Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 16. marz 1961 Allt kommúnistadekur er fjarlægt vilja bænda kommúnistar sitt niðurxifsstarf í þjóðfélaginu: Og forustuliS Framsóknarflokksins lætur nú ekki á sér standa að styðja þá í hvers konar óþurftarverkum þeirra. Þeirra sjónarmið er þetta eitt. Geti ég með einhverju móti spillt fyrir núverandi hæstv. ríkisstjóm og hennar starfi þá geri ég það. ÚtvarjisræSa sr. Gunnars Gáslasonar HEHRA forseti! Það féll margt miður fagurt orð í þeim löngu og leiðigjörnu ræðum, sem háttvirt stjórnar- andstaða flutti hér í hinu háa Alþingi í vikunni sem leið, þeg- ar þáltill. um lausn fiskveiði- deilunnar við Breta var hér til umræðu. Þetta sama hefir gerzt í kvöld. Orð eins og nauðung, ok og svik og afsai Jandsréttinda oí mörg önnur slík leika á tungum hv. stjórnarandstöðu. Og þesgi orð hafa verið prentuð með stærsta letri nú undanfarna daga í blaðakosti hennar. Dag- blaðið Tíminn, sem segist vera „blað handa bændum" gaf tón- inn og átti lengst leiðsöguna í þessu ósæmilega orðbragði. Því gat þó hitt aðalblað stjórnarand- stöðunnar, Þjóðviljinn ekkj unað til loka og sló metið daginn eftir að þáltill. var samþykkt í þing- inu. Á skrif blaðsins þá um hæstv. dómsmálaráðherra og hæstv. utanrikisráðherra mun ávallt verða litið og til þeirra vitnað sem eins mesta velsæmis- skort í ísl. blaðamennsku. Öll hafa þessi svikabrigzl stjórnarandstöðunnar og allt tal hennar um afsal landsréttinda verið með éinstæðum móðursýk isblæ, og hefur aðeins sýnt enn Ijósar, það, sem þó var ljóst orð- ið, að sú stjórnarandstæða, sem við eigum nú við að búa er ráð- villt og máttvana í andróðri sín um gegn hæstv. ríkisstjórn. • Þjóðin fagnar lansninni. Sá vanmáttur verður ekki hul inn með stórum og ljótum orðum Og það mega þeir vita, þeir góðu menn, sem slíkum gífuryrðum beita, að þau eru þeim sjáifum til minnkunar en sverta ekki þá sem að er stefnt. Það er vissu- lega svo, að fyrir því er engin ástæða að vera með brigzlyrði í garð hæstv. ríkisstjórnar um svik við íslenzkan málstað og bera fram vantraust á hana fyr- ir þá lausn, sem hún hefur náð í þessari vandamiklu og hættu- legu fiskveiðideilu. Enda sýna viðbrögð þjóðarinnar og undir- tektir hennar undir þann and- róður, sem stjórnarandstaðan hugðist hefja gegn lausn málsins svo skýrt að ekkj verður um villzt, að mikill meirihluti henn- ar metur réttilega þá lausn, sem náðst hefur. Þjóðin fagnar þess- ari lausn, telur hana vera, sem hún er, sigur fyrir íslenzkan mál Btað og þakkar hversu giftu- samlega hefur tekizt. Þessi viðbrögð þjóðarinnar hafa orðið stjórnarandstöðunni mikil og sár vonbrigði, enda við- urkenndi háttv. 7. þm. Reykja- víkur, Þórarinn Þórarinsson í umræðunum um daginn, að svo hefði verið. Hann sá það rétti- lega að meirihluti þjóðarinnar styður ríkisstjórnina í þessu máli. Það er því hreint óðagot, hreint ráðleysi ringlaðra manna, þegar stjórnarandstaðím flytur (nú vantraust á ríkisstjórnina, fyrst og fremst vegna þess máls og þess framgangs og endalykta, sem það hefur nú hlotið. Nei, hæstv. ríkisstjórn og stuðnings- flokkar hennar hafa ekkert í þessu máli svikið. Það er síður en svo. Svo hagkvæm okkur virð ist mér lausn deilunnar vera að segja má að við höfum ekkert af hendi látið, sem við áður jhöfðum, heldur þvert á móti fengið það, sem við höfum ekki. Bretar hafa viðurkennt 12 mí'na fiskveiðilögsögu okkar. Með hin- (um nýju grunnlínubreytingum hafa náðst inn fyrir 12 milna- mörkin mikilsverð hafsvæði. Bretar fallast á,. að þegar til frekari útfærslu kemur af okkar hálfu og ef til ágreinings kemur við þá um framkvæmd, þá skuli ágreiningnum skotið til alþjóða- dómstólsins og hlíti báðir aðilar úrskurði hans. Allt þetta höfum við fengið. Og við höfum fengið meira. Við höfum fengið frið. Það hefur náðst lausn á hættu- legri deilu, hættulegum ófriði, sem við, ein minnsta þjóð ver- aldar, höfum átt í við stórveldi, sem beitt hefur ofbeildi og yfir- gangi. Nú er af þessu ofbeldi látið og ófriðinum lokið. Það er þakkarefni öllum góðum mönn- um. Háttvirt stjórnarandstaða virðist ekki leggja mikið upp úr því, að deilan er leyst, að friður er fenginn. Þeim hátt- virtu stjórnarandstæðingum næg ir sýnilega ekki sú hætta, sem íslenzkir sjómenn ávallt og æv- inlega eiga við að búa í störfum sínum, nei þeir skulu líka að áliti stjórnarandstöðunnar eiga að mæta gapandi fallbyssukjöft- um brezkra bryndreka og eiga yfir höfði sér stöðuga hættu af árekstrum aðila, sem standa í harkalegri deilu. Það hefur kom- ið glögglega fram að kommún- istar vilja halda stríðinu áfram. Þetta þurfti engum að koma óvart. Sjónarmið þeirra er hið rússneska sjónarmið. Það efast heldur enginn um, þegar þeir hamast gegn farsælíi lausn deil- unnar, að þeir fara að óskum lærifeðra sinna og yfirboðara austan við járntjaldið. Þeir herrar er í Kreml ráða húsum, eiga að sjálfsögðu fáar óskir heitari, en að ríki, sem bæði eru aðilar að Atlantshafsbandalaginu eldi með sér grátt silfur og eigi í sem alvarlegustum árekstrum og illvígustum deilum. En að þetta skyldi einnig verða sjónar- mið og viðhorf forystuliðs Fram sóknarflokksins það kemur að sjálfsögðu ýmsum undarlega fyr- ir sjónir. Að einnig þeir skuli vilja viðhalda deilu, sem eitrar andrúmsloftið í samstarfi þess- ara vestrænu lýðræðisríkja. Það er furðuefni. Hver er skýringin á þessari afstöðu, afstöðu þess flokks, , sem telur sig öðrum flokkum fremur vera flokk ís- lenzkra bænda, þeirrar stéttar, sem hefur fengið orð á sig fyrir gætni og ábyrgðartilfinningu? Ég sé ekki aðra skýringu á þessu fyrirbæri en það sé hið innilega samband sem er á milli forystu- manna Framsóknarflokksins og kommúnista, a.m.k. þeirra manna í forystuliði Framsóknarflokks- ins, sem ráða þar nú mestu. Það er engu líkara en þessir menn séu gengnir kommúnistum á hönd. Þeim virðist ekki ósvipað farið og mönnunum í þjóðsög- unum, sem létu heillast af álfúm og gengu í björg. Og eins og heillaðir menn eru oftast vilja- laus verkfæri, þannig fer ýms- um forystumönnum Framsóknar nú. Þeir hlýða kommúnistum í öllu, styðja þá í öllu. Við sem sjáum vinahót Framsóknar- manna og kommúnista hér í þinginu og nær óbrigðula sam- stöðu þeirra í flestum málum, vitum að þetta er skýringin á afstöðu Framsóknarflokksins til lausnar fiskdeilunni. Svo blind- aðir eru þeir af óvild til hæstv. ríkisstjórnar og gramir yfir sigri hennar í vandamiklu máli, og svo uppteknir af þeirri sinni heitustu þrá að komast í valda- ' aðstöðu við hlið kommúnista, að þeir fórna ábyrgri afstöðu til mikilvægra mála, hvort heldur er um að ræða innanríkis eða utanrikismál. Gunnar Gíslason • Hvað segja bændur um Kommúnisma-Framsóknar Og ég spyr? Hvað segið þið bændur og búalið, sem til þessa hafið fylgt Framsóknarflokkn- um að málum? Er ykkur það fagnaðarefni að forystulið ykkar gengur til liðs með kommúnist- um til þess að viðhalda illindum milli okkar og einnar mestu lýð- ræðisþjóðar heims, þjóðar, sem við um langan aldur höfum átt góð samskipti og viðskipti við, þar til þessi deila bar skugga á? Er ykkur það fagnaðarefni að forystulið ykkar er með fram- ferði sínu vitandi eða óvitandi að leiða ykkur inn fyrir járntjald kommúnismans? Nei ég veit að ykkur er þetta áhyggjuefni en ekki gleðiefni. Allt kommúnista- dekur er fjarlægt vilja og hugs- unarhætti ísl. bænda, enda vita þeir hvað þeirra bíður, ef ríki kommúnismans kæmist hér á. Einn meginiþáttur lýðræðis og þingræðis er sannsýn og ábyrg stjórnarandastaða. Margir telja það eitt mesta veikleikamerki stjórnarfars okkar íslendinga, hversu mjög stjórnarandstöðuna skortir þessar eigindir. Það þyk- ir ýmsum broslegt þegar stjórn- málaflokkur skiptir alveg um skoðun í sama málinu eftir því hvort hann er í stjórnaraðstöðu eða stjórnarandstöðu. En þetta er síður en svo bros- legt. Þetta er stórhættulegt fyrir þjóðlíf okkar og heilbrigða stjómarfarslega þróun í land- inu. Ég skal ekki segja að í þessum efnum eigi einn flokkur alla sök, en annar enga. En aldrei hafa þó þessi hamskipti orðið algjörri en þau hafa orðið á Framsóknarflokknum frá því hann var í stjórnaraðstöðu á sl. áratug þar til nú, að hann hefur verið í stjórnarandstöðu í rúm tvö ár. Sönnun þessarar full- yrðingar minnar blasir hvar- vetna við. Hún hefur komið greinilega fram í umræðunum um landhelgismálið. Nú heitir það afsal landsréttinda að skjóta ágreiningsefnum til Alþjóðadóm stóls. Þetta sama var boðið af ríkisstjórn sem Framsókn átti sæti í eftir að fyrsta útfærslan var gjörð 1952. Nú er býsnazt yfir því að Bretum er leyft að veiða á takmörkuðum svæðum og um takmarkaðan tíma á milli 12 og 6 mílna markanna gegn því þeir viðurkenni tólf mílna fiskveiðilögsögu okkar og hætti hernaði sínum gegn okkur og veldbeitingu. Þetta sama bauð vinstri stjórnin Bretum og þó með enn óhagstæðari kostum en nú hafa fengizt. Framsóknar- flokkurinn snerist af allri sinni orku gegn aðgerðum núverandi stjórnarflokka í efnahagsmálun- um á sl. vetri. Þó höfðu Fram- sóknarmenn lagt fyrir samstarfs flokka sína í vinstri stjórninni tillögur um lausn vandans í efna hagslífinu, sem mjög gengu í sömu átt, og það, sem gert var í fyrra. Þannig má dæmin rekja. • Niðurrifsstarf Kommúnista Abyrgðarleysi Framsóknar í stjórnarandstöðunni fær engum dulizt. Við afgreiðslu fjárlaga ber hún fram kröfur um milljóna króna hækkun á útgjöldum ríkis sjóðs, án þess að leggja fram nokkrar raunhæfar tillögur um öflun tekna, til þess að mæta þessum útgjöldum. Framsóknar- menn flytja á Alþingi fjölmörg lagafrumvörp, sem kosta myndu ríkissjóð háar fjárfúlgur, ef fram næðu að ganga. En við þessum málum, sem um mörg má segja að séu nytjamál, hrófl- aði Framsóknarflokkurinn hins vegar ekki meðan hann var og hét í vinstri stjórninni. í áróðri sínum gegn rikisstjóminni og viðreisnarstefnunni skilur ekk- ert á milli stjórnarandstöðu- flokkanna. Báðir hamra þeir á sömu fjarstæðunum og rökleys- unum. Því er haldið fram, að viðreisnarstefna ríkisstjómar- innar hafi riðið atvinnuvegun- um á slig. Á sama tíma krefst stjórnarandstaðan þess að þessir, að þeirra dómi sliguðu og bjarg- þrota atvinnuvegir greiði stór- hækkað kaupgjald og skirrist ekki við að efna til víðtækra verkfalla um mesta bjargræðis- tímann til þess að knýja fram slíkar kauphækkanir, sem þó með engu móti geta komið laun- þegum að gagni geti atvinnuveg- irnir raunverulega ekki undir þeim staðið. Á þennan veg vinna RÓTARYHREYFINGIN, sem fel- ur yfir 10 þúsund klúbba með um hálfri milljón félaga í 119 lönd- um víðs vegar um heim, leggur síaukna stund á að styrkja efni- tilgt fólk til náms utan heima- lands síns. Er þefta þáttur í viðleitni hreyfingarinnar til þess að stuðla að gagnkvæmri þekk- ingu, skilningi og velvild manna og þjóða á meðal. Rotary Inter- national veitir styrkina eftir með mælum frá einstökum klúbbum. Rótarklúbburinn á Selfossi mælti með Hafsteini Kristinssyni, mjólk uriðnfræðingi á Selfossi, sem hef ir nú 'hlotið einn af þessum styrkj um, en þeir nægja fyrir öllum náms dvalar- og ferðakostnaði í eitt ár. Hafsteinn er fæddur 11. ágúst 1933, sonur hjónanna Aldísar Guð mundsdóttur og Kristins Vigfús- sonar, húsasmíðameistara á Sel- fossi. Hann lagði stund á mjólkur fræði, stundaði verklegt nám hjá Mjólkurbúi Flóamanna og lauk prófi við Dalum mjólkurfræði- skóla í Danmörku 1957 og tók kandídatspróf í þeim fræðum við Landbúnaðarháskólann í Kaup- mannahöfn vorið 1960 og er nú starfandi hjá Osta- og Smjör- sölunni í Reykjavík. Hann mun stunda framhaldsnám sitt í Nor- egi næsta vetur. Skilyrði til þess að hljóta Rót- arynámsstyrk eru þau, að hlut,- aðeigandi sé á aldrinum 20 til 29 ára, hafi lokið háskólaprófi í einhverri grein, noti styrkinn til framhaldsnáms við háskóla utan heimalands síns og sé talinn lík- legur til að verða síðan virkur og velviljaður, skilningsgóður og traustur tengiliður manna af mis- munandi þjóðerni. Styrkirnir eru veittir konum jafnt sem körl um. Námsfólkinu eru veitt góð tækifæri til þess að kynnast Rótarymönnum á námsstaðnum, landinu og þjóðinni og ennfrem- • Ábyrgðarleysi Og nú ber þessi óábyrga stjóm arandstaða fram vantraust á ríkisstjórnina. Segja má að í rauninni hafi ábyrgðarleysistjórn arandstöðunnar í engu komið skýrar fram en í þessum van- traustsflutningi. Þvi það veit al- þjóð, einnig þeir, sem að þessu vantrausti standa, að þó ríkis- stjórnin legði niður völdin, þá myndi þessum tveimur flokkum Framsókn og kommúnistum með öllu ógjörlegt að stjórna landinu. En vitaskuld verður stjórnar- andstöðunni ekki að ósk sinni. Við stuðningsmenn núverandi hæstv. ríkisstjórnar, við styðj- um hana óhvikulir. Við gerum það af því við vitum, að það er þjóð okkar fyrir beztu, að hún fari með völdin. Og við stjórnarandstöðuna vil ég segja þetta að lokum. Flutn- ingur þessarar vantrauststillögu á hæstv. ríkisstjórn er eitt af axarsköftum ykkar. Þið áttuð að gera annað. Þið áttuð að bera fram vantraust á sjálfa ykkur, þ. e. a. s. þið áttuð að taka ykk- ur til og íhuga ykkar ráð. Þið áttuð að reyna að skilja að i stjórnarandstöðu ykkar gangið þið „villur vegarins". Ef þið skiljið þetta og reynduð að taka ykkur á, þá mætti svo fara að stjómarandstaða ykkar yrði með skaplegri hætti en hún ml er og einkennist ekki af því ráð- leysisfálmi, sem flutningur þessa vantrausts ber vott um. ur til þess að kynna þar sitt eigið land og þjóð. Hafsteinn er einn af 118 náms- mönnum, sem hlutu Rótary- styrki að þessu sinni. Þar með hefur Rótary International á rúm um áratug veitt 1438 slíka styrki og varið til þess fé, sem svarar 130 til 140 milljónum íslenzkra króna. (Frá Rótary-klúbb Selfoss). Gullbrúðkaup hjónanna á Steinum SL. FÖSTUDAG áttu Kristján bóndi og hreppstjóri á Steinum í Stafholtstungum og Rannveig húsfreyja Oddsdóittir gullbrúð- kaup. Vinir þessara vinsælu og vel látnu hjóna mitt í breiðri byggð Borgarfjarðarhéraðs létu ekki á sér standa að óska þeim til hamingju. Þeir tóku daginn snemma og snæddu með þeim hádegisverð á heimili þeirra. Síðar um daginn var svo gullbrúðkaupshjónunum haldið samsæti í skólanum á Varmalandi. Sátu það rúmlega 100 manns víðs vegar að úr hér. aðinu. Ræður fluttu fyrir minni heiðursgestanna séra Einar Guðnason í Reykholti, Andrés Eyjólfsson, fyrrverandi alþingis. maður, í Síðumúla, Þórir, Stein. þórsson, skólastjóri i Reykholti og Sigurður Halldórsson, kenn. ari í Borgarnesi. — Rannveig var heimasæta á Steinum, dóttir Odds bónda þar. Kristján, sem er trésmiður að iðn, er einn hinna stórmyndarlegu Svarfhólssystk. ina. — Oddur. Styrkur til framhalds- náms í mjólkuriðnfrœði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.