Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 22
# 22 MORGl'WBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. marz 1961 Jóhann Gíslason brýzt í gegn og skorar fyrir Víking. Myndirnar tók Sveinn Þormóðsson. Þeir borðuðu harðfiskinn en leizt iila á hákarlinn — en okkur fannst Tékkarnir beztir sögðu tveir handknattleiksmannanna er komu heim í gær Þ R í R af landsliðsmönnum íslands í handknattleik komu heim í fyrrinótt. Voru það þeir Einar Sigurðsson, Ragn- ar Jónsson og Karl Bene- diktsson. Blaðið náði tali af Einari og Ragnari og frædd- ist af þeim um leiki íslend inga og hinn góða árangur, sem liðið í heild náði í þess- ari för. Þeir töluðu af mik- illi hógværð um þennan góða árangur og voru engu öðru vísi í fasi eða tali en áður en þeir fóru út sem hluti af hinu óreynda liði, er gekk óæft og ókunnugt góð um aðstæðum til leiks við FH-stúlkurnar hafa tryggt sér Islandstitilinn Vikingur vann sætið i 1. deild með mun betur en hafa ekki eins mikla hörku og Skagamennirn- ir og þakka víst sumir sínum sæla fyrir það. — K. P. jafntefli við Skagamenn UM helgina fóru fram nokkr ir leikir íslandsmótsins í handknattleik. Skemmtileg- astur og sá er mesta þýðingu hafði var leikur FH og Vík- ings í meistaraflokki kvenna. FH tryggði sér sigurinn seint í leiknum og þar með hafa stúlkurnar í FH rutt úr vegi síðustu hindruninni á leið- inni til íslandsmeistaratitils- ins. Er þetta í fyrsta sinn sem FH vinnur titilinn í kvennaflokki og er það vel af sér vikið því stúlkurnar eru ungar og lítt reyndar enn. Enn einn sigur Hafn- firðinga í handknattleiks- iþróttinni. Leikur FH og Víkings var daufur framan af, en síðari hálfleikur var allvel leikinn og mjög spennandi á köflum. Fram vann Ármann, 12:4, í ó- jöfnum leik. Framliðið átti bók- Ársþing ÍBR Á R S Þ IN G íþróttabandalags Reykjavíkur hefst í kvöld og verður haldið í Tjarnarcafé. — Þingið sitja um 70 fulltrúar frá 22 aðildarfélögum og 7 sérráð- 'um, auk gesta frá heildarsam- tökunum. Á fundinum leggur bandalagsstjórnin fram árs- skýrslu og reikninga og kosnar verða nefndir, sem starfa milli þingfunda, en síðari fundur þingsins verður 22. marz. staflega allan leikinn. Þær voru góðar í vörn og samspilið ágætt með Ingibjörgu sem bezta; einnig átti markvörður- inn góðan leik. Ármannsliðið er ekki gott og verða þær nú að herða sig ef þær ætla ekki að reka lestina í ár. 2. deild Akranes og Víkingur gerðu jafntefli, 20:20, í æsispennandi leik, en jafnteflið nægði Víking til að spila í fyrstu deild næsta ár. Lið ÍA kom þama mjög á óvart, því Víkingár voru taldir öruggir sigurvegarar. I liði ÍA voru beztir Þórður Jóns, Björg- vin og Þórbergur, einnig áttu Ingvar og Jón Leós góðan leik. I liði Víkings átti Jón Gísla beztan leik, einnig var Rósmund ur mjög góður. Lið ÍA hefur á að skipa mikl um skotmönnum, en það er lít- ið um spil. Víkingarnir spila i Æ-æ-æ! hljóðaði Hanna í Fram þegar Ása í Ármanni greip í síðu hennar og sneri uppá. Landsliðið í körfu- knattleik valið LANDSLIÐ íslands í körfuknatt leik hefur nú verið valið. Það heldur utan síðustu daga þessa mánaðar til keppni við Dani og Finna. Þeir leikir munu fara fram 1.—4. apríl. Liðið er skipað þess- urn mönnum. Frá Ármanni: Birgir Ö. Birgis, Hörður Kristinsson. Frá ÍR: Guð- mundur Þorsteinsson, Þorsteinn Hallgrímsson, Hólmsteinn Síg- urðsson. Frá KFR: Ingi Þorsteins son, Ólafur Thorlacíus, Einar Matthíasson. Frá ÍS: Kristinn Jó- hannsson. Frá ÍKF: Ingi Gunn- arsson. Landsliðsnefnd gekk end anlega frá valinu 8. þ.m. en í nefndinni eiga sæti: Þórir Guð- mundsson, formaður, Helgi Sig- urðsson og Helgi Jóhannsson, sem jafnframt er þjálfari liðsins. reyndustu og bezt þjálfuðu lið heims. • Óreyndir í brögðum sem öðru Þeir skýrðu fyrst svo frá að fsl. liðið hefði ætíð verið eins skipað nema í fyrsta leiknum og leiknum gegn Svíum. í fyrsta leiknum „hvíldu“ Kristján og Erlingur Lúðvíksson. í leiknum við Svía hvíldu Erlingur og Karl Ben. Annars hvíldu Hermann og Erlingur. — Dönsku blöðin voru marg- orð um fantaskap af ykkar hálfu í fyrsta leiknum? — Já. Það brutu báðir og við ekkert meira en þeir. En reynslu leysi okkar í leik kemur ekki síður fram í leikbrotum en öðru. Reyndir menn brjóta á þann hátt að dómarinn getur ekki verið viss. En brot er það samt. Okk- ar brot sýndust meiri en voru ósköp álíka — og leikurinn var ekkert fallegur. — Þeir töluðu illa um Karl Jóhannsson sérstaklega í Poli- tiken. — Hann átti enga sök fram yf- ir aðra, sögðu þeir félagar. Hins vegair þekktu sumíir Dajnanna hann og gerðu sitt til að gera hann vondan. En hnefa hans á lofti kváðust þeir ekki hafa séð og enga atburði muna milli hans og markvarðarins danska. — Theilmann sagði að skyssan hjá ykkur hafi verið of mikil sigurvissa. — Það kann að vera að vonin um sigur hjá sumum hafi verið of mikil — en það held ég hafi ekki verið almennt. • Spenna í leiknum við Sviss — Og lokakeppnin varð að veruleika með sigur yfir Sviss? — Það var erfiðasti leikurinn. Spennan var svo mikil því úr- slitin voru svo mikilvæg fyrir okkur. Og það var farið að dofna vonin um sigur þegar stóð 10:7 fyrr Sviss og komið langt fram í síðari hálfleik. En þá tókst okk- ur að sameina kraftana. Liðið náði mjög góðum kafla og stað- an breyttist í 11:11. Þá brotn- uðu Svisslendingarnir. • Tékkar beztir — Ekki hafið þið gengið sigur- vissir til leiks við Tékka? — Nei. Við höfðum allt að vinna. Við ætluðum okkur að tapa með sem minnstum mun. En við náðum mjög góðum varnar- leik. Við reyndum nýja vörn — að hver varnarleikmaður tók „sinn mann“ er hann sótti að ísl. markinu. Þetta gerðum við allan leikinn og urðu Tékkarnir eftir á hrifnir af þessari einföldu varnarleikaðferð sem gaf engum þeirra tækifæri til að hreyfa sig óvölduðum við línu ísl. marks- ins. Leikurinn vgr rólegur framan af, en í hálfleik fundum við að við gátum staðið í þeim. Það vöknuðu þó engar jafnteflisvon- ir, en líklega hefur þetta þjappað liðinu saman. Bæði Ragnar og Einar voru hrifnastir af Tékkunum af þeim liðum er í keppninni voru. Þeir spila hraðast allra liða ef svo vill vertoast og stöðuskiptingar þeirra á vell- inum og mannaskiptingar inn og út af vellinum voru fram- kvæmdar af mjög miklu öryggi. Þetta kom skýrast fram í úrslitaleiknum við Rúmena. Þá reyndu báðir aðil ar að „neutralisera“ beztu menn hinna. Tékkarnir fóru þannig að því að þegar Tékk- neska liðið var i sókn settu þeir miðherja inn á völlinn. Þegar Rúmenar komust í sókn var skipt um mann eins og skot og inn á kom varnarmað- ur til að gæta miðvarðar Rúmena. Skiptingarnar voru óliemjulega öruggar. • Svíar og Danir — En það gekk verr gegn sænsku heimsmeisturunum fyrr- verandi? — Það var einn þyngsti leik- urinn okkar. Það er alltaf erfið- ara að leika gegn Norðurlanda- þjóðunum. Þeir hafa hraðari skyttur en Mið-Evrópuríkin og spil þeirra er svo líkt okkar — og við erum ekki nógu leikreyndir til að breyta til sem þarf. — Voru Frakkarnir lélegasta liðið? — Já af þeim 8 sem í loka- keppninni voru. En þeir léku á köflum létt. Við náðum mjög góðum fyrri hálfleik — en misst- um það í þeim síðari kannski fyr ir of mikla græðgi. — Og svo komu Danir aftur? — Það varð okkar bezti leik ur. Við náðum öruggu spili og baráttuviljinn var í bezta lagi. Við náðum undirtökunum á löngum köflum og það svo að Dönum tókst ekki að sýna það sem þeir jalltaf fram að þessu hafa getað gert á móti okkur. Nú varð engin harka í leikn- um — en tvö jafnsterk Iið átt- ust við. • Snoðklipping og hákarlsparty — Og það varð þá ekkert úr snoðklippingu á Axel og Magn- úsi? — Nei, þeir sluppu — en vafa- laust hafa þeir verið orðnir föl- ir og hugsað um lokkana sína, þegar staðan var 13:9 okkur í vil nokkrum mínútum fyrir leiks lok. — En þeir voru snoðaðir Ás. björn og Hannes Sigurðsson? — Já, trésmiðirnir tóku að sér að fara með þá í klippinguna. Þeir fóru þá til rakarans og höfðu tommustokk með. Engin lokkur mátti vera lengri en 2 senti- metrar. Og það varð. — Fleira skemmtilegt? — Ég lenti í að skera helv. . . . hákarlinn sem Ásbjörn tók með sér, sagði Ragnar. Hann hafði „party“ á sunnudaginn fyrir far- arstjóra allra landa. Þeir fengu harðfisk hákarl og br . . . Þeim fannst það al'lt saman gott, nema hákarlinn. En ég lyktaði af hon- um lengi á eftir. Þeir komu 20 í „partyið" og voru mjög ánægð- ir. — A. St. /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.