Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur <8. m^rz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR SKALDSAGA EFTIR RENÉE SHANN 9 máli við? Susy er á Möltu og ég verð í Washington. — Fjarlægðirnar eru nú horfn ar úr sögunni, síðan loftferðirn- ar hófust, sagði Nigel. — Loftferðir eru dýrar, sagði Margot. — Þú ættir nú að geta skropp- ið þangað fyrir því, sagði Philip. Janet sagði í örvæntingu sinni: — I>ú verður að gefa okk- ur samþykki þitt, mamma. Pabbi ætlar að gera það, og ef þú værir eins, gætum við öll orðið ham- ingjusöm. — Þið getið trúlofað ykkur, Janet. — En ég vil giftast. Og það fljótt. Eftir fáeinar vikur. — Ef það verður, þá er það gegn eindregnum óskum mínum. Aftur varð þögn. Janet lang- aði til að ræða málið frekar, langaði til að segja móður sinni, að hún mundi giftast Nigel, hvað sem hver segði, undir eins og hann færi þess á leit, og að það væri grimmd og meinsemi að vilja hindra það. En eitthvað þaggaði niður í henni. Hún sá fyrir sér Prisciliu, þegar þær voru að tala saman rétt er hún var að leggja af stað að heiip- an til að taka móti Nigel. Hún hafði sagt, að það væri allt ann- að með Susy og hún mundi svip inn á henni, þegar hún sagði það. Og svo sagði mamma henn- ar þetta sama. Hún leit á föður sinn. Voru ályktanir hennar réttar? Mundi hann yfirgefa mömmu, ef hún giftist Nigel? Var það ástæðan til þess, að mamma var svo ósveigjanleg? Margot tók upp tekönnuna. — Hver vill meira te? í annað sinn var eins og hún væri að slíta umræðunum. Rétt eins og þær væru ómerkilegt aukaatriði, hugsaði Janet með gremju. —Ekki ég, þakka þér, svaraði hún stuttaralega. Philip gat ekki annað en vor- kennt dóttur sinni. Auðvitað stóðst hún mömmu sinni ekki snúning, veslings barnið. Og Skilaboð Markúsar hafa máðst út í vatninu og Hunt McClune piisskilur þau sem kröfu um peninga. — Hafðu ekki áhyggjur Lydia hann sá glöggt, að Margot mundi ekki láta undan. Hann hafði mesta freistingu til þess að kveða upp úr og segja Janet, að hún skyldi bara gifta sig, hvað sem hver segði, segja þetta upp yfir þau öll. Langaði að segja henni, að fyrsta ástin gæti hæg- lega orðið sú siðasta, og að það væri heimskan ein að vera nokk- uð að bíða. Benda Nigel á, að biðin gæti hleypt öllu málinu í strand. Fyrir mörgum árum hafði verið nákvæmlega eins á- statt fyrir honum sjálfum. Þá hafði hann farið að eins og Nigel ætlaði sýnilega að gera nú, og hann hafði iðrazt þess æ síð- an. Nei, fyrir menn á Nigels aldri var það eina rétta að taka stelpuna og gefa fjandann í for- eldrana. Viðræðurnar voru nú alveg komnar í strand, því að mas um hversdagslega hluti gat ekki komið til greina, jafnvel þótt reynt væri. Loksins stóð Nigel á fætur. — Ég verð að fara. Ég verð að komast í klúbbinn minn og hafa fataskipti. Við Janet ætlum að fara út að skemmta okkur í kvöld. Ég kem aftur um sjö- leytið og sæki þig, elskan, er það í lagi? — Auðvitað. Ég skal vera til- búin. — Verið þér sælar, frú Wells. Mér þykir þetta leitt. — Það þykir mér líka. Verið þér sælir. En svona er mín skoð- un á málinu. Philip fór með þeim út úr stofunni og lokaði hurðinni milli þeirra og konu sinnar. — Þér standið með okkur, er það ekki? — Jú, eindregið. Janet stakk hendinni undir arm föður síns og neri kinninni við ermi hans. — Elsku pabbi. Ég vissi það alltaf. Philip klappaði henni á hárið. — Þetta kemst allt í lag, Poppa mín. Hann leit á Nigel. — Mér skilst þér vitið það ekki alveg .... Ég sæki drenginn og mann- inn, sem rændi honum! A meðan hefur Guli Björn fundið Markús, fyrir víst, hvenær þér flytjizt til Washington? — Nei, ekki alveg upp á dagi En ég heyrði í morgun, að það yrði mjög bráðlega. Ef ég héldi, að ég yrði að fara án þess að hafa Janet með mér — þá mundi. ég sennilega nema hana á brott! — O, ég vona, að þér þurfið ekki að gripa til neinna slíkra hörkubragða, svaraði Philip hressilega. — Ef svo færi, þá skyldi ég verða allra stúlkna fúsust til að láta ræna mér, sagði Janet. IV. , Nigel rétti út höndina og greip um höndina á Janet, um leið og hann beygði inn um járnhliðið. — Ég vil, að þetta verði gleði- dagur hjá okkur, elskan mín! Hún brosti til hans. — — Auðvitað verður það það. — Og við skulum gleyma henni mömmu þinni í bili. — Já, það skulum við gera .. en. .auðvitað verðum við að segja foreldrum þínum frá þess- um erfiðleikum okkar, finnst þér ekki? — Það er- þegar gert. Ég hringdi til mömmu, þegar ég fér frá ykkur í gær .... áður en ég kom að sækja þig. Hún skildi þetta til fullnustu, og sagði, að ef þetta hefði verið Barbara, myndi hún sjálf að líkindum fara alveg eins að. Annars er Barbara heima þessa helgi. Hún kom heim í gær og hafði ein- hverja vinstúlku sína með sér. Allir hlakka svo til að sjá þig. Þau voru fyrir framan lágt, grátt steinhús og hann blés í flautuna, til þess að tilkynna komu þeirra. Dyrnar opnuðust samstundis, og Janet sá eins og í hálfgerðri móðu geltandi hunda og glaðlegt, hlæjandi fólk, sem kom hlaupandi niður dyraþrep- in, til þess að bjóða þau vel- komin. Nigel var faðmaður og kysst- ur, jafnskjótt sem hann var kom inn út úr bílnum. Mamma hans kyssti hann blíðlega og svo sem var á leið til lögreglustöðv-. arinnar með drenginn. — Þetta er misskilningur hjá þér kunningi .... Ég fann barn- ið í skóginum! systir hans og frænkan, sem þarna átti heima og faðir hans tók innilega í hönd honum. Nigel leit af þeim og á Janet. — Mamma, Barbara .... pabbi .... Þetta er Janet. Frú Derry heilsaði henni með kossi. — Við getum ekki verið að vera mjög förmleg, eftir allt, sem Nigel er búinn að segja okkur um þig. En okkur þykir svo gaman að hitta þig. Janet leit inn í vingjarnleg augu og slétt, ánægt andlitið á þessari konu, sem hún vonaði innilega, að yrði bráðlega tengda móðir hennar, og svaraði kveðj- unni jafn innilega. Svona átti að taka á móti henni, og svona hefði móðir hennar átt að taka móti Nigel. — Ég er búin að hlakka svo til að koma hingað, sagði hún. — Nigel er búinn að segja mér svo mikið um ykkur. Nú rétti faðir Nigels henni höndina. — Velkomin hingað, Janet. Ég vona, að þú eigir eftir að koma hingað oft. Frú Derry sagði: — Þetta er hún María frænka hans Nigels. Þær heilsuðust. Hún nafði heyrt um Maríu frænku, sem var eldri systir föður Nigels og hafði lítiö fyrir sig að leggja, eh var þarna á heimilinu og hjálpaði móður hans í húsinu. Barbara sagði: — Ég er systir Nigels. Það er gaman að sjá þig. Og við bróður sinn sagði hún: — Til hamingju, Nigel; mér finnst Janet svo falleg, enda vissi ég alveg, að hún mundi 'vera það Þú hefur alltaf smekk- legur verið. Bróðir hennar kleip í eyrað á henni. — Það þykir mér vænt um að heyra. Annars er þetta nú í fyrsta sinn, sem nokkuð hefur reynt á smekkinn minn. Janet leit á þau brosandi og var nú alveg örugg, og feimnin, sem hún hafði fyrst fundið til, var alveg horfin. — Blessuð komið þið inn, sagði frú Derry. Hádegismatur- inn er alveg að koma. Barbara, — Þú getur flutt Mc Clune af- sakanir þínar .... Hann hlustar ef til vill á þig áður en hann mölvar í þér hvert bein. farðu með Janet upp í herbergið hennar og losaðu haaia við dótið. Á leíðinni upp' stigann, sagði Barbara: — Ég er hér heima bara yfir helgina, eins og Nigel ■hefur sjálfsagt sagt þér. Ég er við skrifstofustörf í borginni. Mér finnst indælt, að þið skuluð vera trúlofuð, og við erum öll svo hrifin af því. En það er bara leiðinlegt, að fjölskyldan þin skuli vera svona mótfallin því. Mamma sagði, að Nigel hefði hringt hana upp í gær og sagt henni, að þetta gengi eitthvað stirt. — Því miður er það svo. Það er mamma sem gerir okkur þessa erfiðleika. Hún er að tala um, að ég sé of ung .... og svo- leiðis vitleysu. — Þetta sagði mamma. En ég skyldi nú ekki kvíða í þínum sporum. Ég er viss um, að Nigel vinnur hana á sitt band. Þó hann sé bróðir minn, þá held ég hann sé ómótstæðilegur. Það er hérna vinstúlka mín með mér, og hún er þegar orðin bálskotin í mynd af honum, án þess að hafa séð hann sjálfan. En ég hef sagt henni að hún geti engar vonir gert sér .... að þú hafir oróið fyrri til að finna hann. Janet, sem var að greiða sér fyri-r framan snyrtiborðsspegil- inn sagði glaðlega. — Ég vona, að mér takist að halda í hann. En vitanlega má búast við harðri samkeppni vestur í Am- eríku. Barbara brosti. — Já, vertu viss! En ég held nú að Nigel verði fyrirmyndar eiginmaður, alveg eins og pabbi. Og víst er um það, að hann er alveg bálskotinn í þér. Þú hefðir bara átt að sjá, hvernig hann talar um þig í bréfunum sínum. Annars er Sharman — stúlkan, sem er hérna með mér — amer- ísk. Hún fer bráðum að fara heim til sín. Það er dálítið spenn andi, því að foreldrar hennar eiga einmitt heima í Washington og þau hafa boðið mér að koma og vera eitthvað hjá sér, svo að ef ég get einhvernveginn sparað mér saman fyrir farinu, ætla ég að fara þangað. Og þá verður nú gaman, ef þið Nigel verðið þar líka! Janet bað guð í hljóði að 'koma vitinu fyrir móður hermar, um leið og hún sagði: — Já, það gæti orðið gaman. En hvenær ætlar þú að fara? — Ég veit ekki ennþá. Ekki alveg á næstunni. Mér skilst Nigel eigi að fara mjög bráð- lega„ og þá getið þið orðið að halda skyndibrúðkaup, er það ekki? Ég get nú vel skilið, að hún mamma þín sé ekki almenni lega búin að átta sig á því. En, guð minn góður, hvernig farið þið að, ef hún verður svona á- fram? ailltvarpiö Laugardagur 18. marz 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar —• 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik- ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin — (15.00 Fréttir) 15.20 Skákþáttur (Baldur Möller). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Guðrún Asmundsdóttir). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Skemmtl legur dagur“ eftir Evi Bögenæs V — sögulok. Sigurður Gunnars- son kennari þýðir og les. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Hljómsveit tónlistar- háskólans 1 París leikur létt tón- verk eftir spænsk tónskáld; Enrique Jorda stjórnar. 20.30 Leikrit: „Fljótslínan" eftir Charl- es Morgan í þýðingu Þorsteins Ö. Stephensens. — Leikstjóri: Valur Gíslason. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (39) 22.20 Einmánaðardans útvarpsins: þ. ár m. leikur hljómsveit Baldurs Kristjánssonar úrslitalög gömlu dansanna 1 síðustu danslaga- keppni SKT. Söngvarar: Sigríð- Guðmundsdóttir og Sigurður Ölafsson. 02.00 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Við eigum þrjá flöskuopnara. En nú finnst enginn — hvernig get- ur staðið á þessu? 2) Það er einfaldlega vegna þess, að þú fékkst appelsínusafa í morg- un.... 3) ....pilsner um hádegið Pepsi-Cola rétt áðan! og a r L ú 6 TELU VOUR STORY TO McCLUNE ...MAV8E HE'LL LISTEN TO YOU BEFORE HE BREAKS VOU r IN TWO/ _______________________Á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.