þá um borð. en varð strax veikur aftur, og er skemmst frá bví að segja, að ég fór þrisvar um borð í bátinn um sumarið, því þegar ég var í landi fannst mér ég vera frískur, en varð veikur um leið og ég kom um borð. En eftir að bátur- inn fórst fainn ég til ein:fkis meins, og það hefur verið meira en lítið skrítin brjósthimnu- bólga, sem batnaði svo fljótt. Síðan hef ég verið landkrabbi. — En þú lagðir samt ekki árar í bát? — Nei, ég hef alltaf haldið áfram útgerð. Fyrst keypti ég Brynjar 1937 og átti hann til 1943. En árið 1942 tók gamla fótar- meinið sig upp aftur, og þegar ég var að hressast eftir mestu veikindin fékk ég þá fregn að Brynjar hefði orðið fyrir áfalli og skipstjórinn og tveir hásetar drukknað. Ekki flýtti það fyrir batanum. f þetta skipti var ég heilt ár frá verkum, ýmist í sjúkrahúsi eða heimahúsum. Þegar ég komst til verka á ný keypti ég m/b Njál af Óskari Halldórssyni, og lét endurbyggja hann. Árið 1948 stofnaði ég Sam- eignarfélagið Stíganda með An- toni Benjamínssvni og Jóni Guðjónssyni, og sá félagsskapur er enn við lýði. — Og hvernig er starfsemi fyrirtækisins nú háttað? -— Bátarnir eru nú tveir, Stxg- andi, byggður 1948, og Gunnólf- ur, byggður 1956. Við byggðum fiskverkunarstöð 1959, og sildar- söltun höfum við rekið sjálfstætt £ tvö ár. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins hef ég verið frá upphafi. Og á s. £• hausti gerðist ég þátttakandi í hlutafélagi á- samt Magnúsi Gamalíelssyni og Sigvalda Þorleifssyni, vegna kaupa á v. s. Ólafi bekk. ■— Hvaða menntunar hefur þú notið um dagana? — Engrar. Ég lærði að lesa á Andrarímur og bibliuna. Rúma 4 mánuði var ég í barnaskóla, og varð svo að fara heim. Árið eft- ir að ég var fermdur sótti ég um að fá að sitja í elzta bekk barnaskólans sem aukanemandi, en því var synjað. Það sárnaði mér mikið, því mig langaði til að læra. Svo tók ég árið 1924 hið minna skipstjórapróf, og þetta er öll sú menntun, sem ég hef fengið fyrir utan það sem lífið hefur lagt mér upp í hend- urnar. Og lífsreynslan er alltaf berzta menntunin. — Þú hefur talsvert komið nærri opinberum málum? — Já, ég sat tólf ár í hrepps- nefnd og síðar bæjarstjórn og hef einnig átt sæti í ýmsum nefndum. Þá var ég í 10 ár framkvæmdastjóri Hraðfrysti- húss Ólafsfjarðar h. f. og á því tímabili stóð ég fyrir byggingu beinamjölsverksmiðju og endur- byggingu hraðfrystihússins. Nú hef ég dregið mig út úr öllu, nema hvað ég er í stjórn Spari- sjóðs Ólafsfjarðar. — Varstu ekki fulltrúi Siálf- stæðismanna í hreppsnefnd og bæjarstjórn? — Jú, það var ég, og það er dálítið skrítið að það er eigin- lega Jónasi Þorbergssyni að kenna eða þakka að ég varð Sjálfstæðismaður svo snemma sem raun var á. — Og hvernig stendur á því? — Það vildi nú þannig til að þegar ég fór að líta í kringum mig í pólitíkinni bá byrjaði ég á því að kaupa vikublaðið Dag. Ritstjóri þess var þá Jónas Þor- bergsson. Einmitt um það leyti háðu þeir ritdeilu Jónas og Björn T.índal, sem skrifaði 1 fslending. Ég las allar greinar Jónasar Þ., en sá ekki ritsmíðar Björns Líndals. Þegar þessari ritdeilu var lokið hugsaði ég sem svo: Fyrst að svona vel ritfær mað- ur, eins og Jónas Þorbergsson, Iskrifar svo illkvittnislega um andstæðing sinn, þá hlýtur hann að hafa rangan málstað. Stuttu þa rá eftir sagði ég Degi upp, og þegar ég fór að gefa mig að stjórnmálum fyrir alvöru þá gekk ég ekki í lið með Fram- sóknarmönnum. — Hefur þú svo eitthvað meir að segja í þessu stutta samtali okkar, Sigurður? -— Það er litlu við að bæta, nema þessu að mér þykir vænt um sveitiha mína. Og ég þykist hafa sýnt það með því að lifa lífj mínu hér. Því ég geng þess ekki dulinn að mér hefði veitzt margt léttara hefði ég verið búsettur annarsstaðar. Mér hef- ur aldrei geðjast að þeim mönn*. um, sem hafa þótzt vera yfir- fullir af átthagaást, en hafa þó ekki elskað sveitina sína nógu mikið til að fórna henni lífi sínu og starfskröftum. * * * Sigurður Baldvinsson er maður sem ekki hefur „'átið baslið smækka sig“. Hann hefur brotizt úr sárri fátækt bernskunnar til velmegunar. Hann er maður viljafastur og hreinskilinn, og nýtur trausts og virðingar sem ábyggilegur í viðskiptum. Hann er höfðingi heim að sækja og hrókur alls fagnaðar, og kastar þá oft fram léttri stöku í vina- hópi. Þó oft hafi á móti blásið, hefur hann ekki gefizt upp, held- ur barizt við örðugleikana og haldið velli og vel það. Sigurður er tvikvæntur. Fyrri konu sína, Önnu Sigvaldadóttur, missti hann eftir skamma sam- búð. Síðari kona hans er Krist- laug Kristjánsdóttir. Eiga þau tvær dætur, sem báðar eru gift- ar og búsettar hér í Ólafsfirði. Þau hjónin eiga sér myndar- heimili í Árgerði og þangað veit ég að margar hlýjar kveðjur berast í dag. — R. M. Margrét Ásmunds- dóttir 80 ára í dag TÍMINN líður, og vér -erum á flugi. Þessi orð komu mér í hug, er ég nýlega frétti, að frú Mar- grét Ásmundsdóttir, ekkja Bene- dikts Björnssonar skólastjóra 1 Húsavík yrði áttræð 15. þ.m. Hugur minn hvarflaði til baka til æskuáranna, þegar ég sem lítill drengur var að alast upp norður í Kelduhverfi og ég minnt ist hinnar glæsilegu og lífsglöðu heimasætu, sem þá dvaldist með foreldrum sínum Ásmundi Jóns- syni og Kristbjörgu Arngríms- dóttur að Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi, þar sem þau bjuggu litlu en snotru búi. Margrét ólst upp á heimili for eldra sinna til fullorðins ára og vandist þar öllum þeim störfum, sem þá tíðkuðust við íslenzkan sveitabúskap s.s. að stunda hey- skap í djúpengi langt frá heimil- inu, aðstoða föður sinn við fjár- gæzlu svo að eitthvað sé nefnt, auk venjulegra innanbæjar- starfa. En öll þau störf virtust hinni þróttmiklu og lífsglöðu mey leikur einn, og hún naut þess að láta hendur standa fram úr ermum. Þótt lítið væri um almenna fræðslu á uppvaxtarárum henn- ar, mun hún hafa notið góðs af því, að á næsta bæ við Auðbjarg- arstaði, Lóni, starfaði um þær mundir svo árum skipti einn merkasti alþýðufræðari þeirrar tíðar Guðmundur Hjaltason. Fengu flest ungmenni sveitar- innar meiri eða minni fræðslu hjá honum og bjuggu lengi að. Þá tíðkaðist mjög, að ungar og framtakssamar stúlkur fóru til Akureyrar eða annarra kaup- og námu þar fatasaum. Meðal þeirra var Margrét, og lærði hún fatasaum á Akureyri einn vetur, og kom það henni vel síðar á barnmörgu heimili. Haustið 1906 23. okt. giftist Mar grét Benedilaé Björnss. sem þá var í þann veginn að stofna hinn vinsæla unglingaskóla sinn í Húsavík, en honum veitti hann síðan forstöðu allt fram til ársins 1940, að hann varð að láta af starfi sökum heilsubrests. Það var erfitt en veglegt hlut- verk að vera eiginkona Bene- dikts. Efnahagurinn var löngum í þrengra lagi og hæfði ekki hinni stórbrotnu og viðkvæmu höfðingslund hans. Þótt laun kennara og skólastjóra þyki lítil nú, voru þau ekkert sambærileg við það sem tíðkaðist, þegar Bene dikt hóf skólastörf sín. Hann varð því að vinna hörðum hönd- um, vetur og sumar auk skóla- starfsins og langt fram yfir það, sem heilsa hans leyfði, til að sjá heimilinu farborða. Þá olli það einnig erfðleikum, að sjóndepra háði honum mjög við störf hans frá barnæsku og jókst er á leið ævina, svo að hann varð þrá- sinnis að leita sér lækninga bæði innan lands og utan. Varð þá Margrét ein að sjá um heimilið, sem gerðist stórt og annasamt, er fram liðu stundir Hún reynd- ist manni sínum ástúðleg eigin- kona og með sinni glaðværu og léttu lund tókt henni oft að dreifa áhyggjuskýjunum frá hug arsjón hans. Heimili sínu stýrði hún með atorku og prýði, og þar var jafnan gott að koma, háum sem lágum, öllum var tekið með sömu gestrisninni, en margur átti erindi við Benedikt bæði sem skólastjóra og oddvita Húsavík- urhrepps um margra ára skeið. Fáir mun hafa þekkt heimili þeirra hjóna betur en ég, því hjá þeim dvaldist ég veturinn 1911—12, þá sem nemandi í ungl- ingaskóla Benedikts og aftur síðari hluta vetrar 1918, þá sem kennari. Féll mér prýðilega á heimili þeirra og minnist veru minnar þar jafnan með gleði. Þau hjónin eignuðust 7 mann- vænleg börn. Tvö þeirra, Ragn- heiði og Ásbjörn misstu þau upp komin og urðu þau bæði hvita dauðanum að bráð, en hann herj- aði mjög meðal æskunnar hér í Húsavík í þá daga og var oft stór- höggur. Hin börnin eru: Sólveig fyrr- um skólastýra á Blönduósi, nú gift kona þar. Jóhann Gunnar tannlæknir á Akureyri. Ólafur forstjóri á Akureyri. Sigurður forstjóri í Reykjavík. Guðmund- ur hdl., búsettur í Reykjavík. Sumarið 1941 andaðist Bene- dikt eftir langvarandi vanheilsu. Naut hann í rikum mæli ástúðar og umhyggju konu sinnar til hinztu stundar. Eftir það fluttist Margrét alfar in frá Húsavík til Akureyrar og hélt þar heimili með sonum sín- um Ólafi og Guðmundi um nokk- ur ár. Síðan hefir hún verið hjá börnum sínum til skiptis, en þó mest hjá Sólveigu dóttur sinni á Blönduósi og talið sér þar heimili. Þegar ég nú lít yfir farinn veg, lifir mér jafnan í ljósu minni heimili þeirra hjóna Benedikts og Margrétar, en þar kom ég svo oft, og átti þar alltaf góðu að Framh. á bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.