Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.03.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 15. marz 1961 MORCV1SBLAÐ1Ð 23 Málfundur í Valhöll NÆSTI málfundur Verka- lýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins ogr Málfundafélagsins Óðins verður haldinn í Val höli í kvöld kl. 8,30. — Fundarefni: Kjaramál og verkalýðsmál. Framsögu- , maður: Ingimundur Guð- mundsson. Þátttakendur 1 eru beðnir að mæta stund- I víslega. I Hafnarfjörðiir HAFNARFIRÐI. — Stef nir fél. ungra Sjálfstæðismanna, heldur mál- fund í Sjálf- stæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. P é t u r Sigurðsson, alþm. flytur e rin di um sjávarútvegs- mál. S í ð a n verða umræð ur um þau mál og frummæl- endur þeir Jóhann Karlsson, Jens Jónsson og Sigurður Þórð arson. Stefnisfélagar eru hvatt ir til að f jölmenna. Vorboða-bazar HAFNARFIRÐI. _ Sjálfstæð- iskvennafélagið Vorboðinn heldur bazar í Sjálfstæðishús- inu n.k. föstudagskvöld. Eru félagskonur góðfúslega beðnar að koma munum á hann í Sjálfstæðishúsið eftir klukkan eitt sama dag. ViIIijálmur Hjálm- arsson tekur sæti á |)ingi EITT mál var á dagskrá sam- einaðs þings í gær, rannsókn kjörbréfs Vilhjálms Hjálmars- sonar, sem tekur nú sæti á AI- þingi sem varamaður Eysteins Jónssonar. Páll Metúsalemsson, er setið hefur í forföllum Ey- steins, hverfur nú af þingi. Fimmtán nýjar hjúkrunarkonur EFTIRTALDAR hjúkrunarkon- ur brautskráðust frá Hjúkrun- arkvennaskóla Islands um miðj- an marz 1961: Álfhildur Svala Sigurðardótt- ir frá Isafirði, Dóra Reiners frá Blönduósi, Emilía Jónasdóttir írá Flatey á Skjálfanda, Gréta Aðalsteinsdóttir frá Isafirði, Hólmsfriður Geirdal Jónsdóttir frá Akureyri, Hólmfríður Hanna Magnúsdóttir frá Votmúla, Sand víkurhr., Árn., Ingunn Sigur- björg Þórðardóttir frá Litla- Fjarðarhorni, Strandasýslu, Lára Lárusdóttir frá Sauðárkróki, Lyndis Gunnhild Hatlemark frá ■Reykjavík, Margrét Sæmunds- tíóttir frá Reykjavík, Ragna Guðmundsdóttir frá Patreks- firði, Ragnheiður Kristrún Stephensen frá Reykjavík, Rík- ey Ríkarðsdóttir frá Reykjavík, Sigríður Sigurjónsdóttir frá Meiri-Tungu, Holtahr., Rang., og Þuríður Jónsdóttir frá Graf- ardal, Skorradalshr., Borgarfjs. Indversku hermennirnir lagðir af stað til Kongó NÝJU DELHI, 14. marz. — (Reut er): — Fyrstu hermennirnir af þeim fimm þúsundum, sem Ind- verjar senda til aðstoðar herliði Sameinuðu þjóðanna í Kongó, fóru flugleiðis frá Nýju Delhi í dag. Flugferðin til Leopoldville tekur þá um 25 klst., ef allt fer eftir áætlun, en alls mun taka tíu daga að flytja allt herliðið og búnað þess, annan en hinn þyngsta, svo sem brynvarðar bif reiðar o. fl., sem flutt verður sjó leiðis. Indverjar senda, sem fyrr seg- ir, fimm þúsund manna lið. Þar af eru þrjú þúsund hermenn og tvö þúsund manns þeim til að- stoðar. Hermennirnir, sem nú fara til Kongó, eru hinir fyrstu sem ind- verska stjórnin sendir til her- starfa í öðrum löndum, síðan árið 1947, er landið varð sjálf- stætt. Kristhna Menon, varnarmála- ráðherra Indlands ávarpaði her- mennina við brottförina frá Aðalfundur Félags ísl. bifreiða- eigenda AÐALFUNDUR Félags íslenzkra bifreiðaeigenda verður haldinn í kvöld (miðv.d.) í Storkklúbbn- um við Fríkirkjuveg. Síðasti aðal fundur var haldinn í júlí sl., og tók þá ný stjórn við. Á þessum skamma tíma hefur félagið látið mörg stórmál til sín taka, sem miklu varða bifreiðaeigendur og landsmenn í heild. Má þar nefna vegamál, og hefur stjórn félagsins ítrekað bent á hve mikil þörf er vandaðri vega hérlendis, einkum á fjölfömustu leiðum, og sýnt fram á, að fjárveitingar til vega hérlendis eru óeðlilega lágar, mið að við það sem gerist hjá öðrum menningarþjóðum, og þegar til- lit er tekið til þeirra fjárhæða, sem hið opinbera innheimtir af bifreiðum og rekstrarvörum þeirra. Einnig hefur félagið tekið til athugunar tryggingamál, og vinn ur nú meðal annars að því að ís- lenzkar bifreiðatryggingar verði teknar gildar erlendis og gagn- kvæmt. Ennfremur hefur F.f.B. áætlanir á prjónunum um aukna umferðafræðslu í þeim tilgangi að draga úr tjóni af völdum bif- reiða, sem er óeðlilega mikið hér á landi. Tímarit félagsins, öku- þór hefur göngu sína á ný í lok þessa mánaðar, eftir að hafa leg- ið í dvala alllangan tíma. Athugasemd f ALÞÝÐUBLAÐINU 2. þ. m. birtist smágrein, með fyrirsögn- inni: „Tollvörður drukkinn í starfi“, þar sem frá því segir, að ég undirritaður hafi þá fyrir skömmu, er Vatnajökull lá við bryggju á Sauðárkróki, verið svo ölvaður við toll- gæzlustörf, að ég hafi mátt „varla á löppunum standa“, eins og svo smekklega er að orðið komizt í blaðinu. Út af þessu vil ég taka fram, að þar sem hér er um að ræða fullkomin ósannindi, sem eru freklega móðgandi fyrir mig, mun ég gera viðeigandi ráð- stafanir til þess að ummæli þessi verði dæmd dauð og ó- merk og blaðið eða heimildar- maður þess látinn sæta ábyrgð að lögum. Öðru því, sem í nefndri grein birtist, tel ég ekki svaravert. Sauðárkróki í marz 1961 Sæmundur Ilcrmannsson. Nýju Delhi. Hann sagði, að þeir væru ekki sendir til þess að heyja stríð, heldur til að varð- veita friðinn. Hann sagði að þessi för þeirra gæti tekið þrjá daga, — þrjá mánuði eða jafnvel enn lengri tíma. Píanósónötur Mozarts ÍSLENZKIR píanistar leika á næstunni í Ríkisútvarpinu allar píanósónötur Mozarts. Þessi tón- leikaflokkur hefst föstudag 17. marz kl. 20.50 með því að Björn Franzson flytur erindi um Wolf gang Amadeus Mozart og Jón Nordal leikur píanósónötu í C- dúr, er Mozart í Salzburg 18 ára gamall samdi í stíl föður síns. Á næstunni verða svo aðrar píanó- sónötur Mozarts leiknar. Auk Jóns Nordals annast flutning: Ásgeir Beinteinsson, Gísli Mágn- ússon, Guðmundur Jónsson, Guð- rún Kristinsdóttir, Jórunn Viðar, Ketill Ingólfsson, Kristinn Gests- son, Magnús Blöndal Jóhannsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. — V'isindi Framhald af bls. 10. Kjarnorkuver í geimnum Draumur geimferðamanna er sá, að þeim takist að nota kjarn- orkuna í geimferðunum. Enn hef ur ekki tekizt að búa til eldflaug, sem knúin er af kjarnorku, og er það fyrst og fremst vegna hins mikla rýmis, sem venjulegir kjarnaofnar þurfa. Vegna hinnar miklu geislahættu, sem öllum kjarnakljúfum er sameiginleg, þarf að útbúa þá með þykkum vamarveggjum úr blýi eða stein- steypu til þess að hindra útgeisl- unina. Eins og gefur að skilja, er slíkt mjög erfitt út í rúmmu, fyrst og fremst vegna efnisskorts. Nú minnkar geislunarhættan því meir sem lengra dregur frá orkuverinu, og það var þess vegna sem vísindamönnum datt í hug að hafa kjarnorkuverið að- skilið frá geimfarinu í togi, og raforkan sem verið framleiddi yrði leidd eftir leiðslum milli versins og geimfarsins. Þannig þyrfti ekki að byggja varnar- veggi utan um kjarnorkuofninn, ef fjarlægðin væri bara nógu mik il. • Þetta eru þó varla enn meira en hugleiðingar, en þær miða þó að því, að gera draum mannsins að veruleika, að einn góðan veð- urdag verði hann herra geimsins eins og hann er núna herra Jarð- arinnar. — Portúgalar Frh. af bls. 1 lútandi. Dadet kvaðst vilja hylla Breta og Frakka fyrir þá leið, er þeir hefðu farið við að veita nýlendum sínum sjálfstæði og hann skírskotaði til Bandaríkj- anna sem hins „stóra bróður Vesturheims" að reyna að koma vitinu fyrir Portúgali. Sérstök nefnd Þegar Dadet hafði lokið máli sínu, báru Ceylon, Líberíu og Arabalýðveldin fram tillögu um, að Öryggisráðið komi á fót nefnd, sem rannsaki ástandið í Angóla og gefi ráðinu skýrslu um það svo fljótt sem unnt er. í tillögunni eru Portúgalir hvatt ir til að athuga möguleika á end urskoða afstöðu til Angola í sam ræmi við samþykkt allsherjar- þingsins frá 14. desember sl. um afnám nýlendustjórnar. Fulltrúi Ghana lagði til, að Öryggisráðið kæmi á fót sams konar nefnd til þess að fjalla um málefni Angóla eins og fjall- að hafi um málefni Suð-vestur Afríku. Skíðalyfta og skíðakennsla MÖRG hundruð börn og fullorðn ir voru á skíðum í gærdag. M. a. voru á 2. hundrað við skíðaskála KR. Skíðalyftan verður í gangi næstu daga og verða ferðir dag- lega kl. 1,30 frá afgr. skíðafélag- anna. Einnig verður starfandi skíða- kennari er leiðbeinir almenningi. Gjald fyrir kennsluna er kr. 5 á klukkustund. Ásgeir Úlfarsson skíðakappi sér um kennsluna. Ferðir frá Skálafelli til Reykja- víkur eru kl. 6.30. Hjartans þakkir til allra, fjær og nær, sem á margvís- legan hátt heiðruðu mig á 70 ára afmæli mínu, þann 8. þm. Jón Hafliðason. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á afmælisdaginn minn 9. marz með heimsóknum, skeytum og gjöfum og gjörðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiðnr Erlendsdóttir, Hverfisgötu 108. Kæru vinir. Þakka ykkur hjartanlega alla ástúðina, sem þið sýnduð mér sjötugum með ánægjulegum heimsóknum, höfðing- legum gjöfum og öðrum vinarkveðjum. Ingvar Eiríksson, Efri-Reykjum. Móðir, tengdamóðir og amma okkar ÁSLAUG FREÐJÓNSDÓTTIR lézt að Elliheimilinu Grund, 8. marz síðastliðinn. Útför hefur farið fram. Gísli T. Guðmundsson, Einar Karlsson, Sigurður lsfeld Karlsson Birgir Karlsson, Kristín Björnsdóttir, Kristfn Gísladóttir, Orn Gíslason, Björn Gislason Móðir okkar og tengdamóðir ÁGtíSTA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR Lækjargötu 5, Hafnarfirði, andaðist í St. Jósepsspítala 11. þessa mánaðar. Börn og tengdabörn. Eiginkona mín og móðir okkar STEFANlA MARlA SIGURÐARDÓTTIR lézt að heimili sínu Stýrimannastíg 10 að morgni 13. þ.m. Karl Ásgeirsson og börn. Útför mannsins míns EINARS PJETURSSONAR stórkaupmanns, fer fram frá, Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. marz kl. 2 e.h. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna. Unnur Pjetursdóttir. Faðir okkar EINAR RUNÓLFSSON trésmiður, sem andaðist 10. þessa mánaðar verður jarðsettur frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 16. þ.m. og hefst athöfnin kl. 13,30. Trausti Einarsson, Hákon Einarsson, Guðrún Einarsdóttir, Þórhaliur Einarsson. Athöfn til minningar um manninn minn GARÐAR HALLDÓRSSON alþingismann, fer fram í Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 16. þ.m. og hefst kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Hulda Davíðsdóttir. Þökkum af alhug okkur sýnda samúð og hlýhug vegna andláts mannsins míns, föður okkar og rnágs LUCIEN EDUWAERE Hulda Eduwaere, Ronald og Eric Eduwaere, Sigríður Ásbjörnsdóttir, Úlla Ásbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.