Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 1
II 0Vj0intiplð^iibn Fimmtud. 16. marz 1961 i t*irfn0¥t+i>**+t*AAfki^***f*i***m»fma Ræður Sjálfstæðismanna í útvarpsumræðunum á Alþiitgi Ræða Olafs Thors forsætisráðherra birtist s.l. þriðjudag ________________________________________________________________________________________________________________________________ isstjórnin hafði dug og þor til að þjdðina úr ógðngunu Útvarpsræða Guðlaugs Gíslasonar bæjarstjóra HERRA forseti. Góðir tilheyrendur. Þegar rædd er tillaga sú til þingsályktunar, sem hér liggur fyrir um vantraust á ríkisstjórn- ina, verður ekki hjá því komizt að* líta nokkuð til baka og gera sér grein fyrir þróun mála hér á landi nú hin síðustu ár. Þegar stjórn Ólafs Thors lét af völdum og stjórn Hermanns Jón- assonar — hin svokallaða vinstri stjórn tók við að afloknum kosn- ingum á miðju ári 1956, tók sú stjórn vissulega við blómlegu búi. Tveir þeirra flokka, sem að vinstri stjórninni stóðu höfðu gef ið mörg loforð og stór fyrirheit í kosningabaráttunni þá um sum- arið. Og eftir stjórnarmyndunina gerðu m,argir vinstri sinnaðir menn sér vonir um, að nú væri sezt að völdum sterk stjórn, sem lengi myndi sitja. Ég ætla ekki að eyða mörgum orðum að því, hvernig um þessa stjórn fór. Þjóðinni er það enn í fersku minni og því óþarfi að vera um það margorður. Hún endaði daga sína, eins og kunnugt er, með yfirlýsingu for- sætisráðherra hennar á Alþingi hinn 4. desember 1958, þegar hann tilkynnti stjórnarslitin, sem hann rökstuddi með því, að skoll in væri yfir verðbólgualda og að engin samstaða eða úrræði væru innan stjórnarinnar til þess að stöðva þessa háskalegu þróun. • _ Á hengiflugl verðbólgunnar Ég held, að formaður Fram- sóknarflokksins — þáverandi for sætisráðherra — hafi á þeirri stundu. verið raunsær. Og hvort, sem hann hefur gert sér það ljóst eða ekki mun hann aldrei hafa unnið þjóð sinni meira gagn en þegar hann með stjórnarslitun- um viðurkenndi mistök sín eftir að honum var orðið ljóst, að stjórnarstefna hans hafði leitt efnahagsmál þjóðarinnar fram á hengiflug óðaverðbólgunnar og að fram af því hengiflugi yrði stigið ef haldið yrði áfram um eitt skref á þeirri braut, sem stjórnarstefna hans hafði mark- að. Þegar þess nú er gætt, að tveir af þeim flokkum, Framsókn arflokkurinn og Alþýðubandalag ið, sem að vinstri stjórninni stóðu, bera fram það vantraust, sem hér liggur fyrir, og hjá flutn ingsmönnum hlýtur að vera til- raun til þess að ná aftur stjórnar- taumunum í sínar hendur hlýtur að vakna sú spurning, hvort sá möguleiki sé til í lýðfrjálsu landi, að slíkt geti tekizt. Ég hef þá trú á dómgreind íslenzkra kjós enda, að svo sé ekki. Þessir flokk ar, Framsóknarflokkurinn og Al- þýðubandalagið, sem fyrir aðeins rúmum tveimur árum viður- kenndu hér á hinu háa Alþingi, að þeir væru þess vanmegnugir að hafa stjórnarforystuna í sín- um höndum geta ekki vænzt þess að þeir, á þeim, stutta tíma, sem síðan er liðinn, hafi aftur ööiazt trúnað þjóðarinnar. # Sairnleikurinn sagður Þegar stjórn sú, sem nú situr var mynduð, fyrir rúmu ári síð- an lá það ljóst fyrir, að forsætis- ráðherra vinstri stjórnarinnar hafði vissulega rétt fyrir sér, þeg- ar hann við stjórnarslitin í des- ember 1958, tilkynnti þingheimi, að öll efnahagsmál þjóðarinnar væru komin á yztu nöf og að rót- tækra aðgerða væri þörf, ef bjarga átti málunum við. Núver- andi ríkisstjórn gerði sér Ijóst, að hér þýddi ekkert hálfkák. Segja varð þjóðinni sannleikann um það, hvernig málum var kom ið og gera þær ráðstafanir, sem gerðar voru, þó þær í fyrstu gætu orðið óvinsælar. Annað var ekki til bjargar. Útflutningsframleiðslan hafði og lengi verið rekin á fölskum forsendum. Uppbótakerfið, sem hafði magnazt og margfaldait í tíð vinstri stjórnarinnar var geng ið sér til húðar. Ekkert kom til greina annað en að skrá gengi krónunnar opinberlega, eins og það raunverulega var orðið og láta útflutningsframleiðsluna standa á eigin fótum — án beins fjárhagsstuðnings frá ríkinu. Árangur þessara ráðstafana er þegar farinn að koma í ljós. All- ur almenningur hefur öðlazt skiln ing á nauðsyn þeirra, og mun stjórnarandstaðan óttast það mest, að sú ríkisstjórn, sem hafði dug og þor til þess að leiða þjó8- ina út úr þeim ógöngum, sem hún var komin í —: í efnahagsmálun- um — muni öðlast traust henn- ar og stuðning. Stjórnarandstað- an veit það eins vel og aðrir, að allur almenningur var orðinn þreyttur á — og hræddur við — stanzlausar víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags, sem viðstöðu- laust rýrði gildi alls sparifjár landsmanna og hefði gert það verðlaust með öllu, ef haldið hefði verið áfram á sömu braut, sem vinstri stjórnin, undir for- ystu Framsóknarflokksins, hafði markað í efnahagsmálunum. Launþegum er þetta ekki síður Ijóst en öðrum. Víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags er þeim ekki hagstæð þróun. Fyrir þá hlýtur atvinnuöryggi og vax- andi kaupmáttur launa að vera aðalatriðið, og það er einmitt það, sem stefnt er að með því Guðlaugur Gíslason efnahagskerfi, áem við nú búum við. • Vilja skapa ágreimng Vantrauststillögu þá, sem um- ræður þessar snúast um, bar stjórnarandstaðan fram í tilefni af þingsályktunartillögu ríkis- stjórnarinnar um lausn fiskveiði deilunnar við Breta. Mál þetta var rætt hér á hátt- virtu Alþingi mest alla síðustu viku. f þeim umræðum kom það berlega í Ijós, að fyrir háttvirt- um fulltrúum Alþýðubandalags- ins hér á Alþingi vakir það fyrst og fremst að halda áfram deil- unni við Breta. Þetta þarf engum að koma á óvart. Þeir hafa frá byrjun viljað nota þetta mál til þess að skapa ágreining milli vestrænna þjóða innan Atlants- hafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðanna.. Þessvegna var áfram- haldandi deila milli íslendinga og Breta þeim mjög að skapi. Af- staða háttvirtra fulltrúa Fram,- sóknarflokksins er aftur á móti mjög torskilin. Þeir hafa fram að þessu talið sinn flokk fylgjandi vestrænni samvinnu, en því mið- ur — nú — ánetjazt svo kommún- istum í stjórnarandstöðunni, bæði í sambandi við þetta mál og önnur, að þar virðist enginn skils munur vera á orðinn. Ég tel að eftir umræðurnar hér á háttvirtu Alþingi liggi málið alveg ljóst fyrir. Annarsvegar var um það að ræða að halda áfram deilunni við Breta með þeim geigvænlegu af leiðingum, sem það gat haft í för með sér, eða að leysa deiluna á grundvelli þéss samkomulags, sem ríkisstjórnin lagði fyrir Al- þingi, og sem óneitanlega er þjóð inni miklu hagstæðara en nokk- urn hafði órað fyrir, að til greina kæmi. Með samkomulaginu — sem nú hefur hlotið staðfestingu Alþingis er úr sögunni erfitt og viðkvæmt deilumál íslendinga og Breta og hefur á ný skapazt eðlilegt sam- band á milli þessara tveggja gömlu viðskiptaþjóða og er við- urkenning Breta á útfærslu grunnlínanna og 12 mílna. fisk- veiði mörkunum stór ávinningur og sókn í landhelgismálinu af hálfu íslendinga. Eg veit ekki hvort landsmenn hafa enn gert sér ljóst, hversu geysilega þýðingu útfærsla grunn línanna hefur fyrir landsmenn alla. • Athafhasvæði íslendinga hefur stækkað Á helztu veiðisvæðunum eru nú 6 mílna mörkin frá hinum nýju grunnlínum langt fyrir utan það, sem 12 mílna mörkin voru áður. Bretar eru nú eftir útfærslu grunnlínanna algerlega útilokað- ir frá sumum helztu veiðisvæð- unum, en athafnasvæði fslend- inga einna hefur stækkað að sama skapi. Þennan ávinning, þessa sókn í landhelgismálinu, leyfa háttvirtir stjórnarandstæð- ingar sér að kalla undanhald. Á þeim stöðum, þar sem sam- komulagið gerir ráð fyrir, að Bretar fái að fara inn að 6 mílna mörkunum næstu þrjú ár- in verður engin breyting á frá því sem áður var. fslendingar hafa hingað til orðið að nýta þessi mið í samkeppni við Breta sem allt fram að þessu hafa ruðzt inn á veiðisvæði bátanna allt inn að 4 milna mörkunum, — þegar þeim hefur boðið svo við að horfa og þá ávallt fyrst og fremst þar og á þeim tíma, sem einhver afla von hefur verið. Ég tel það sjálfs blekkingu að ætla, að á þessu hefði orðið nokkur breyting, ef samkomulag hefði ekki náðst. Samkomulagið tryggir einnig, að eftir aðeins þrjú ár er allt svæðið innan tólf mílna mark- anna, þar með talin þau þýðingar miklu svæði, sem viðurkenning Breta náðist fyrir með útfærslu grunnlínanna, orðin athafna- svæði fslendinga einna, og ís- lendinga einna að gera ráðstaf- anir til að fyrra þau ofveiði ef þörf þykir. Erlend skip, eða erlendir aðilar koma þar þá ekki til greina Ieng- ur. Samkomulagið í heild er al- veg ótvírætt svo mikilvægt fyrir íslendinga, að íslenzka ríkisstjórn in hefur að mínum dómi alveg ó- vefengjanlega unnið mikið og þarft verk fyrir þjóðarheildina með því samkomulagi um lausn fiskveiðideilunnar við Breta, sem hún lagði fyrir Alþingi til stað- festingar. Og ég er sannfærður um, að hún hefur með því, aflað sér trausts og virðingar allra hugsandi þegna þjóðfélagsins. Og þó að stjórnarandstaðan sé nú svartsýn, og það svo mjög, að reyhdir og mætir menn innan hennar líki ástandinu hér á landi í dag við það, þegar móðuharð- indin gengu yfir landið, að þá er það ekker't að óttast. • Björt framtíð Ég tel að íslenzka þjóðin hafi aldrei getað litið framtíðina bjart ari augum en einmitt nú. Lands- menn hafa á undanförnum árum aflað sér nýrra og stórvirkra at- vinnutækja bæði til lands og sjávar. Skapa þessi atvinnutæki aðstöðu til stóraukinnar fram- leiðslu útflutningsverðmæta og aukinnar atvinnu fyrir þjóðar- heildina. Sérhver einstaklingur, sem vinnufær er, á að geta haft örugga atvinnu, hvort heldur er í sveit eða við sjó. Þjóðfélag, sem þannig er ástatt um, þarf vissu- lega engu að kvíða. Ríkisstjórn Ólafs Thors, sem nú fer með völd í landinu, hefur tekið þjóðmálin föstum tökum og sýnt sig færa um að ráða fram úr þeim vanda, sem að höndum hef- ur borið. Það er því gersamlega vonlaust verk hjá háttvirtum stjórnarand- stæðingum að bera fram þá van- trauststillögu, sem hér liggur fyr ir. Þeir, sem að henni standa fengu sitt tækifæri, er vinstri stjórnin var mynduð árið 1956. Þeir tóku þá við blómlegu þjóðarbúi úr höndum þeirrar stjórnar, sem þeir tóku við af, en tókst þó á að- eins tveimur og hálfu ári að koma efnahagsmálum þjóðarinnar í slíkt ófremdarástand, að þeir stóðu ráðalausir uppi og sáu þann kost einan að hlaupa frá vandanum. „Til þess eru vítin að varast þau", segir gamalt mál- tæki. Og vonandi er þess langt að bíða, að háttvirtum stjórnar- andstæðingum, sem vantrausts- tillöguna bera fram, verði aftur falin yfirstjórn á málefnum þjóð- arinnar, svo dýrkeypta reynslu sem þjóðin af þeim hefur. Ákvörðun írestað London, 14. marz (Reuter) FORSÆTISRÁÐHERR- A R brezku samveldislandanna héldu áfram að ræða mögulega aðild Suður-Afríku að samveld- inu, þegar landið verður lýðveldi 31. marz n.k. Ákveðið var seint í dag að fresta því að taka endan- lega ákvörðun um málið þar til á morgun. Macmillan forsætisráðherra bar fram í dag málamiðlunartil- lögu þess efnis, að Suður-Afriku verði veitt aðild að samveldinu, án þess að það skoðist á nokkurn hátt sem samþykki við stefnu stjórnar S-Afríku í kynþáttamál um. í Jóhannesborg hefur verið til- kynnt af hálfu suður-afríska út- varpsfélagsins að héðan í frá verði ekki notað orðið „Apart- haid", sem haft hefur verið un\ stefnu stjórnarinnar í kynþátta- málum, utan um sé að rseða til- vitnanir. Að öðrum kosti skuli talað um „sjálfstæða þróun".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.