Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVN BLAÐ'Ð Laugardagur 18. marz 1961 Þeir segja þetta um leik Pattersons og Ingemars Alltaf fundizt ÞEGAR leið að heims- meistarakeppni þeirra Floyd Pattersons og Ing- mar Johanssons í hnefa- leik, hárust blaðinu fyrir- spurnir margra um hvern ig fara mundi og nóttina sem keppnin fór fram var hvað eftir annað hringt á blaðið til að spyrjast fyr- ir um á hvaða bylgju- lengd væri hægt að hlusta á keppnina og hvenær úr- slit væru væntanleg. Af þessu má sjá að margir hér heima hafa haft mik- inn áhuga fyrir þessari keppni, þótt hnefaleikar séu hér ekki lengur við- urkenndir sem íþrótt og bannaðir með lögum. Það varð því að ráði að blað ið snéri sér til manna, sem stundað hafa þessa íþrótt hér, spyrði þá álits á keppendunum sjálfum og úrslitum hennar. Við skulum fyrst hitta að máli fyrrverandi íslandsmeist- ara í þunguvigt, Hrafn Jóns- son bifvélavirkjameistara. •— Er ekki bannað að tala um þetta hér á landi?, segir hann er við leggjum fyrir hann fyrstu spurninguna. — Það mun nú vera um þetta málfrelsi enn og við lát- um það lönd og leið þótt íþrótt in sé bönnuð. — Hvor þeirra fannst þér nú sigurstranglegri fyrir leik- inn? spyrjum við. — Ég hef séð báða fyrri leiki þeirra á kvikmynd og mér hefir alltaf fundist Patt- erson boxaralegri. Hann hefir liðlegri líkamsbyggingu og^ vinnur meira í hringnum. Ég er ekki í vafa um að hann hef- ir þjálfað sig meira og betur. ■— Báðir höfðu mikið að vinna. Báðir höfðu tapað hvor fyrir öðrum áður. — Já. Mér finnst það eink- um mjög sérstætt að Patter- son skyldi ná heimsmeistara- titlinum á ný. Það er alveg sérstakt þegar búið er að slá heimsmeistara út að hann skuli vinna sama manninn aft- ur. Venjulega fá menn svo mikla minnimáttarkennd eft- ir slíkt áfall að þeir ná sér ekki upp aftur. Þetta er líka í fyrsta sinn sem slíkt á sér stað í sögu hnefaleikanna. — En nú hefur Patterson jafnan haft lakari leik í fyrstu lotu? —' Það er rétt. En lotan stendur ekki nema 3 mínútur og þótt hann hafi verið das- aður eftir hana þá eru þetta svo þrautþjálfaðir menn að þeir jafna sig fljótt og hléið nægir þeim til þess. Bjallan hefir kannske bjargað hon- — Spurðu margir þig urn leikinn fyrir fram? — Það var mikið um að menn hringdu og létu mann geta til um úrslit. Þeir hafa sennilega verið að veðja um úrslitin. Það er orðið nokkuð vinsælt að menn veðji í keppn um sem þessum. — Er annars ekki lítið rætt um box hérna nú orðið. — Jú það held ég. — Og menn eru ekkert að laumast til að æfa þetta, þrátt fyrir bannið. — Nei. Þeir strákar, sem Patterson liggur í fyrstu lotu Patterson boxaralegri voru í þessu eru nú margir komnir í fjölbragðaglímu (jú- dó), sem er margfalt hættu- legri íþrótt, en boxið, ef hún er stunduð af hörku. Boxið, sem æfingaleikur, er tiitölu- lega meinlaus og miklu mein- lausari en margar aðrar íþrótt ir. Auðvitað er hægt að ganga út í öfgar í þessu eins og öðru. Við spyrjum Hraf að síð- ustu hvað hann hafi fengist við þetta í mörg ár. Hann stundaði þessa íþrótt í um 8 ár og var nokkrum sinnum íslandsmeistari í þungavigt, sá nokkra leiki úti í Kaup- mannahöfn og varð landsdóm- ari í hnefaleik 1938. ==• = Margir fulltíða Reykvíking- ar, sem eitthvað komust í ná- munda við boxið, þekkja Guð- mund Arason. Hann var um langt árabil aðalþjálfari hnefa leikadeildar Ármanns. Sjálf- ur naut Guðmundur þjálfunar hjá þeim Guðjóni Mýrdal, Sveini Sveinssyni, Pétri Wige lund og hjá Norðmanninum Rögnvaldi Kjellvold. Guð- mundur byrjaði að æfa hnefa- leika 15 ára og tók fyrst þátt í hnefaleikamóti 16 ára. í þjálf aratíð sinni hjá Ármanni „átti“ Guðmundur 48 fslandsmeist- ara af 50 í hinum ýmsu þyngd arflokkur sem Ármann eign- aðist. Sjálfur varð Guðmund- ur fslandsmeistari í þunga- vigt 1944 og barðizt hann þá m.a. við Norðmanninn Olto v. Porat, sem eitt sinn var kunn- ur hnefaleikamaður m.a. fyrir Olympíutitilinn er hann hlaut. = • = Guðmundur var nýkominn heim til sín úr vinnu, er við hittum hann. Hann er einn af verkstjórum Landssmiðj- unnar — Þú hefir haft áhuga fyrir keppninni? — Ég hefi gaman að því að fylgjast með eins og gefur að skilja. Eigi að síður kornu úrslitin mér ekki neitt á óvart. Fyrri keppni þeirra Ingemars og Patterson gaf vísbendingu um hvernig fara myndi. Eg hefði veðjað á Patterson við hvern sem var. — Nú barði Ingemar Patt- erson niður í fyrsta skipti er þeir börðust? — Já, en mér fannst aug- Ijóst mál að Patterson hefði þá hreinlega boxað veikt. Hann „dúkkaði“ fallega undir höggin frá Svíanum og það sem við köllum „fótavinna", — hún var prýðileg. Patterson gaf Svíanum hvað eftir annað tækifæri til að „sigta inn“ hægri hendi fór. og því fór sem — í næsta skiptið náði Patt- erson frumkvæðinu. Þá gaf hann Ingemar ekkert færi á sér. Hann keppti þá út frá þeirri gullvægu reglu að sókn er bezta vörnin, sagði Guð- mundur. Þá var vinstri hend- in aðalveikleikamerki Svíans. Hún er eiginlega lykillinn bæði í sókn og vörn. Sennilega hefur Ingemar talið sig vera svo öruggann með sigur, að hann gæti farið í bardagann án þess að hugsa um þá þraut, sem han varð að leysa ef hann ætlaði að sigra Bandaríkja- manninn. — Og hvað þá um síðustu keppni þeirra? = • = — Þetta hefur vafalítið ver ið með því bezta sem sézt hef- ur í boxhringnum: Keppnin jöfn og spennandi. Patterson hefur komið inn í hringinn sem hinn öruggi sigurvegari, án þess þó að vanmeta Sví- ann, — en staðráðinn í því að gera hreint fyrir sínum dyr- um. Ingemar hefur talið sig nokkuð öruggann. Hans leyni vopn, „vinstri hendin“, sem hinn gamalkunni hnefaleika- kappi Max Schmeling hafði lagt sig allann fram við að „baka upp“, átti að færa hon- um sigurinn. Patterson fékk líka að finna fyrir henni, þó Svíanum tækist ekki að láta hana færa sér sigur. Mín skoð- un er, sagði Guðmundur, að hnefaleikakeppni er því aðeins skemmtileg að vinstri höndin sé „aktív“ hjá báðum. — Svona eftir þessa keppni, myndi ég segja að úrslitin væru sanngjörn og þeir hafa til þess unnið að vera mikils- metnir í sögu hnefaleikanna, sagði Guðmundur Arason að lokum. • „Þau eru ný hjá okkur“ „Kona í úthverfi“ skrifar: Og vegna skrifa í Velvak- anda fyrir skömmu um brauð í Kópavogi, get ég bent á að hér í hverfinu koma franskbrauð og heilhveiti- brauð rétt fyrir hádegið (kl. 11—12), en önnur brauð kl. 2—3 e.h. Margar húsmæður, ef ekki flestar, kjósa að fara í búðirnar á morgnana, og þá fyrr en seinna. Þá er úr- val mest og bezt, t.d. í kjöti og fiski. — Maðurinn minn vinnur oft lengi á kvöldin og hefur þá með sér smurt brauð að heiman í hádeg- inu. Þegar ég fer að gera matarinnkaupin á morgnana, hefur bakaríið á boðstólum glóðvolg vínarbrauð og boll- ur, smjörkökur og hringi og fleira skylt, en ég verð að fara aðra ferð til að geta valið um 2 tegundir af nýj- um brauðum. Eftir hádegið koma svo 3 tegundir, sem bakaðar eru, að ég held, í Rúgbrauðsgerðinni. Og ef spurt er, hvort þau brauð séu ný, þá er svarið: „Þau eru ný hjá okkur“ eða „Þau komu til okkar í dag“. Eng- inn veit, hvenær þau hafa verið bökuð. Og það er oft ærin ástæða til að ætla að þau hafi ekki verið bökuð þann daginn. • „Kapparnir“ Og úr því að ég er búin að taka til penna og farin að skrifa um verzlanir, langar mig til að minnast á fleira. Mjólkurbúðunum er' lokað milli kl. lVz og 2 e.h. Mér hefur skilizt að þá eigi að fara fram gólfþvottur og önn ur ræsting. En svo er bara ekki alls staðar. Oft má sjá afgreiðslustúlkur vera að sópa gólfið og það m.a.s. eftir að opnað er kl. 2. Getur hver dæmt um hollustuna af því. Það er sennilega sama eftirlitið með því og „köpp- unum“ sem afgreiðslufólk á að nota við afgreiðslu. Það er auðvitað skilyrði að af- greiðslufólkið sé hreint og snyrtilegt, en þegar hár- greiðslan er orðin það flókin og vandasöm að höfuðkappi hæfir þar jafnilla og á upp- dubbuðum Þjóðleikhússgest- um, þá er of langt gengið. • „Kótelettur“ eða Og þá er það um „kótel- etturnar". Þú upplýstir einu sinni, Velvakandi minn, að „kótelettum", sem ég fæ í beinslausar, gætu ekki kall- ekki að seljast á verði sem fullgildar „kótelettur". Þar sem meirihlutinn af þeim „kótelettum", sem é gfæ í kjötbúðunum, eru rifbeins- lausar, langar mig að fá upp lýst, á hvaða verði slíkir bit- ar eigi þá að réttu að selj. ast. Sem súpukjöt líklegast? Ef kjötkaupmanninn munar um það, þá munar okkur neytenduma um það líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.