Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 16. marz 1961 MORCllTShLAÐÍÐ 5 Lífshagsmunir fólksins skapa alþjóðarétt (Jtvarpsræða Jóhanns Hafsteins á Alþingi HERRA forseti! Góðir tilheyr- endur! í þessum vantraustsumræðum í gærkvöldi og í kvöld kennir allmargra grasa af hálfu hátt- virtrar stjórnarandstöðu. Eitt er þó óbrigðult: Það er samstaða stjórnarandstöðunnar. Það er ekki eins og þetta séu tveir stjórnmálaflokkar: komm- únistar og Framsókn. Um það vitna þó þessar umræður ótví- rætt. i ★ Það eru tveir meginþættir Iþeirra ásakana, sem beint er gegn stjórnarliðinu: 1. Að það hafi svikið og vanefnt x loforð og fyrirheit í löggjöf ( og stjórnarframkvæmdum — og verðskuldi því vantraust. Að hæstvirt ríkisstjórn og _ stuðningslið hennar hafi svik- ið þjóðina í landhelgismál- inu — og beri ríkisstjórninni ^ þvi að biðjast lausnar. Ætla verður, að við eigi að taka samstjórn Framsóknar og kommúnista. En hvernig stend- ur á því, að það hefur enginn einasti stjórnarandstæðinga minnzt einu einasta orði á hina, væntanlegu, nýju landsstjórn, sém ætti að leiða hina hrjáðu og vonsviknu þjóð út úr eyði- mörkinni og inn í fyrirheitna landið? Skyldi hafa þótt væn- legra að viðhafa ekki mörg orð um það? • Svikin og vanefndirnar Ég skal nú víkja að fyrri þætti ásakananna — um svikin og vanefndirnar hjá núverandi stj órnarflokkum. Það er rétt hjá háttvirtum stjómarandstæðingum að rekja má upphaf núverandi stjórnar- samstarfs til aldurtila eða and- láts vinstri stjórnarinnar í árs- lokin 1958. Má ég aðeins lesa á legstein- inn áður en lengra er haldið — það er legstein vinstri stjórnar- innai'. Þar stendur: „Anno 1958 — 5. desember: „Ég hef á ríkisráðsfundi í dag beðist lausnar fyrir mig og ráðu neyti mitt. — Fyrir lá, að hinn 1. desember átti að taka gildi ný kaupgreiðsluvísitala, sem fól í sér 17 stiga hækkun. Til þess að koma í veg fyrir nýja verðbólguöldu, sem af þessu hlaut að rísa, óskaði ég þess við samráðherra mína, að ríkis- Stjórnin beitti sér fyrir setn- ingu laga um frestun á fram- kvæmd hinnar nýju vísitölu til loka mánaðarins, enda yrðu, hin fyrrnefndu 17 vísitölustig þá greidd eftir á fyrir desember, nema samkomulag yrði um annað. — Leitað var umsagnar Alþýðusambandsþings um laga- setningu þessa, samkvæmt skil- yrði, sem sett var fram um það í ríkisstj órninni. Alþýðusam- bandsþing neitaði fyrir sitt leyti beiðni minni um frestun. —-- Ný verðbólgualda er þar með skollin yfir. — Við þessu er svo því að bæta, að í ríkisstjórninni er ekki samstaða um nein úr- ræði í þessum málum, sem að mínu áliti geti stöðvað hina háskalegu verðbólguþróun, sem verður óviðráðanleg, ef ekki næst samkomulag um raunhæf- ar ráðstafanir". l , Undirskrift: f Hermann Jónasson, hér með fyrrverandi forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar sálugu. f! Þetta voru endalokin! Það var víða takmarkaður söknuður! • Legsteinsáritunin Á þessu stigi málsins tók við minnihlutastjórn Alþýðuflokks- ins, studd af Sjálfstæðisflokkn- um. Háttv. síðasti ræðumaður, Skúli Guðm., sagði áðan að það hefði verið opinberlega ráðið að sundra vinstri stjórninni. En samkv. áletrun á legsteininum sundraði hún sér sjálf. „Ekki samstaða um nein úrræði“. Strax í janúar-mánuði 1959 lögfestu þessir tveir flokkar nið urfærslu verðlags og launa og var það fyrsta óhjákvæmilega sporið til þess að stöðva hina geigvænlegu verðbólguþróun. Þegar þessi lög tóku gildi, var kaupgjaldsvísitalan orðin 202 stig. — Sérfræðingar vinstri stjórnarinnar höfðu sýnt fram á fyrir áramótin, að án aðgerða myndi vísitalan komin minnst í 270 stig í nóvember 1959. — Ólafur Björnsson, prófessor, sýndi fraiji á, og sem aldrei var vefengt, að þá yrði þess skammt að bíða, að óðaverðbólgan skutlaði vísitölunni upp í 400 stig. Við þessar aðstæður ákváðu núverandi stjórnarflokkar með áðurgreindum lögum um niður- færslu verðlags og launa í janú- ar 1959, að frá 1. febr. 1959 skyldi miða verðlagsuppbót á laun og allar aðrar greiðslur, er fylgja kaupgi^iðsluvísitölu, við vísitölu 175 stig. Jafnframt var lögfestur nýr grundvöllur vísitölu fram- færslukostnaðar og ákveðið, að 1. marz 1959, þegar sá vísitölu- grundvöllur tæki gildi, skyldi vísitalan teljast 100 stig. Og hvað hefur svo vísitalan hækkað mikið síðan? Um 4 stig! Nú er rakið fyrirheit og efnd ir annars af tveim meginskil- yrðum Sjálfstæðisflokksins við stjórnarmyndun, eftir andlát vinstri stjórnarinnar — en það var: „Að tafarlaust yrðu gerðar ráðstafanir til þess að stöðva verðbólguna“. Hitt meginskilyrðið var eftir- farandi: „Að lögfest yrði á þessu þingi (þ.e. 1959) sú breyting á kjördæmaskipuninni, að tryggt sé, að Alþingi verði skipað í slíku samræmi við þjóðarvilj- ann, að festa í þjóðmálum geti náðst“. Finnst Framsóknarmönnum, að gleymzt hafi að efna þetta fyrirheit? Nei, vissulega ekki. En broslegt er að minnast nú, í ljósi þeirrar reynslu sem fyr- ir liggur — sleggjudómanna, um það að „landið mundi leggj- ast í auðn“ með kjördæma- breytingunni. Kosningarnar um kjördæmin voru sagðar um það, „hvort íslendingar vilja halda áfram að byggja land sitt eða láta það fara í meiri og meiri auðn“. • Staðið við fyrirheit Hæstvirtur forsætisráðherra, Ólafur Thors, gerði í glöggu máli grein fyrir því í ræðu sinni í gærkvöldi, hversu skil- merkilega núverandi ríkisstjórn hefði staðið við þau fyrirheit, er hún gaf — þegar hún tók við völdum 20. nóv. 1959 — fyrir aðeins 16 mánuðum. Eigi gerizt þörf að endurtaka Jóhann Hafstein þessar staðreyndir, en árétta má eftirfarandi: Núverandi ríkisstjórn gafst fyrst tækifæri til að leggja mál sín fyrir Alþingi — eftir mjög skamman undirbúningstíma — í lok janúar 1960. Á því þingi var afgreidd hin umfangsmikla efnahagslöggjöf, sem fól í sér algjöra kerfisbreytingu frá því, sem lengi hafði verið, samhliða víðtækum ráðstöfunum í félags- málum, skattamálum og við- skiptamálum. Lögfest var og síðan fram- kvæmt: 1. Rétt gengisskráning — en af- numið bótakerfi það, sem út- flutningsframleiðslan hefur bú ið við síðan 1951. — Útflutn- ingssjóður lagður niður. 2. Almannatryggingar tvöfaldað- ar, einkum hækkun á fjöl- skyldubótum og elli- og ör- orkulifeyri. 3. Tekjuskattur felldur niður á almennum launatekjum, auk annarra umbóta á skattskyldu einstaklinga. 4. Afgreidd tekjuhallalaus fjár- lög og hafin gagnger endur- skoðun á fjármálum rikis- sjóðs. 5. Lögleidd ný skipan á inn- flutnings- og gjaldeyrismál- um. Innflutningsskrifstofan lögð niður, en gjaldeyrisbönk- unum falin framkvæmd inn- flutnings- og gjaldeyrismála, og fjárfestingarhömlum af- létt. Raunverulega frjáls inn- flutningur á allt að 85—90% heildarinnflutningsins. 6. Vísitölukerfið afnumið, þann- ig að óheimilt er að miða kaupgjald við breytingar á vísitölu, en reynslan hafði sýnt, að það vísitölukerfi, sem hér hafði verið í gildi síðan í byrjun heimsstyrjald- arinnar síðari, hafði ekki orð- ið launþegum til neinna var- anlegra hagsbóta — en und- irrót óeðlilegrar verðþenslu og öryggisleysis í efnahags- málum. • Verkefni núverandi þings Á yfirstandandi þingi hafa verið og eru mörg mikilvæg og merk mál til framkvæmda: 1. Fjárlög voru afgreidd greiðslu hallalaus fyrir áramót. 2. Til meðferðar eru bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar frá 5. jan. um að opna nýja lánaflokka í stofnlánadeild sjávarútvegsins. Er sú aðstoð, • sem útveginum er þannig veitt, að koma til fram- kvæmda — en með þessu mikilsverða máli er bætt úr tilfinnanlegum lánsfjárskorti útvegsins á liðnum árum. 3. Langt er komið breytingu og samræmingu á bankalöggjöf- inni. Seðlabankinn verður al- gjörlega sjálfstæður. Endur- bætt lögin um Landsbankann, Útvegsbankann og Fram- kvæmdabankann. Á síðasta þingi lagfærð lögin um Bún- aðarbankann og sett ný lög um Verzlunarbanka. 4. Á mörgum öðrum sviðum hefur ríkisstjórnin haft for- göngu um margvíslega laga- setningu, sem ekki vinnst tími til að rekja nú. Ríkisstjórnin verður sannar- lega ekki ásökuð um athafna- leysi og vanefndir. Þvert á móti nýtur hún vaxandi trausts fyrir atorku, áræði og dugnað. II Ég kem þá að síðari þætti ásakana stjórnarandstæðinga, að stjórnarliðið hafi svikið þjóð- ina í landhelgismálinu. H. J. talaði um „fordæma laust réttindaafsal“, að lausn fiskveiðideilunnar samsvaraði „að selja Bretum sjálfdæmi". Finnbogi Rútur sagði: „Trúi því hver sem vill, að Bretar fari út úr 12 mílna landhelg- inni eftir 3 ár“ og Hermann sagði, „að það væri hvergi tek- ið fram“ og aðrir hafa svo kyrjað þetta sama um „afsal réttinda um aldur og ævi“ og fráhvarf og svik við fyrri yfir- lýsingar. Þetta síðara skulum við at- huga fyrst. Landsfundur Sjálfstæðisflokks ins 1959 gerði ályktun um land- helgismálið — eins og Páll Þor- steinsson gerði að sérstöku um- talsefni í gærkvöldi. Hann tal- aði um fullkomið ósamræmi milli orða og gjörða Sjálfstæðis manna. Þetta var kjarni ræðu hans. Nú skal ég víkja að þessari sömu ályktun. Þar segir m.a.: „að leita beri lags um frekari friðun fiski- miðanna, þangað til viðurkennd ur er réttur íslands til land- grunnsins“. Þetta hefur verið gert og að þessu er stefnt — og þessi stefna er áréttuð í samkomu- laginu við Breta nú. Enn segir í ályktun Lands- fundarins: „Fundurinn fagnar útfærslu fiskveiðilandhelginnar á síðasta ári, sem spori í rétta átt en harmar, að ekki skyldi samtímis leiðréttar grunnlínur". Nú eru leiðréttar grunnlínur í samkomulaginu við Breta, svo að stórkostlega þýðingar- mikil hafsvæði á beztu fiski- miðum og uppeldisstöðvum koma nú innan fiskveiðiland- helginnar. Enn segir: „Fundurinn telur mjög ámælisverðan ágreining þann, sem ríkir um þetta mál innan fyrrverandi rikisstjórn- ar“. En svo djúpstæður var ágrein ingurinn að kommúnistar gáfu út sérstaka bók fyrir kosning- arnar 1959 til að fegra sinn málstað — en auglýstu vita- skuld enn betur en áður hversu ósamstæð og úrræðalaus vinstri stjórnin var í þessu mikla máli. Svo talar stjórnarandstað- an, kommúnistar og Framsókn, um, að rofinn sé nú einhugur í þessu máli! Og loks lýkur ályktun Lands- fundar Sjálfstæðismanna 1959 með þessum orðum: „Landsfundurinn skorar á alla Islendinga að sýna, þrátt fyrir mistök fyrrverandi ríkis- stjórnar, algeran einhug í mál- inu, láta ekki undan síga fyrir erlendu ofbeldi né sætta sig við minni fiskveiðilandhelgi en j nú hefur verið ákveðin, lieldur sækja fram þar til lífshagsmun i ir þjóðarinnar eru tryggðir". 1 Þetta ályktaði Landsfundup Sjálfstæðismanna um miðjan marz 1959. Nákvæmlega þaS sama fólst í ályktun Alþingis 5. maí 1959 þar sem sagt er „að afla beri viðurkenningar á rétti Islands til landgrunnsins alls“ og „að Alþingi telji ís- land eiga ótvíræðan rétt til 12 mílna fiskveiðilandhelgi“. • Hvað hefur gerzt Hvað er það sem gerzt hefur? Löng og alvarleg deila við Bretland hefur verið leyst. Bretar viðurkenna nú í eitt skipti fyrir öll rétt okkar til 12 mílna fiskveiðilandhelgi — „falla frá mótmælum sínum“ skilyrðislaust. Þannig verður hin umdeilda landhelgi óvefengjanlega okk- ar. Því ráðum ,við svo íslending- ar sjálfir — að heimila Bretum um leið takmörkuð veiðirétt- indi í okkar íslenzku landhelgi í 3 ár. Það vinnum við til þess að leysa deilu — en stóraukum jafnframt landhelgina með grunnlínuréttingum. Þetta er ekki að falla frá kröfunni um 12 mílna landhelgi — heldur að fá hana viður- kennda með sáttfýsi, sem felur í sér litlar fórnir en mikinn ávinning og málalok, sem eru Islandi til sóma á alþjóða- vettvangi. Svo tala þessir háttv. stjórn- arandstæðingar um, að það standi hvergi í samkomulaginu að Bretar skuli fara af ytri 6 mílunum eftir 3 ár! Þeir hafa ekki leyfi Islend- inga til að vera lengur á þessu svæði, sem Bretar nú fyrst hafa gefizt upp á að mótmæla að við íslendingar eigum óskoraðan rétt til einir! Þjóðviljinn í morgun segir, að Finnbogi Rútur Valdernars- son hafi í ræðu sinni í gær- kvöldi „með djúpstæðri og yf- irgripsmikilli þekkingu sinni á alþjóðarétti og Alþjóðadóm- stólnum í Haag flett ofan af blekkingum" B. Ben. og G. Thor. í þessu máli. Má vera að Þjóðviljanum finnist þekkingin yfirgripsmikil og djúpstæð! „Hvaða stofnun var það, sem varð þess valdandi, að mjög breyttust viðhorf í öllum land- helgismálunum og meira að segja kom af stað þýðingar- mestu breytingunni, sem enn hefur orðið á landhelgi Islend- rnga en það var friðun flða og fjarða við Island? Voru það alþjóðasamþykktir eða samning- ar, eða fordæmi 20—30 ríkja, eins og hér er vitnað til, eða var það kannski Alþjóðadóm- stóllinn, sem hafði í því foryst- una og var skapandi þess rétt- ar, sem reynzt hefur okkur mik ilsverðastur í þessu máli? • Brau*ryðjendastarf alþjóða dómsins varðandi landhelgina Það var vitnað hér áðan af hv. 2. þm. Vestfirðinga (Her- manni Jónassyni) í dóminn í máli Norðmanna og Breta, sem varð undirstaða aðgerða okkar 1952. Sá dómur var einmitt brautryðjandi í þessum efnum. Hann kvað á um það, þó að engin sett alþjóðasamþykkt væri til, að þá væri það m.a. vegna lífshagsmuna fólksins, sem Norðmenn hefðu rétt fyr- ir sér, en ekki Englendingar. Það var hann, þessi Alþjóða- dómstóll, sem nú er sagt að ætíð sé á eftir, það var hann, sem setti fram í skýru og stuttu máli þær helztu röksemdir, sem við höfum fram á þennan dag byggt á, ekki aðeins það, sem við gerðum 1952, heldur einnig réttarlega túlkun á því, að að- gerðirnar 1958 hafi haft við lög að styðjast. Það er þess vegna algert öfugmæli og lýsir full- kominni vanþekkingu á sögu þessa máls. og alls sem í því hefur gerzt, þegar sagt er að Aþjóðadómst''linn sé þarna á Framh. á bls. 7.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.