Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORCVNVLAÐIÐ Laugardagur 18. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur. Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVENÆR VERÐA VERÐLAGS- ÁKVÆÐI AFNUMIN? JjMns og kunnugt er lýsti Viðreisnarstjórnin því yfir, þegar efnahagsráðstaf- anirnar voru gerðar í fyrra, að hún teldi að ströng. verð- lagsákvæði þyrfti að hafa meðan jafnvægi væri að nást í efnahagslífinu, en hinsvegar' mundu þau af- numin, þegar grundvöllur hefði skapazt fyrir heilbrigð ffin verzlunarháttum. Stjórn- arvöld nágrannalandanna hafa, hvort heldur þau eru íhaldssöm, sósíal-demókratisk eða frjálslynd, afneitað kenn ingum um að verðlagsákvarð anir hins opinbera væru neytendum til hagsbóta. — Hafa verðlagshöft því hvar- vetna verið linuð smátt og smátt og loks afnumin. Tilefni þess að við vekjum nú máls á þessu er viðtal, sem í fyrradag birtist í Tím- anum við Stefán Jónsson, fulltrúa Framsóknarflokks- ins, í verðlagsnefndinni. — Stefán lýsir því yfir, að hann telji verðlagsákvarðan- ir óraunhæfar og telur bein- línis að þær séu skaðsam- legar í ýmsum tilfellum. Undir þessi orð Stefáns tek- ur Morgunblaðið, enda hef- ur það alltaf verið stefna Sjálfstæðisflokksins að hafa sem mest frjálsræði og mesta samkeppni á viðskipta sviðinu. Það eitt væri öruggt ráð til að tryggja neytend- um góða þjónustu og beztu viðskiptakjör. Hitt er svo Ijóst mál, að kaupmenn geta ekki haft samstöðu um verðlagningu, ef verðlagsákvæði eru af- numin, heldur ber þeim að keppa innbyrðis um hylli viðskiptamanna. Yonandi er þess skammt að bíða að slík samkeppni geti komizt á til örvunar alls viðskiptalífs í landinu. Við höfum nú þeg- ar nálgazt svo jafnvægi á efnahagssviðinu, að lítil ástæða hlýtur að vera til að bíða mikið lengur eftir því að efna þetta fyrirheit stjórnarinnar. THORLACIUS OC EKKI THORLACIUS fpíminn birtir í gær ræðu, sem Kristján Thorlacius, einn af framámönnum Fram sóknarflokksins í Reykjavík, flutti á fundi kommúnista- samtaka þeirra, sem nefna sig „samtök hernámsand- stæðinga“. Hann var þar annar fulltrúi Framsóknar- flokksins, hinn var Jón Helgason, ritstjóri Tímans. Birting þessarar ræðu er tímanna tákn. — Fram að þessu hefur aðalmálgagn Framsóknarflokksins ekki beinlínis tekið upp baráttu fyrir brottrekstri hersins, en í nýrri ályktun flokksins um öryggismál er því lýst yfir, að flokkurinn ætli bæði að hafa þá stefnu að vinna með Atlantshafsbandalaginu að varnarmálum og líka að reka varnarliðið úr landi. Þar segir orðrétt: „að íslendingar hafi sam- starf um öryggismál við ná- grannaþjóðirnar, m.a. með þátttöku í Atlantshafsbanda- laginu, og að unnið sé að því að herinn hverfi sem fyrst úr landi“. Sem sagt, samstarf okkar við Atlantshafsbandalagsrík- in á að vera í því fólgið að reka varnarliðið úr landi. — Þórarinn Þórarinsson er í stjórn NATO-félagsins á ís- landi og þar á hann að lýsa yfir stuðningi við Atlants- hafsbandalagið. Hinn rit- stjóri Tímans á svo að vinna með Thorlaeiusum að því að sýna í verki samstöðu okkar með lýðræðisþjóðunum með því að „hefja sjálfstæðisbar- áttu sína gegn erlendu valdi“, eins og hann svo smekklega kemst að orði í ræðu sinni. Með því að gang ast undir merki samtaka, sem segja í sjálfu nafni sínu, að íslendingar séu hernumin þjóð, lýsir hann því líka yfir að foringjar flokks hans séu leppar erlends valds, sem hafi ráðizt á íslendinga og hernumið landið að óvilja okkar. Hann segir líka um foringja Framsóknarflokks- ins, að þeir séu menn, „sem ekki máttu til þess hugsa að íslenzk þjóð hristi af sér hlekki erlendrar yfirstjórnar °g byggist til að lifa sínu eigin lífi“. Er nú engu líkara en Thorlaciusarnir hafi yfirbug- að þau öfl innan Framsókn- Nýft Chopin-handrit — af ,,Fantasie Impromtu", sem Arfhur Rubinstein dró fram í dagsljósið Á TÓNLEIKUM, sem hinn um heim. heimsfrægi píanósnillingur Arthur Rubinstein hélt nýlega Það var líka ekki sérstök í Carnegie Hall í New York, glæsimeðferð Rubinsteins á lék hann m. a. eitt af þekkt- verkinu, sem olli því, að það hefir komizt í fréttirnar, heldur var orsökin sú, að það var leikið eftir „nýju“ hand- riti tónskáldsins, sem kom í leitirnar ekki alls fyrir löngu — en þar er það talsvert frá- brugðið því, sem fólk á að venj ast. ★ Þetta Chopinhandrit, sem er undirritað af tónskáldinu sjálfu og dagsett „Föstudag, 1835“ (enginn mánaðardagur), er í allstóru handrita- „albúmi“, sem tileinkað er barónessu nokkurri D’Este að nafni, en þar eru einnig verk eftir Bellini, Rossini, Cheru- bini og fleiri tónskáld. — Rub- instein komst yfir „albúm“ þetta á uppboði, sem haldið var í París sl. sumar. ★ Handrit Chopins af Fatasie Impromtu, sem Rubinstein lék eftir á fyrrnefndum tónleik- um, er allfrábrugðið útgáf- unni, sem kom út að Chopin Í.V.V.'-íÉ«luA««y i. fú ... nýtt handrit eftir Chopin ustu píanóverkum Chopins, „Fantasie Impromtu“. Það hefði auðvitað ekki verið í frá sögur færandi í sjálfu sér, þar sem þetta er eitt þeirra verka, sem hvað oftast eru á tónleika skrám píanóleikara víðs vegar arflokksins, sem vilja heið- arlegt samstarf við vestræn- ar lýðræðisþjóðir. JÁTNING BJÖRNS PÁLSSONAR Djörn Pálsson er sá þing- ** maður Framsóknarflokks- ins, sem sjálfstæðastar hef- ur skoðanir og lætur ekki alltaf hlekkjast af flokksfor- ystunni. í gær upplýsir hann, í grein í Tímanum, það sem Morgunblaðið hefur margspurt um án þess að fá svör, að innlánsdeildir kaup- félaganna hafi alls ekkert fé lagt í Seðlabankann. Hefur það þó fram að þessu verið aðalárásarefni Framsóknar- manna á Viðreisnarstjórnina að draga ætti fjármagnið ut- an af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Björn Pálsson segir orðrétt: „í framkvæmd mun þetta hafa verið þannig, að þær innlánsdeildir, sem minnstar höfðu innstæður, fengu und- anþágur frá þessum ákvæð- um en hinar lögðu lítið sem ekkert fé í Seðlabankann, sennilega af því að ekki var um verulega aukningu á inn stæðufé að ræða, enda auð- velt fyrir viðskiptamenn kaupfélaga að láta inneignir standa á viðskiptareikning- um“. Það er einmitt þetta, sem Morgunblaðið benti á, að mundi hafa verið aðferðin, að flytja fé úr innlánsdeild- unum á viðskiptareikninga. Er það nú staðfest af einum þingmanni Framsóknarflokks ins, þó að Tíminn hafi ekki fengizt til að viðurkenna, að allar árásir hans í þessu efni væru dauðar og ómerkar. RAUÐl GALDUR jóðviljinn heldur áfram í gær með rauðagaldur sinn. Linnir blaðið ekki árás- um á hinn ‘ eistneska flótta- mann, sem það hefur krafizt að verði framseldur Rússum, svo að þeir geti pyntað hann og myrt. Það má segja Þjóð- viljanum það í eitt skipti fyrir öll, að íslenzka þjóð-in mundi aldrei líða það, að rauðigaldur væri fram- kvæmdur hérlendis. Þess vegna geta tilbiðjendur of- beldisins í ritstjórnarskrif- stofum Þjóðviljans sparað sér kröfu um að menningar- leysið verði hér innleitt. Blaðið krefst þess að flóttamaðurinn afsanni „sak- argiftirnar11. Sér þó væntan- lega hver maður siðferðið, sem slík krafa byggist á. — Hvernig ætti honum að tak- ast að leiða vitni til að af- sanna álygarnar? Hvernig gæti t.d. Magnús Kjartans- son, ritstjóri, afsannað, að hann hefði verið einn hinna íslenzku kommúnista, sem störfuðu með nazistum í Danmörku, ef því væri haldið fram? Arthur Rubinstein dió fram í dagsljósið ... látnum, þar sem verkið er: raðsett sem Op. 66. Rubin- stein telur, að verkið sé hér eins og Chopin hafi endanlega gengið frá því, en „op. 66“ sé í rauninni eins konar uppkast — anzi laglega gert „uppkast“, mundu þó ýmsir segja. Kjarnorku. raiMisóknir STJÓRN Alþjóðakjarnorku- stofnunarinnar (IAEA) ákvað á fundi í Vín fyrir skemmstu að staðfesta samning við norsku stjórnina, en sam- kvæmt honum munu Noregur og IAEA gera sameiginlegar vísindarannsóknir á kjarna- ofnum. Munu Norðmenn leggja til hinn nýja NORA- ofn sinn, svo og starfslið. Stjórn IAEA hefur einnig stað fest samning við Norðmenn og Bandaríkjamenn, en sam- kvæmt honum munu Bandarík in láta Norðmönnum í té ýmis kjarnaefni, sem þeim eru nauð synleg í rannsóknum sínum á nýtingu kjarnorkunnar. INiauðsyn uppEýsmga- J starfsemi ÞEGAR mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðahna hóf ráð- stefnu sína í aðalstöðvunum í New York fyrir skemmstu, kom fram krafa um að gert yrði alþjóðlegt átak til að auka upplýsingarstarfsemina í vanþróuðum löndum. Þessi krafa var borin fram af forstjóra upplýsingadeildar UNESCO (Menningar- og vís- indastofnunarirínar), Norð- manninum Tor Gjesdal, sem áður var forstjóri upplýsinga skrifstofu Sameinuðu Þjóð anna 1 New York. * Gjesdal benti á, að nálega 70 af hundraði allra íbúa jarð arinnar skorti nauðsynleg tæki — blöð, útvarps- og sjón varpstæki, kvikmyndahús — til að geta fært sér í nyt þau mannréttindi, sem væru hvað mikilvægust, réttinn til upp- lýsinga. Hann lagði áherzlu á mikilvægi víðtækrar upplýs- ingastarfsemi fyrir efnahags- / lega þróun umræddra landa. J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.