Morgunblaðið - 18.03.1961, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.03.1961, Qupperneq 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. marz 1961 E rlenDIRvIÐBURS MIKIL breyting hefur orðið á efni heimsfréttanna síð- asta áratuginn. Maður sér þetta bezt með því að virða fyrir sér forsíður og frétta- síður heimsblaðanna. Gam- alt eintak af New York Times kom nýlega fyrir til- viljun upp í hendurnar á mér. Þá var Kórea enn á dagskrá, en að öðru leyti komu allar stærstu fréttirn- ar frá Evrópu. Það var rætt um stofnun Evrópuhers — franska stjórnin var sem oftar á heljarþröm. Verið var að undirbúa nýjar kosn- ingar í Bretlandi og á ítalíu hélt verðbólgan áfram. Nú er þetta orðið gerbreytt. Spaak hinn belgíski stjórnskör- ungur lét fyrir nokkru af störf- um sem framkvæmdastjóri NATO. Það er bandalag sem á fyrst og fremst að einbeita sér að vörnum Evrópu. En í kveðju- grein segir Spaak, að lausn hinna ýmsu vandamála Evrópu sé ekki lengur áríðandi, heldur eru það málefni Afríku og Asíu sem kalla að. Afríka hefur um nokkurt skeið verið aðalefni heimsfréttanna. Ég hef nú fyrir framan mig nær öll eintök tveggja bandarískra stórblaða í síðustu viku, New York Times og Herald Tribune. Það er ekki nóg með það, að obbinn af fréttunum á forsíðum þessara blaða fjalli um Afríku, ■heldur er yfirgnæfandi meiri- hluti fréttamyndanna tengdur Afriku. Að þessu sinni kemur það að vísu nokkuð af því, að Nkrumah forseti Ghana var í heimsókn í Bandaríkjunum. Gefur það tilefni til myndbirtingar af honum með Kennedy forseta og í heimsókn hjá SÞ. En þar við bætist sam- veldisráðstefnan í London með ljósmynd þar sem Verwoerd frá Suður Afríku og svertinginn Abubakar Balewa frá Nigeriu takast í hendur. Þá koma mynd- ir frá Madagaskar-ráðstefnunni, frá bardögum í Matadi hafnar- borg Kongó og myndir af Ind- verjanum Dayal fulltrúa SÞ í Kongó, sem kom til Lundúna á leið sinnj vestur um haf. Þetta er aðeins lítið sýnishorn og svona hefur þetta verið .síð- ustu vikur og mánuði. Fréttir og fréttamyndir er snerta Afríku yfirgnæfa allt annað efni í heimsblöðunum. Og Afriku fréttirnar halda áfram að vera jafn mótsagna- kenndar og áður. Nkrumah luá SÞ Ekki er langt um liðið síðan Nkrumah forseti Ghana krafðist þess, að allt herlið SÞ væri kall- að heim frá Kongó. Samtímis fordæmdi hann Hammarskjöld og j sagði að hann ætti sök á dauða; Lumumba. En í síðustu viku kom þessi I sami Nkrumah til New York og átti hin vinsamlegustu skipti við ' manninn sem hann hafði áður j ráðizt á. Og Hammarskjöld hélt Nkrumah vegiega veizlu. Rúss- nesku fulltrúarnir Gromyko og Zorin létu ekki sja sig þar í mótmælaskyni. Síðan var efnt til hátíðafund- ar Allsherjarþingsins og N- krumah flutti ræðu með nýjum tillögum um lausn Kongó-vanda- málsins. Nú hafði hann alveg snúið við blaðinu. Var hann orð- inn að mestu sammála tillögum Hammarskjölds og gekk í sum- um atriðum jafnvel lengra. Nú vildi hann láta efla herlið SÞ í Kongó sem mest svo það gæti haldið uppi lögum og reglu í landinu — með valdi, ef á þyrfti að halda. Hann lagði til að her SÞ tæki yfirráð yfir öllum flug- völlum og höfnum landsins, Kongó-her yrði afvopnaður og síð- an smámsaman endurskipulagð- ur og settur undir herstjórn SÞ. Þá vildi hann að allir Belgíu- menn yrðu á brott úr landinu. Allt er þetta í samræmi við þær tillögur Hammarskjölds, sem nú er í ráði að fara eftir, þegar herliði SÞ vex að nýju bolmagn. Að einu leyti gekk Nkrumah jafnvel lengra, — hann lagði til, að öll erlend sendiráð í Kongó yrðu þegar í stað leyst upp og starfsmenn þéirra fluttir brott frá landinu. Með þessu á hann Nkrumah, forseti Ghana, í heimsókn sinni hjá Hammarskjöld, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Afríkumenn aö vaxa upp úr undirlægjuhætti við Evröpu við, að öll samrfkipti annarra ríkja við Kongó skuli ganga gegnum samtök SÞ. Þá færi að nálgast það að Kongó gerðist verndargæzlusvæði SÞ. En með þessu hyggst Nkrumah hindra erlend afskipti af Kongó. Það kemur þessu máli e. t. v. ekki við að sendiherra Ghana varð fyrir nokkrum vikum að hverfa brott frá Leopoldville, vegna pólitískra afskipta. f öðru mikilvægu atriði vék Nkrumah frá tillögum Hammar- skjolds. Hann var mótfallinn því, að hvítir menn væru í liði SÞ í Kongó. Óskaði hann þess að hermönnum úr Afríku sjálfri væru fyrst og fremst falin varð- gæzlan. Ólíkar raddir frá Madagaskar Um sömu mundir og Nkrumah flutti raeðu sína í fundarsal SÞ komu nokkrir forustumenn frá Kongó saman til fundar í Tanana- rive höfuðborg eyjarinnar Mada- gaskar fyrir austurströnd Afríku. Þeir samþykktu ályktanir allt annars eðlis en tillögur Nkrumah. Þar var megináherzlan á það lögð, að herlið SÞ hefði ekkert meir að gera í Kongó. Fulltrúarn- ir kváðust sjálfir vera fullfærir um að sjá um stjórn ríkisins og óskuðu þesg að SÞ-herinn væri tafarlaust fluttur brott frá land-. inu. Jafnframt því bárust fréttir frá Kongó um að herlið sem Kasavubu og Mobutu stjórna hefði ráðizt á varðlið SÞ i hafn- arborginnj Matadi og þrakið það í burtu. Eftirtakanlegt var að. stjórnin í Leopoldville hafði það helzt út á þetta varðlið SÞ að j setja, að það væri mestmegnis, skipað súdönskum hermönnum.' Þeir æsktu þess heldur, að •evrópskir eða kanadískir her-1 menn gættu þessarar mikilvægu j hafnarborgar. Svo ekki eru þeir heldur sammála Nkrumah um að j velja einkum afríska hermenn til varðgæzlu á vegum SÞ í I Kongó. Ráðstefna Kongó-manna á Madagaskar gerði einnig álykt- j anir í stjórnskipunarmálum landsins. Voru þar samþykktar tillögur sem voru í öllum atrið- um samhljóða tillögum Tsjombes| forsætisráðherra Katanga. Hann sat ráðstefnuna og var þar mik- ilsráðandi. Ályktanirnar voru á þá leið, að Kongó skyldi skipt: í átta sambandsríki sem hvert um sig hefði víðtæka sjálfs-; stjórn. Við fyrstu sýn gat virzt að '■all mikilvægur árangur hefði náðst á þessari ráðstefnu, þegar svo margir stjórnmálaleiðtogar hefðu nú orðið sammála um að breyta Kongó í sambandsríki. En það dregur hins vegar mjög úr þýðingu hennar að flokk- ur Lumumba vildi engan hlut eiga að þessum samþykktum, en hann er eina samfellda pólitíska aflið í öllu Kongó. Samþykktin á Madagagkar sýnir því lítið annað en að þeir ættflokkahöfð- ingjar, sem þar komu saman séu allir andsnúnir Lumumba-hreyf- ingunni. En auk þess eru þeir sjálfir svo sundurþykkir að þeir taka þann kost að hluta landið í sundur, svo hver geti ráðið sínum skika áfram. Erfiðleikar SÞ í Kongó Hammarskjöld og aðrir starfs- menn SÞ hafa ekki átt sjö dag- ana sæla síðan Kongóvanda- málið rak á fjörur þeirra fyrir þrem ársfjórðungum. Álit og gengi Sameinuðu þjóðanna í Kongó hefur verið mjög upp og niður síðan. Fyrst í stað voru menn mjög bjartsýnir á að takast mætti að friða landið eftir uppreisn kongóska hersins. Þá virtist líka sem gott samstarf ætlaði að tak- ast milli tveggja sterkustu stjóm- málamanna Kongó* þeirra Lu- mumba og Kasavubu. En þegar samstarf þeirra fór út um þúfur og Katanga liðaðist frá hinu sameiginlega Kongó- riki, fór allt í handaskolum. Landið mátti heita stjórnlaust. Fulltrúar SÞ vissu ekki einu sinni við hverja semja skyldi um skipulagningu ríkisvalds eða um aðstoð á sviði samgangna, heil- brigðismála eða jafnvel til að koma 5 veg fvrir hræðilega hung- ursnevð í suðurhluta landsins. Herlið SÞ gerði svo um sinn lítið annað en að horfa aðgerða- laust á þýðingarlausar illdeilur. Stjómendur þess voru stöðugt hræddir um að þeir kynnu að vera að fara út fyrir umboð sltt, eða að brjóta hlutleysis- reglur. Síðast aðhafðist herliðið lítið annað en að hindra blóðs- úthellingar í helztu borgum landsins og standa vörð í kring- um stofufangelsi Lumumba. Á meðan sat hann ekki að- gerðalaus, sá Ógautan sem mesta ábyrgð ber á vandræðaástandinu í Kongó, þ. e. Belgíumennirnir. Þeir stóðu að baki aðskilnaði Katanga og bráðlega fóru áhrif þeirra einnig vaxandi í Leopold ville. Enginn vafi leikur nú á því lengur, að Mobutu ofursti sótti styrk sinn fyrst og fremst til Belgíumanna. Frá þeim fékk i hann það fjármagn sem þurfti til I að greiða kongóskum hermönn- um nauðsynlegan mála. Heppn-' aðist honum með þeim hætti að endurskipuleggja hluta kongóska | hersins og hefur síðan verið einn mesti valdamaður í landinu. En er þetta nú ekki ágætt? . Kynni einhver að spyrja. Væri j það ekki ágætt, ef þannig mætti koma öllu landinu undir stjórn I svertingja sem eru mjög vin- veittir og jafnvel háðir hvítum mönnum? Væru afrísku vanda- málin þá ekki leyst? Um þetta mætti lengi ræða, en ég vil aðeins benda á það, að sú krafa hefur verið studd yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða á þingi SÞ, að það verði að úti- loka áhrif Belgíumanna í I Kongó. Fyrr muni aldrei verða friður í landinu. 1 Skoðun Halvard Lange Efér er komið að einu örlagarík- asta atriði Afríkumála. Skoðanir skiptast auðvitað um það, af því að um þetta atriði snúast öll Afríkumálin. Halvard Lange utanríkisráð- herra Noregs gerði fyrir nokkr- um dögum grein fyrir utanríkis- málastefnu norsku stjórnarinnar. Hann sagði þar m. a.: „Norska ríkisstjórnin hefur talið rétt bæði á fundum í NATO og utan þeirra að snúast gegn tilhneigingum og pólitískum að- gerðum annarra bandalagsþjóða, sem að okkar áliti stafa af vissri afstöðu til nýlendustefnunnar, sem ekki er til þess fallin að auka traust eða samstarf við Afríku og Asíurikin." Kjaminn í Afríkumálunum er sá, að hin beinu nýlenduyfirráð eru óðum að falla niður. Hins vegar verða litlar breytingar á efnahagssambandinu milli hinna gömlu nýlenduvelda og fyrri ný- lendna þeirra. Öll þróun á þvi |sviði gengur ofur hægt. Þótt nýlendustefnan sé dauð pólitískt byggir viðskipta og efnahagslíf vestrænna landa á því að hún sé enn til á sviði efnahagsmálanna. Það er þetta sem er orðin brýnasta nauð.synin að breyta. Tíminn þegar orðinn naumur. Hér er svo alvarlegt mál á seyði, að við getum ekki spurt, hvað tapa vestrænir þjóðir miklu á því að láta nýlenduþjóðirnar njóta sannmælis. Langt hand'n við þann gára á hafinu æðir ein heljar mikil holskefla að ströndinni. Það er hið mik1a vandamál, hvað verður eftir tíu, fimmtán eða tuttugu og fimm ár ef allt á að sitja við það sama í þessum efnum. Auðvitað situr ekki við það sama, en þó er mikið undir því komið að hinar vestrænu þjóðir hafi til að bera það víðsýni að þær skilji þetta tímanlega. í Belgíu þótti eðlilegt, að hin miklu framkvæmda og fjárfest- ingarfélög sem mest höfðu starf- að í Kongó fengju að ráða mestu •um nýlendustefnuma. Þar var helzt að leita sérfræðiþekkingar á málefnum nýlendunnar. Þeita hefur orðið örlagaríkt fyrir land- ið, því svo ógæfusamlega hefor til tekizt, að fyrst var hugs' ð um það að gæta hagsmuna fé- laganna. Eftir þeim snerust s'o ákvarðanir um málefni landsins. Framh. á bls. 11. Mynd þessi var nýlega tekin af Moise Tsjombe, forsætisráð- herra Katanga-fylkis. Á bak við hann sést hinn belgíski yfir- maður Katanga-hers.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.