Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1961, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. marz 1961 MORGVNBLAÐIÐ — Ræða Jóhanns Hafsteins Framh. af bls. 8 eftir þróuninni, 20—30 árum, þegar það liggur fyrir að í því eina máli þessarar tegundar, sem lagt hefur verið undir hann, vann hann brautryðjenda starf og okkur íslendingum alveg sérstaklega ómetanlegt brautryðj endastarf“. Finnbogi R. Valdimarsson vitnaði í gamlar norskar reglu- gerðir frá byrjun 18. aldar og sagði að í dómi Alþjóðadóm- stólsins hefði ekkert nýtt kom- ið fram, aðeins staðfesting á hundrað ára reglum! Hér fer bezt á því, að dóm- stóllinn tali sjálfur: „Meðfram stöndinni eru grunn tiltölulega há upp í sjó, raunverulegir neðansjávarhjall- ar, þar sem eru sérstaklega fiskauðug mið, er norskir fiski- menn hafa þekkt og stundað frá ómunatíð. Með því að grunn þessi voru innan sjónvíddar frá landi, fundu menn og greindu beztu miðin með miðunarað- ferðinni (,,meds“), þar sem tvær línur til tiltekinna staða á ströndinni eða eyjunum skerast. 1 þessum hrjóstugu landshlut- um hafa íbúar strandhéraðanna framfæri sitt einkum af fiski- veiðum. Þetta eru staðreyndir, sem verður að hafa í huga, er dóm- ur er lagður á réttmæti þeirrar staðhæfingar Hins sameinaða konungsríkis, að þau takmörk norska fiskiveiðasvæðisins, sem ákveðin voru í úrskurðinum frá 1935, fari í bág við alþjóðalög". Það er þarna, sem Alþjóða- dómstóllinn sýnir hinn réttar- skapandi eiginleika sinn. Setur fram nýja réttarkenningu — sem ekki var áður til — og grundvallar dómsúrskurð á henni — að lífshagsmunir fólks ins skapi alþjóðarétt, sem ekki var áður viðurkenndur. Það er á þessum rétti, sem ísland hefur staðið á báðum Genfarráðstefnunum 1958 og 1960 þegar íslenzka sendinefnd- in hefur flutt um það tillögur að þar sem þjóð byggir afkomu sína á fiskveiðum meðfram ströndum, beri strandríkinu sér staða, umfram hin almennu fiskveiðitakmörk, enda skuli ágreiningur borinn undir gerð- ardóm. Og nú vek ég loks athygli á, að ef 12 mílna fiskveiðiland- helgi hefði verið samþykkt á Genfarráðstefnunni og það var út af fyrir sig vilji Islendinga, þá hefðu íslendingar samkvæmt því verið við 12 mílurnar bundn ir um aldur og ævi — með sama hætti og nú er vitnað til. Þá hefðu íslendingar engan ein- hliða rétt til að hverfa frá því samkomulagi! Við lausn fiskveiðideilunnar við Breta hefur ekkert rétt- indaafsal átti sér stað og ekkert boðið umfram það sem við höfum áður verið reiðubún- ir að fallast á og sjálfir lagt til á Genfarráðstefnunni. Hitt er rétt að við afsölum okkur þeirri athöfn, að færa út fiskveiðilögsöguna með þeim hætti, sem ekki á stoð í lögum og rétti, þ.e. alþjóðarétti og ís- lenzkum lögum —• á sama hátt og Bretar afsala sér því, að beita vopnavaldi gegn okkur ef ágreiningur rís — en bera mál- ið undir úrskurð Alþjóðadóm- stólsins. ★ Stórveldin þurfa ekki á dóm- stólum að halda. Þau hafa vald ið. En það eru smáþjóðirnar — minnstu ríkin, . sem verða að láta sér nægja réttinn. Herra forseti! Góðir áheyr- endur! Við leyfum okkur að treysta því að almenningur beri traust til þeirrar ríkisstjórnar, sem hefur með áræði og festu á- orkað því að reisa efnahag þjóð arinnar úr rústum og leggja grundvöll að öryggi og festu í framtíðinni — jafnframt því sem henni hefur auðnazt að leysa erfiða og viðsjárverða milliríkjadeilu með þeim hætti sem íslendingum er bæði sómi og styrkur að. Nýja Testamentið í nýrri enskri þýðingu LONDON, 14. marz. (Reuter). — f morgun kom á markaðinn í Englandi ný þýðing Nýja Testa- mentisins, sem unnið hefur ver- ið að síðustu fimmtán árin. Að útgáfunni standa háskólarnir í Oxford og Cambridge .Þýðing- in er gerð á nútíma ensku úr grísku og hebresku. Seinasta ensk þýðing biblíunnar kom fyrst árið 1611. Hin nýja útgáfu var prentuð í einni milljón eintaka, en þegar ií gær var stöðugur straumur fólks í bókaverzlanir víðs veg- ar um England til að tryggja sér eintak. Og fáum klukkustundum eftir að sala hófst í morgun var bókin orðin metsölubók. Er nú verið að prenta 350 þúsund ein- tök til viðbótar. Fyrirhugað er, að gera sams konar þýðingu á Gamla Testa- mentinu, en það verk mun taka allt að 18 árum. Stjórn SÞ 1 Leo- poldville neitar að gefa upplýsingar LEOPOLDVILLE, 14. marz. — (Reuter: — Stjórn Sameinuðu þjóðanna í Kongó hefur stöðvað allar fréttasendingar af aðgerð- um herliðs samtakanna í Kongó og öðrum atburðum þar. Tals- maður stjórnarinnar hefur neit- að að svara nvaðan ákvörðun þessi sé komin. Síðast fékkst eðlileg fréttaþjón usta í Leopoldville á laugardag- inn. í gær einskorðaði talsmaður stjórnar SÞ upplýsingar sínar við menn þá, er tækju þátt í samningaviðræðum um sendingu hermanna SÞ til hafnarbæjarins Matadi jafnframt því, sem hann skýrði frá komu evrópska flótta- fólksins frá Kivu héraðinu. í dag skrifaði hann hjá sér spurningar fréttamanna, og kvaðst skyldu reyna að fá svör við einhverjum þeirra, án þess að hann gæti nokkru lofað þar að lútandi. JOHANNESBURG, 14. m.arz. — (NTB/Reuter). Hinn 34 ára gamli Suður Afríkubúi, Peter White, sem tekinn var höndum fyrir skömmu ásamt sænsku skáld- könunni Söru Lidman hefur ver- ið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum vopn og skotfæri í leyfis- leysi. Hann hefur nú verið látinn laus gegn tryggingu. £ B KABELWEBK ADLERSHOF Berlin Adlershof, Buchnerweg 81/91 Deutsche Demokratische Republik framleiðir: Tengivíra- og fjölvírastrengi í síma-, útvarps- og sendistöðvar. Sterkstraums-Ieiðslur fyrir hreyfanleg tæki. Umboðsmenn: 1 RAFTÆKJASALAN HF., Reykjavík Pósth. 728, Allar upplýsingar veitir: Deutsher Innen-und Aussenhandel Berlin N 4 — Chaussestrasse 112 Deutsche Demokratische Republik Mófmæla skeyti til Hammarskjölds Elisabethville, 14. marz. (NTB). KONGÓSKU stjórnmálaleiðtog- arnir, sem þátt tóku í ráðstefn- unni í Tananarive héldu með sér fund í Elisabethville í morgun. Þá samþykktu þeir endanlega að næsti fundur hins nýstofnaða sam bandsráðs Kongórikja skuli hald- inn í Bakwanga í Suður Kasai eftir tvær vikur. Jafnframt var tilkynnt, að und inn yrði bráður bugur að því, að koma á nánu sambandi yfirher- stjórnanna í Leopoldville, Elisa- þetville og Bakwanga í því augnamiði að koma í framkvæmd hernaðarlegri samvinnu hlutað- eigandi ríkja. Á fundinum í morgun var einn ig samþykkt að senda tvö sím- skeýti til Hammarskjölds, frkv.- stjóra S. Þ. I öðru skeytinu er ákaft mótmælt því að indverskir hermenn séu sendir til Kongó til styrktar liði SÞ en í hinu skeyt- inu var mótmælt síðustu sam- þykkt öryggisráðsins í Kongó- málinu. Segir í skeytinu, að sú samþykkt sé í ósamræmi við stofnskrá Sameinuðu Þjóðanna, þar sem hún feli í sér afskipti af innanríkismálum Kongó. Husqvarna ELDAVÉLASETT GERIR ELDHÚSIÐ Þ LGILEGRA OG FALLEGRA. Evrópumenn sœta ógnun um í Kivu-héraði LEOPOLDVILLE, 14. marz. — (Reuter). — Belgíska fréttastof- an Belga skýrir frá því í dag, áð allmargir kongóskir hermenn hafi týnt lfi síðustu daga í bar- dögum við hermenn frá Malaya úr liði Sameinuðu þjóðanna. Bardagarnir urðu, að sögn Belga, í Kindu í Kivu héraðinu, en þar eru Malayahermennirnir að *eyna að bjarga 300 Evrópu- mönnum, sem sæta ógnunum af hálfu kongóskra hermanna. — Belga segir, að kongóhermenn- irnir hafi tekið af lífi liðsfor- ingja úr liði Malayamanna, sem hafi þá hafið skotárás. Óstaðfestar fregnir herma að kongóskir hermenn hafi haldið uppi ógnunum í Kivu sl. tvær vikur. Yfirvöldin í héraðinu, sem hafa lagt blátt bann við brott- för hinna þrjú hundruð Evrópu- manna, m.a. virðast ekki hafa nokkurn hemil á hermönnum sínum. Talsmaður SÞ segir, að öruggar fregnir séu um, að nunn ur hafi verið svívirtar og prestar barðir í Kivu. síðustu daga. Létta efnahagsþvingunum Yfirvöldin í Leopoldville hafa ákveðið að aflétta að nokkru leyti efnahagsþvingunum þeirra gegn Oriental-héraði og stjórn- inni í Stanleyville. Er talið að ákvörðun þessi sé skref í áttina til þess að reyna að koma á eðli- legu sambandi milli yfirvaldanna í Stanleyville og Leopoldville. Krefst sætis í ráðgjafanefnd um Kongó Þegar Kasavubu forseti og Ileo, skipaður forsætisráðherra komu til Leopoldville, var þeim fagn- að af miklum mannfjölda. Stóðu þeir uppi í bifreiðinni, sem þeir óku í frá flugvellinum og svör- uðu hyllingu fólksins. Sendinefnd Kasavubus hjá SÞ hefur krafizt þess að fá sæti í ráð gjafanefnd Hammarskjölds í mál efnum Kongó. Hefur sendinefnd- in gefið út tilkynningu í New York, þar sem segir, að SÞ reyni að þröngva lausn Kongómálsins upp á þjóðina án nokkurs tillits til óska hennar. Krefst nefndin þess að fá að minnsta kosti á- heyrnarfulltrúa í ráðgjafanefnd- inni, ef ekki fastan fulltrúa, jafn framt því sem hún fái með vissu millibili aðgang að þeim nefnd- um, sem fjalla um málefni Kongó. Bökunarofn með sjálf- virkum hitastilli og glóð arrist. ELDUNARPLATA með 3 eða 4 hellum. Fullkomin viðgerðarþjónusta j varahlutir jafnan fyrirliggj- andi. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 S. 35200. J. Þorláksson & Norðmann j Bankastr. 11 — Sími 11280.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.