Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. marz 1961 MORGVN BLAÐIÐ 15 - Hatfur iorsætisrábherrans Framhald af bls. 10. magnshellu. Hann kipptist við og það var augljóst, að málið var viðkvæmara en lesa mátti úr ummælum Diefenbakers í Lundúnum. Svo sagði einka- ritarinn: „Því miður. Ég hef enga heimild til að tala um þessi mál. Ég hef enga heimild, nei, enga heimild til þess. Skál fyxir því.“ íslenzk kurteisi bauð mér að minnast ekki á þetta mál framar. Ég gekk aftur til innanríkis ráðherrans. Han-n var að ljúka „erindi“ sínu og það var líka mál til komið, því nú birtist yfirmaður úr kana- díska flughernum í dyrunum og sagði við hann: „Konan yðar er niðri að verzla. Hana vantar peninga." Þá varð ráðherrann glaður eins og barn. Hann greip tsekifærið til að lýsa skoðun sinni á sam4kiptum kynjanna og lauk „erindi“ sínu með þessum orðum: „We are the paying sex“. Svo stóð hann upp og að- stoðarmaður sótti frakkann hans: ,,Hérna er frakkinn yðar, herra,“ sagði hann. „Já, þetta er minn frakki, en þetta er ekki hatturinn minn. Ég er hræddur um að þetta sé hattur dómsmálaráð- herrans." „Nei, herra,“ sagði aðstoð- armaðurinn, „ég sé það núna, þér hafið tekið vitlausan hatt, þér hafið tekið hatt forsætis- ráðherrans." „Það er gott meðan þeir hafa ekki tekið hattinn hans Verwoerds," hugsuðum við — og ókum í bæinn. P. s. Við máttum sjálfum okkur um kenna að hafa far- ið fýluför til Keflavíkur. HaH-grímur Hallgrímsson aðal ræðismaður sagði okkur þeg- ar við hringdum til hans í gær, að Diefenbaker hafi ekki ráðgert að fá sér hressingu í Keflavík, hann hafi verið þreyttur og viljað sofa um nóttina. En blaðamenn geta ekki treyst því að forsætis- ráðherrar sofi. „Frjóls verzlnn XÍMARITIÐ ,,Frjáls verzlun“, 1. hefti 1961, er nýkomið út. — Af efni þessa heftis skal eftirfar- andi nefnt: Hópferð í Þjóðleikhúsið VALDASTÖÐUM 15. marz. f DAG er hópferð héðan, sem kvennfélagið efnir til, í Þjóðleik- húsið. Er ætlunin að sjá leikritið, „Engill horfðu heim“. Er þetta orðin föst venja hjá kvennfélaginu á hverjum vetri, að sjá eitt leikrit í leikhúsinu. Auk þess, efnir kvennfélagið til hópferðar, á hverju sumri, til jþess að skoða landið. Og til þess að lyfta sér upp frá dagsins önn. — St. G. “ - nýtt hefti Forustugreinin nefnist „Góð- ur árangur11 og fjallar um árang ur efnahagsaðgerða núverandi ríkisstjórnar. — Þá er grein eftir Má Elíasson hagfr. um „Vanda- mál sjávarútvegsins". — Sigurð ur Benediktsson skrifar „Rabb um listmunauppboð". — ísland sem ferðamannaland" nefnist grein eftir Guðna Þórðarson. — Helgi S. Jónsson skrifar fróðlega grein um „Keflavík og Njarðvík ur“. — Þá er birt hugleiðing eft ir Sigurð Bjamason frá Vigur, er hann nefnir „Út við eyjar blár“ og fjallar einkum um vor komuna „út við eyjar og nes“. — Kristmann Guðmundsson á skemmtisögu í ritinu að þessu sinni „Ástir og mannýg naut“. — „Þegar kaupmaðurinn skaut köttinn hennar maddömu Schj- ödt“, nefnist þáttur eftir Oscar Clausen. — Sagt er frá stofnun Verzlunarbankans. Ýmislegt efni annað er í ritinu, svo sem hinir föstu þættir — „Úr gömlum ritum“, þar sem nú er birt greinin ,,Um húsagjörð“ eft ir Svein Sveinsson trésmið (skrif uð 1891), „Athafnamenn og frjálst framtak" (Ingvar Vil- hjálmsson útgerðarmaður) o.fL — Þá má geta þess, að með þessu hefti fylgir greinargott efnisyfir lit yfir síðasta árgang Frjálsrar verzlunar, sem var hinn tuttug- asti. í gamla daga voru eðlar dömur keyrðar á dansleik í hestvögnum. Þær voru prúðbúnar og vel snyrtar. Eitt vantaði þær þó — „töfrana“ frá lancqMe *' íe parfúmeilr <Je Pdrfr '' KELVINATOR kæliskápurínn er árangur áratuga þróunar bæði tæknilega og að ytra útliti K E L V I N A T 0 R iji,n jt ] ÖB f pnglij ? § m . / ■•"v’ ; ■m u meri 'Ll Lc ?ceuákapámó Ekkert eldhús er fullkomið án kœliskáps Hversu oft á lífsleiáinni hafið bér hugsað yBur ab kaupa kæliskáp — hvaáa kröfur gerið fjér ti! hans? Er það: Notagildið Endingin Þjónustan Vea-ðið Greiðsluskilmálarnir Sérhver fersentimetir kemur af fullum notum. Frystihólfið er stærra en I flestum öðrum skápum af sömu stærð. Reynslan er sú, að KELVINAXOR er elzti framleiðandi kæliskápa og fyrstu skáparnir, sem komu hingað til lands 1943 frá KELVINATOR, eru ennþá í notkun. KELVINATOR er með 5 ára ábyrgð á mótor og ársábyrgð á öðrum hlutum skápsins. — Höfum eigið viðgerðaverkstæði og varahlutaverzlun að Lauga- vegi 170. — Simi 17295. Verðið er meira en sambærilegt miðað við endingu og gæði. — Afborgunarskilmálar — og sé Jbað eitthvað annab sem þér þurfið ab fá upplýsingar um jbó.... T-feklcL — Gjörið svo vel að líta inn Austurstræti 14 Sími 11687

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.