Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. marz 1961 DÆTURNAR Vll.i BETUR SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN 6 kona, yíirgefin aí manninum, með dótturina í annarri heims- álfu. Janet vissi alveg, hversu auðmýkt cg einmana móðir henn ar yrði, þegar svo vaeri komið. Það var alls ekki víst, að það stafaði af neinni ást, að móðir hennar vildi ekki sleppa takinu af föður hennar, heldur var eins líklegt, að það væri spurningin um sóma hennar, sem þar réði mestu. Hún vildi ekki vekja um- tal fólks. „Margot Wells? Viss- irðu það ekki? Það var hún, sem maðurinn hljóp frá, undir eins ©g dóttirin var gift. . “ Nigel horfði nú á hana móðg- aður og hissa. — En elskan mín góða. hvað um okkur sjálf? Ég hef gert mér ferð hingað um þessa helgi, til þess að biðja föður þinn um hönd þína. Hvað á ég nú að gera? Láta alveg ógert að biðja hann; af því að það muni eyði- leggja allt fyrir mömmu þinni? Það er hlægileg vitleysa. Hvað gæti réttlætt það? Og hvað hef- urðu fyrir þér í þessu? — Það get ég ekki sagt. Finn það sennilega á mér. Og nokkuð, sem Priscilla Greenwood — bezta vinkona mömmu — sagði í morgun, þegar ég var að fara að heiman. Síðan sagði hún hon- um frá samtali þeirra, og svo niðurstöðunni, sem hún sjálf hafði komizt að á leiðinnj í strætisvagninum. — Því meira sem ég hugsa um það, Nigel, því vissarí er ég um, að ég hef á réttu að standa. — Svo að þú ætlar þá að fórna sjálfrj þér — og mér — fyrir hana mömmu þína? .— Nei, Nigel, vitanlega ætla ég það ekki. Það gæti ég aldrei. Við, sem elskumst svo innilega. Nigel svaraði blíðlega: — Elskan mín, þetta er það fyrsta, sem þú hefur sagt af viti, síð- ustu mínúturnar. Við elskumst svo innilega, að við látum ekki neinn eða neitt komast upp á milli okkar. — Ég er bara að stinga upp á, að við förum okkur hægt fyrst um sinn. Gætum við ekki verið bara leynilega trúlofuð næstu vikurnar. — Það yrði þá ekki nema þess ar fáu vikur þangað til ég verð að fara til Washington. Ég heyrði í morgun, að þessi flutn- ingur minn verði fljótar en ég hef hingað til haldið. Hún sá, að hún yrði að láta hann fara einan vestur um haf, og vissi, að hún mundi ekki af- bera það. Hún sagði í örvænt- ingu sinni: • — Það getur verið að mömmu snúist hugur bráðlega. — Hvaða hugsanlega ástæðu hefurðu til að halda það? Hún brosti vandræðalega. -— Líklega enga, aðra en þá, að ég vona, að svo verði. — Og ef henni snýst ekki hugur? — Þá kem ég samt. — Það verða fleiri torfærur á vegi þínum en þér dettur í hug. Tárin komu fram í augu hennar. — Æ, Nigel, við skulum ekki vera að karpa um þetta. Ég hef hlakkað svo óskaplega til dagsins í dag, til þess að sjá þig aftur. Við skulum um fram allt ekki láta neitt spilla fyrir okkur gleðinni. Hann greip um hönd hennar og iðraðist þess samstundis að hafa hryggt hana. — Mig langar heldur ekki til þess. En það er bara — hann hristi höfuðið til hennar — að það hefur verið af þínum völdum .... eða líklega öllu heldur mömmu þinnar. — Ég veit það .... því miður er það ekki nema satt. — En það sem ég er að spyrja sjálfan mig er: Hvað eigum við að gera í málinu? Foreldrar mínir vilja, að ég opinberi trú- lofunina, og ég vil fara með þig tií þeirra á morgun og kynna ykkur. — Já, elskan mín og mig langar líka að hitta þau. En get- um við ekki aðeins beðið og séð hvernig okkur gengur við mömmu og pabba í dag? — Þú vilt þá enn fara með mig til þeirra? — Auðvitað, en það er bara hitt, að ég veit ekki, hvort ég get staðið fast á því, að við opin- Skáldið og berum strax og fáum umtal um, að ég ætli með þér til Washing- ton, móti vilja þeirra. Ef út í það er farið, þá er ég ekki búin að vera heima nema síðan á þriðjudag; þú verður að gefa mér dálítið svigrúm, Nigel elsk- an. í allra versta falli getum við sagt fólkinu þínu, að mamma sé erfið viðureignar, af því að hún telji mig vera of unga. En eftir dálítinn tíma, venst hún tilhugs- uninni og .... — Ef þetta er satt, sem þú segir mér, að hún óttist hjóna- skilnað þá get ég ekki séð, að nokkur frestur geti nokkru breytt um það. — Það kann satt að vera, og ef svo er — ja, þá skulum við bara taka tillit til sjálfra okkar og láta allt annað lönd og leið. En getum við ekki látið þetta eiga sig eins og það er, dálítinn tíma? Gerðu það, Nigel, endur- tók hún. — Og svo skulum við gleyma mömmu, rétt í bili og nota tímann, sem við getum ver- ið saman. Hann brosti til hennar og greip hönd hennar aftur. — Auðvitað skulum við það. Segðu mér nú, hvað fyrir þig hefur komið síðan þú fórst frá París. — Ekkert sérlega spennandi. Mamma bauð einhverju fólki til kvöldverðar eitt kvöldið, og ann að kvöld fórum við öll þrjú í leikhús. — Það hefur þá verið eins konar fjölskyldusamkvæmi? — Jú, svo mátti það heita, en ekki sérlega velheppnað. Hún leit á hann og skuggi færðist yfir andlitið. — Ó, Nigel, þú ert svo hamigjusamur! — Það er ég, en hversvegna datt þér það allt í einu í hug núna. — Vegna þess, sem þú sagðir áðan, að foreldrum þínum kæmi svo vel saman. Þú hefur aug- sýnilega aldrei reynt það, sem ég hef reynt. Að finna þessa eilífu spennu milli pabba og mömmu, sem mér þótti vænzt um af öll- um, þangað til ég hitti þig. Stundum sýnist allt vera í lagi. mamma litla og þá segir kannske annað þeirra — venjulega mamma — eitthvað, og þá verður annaðhvort hnakk- rifrildi, eða þá — sem ennþá verra er — dauðaþögn, sem svo stendur tímunum saman. Ef þá annaðhvort þeirra segir eitt- hvað, er það venjulega ónot. Það er ekki skemmtilegt, bætti hún við og andvarpaði. — Það hlýtur að vera hrein- asta plága. ■— Og það versta er, að þetta er svo tilgangslaust og ástæðu- laust. Hún leit til baka í huganum og fann, að hún gat ekki munað eftir því öðruvísi. í fyrstu hafði hún ekki gert sér þá grein fyrir þessu, sem hún gerði nú, heldur hafði hún þá tekið það eins og einhvern sjálfsagðan hlut, að foreldrar hennar væru þrætu- gjörn. En nú kom það miklu meira við hana en það hafði gert meðan hún var yngri. Eink- um vorkenndi hún móður sinni mjög, og það jafnvel þótt hún, innst inni, stæði frekar föður síns megin. — Ég held það hafi heldur far ið versnandi upp á síðkastið. — Hefurðu hugsað þér ástæð- una vera þá, að annaðhvort þeirra — éða bæði — séu ást- fangin af öðru? — Mér hefur dottið það í hug, en ég held ekki, að ástæðunnar sé þar að leita. Þá væri allt miklu skiljanlegra, ef svo væri. Ég held ekki mamma vildi neinn fremur en pabba. En annað mál er það, að mér hefur stundum dottið í hug, hvort það væri ek.ki meira til þess að vera konan hans en hitt, að henni þyki svo sérlega vænt um hann. Ég veit þetta náttúrlega ekki, en víst er hitt, að hún sýnir honum ekki mikla ást. — Og hvernig er hann við hana? — Frekar kuldalegur og kæru laus. Oftast sæmilega vingjarn- legur á yfirborðinu, en ég finn það bara á mér, að hún fer í taugarnar á honum. — Þetta virðist vera skemmti- legt fjölskyldulíf, verð ég að segja. Hún leit allt í einu á hann með hræðslusvip. — Nigel, heldurðu, að það gæti nokkurntíma orðið svona hjá okkur? — Nei, elskan, það er sem bet ur fer alveg óhugsandi. — Ég hugsa nú, að mamma hafi haldið alveg það sama, að óreyndu máli. •— Hún sýnist nú samt ekki hafa gert mikið til að hindra það. — Nei, víst hefur hún það ekki En hreinskilnislega sagt, þá held ég, að þegar hún hreytir ein- hverjum ónotum í pabba, þá sé það af því að hún geti beinlínis ekki að því gert. Hún hristi sig ofurlítið, rétt eins og hún væri að reyna að losa sig við áhyggj- urnar. —. Jæja, við skulum tala um eitthvað annað. Segðu mér, hefurðu séð Cynthiú síðan ég fór? SilUtvarpiö Miðvikudagur 15. mar* 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar —» 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð* urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Skemmtl legur dagur“ eftir Evi Bögenæsi IV. (Sigurður Gunnarsson kenn* ari) 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: ,,tJr sögu For« syteættarinnar" eftir John Gals* worthy og Muriel Levy; fimmti kafli þriðju bókar: ,,Til leigu“. Þýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Indriði Waage. Leik-» endur: Valur Gíslason, Þorsteinn Ö. Stephensen, Helgi Skúlason. Margrét Guðmundsdóttir, Guð- björg*Þorbjarnardóttir, Jón Aðils, Hildur Kalman, Rúrik Haralds- son, Baldvin Halldórsson og Helga Löve. 20.35 Einsöngur: Enski tenórsöngvarinn Charles Craig syngur óperuaríur# 20.55 Vettvangur raunvísindanna: Örn- ólfur Thorlacius fil. kand. kynnir enn starfsemi fiskideildar At- vinnudeildar háskólans. 21.10 Tónleikar: Nonetto eftir Aarre Merikanto (Finnskir hljóðfæra- leikarar flytja. — Frá Sibeliusar- vikunni 1 Helsinki á liðnu ári). 2130 ,,Saga mín“, æviminningar Pad- erewskys; V. (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (36) 22.20 Hæstaréttarmál (Hákon Guð- mundsson hæstaréttarritari). 22.40 Harmonikuþáttur í umsjá Henrya J. Eylands og Högna JónssonarT i þættinum leikur Grettir Björns son. 23.10 Dagskrárlok. 1) Eg ætla að fara á bókasafnið 2) Þú tekur þá fyrir mig eina bók 3) ... hvernig maður á að fara ©g fá mér einhverja skemmtilega í leiðinni, einhverja kennslubók um að því að slappa af, þegar maður fær bók til þess að slappa svolítið af. það........ - enga hjálp við uppþvottinn. — Hvað er um að vera félagi? j Hunts McClunes. Hann mun( — Bíðið andartak, ég .... | hingað .... og síðan farangur- — Þú veizt það jafn vel og [ veita þér viðunandi refsinguj — Þegiðu og réttu barnið inn! ▼ið.....Við förurn með þig til 1 fyrir að ræna syni hans! Fimmtudagur 16. marz. 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 V'eðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,A frívaktinni": Sjómannaþáttup í umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14,40 „Við, sem heima sitjum“ (Vigdís Finnbogadóttir). 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Píanótónleikar: Ross Pratt leikur. a) Sinfónískar etýður op. 13 Schumann. b) Tvö lög eftir Debussy. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Hungur- vaka; II. (Andrés Björnss), b) Norðlenzkir kórar syngja, c) Erindi: Hákonarstaðabók og Skinnastaðaklerkar; síð ari hluti (Benedikt Gísla- son frá Hofteigi.) A) Vísnaþáttur (Sigurður Jónsson frá Haukagili.) 21.45 íslenzkt n'iál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (37). 22.20 Ur ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 22.40 ,,Fúgulistin“ (Kunst der Fuge eftir Johann Sebastian Bach; þriðji og síðasti hluti (Kamm erhljómsveit óperunnar i Dresden leikur; Werner Egk stjórnar. — Dr. Hallgrímur Helgason skýrir verkið). 23.15 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.