Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. marz 1961 MORGUNBLAÐIb 3 Drakk TILVILJANIR eru oft ein- kennilegar, svo einkennilegar og þýðingarmiklar, að margir freistast til að trúa eða álíta að þær séu fyrirhugaðar — en þá eru þær auðvitað ekki leng- ur tilviljanir. Suma mikils- verðustu atburði í lífi manna má rekja til tilviljana — eða þess sem virðist vera tilvilj- anir — jafnvel sumir heims- sögulegir viðburðir virðast hafa orðið fyrir einhvers kon ar tilviljanir. Dæmin eru mörg úr lífi manna og þjóða. Auð- vitað eru til tilviljanir, sem hafa enga þýðingu — og til- viljanir sem hafa þýðingu án þess að hafa þýðingu, þ.e.a.s. maður gleymir þeim aldrei, þótt þær hafi ekki átt neitt er- indi inn í líf manns. Þessi skrif eru eiginlega tilviljun —- vegna tilviljunar. Blaðamaður á Mbl. kemst að því af tilvilj- un, að Egill Sigurðsson, um- boðssali, hefði af tilviljun drukkið bjór með Lumumba sáluga í London fyrir um það bil 15 árum. Egill og blaðamaður Mbl. upphófu í til- efni þess umræður um tilvilj- anir. Þess vegna er þetta svona háfleygt. Egill getur ekki gleymt þessari tilviljun — og dauði Lumumba hefur undir- strikað hana. — Heldur þú að það hafi séð. Þessi fínleiki kom .líka inn an frá. Hann var gáfulegur og erfitt að gleyma honum, eftir að maður hefur einu sinni séð hann. .— Hvernig var- framkoman? — Hann var mjög hlédræg- ur og virtist jafnvel feiminn, sagði fátt, en einhvern veginn fannst manni, að hann hugs- aði þeim mun meira. — Drakk hann mikið. — Nei, ég minnist þess ekki. — En þú? — Þetta var engin drykkju veizla, við drukkum bjór og síðan fór hver sína leið. Ég var 1 verzlunarerindum og fór skömmu síðar heim. — Hvernig stóð á því að þú hittir Lumumba þarna? — Hann var með fólki, sem ég þekkti og við fórum öll í Soho, sem var og er kannski enn eins konar listamanna- hverfi. — Vissirðu hvað Lumumba var að gera í „Englandi? stakt við hann? — Ég minntist eitthvað á Kongó, og hann sagði eitthvað á þá leið, að það væri gull- kista Belgíumanna. — Nokkuð fleira eða nánar? — Nei, ekkert sem ég minnt ist, það var fleira fólk þarna og þetta var ekki nema kvöld- stund. — Þekktirðu hann svo af myndum, þegar hann var kom inn í heimspólitíkina? .— Ég kannaðist strax við nafnið og fannst, að þetta gæti verið hann. Þegar ég sá mynd af honum, varð ég alveg viss, það væri hægt að þekkja hann úr heilli þjóð. — Hvernig varð þér við, þegar fréttist um dauða hans? — Ég tók það nær mér, heldur en ef ég hefði aldrei séð hann. Mynd hans sveif fyrir hugskotssjónum mínum, ung- um og gáfulegum — og góðleg um. Ég held að líf hans hafi Lumumba verið tilviljun, að Lumumba varð sá sem hann var? — Nei, svaraði Egill, það var eitthvað sérstakt við hann. — Hvað? — Ja, hann var fínlegri, ekki eins grófgerður í útliti og aðr- ir svertingjar, sem ég hafði — Mig minnir að hann hafi komið frá Belgíu til Englands, sennilega til að skoða borgina, annars veit ég það ekki fyrir víst. Það er svo langt síðan þetta var. Hann hefur varla verið meira en tvítugur. — Talaðirðu nokkuð sér- ekki verið tilviljun og dauði hans ekki heldur. Dauði hans snertir mann eins og píslar- vætti, og það er ekki ólíklegt að hann eigi eftir að‘ verða frelsistákn allrar hinnar undir okuðu, svörtu Afríku. i.e.s. Kaffistofa stúdenta í kjallara háskólans. Ráðskonan, Ingibjörg Jónsdóttir, stendur við skenkiborðið. (Sveinn Þormóðsson tók myndina) Aukið húsnœði orðabókar Rektor Háskóla fslands, próf. Ármann Snævarr, skýrði frétta- mönnum frá því á miðvikudag- inn, um leið og hann sagði frá öðrum framkvæmdum á vegum háskólans, að hinir þrír fastráðnu starfsmenn, sem vinna að orða- bók háskólans, hefðu nú flutt í stærra húsnæði. Fréttamönnum var sýnt húsnæðið við sama tækifæri. Tannlæknadeild flutti 1959 úr háskólabyggingunni í hið nýja húsnæði í Landspítalanum. Hús- næði það, sem þar losnaði, hefir nú verið búið út fyrir starfs- menn orðafcálkarinnar. Er þ«ð húsnæði þrjú herbergi og seðla- geymsla. Undirbúningsvinna við samningu íslenzkrar orðabókar, sem nær frá því um Sfúcienfar fá húsnæði til félagsstarfsemi Stúdentar hafa nýlega fengið' nokkurt húsnæði í kjallara há- skólans til afnota fyrir félags- starfseml sina og bóksölu. Skýrði rektor Háskóla íslands, prófessor Ármanm Snævarr, fréttamönnum frá þessu á mið- vikudaginn, og sýndi þeim jafn- framt húsnæðið. Húsnæðj þetta, sem er í suð- wrkjallara skólahússins, losnaði 1959, er eðlisfræðisstofnunin flutt þaðan í húsnæði það, er (Náttúnugripasaín hafði haft í Þjóðminjasafnsbyggingunni. Á- kváðu háskólaráð og rektor að ætla stúdentum það húsnæði til limráða. Framkvæmdum lauk síðast á árinu 1960 og fyrst á þessu ári. Húsnæði þetta skiptist 1 fjórar stofur. Kaffistofa stúdenta. Ein stofan er nú kaffistofa Btúdenta. Þar er rúm fyrir 30 kaffigesti, en á gangi fram af kaffistofu mætti bæta við nokkr- um borðum. Er kaffistofa þessi öll hin vistlegasta. Tók hún til starfa 12. das. og afhenti rektor, prófessor Ármann Snævarr, stúdentaráði hana þá til umsjár og rekstrar. Stendur stúdentaráð algerlega straum af rekstri kaffi- stofunnar, sem er opin alla virka >daga kl. g.45—11.15 f. h. og 3—4.30 e. h. Nýtur kaffistofan mikilla vinsælda meðal stúdenta og kennara. Bóksala stúdenta f annarri stofu hefur bóksölu stúdenta verið búin bækistöð, og er það herbergi ekki síður vistlegt. Þar er skrifstofa Stú- dentaráðs Háskóla íslands til húsa, en stúdentaráð hefur eftir sem áður herbergi til afnota á annarri hæð. Bóksalan er sjálf- stætt fyrirtæki, sem stúdentar reka. Þórður Guðjohnsen, stud. jur., veitir henni forstöðu, en hann er jafnframt framkvæmda- stjóri stúdentaráðs. Velta bók- sölunnar hefur aukizt jafnt og þétt ár frá ári. Herbergi deildarfélaga. Hin herbergin tvö í suðurkjall- aranum hafa verið búin við hæfi deildarfélaga, og var annað þeirra afhent Orator, félagi laga- nema, á hátíðisdegi félagsins 16. febr. s. 1., e» hitt var afhent félagi læknanema 15. þ. mán. Er með þessu bætt úr brýnni þörf þessara athafnasömu deild- arfélaga, er bæði hafa mikið um- leikis og hafa um langan tíma haldið úti myndarlegum tíma- ritum um fræðileg efni. Skap- ast þeim með þessum hætti fé- lagsleg bækistöð. Vorhoðinn IIAFNARFIRÐI. — Sjálfstæð iskvennafélagið Vorboðinn heldur fund í Sjálfstæðishús- inu næstkomandi máinudags- kvöld kl. 8,30. Auk venjulegra fundarstarfa verða skemmti- atriði og kaffi framreitt. — Félagskonur eru beðnar að fjölmenna. 1540 og til vorra daga hófst á árinu 1944, en segja má, að starfsemin komist í fast horf frá ársbyrjun 1948 að telja, er dr. Jakob Benediktsson tók við starfi forstöðumanns. Frá þeim tíma hafa starfað þrír fastráðnir menn við samningu orðabókar, og er starfsemin styrkt af Sátt- málasjóði og ríkissjóði. Miðað er við árið 1540 vegna þess, að þá var fyrsta íslenzka bókin prentuð, sem til er vitað, — þýðing Odds lögmanns Gott- skálkssonar á Nýja testament- inu, sem út kom í Hróarskeldu. í Kaupmannahöfn er unnið að orðabók um fornmálið undir stjórn Ole Widding. Hún er væntanleg á undan hinni ís- lenzku, og verða orð, sem þar finnast, en heimildir skortir um eftir 1540, tekin upp í hina ís- lenzku orðabók. Dr. Jakob Benediktsson sagði fréttamönnum, að starfið væri enn „á söfnunarstiginu". Skráð- ir hafa verið um 750 þús. seðlar (orðin vitaskuld færri), og heita má, að allar íslenzkar bækur prentaðar hafi verið orðteknar fram um miðja 19. öld. Frá þeim tíma verður ekkj kleift að gaum- gæfa allar bækur, heldur verð- ur að velja úr til orðtöku. — Þá lét dr. Jakob þess getið, að aðstoð almennings og sjálfboða- liða hefði verið og væri mjög mikilvæg við orðasöfnunuina. Bókmennta- og listkynning í Bæjarbíói Hafnarfirði — Bókmen-nta- og listkynningu heldur Hafnarfjarð- ardeild Norræna félagsins í Bæj- arbíó í dag. Vilhjálmur Þ. Gísla- son útvarpsstjóri heldur ræðu. Sænski sendikennarinn, lector | Jan Nilsson, flytur erindi, Guð- j mundur Jónsson óperusöngvari syngur, Herdis Þorvaldsdóttir - leikkona og Óskar Halldórsson cand. mag. lesa upp úr norræn-| um bókmenntum, þýddum á ís- lenzku. j S UKSIflHI! Klofningur i ínan Verkamannaflokksins HUGH Gaitskell, leiðtogi brezkra jafnaðarmaiuia hefur nú orðið að grípa til þess úrræðis að láta reka 5 þingmenn sína úr Verka- mannaflokknum. Eru þeir allir úr vinrstra armi flokksins, sem er allmiklu róttækari en sá hluti haiss, sem fyigir Gaitskell að málum. Innan Verkamanna- flokksins hefur eins og kunnugt er staðið yfir mikil deila undan- farið. Hefur hún fyrst og fremst srrúizt um afstöðuna til utant- ríkis- og öryggismála. Andstæð- ingar Gaitskells urðu ofan á í átökununr um öryggismlálin á seinasta flokksþingi flokksins. En innan þingflokksins hefur Gaitskell öruggan meirihluta. Á undanförmim árum hefur einnig verið deilt um það innan Verkamannaflokksins, hver af- staða flokksins skuli í framtíð- inni vera til þjóðnýtingar. Flest- ir hinna framsýnni leiðtoga brezkra jafnaðarmanpa gera sér ljóst, að brezka þjóðin er mót- ifallin frs/hari þjóðnýtingu, ogl telur hana ólíklega til þess að bæta lífskjör almennings. Þessi sama saga hefur gerzt innran flestra jafnaðarmannaflokka Ev- rópu. Til dæmis hafa vesturþýzk- ir jafnaðarmenn nýlega afneitað þjóðnýtingarstefnunni, þar sem þeir gera sér enga von um sig- ur í þinrgkosningunum, sem fram eiga að fara á þessu á.ri, ef þeir halda fast við hana. Reykvískir verkamenn vilja ekki verkföll í allan vetur hafa kommún- istar róið að því af kappi að koma reykvískum verkalýð út í pólitísk verkföll, sem hafa þann tilgang einan að hleypa af stað nýrri dýrtíðarskriðu og brjóta niður viðreisnarstefnu ríkis- istjórnarimrar. En eftirtekjur kommúnista af . þessari baráttu hafa ekki orðið miklar. Það hef- ur komið í Ijós, að reykvískir verkamenn eru mjög mótfallnir pólitískum verkföllum og gera sér ljóst, að eins og nú er háttað í íslenzkum efnahagsmálum, geta grunnkaupshækkanir ekki orðið þeim að gagni og til raun- verulegra kjarabóta. Flestir þeirra munra eftir verkfallsævin- týri kommúnista og Framsóknar- manna veturinn 1955. Þá var með pólitísku verkfalli knúð fram veruleg grunnkaupshækkun. En vinstri stjórnin lét það verða sitt fyrsta verk á miðju ári 1956 að taka þessa kauphækkun af verka- lýðmim aftur. Kjarabætur eftir nýjum leiðum Sjá.lfstæðismenn hafa lagt á- herzlu á það, að nú bæri að fara nýjar leiðir í baráttunni fyrir raunhæfum kjarabótum. Reynsla undanfarinna ára hefur sýnt, að taumlaust kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags hefur ekki bætt lífskjör ahnenniirgs. Nú ríður því mest á að auka fram- leiðsluna, framkvæma ýmis kon- ar vinnuhagræðingu, auk ákvæð- isvinnu, koma á samstarfsnefnd- um launþega og vinnuveitenda, efna til almenningshlutafétiga um þýðingarmikinn atvinnurekst- ur og koma á hlutdeildar- og alskiptifyrirkomulagi í atvinnu- rekstri. Þessar nýju leiðir hafa S.'í Ifstæðismenn m. a. bent á til þess að koma fram raunhæf- um kjarabótum. Allt bendir til þess að verkalýðurinn vilji miklu frekar freista þessara leiða en að taka þátt í hinum pólitísku verkfallsæTÍntýrum kommúnista.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.