Morgunblaðið - 18.03.1961, Síða 22

Morgunblaðið - 18.03.1961, Síða 22
22 MORGVWBLAÐIÐ Laugardagur 18. marz 1961 Axel Einarsson (t.v.), varaformaður HSÍ, heilsar þjálfara Velkomnir heim ALLMARGT manna var samankomið hjá bækistöð Loft- leiða í fyrrinótt er handknattleikslandsliðið kom heim úr Þýzkalandsför sinni. Klukkan var orðin rúmlega 1.30 um nóttina er vélin loksins lenti. Áætlunin var kl. 8 um kvöld- ið og trúlega hefði þá verið margfaldur fjöldi til að taka á móti hinu lofaða liði. En það voru nú samt allir fegnir að þeir komu og Axel Einarsson, varaformaður HSÍ, hafði séð svo um að hverjum leikmanni var fagnað með blóm- vendi. Afhentu flugfreyjur Loftleiða blómin um leið og hver maður steig á land í norðannepjunni. Ásbjörn Sigurjónsson, for- maður HSÍ, og aðalfarar stjóri í förinni var allkátur, en dálítið þreytulegur er hann kom úr flugvélinni í fyrrinótt. Hann var snagg- aralegur á að lita, enda hafði hann verið klipptur snöggri burstaklippingu í Gunnlaugur — 22 mörk og hjól ,lsland begyndere' Hann var alveg eins og tré- smiður á að vera, stór, kraftalegur og ákveðinn. Frakkalaus án hálsbindis kom hann út úr flugvélinni í norðannepjunni. Maðurinn var Gunnlaugur Hjálmars- son, sá er skoraði flest mörk fslendinga í heimsmeistara- keppninni eða 22 alls og var í 3.—4. sæti af öllum þátt- takendum hennar með marka fjölda. — Já, þér tókst að koma knettinum í netið hjá þeim þessum góðu. — Já, blessaður vertu. Það er ekkert erfiðara að skora hjá heimsins beztu mönnum, en bara t.d. Hjalta hér heima. — Og þú ert ánægður með förina? — Já, en það er bara leið- inlegt með .Danina, hvernig þeir skrifa um okkur og reyna að gera lítið úr okkur. Þeir segja ósatt um brota- fjölda og svo kalla þeir okk- ur „Islands begyndere“, Ja, þeir máttu nú þakka fyrir að sigra í seinni leiknum — og við byrjendurnir eigum eft- ir að mæta þeim aftur. Það verður gaman þá, sagði skytt an og fór að skima eftir reið hjólinu sem sonurinn átti að fá. — ferðinni. Hann hafði heitið því að lofa liðsmönnum að sjá um burstaklippingu á sér ef liðið kæmist í aðalkeppn- ina. En þessi stutta klipping fór honum vel og hann sagði sjálfur að strákarnir hefðu séð eftir að klippa hann, því hann hefði stolið frá þeim öllum „sjans“ eftir það. Ásbjörn lét mjög vel af ferðinni. Hann sagði að hún hefði verið erfið fyrir strákana og févana handknattleikssam- bandið hefði ekki getað gert útbúnað fararinnar slíkan sem vert hefði verið og aðrar þjóðir teldu sjálfsagt. — En það er ekki að efa að þessi ferð hefur verið íslenzk- um handknattleik og íslenzkum íþróttum mikil auglýsing og lyftistöng. Okkur voru boðnar landsleikaferðir. — Júgóslavar buðu okkur á stórmót í júni 1962, og um sama leyti vilja Tékkar og Rúmenar fá okkur til tveggja leika 1 hvoru landi. Þeir vildu borga fyrir okkur uppihald í 22 daga og ferðir frá Kaupmannahöfn og skila okkur þangað aftur. Ég neitaði fyrir hönd HSl — sagði að þeir yrðu að minnsta kosti að borga aðra ferðina til Hafnar. Við eigum eftir að tala við þá nán- ar um þetta. Þetta er dæmi um árangur fararinnar. Fyrir hana hefðum við þakkað fyrir að fá leikina þó við yrðum að borga allt. Við spurðum Ásbjörn að því, hvort hann hefði orðið var við, sem oft tíðkast, að blaðamenn hefðu verið að velja „heims- lið“, þ.e.a.s. eitt lið úr öllum liðum keppninnar. —. Ég sá slíkt hvergi í blöð- um, en þýzkur blaðamaður færði þetta efni í tal við mig. Sá þýzki sagði að einn okkar Iiðsins og skapara, Hallsteini Hinrikssyni. Flugfreyja færði Hallsteini blómvönd Allar myndir tók Sveinn Þormóðsson. sínum, Sigurjóni. Sá 5 ára er nú- verandi „Sigurjón á Álafossi". — Frú Ingunn horfir glöð á. manna væri sjálfsagður í slíkt lið og yrði ekki nefndur síðar en nr. 4—5 í slíkt lið. Maður- inn er Gunnlaugur Hjálmarsson sem óefað hefur fengið mest lof íslenzkra leikmanna á leik- velli. — Afrek okkar liðs vakti mikla athygli? — Það eru engin ósannindi að svo var, sagði Ásbjörn. Við fengum einna mest lofið fyrir að koma á óvart með úrslit og við fengum lof fyrir meira. Framh. á bls. 23 Þad kitlar dálítið HJALTI Einarsson, mark- vörður stóð fólegur og beið eftir farangri sinuan í far- þegasalnum hjá Loftleiðum, er við snerum okkur að hon um og sögðum: — Þeir segja að þú sért kominn í hóp beztu mark- varða heims? — Ooh, það eru nú ýkjur, sagði hann rólega að vanda. Maður á mikið ólært og maður reynir alltaf að læra. En þetta tókst dável á köfl- um. Meira vildi Hjalti ekki segja og greip tækifærið til annars er faðir hans, Einar Bjarnason, tollvörður, kom í salinn. Þeir mynntust við og síðan fór Hjalti að huga að farangri. — Það er gaman að fá son sinn heim úr svona vel heppnaðri för, sögðum við við Einar. — Já, það er það. — Eigið þér fleiri börn í íþróttum? — Ég á dóttur, en hún hefur ekkert fengizt við slíkt. — Þeir eru að líkja Hjalta við beztu markverði heims- ins. — Já, það sér maður í blöðunum. — Þér hafið auðvitað les- Hjalti heilsar ið allt um það. — Já, maður fylgist með því. — Og það kitlar dálítið, er það ekki? — Jú, það er ósköp ánægjulegt, sagði þessi faðir. sem vel má vera stoltur af syni sínum. Voru íslandi til sdma og hús við þeirra hæfi vntin rísa HANDKNATTLEIKSSAM- BAND íslands boðaði til kaffisamsætis í gær til að fagna handknattleiksmönnun um er kepptu í Þýzkalandi. Meðal gesta voru, auk Þýzka landsfaranna, Gylfi Þ. Gísla- son, menntamálaráðherra, Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, forystumenn íþrótta- mála landsins og höfuðborg- arinnar, blaðamenn o. fl. • Ferðiimi lýst Axel Einarsson varaformaður HSÍ bauð gesti velkomna, sérstak lega Þýzkalandsfarana. Sagði hann afrek þeirra hafa meiri áhrif en þá og aðra grunaði í fyrstu, þau bættu aðstöðu hand- knattleiksins út á við og efldu starfið heima fyrir og vektu á- huga. Ásbjörn SigurjónssOn lýsti ferðinni. Sagði hann frá hverj- um einstökum leik, vonum kepp- endanna — óttanum við að ekki tækist að komast í aðalkeppnina og sigurgleði piltanna við gc/tt gengi. Hann sagði frá því aukna áliti sem liðið hefði komizt í við óvænt úrslit móti Tékkum. Hann sagði frá mismunandi að- búnaði keppenda á mótinu eftir ríkidæmi sambandanna heima Birgir Björnsson (t.h.), fyrirliði liðsins, kom heim með glóð- arauga og rifið augnalok með einu saumaspori í. Faðir hans, Björn á Sjónarhól, fagnaði honum vel. Birgir hefur leitt ís- lenzka landsliðið gegnum margan erfiðan leikinn. fyrir og þar hefðu ísl. keppend- urnir verið fátæklegast útbúnir. !Hann saigðj frá veizlum eftir hvern leik þar sem skipzt hefði verið á gjöfum og ísl. hvaltenn- ur — gjafir ísl. liðsins til borg- arstjóra og fararstjóra erlendra — hefðu orðið mjög vinsælar. • íslandi til sóma Þá talaði Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra og þakkaði piltunum þann sóma er þeir með afrekum hefðu gert íslandi og óskaði þeim til hamingju með árangurinn. Ráðherrann sagði handknatt- leik góða og skemmtilega íþrótt og bætandi fyrir iðkendur. Ekki væri minna um vert að þeir ^em iðkuðu handknattleik mest !hefðu orðið íslandi til sóma. Afrek ykkar, sagði ráðherrann, kynna ísland og kynni meðal annara þjóða eru mikilsverð smáþjóð sem íslandi. Eftir för ykkar til Þýzkalands eru færri þar og annarsstaðar sem spyrja hvar fsland er, og það er ástæða til að óska ok'kur hinum til hamingju með ykkur. Ráðherrann afhenti formanni handknattleikssambandsins fagra blómakörfu að gjöf til Þýzka- landsfaranna. • Hús rís Þá talaði Geir Hallgrímsson borgarstjóri. Fagnaði hann Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.