Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.03.1961, Blaðsíða 23
Laugardagur 18. marz 1961 MORGVlSTtJ.AÐlÐ 23 Skúraleg netjuský. Myndin er úr skýjabók Veðurstofu ts- lands, sem út kom 1958 í þýðingu Páls Bergþórssonar. — 1 henni eru myndir og lýsingar á margvíslegu skýjafari. Fyrsti aiþjóölegi veðurdagurinn Lægðirnar hirða ekki um landamæri ÁKVEÐIÐ hefur verið að 23. marz verði haldinn fyrsti al- þjóðlegi veðurdagurinn í lönd- um þeim, sem aðilar eru að Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, í þeim tilgangi að kynna og efla alþjóðlega veðurþjónustu. Veður stofa íslands ætlar að leggja sinn skerf til þessarar kynningar með því að hafa smásýningu í glugga MáLarans í Reykjavík. Verða þar m. a. sýndar myndir og spjöld með 'allskonar upplýs- ingum, lítil stytta í kopar af veðurspámanni Ásmundar Sveins sonar, sem Veðurstofan hefur látið steypa og ætlar að gefa í nýja þyggingu Alþjóðaveður- „fræðistofnunarinnar í Genf, „skýjaborg“ íslenzku veðurstof- unnar, sem í 35 ár hefur beðið eftir sérstakri byggingu sem hún á að fá skv. lögum, og einnig verður þar daglegt veðurkort. Veðurstofustjóri, frú Teresía Guðmundsson, og nokkrir veður- fræðingar ræddu við fréttamann af þessu tilefni í gær. í>au skýrðu frá því að ísland hefði verið fyrsta landið sem full- gilti stofnskrá Alþjóðaveður- fræðistofnunarinnar 16. jan. 1948, en hún gekk í gildi eftir að 30 ríki höfðu fullgilt hana. Fyrsta árið fór í undirbúning og á stofnunin því í rauninni 10 ára starfsafmæli nú. Alþjóða- veðurfræðistofnunin er ein af sérstofnunum Sameinuðu þjóð- anna. Fátt er eins alþjóðlegt í eðli sínu og veðurþjónustan. Lægðir og háþrýstisvæði halda sína leið yfir jörðina, án þess að hirða um landamæri eða þjóðernis- sjónarmið. Ekki aðeins þurfa því þjóðirnar að skiptast á veður- skeytum, heldur verður að skipu leggja á víðáttumiklum auðnum og úthöfum. Hlutverk Alþjóða-1 veðurfræðistofnunarinnar er að samræma og efla allar þessar at- huganir og skeytaskipti og stuðla að hagnýtingu þeirra til öryggis og hagsbáta fyrir allar þjóðir. Veðurstofa fslands 40 ára Innlend veðurþjónusta hefur verið starfandi hér í rúm 40 ár. Hlutverk hennar hefur verið erfiðara en sambærilegra stofn- ana, sökum fámennis þjóðarinn- ar samanborið við stærð lands- ins og vegna ótry.ggara veður- fars en víða annars staðar. Hér þurfa 170 þús. manns að halda uppi nærri því jafn víðtækri og kostnaðarsamri veðurþjónustu og xnilljónaþjóðir, og því ekki óeðli legt að fram að þessu hafi ís- lendingar getað kostað svo miklu til þessarar starfsemi, sem þeir hefðu viljað og þurft hefði. Veðurstofustjóri sagði að brýn asta nauðsynjamálið fyrir Veð- urstofu Íslands á þessum fyrsta veðurdegi væri húsnæði og at- hafnasvæði fyrir starfsemi henn- ar og athuganir. Allt frá árinu 1926 hefur staðið í lögum að reist skyldi sérstök bygging fyr- ir hina margháttuðu starfsemi Veðurstofunar og var þetta á- réttað, þegar lög um hana voru endurskoðuð 1958. Sökum fjár- skorts hefði ekki orðið úr fram kvæmdum. Veðurfræðingarnir lögðu áherzlu á það að málið væri mjög aðkallandi. Mikill liúsnæðisskortur Veðurstofan hefur allt frá 1920 verði á hálfgerðum hrakhólum með starfsemi sína. Ekki er þó síður alverlegt að stofnunin hefur ekki átt neinn samastað þar sem unnt væri að gera veð- urathuganir og ýmsar vísinda- legar mælingar án þess að trufl- andi áhrifa gætti frá umhverf- inu. Veðurstofan hefur nú aðsetur á tveimur stöðum í Reykjavík og hefur auk þess umfangsmikla starfsemi á Keflavíkurflugvelli. í Sjómannaskólanum er aðsetur veðurfarsdeildar, sem vinnur að rannsóknum á veðurfari, veitir margvíslegar upplýsingar og sér um útgáfu veðurfarsskýrslna. Þar annast áhaldadeildin einnig prófun og smíði veðurathugunar áhalda, sér um ýmsar mælingar og leiðbeinir veðurathugunar- mönnum, sem nú munu vera á annað hundrað. Þar er einnig jarðeðlisfræðideild, sem hefur með höndum jarðskjálftamæling ar og aðrar jarðeðlisfræðilegar athuganir. í Sjómannaskólanum er ennfremur yfirstjórn skrif- stofa og bóka- og skjalasafn Veðurstofunnar. Húsnæðið í Sjó- mannaskólanum er ekki einung- is lítið, heldur allar horfur á að Veðurstofan þurfi að flytja það- an og rýma fyrir Vélskól- anum og öðrum skólum í bygg- ingunni, sem þurfa aukið hús- 1 rými. Á Reykjavíkurflugvelli er veð urdeildin til húsa, en hún sér um veðurspár fyrir landið og miðin og flugspár. Hún er í mjög lélegu húsnæði í gamla flugturninum, en mun væntan- lega síðar á þessu ári fá bráða- birgðahúsnæði á neðstu hæð í nýja flugturninum. Það húsnæði er ekki nægilega stórt eða hent- ugt fyrir starfsemina, enda ekki ætlað til frambúðar. Eins og af þessu má sjá er brýn nauðsyn á að leysa nú þeg- ar húsnæðismál veðurstofunnar til frambúðar og fá henni sama- stað, þar sem starfsemi hennar getur eflzt og þróazt þjóðinni og atvinnuvegum hennar til hags- bóta, sagði veðurstofustjóri að lokum. Magnús Thorlaeius hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1873. GuBmundur UNDIRBÚNINGUR að ferðalög- um um páskana er nú í fullum gangi, enda- aðeins á aðra viku þangað til páskafrí byrjar. Guð- mundur Jónasson efnir að venju til skemmtiferðar í öræfasveit, og verður sjálfur fararstjóri. Ferðin tekur 5 daga, lagt af stað á skírdagsmorgun frá Rvík og þann dag ekið um Vík að Kirkjubæjarklaustri, þar sem Kviðimynd Knudsens KVIKMYNDIR Ósvaldar Knudsen hafa nú verið sýnd- ar í Gamla Bíói í viku við mjög mikla aðsókn. Síðustu sýningar myndanna verða í dag kl. 3. Eru það því síðustu forvöð að sjá þessar myndir. Samveldisráðstefna Frh. af bls. 1 veldið eftir að landið verður lýðveldi 31. maí nk. 1 yfirlýsingunni segir að stór- veldunum beri að taka upp án tafar viðræður austurs og vest- urs um afvopnun. Viðræðurnar ættu að fara fram í „nánu sam- bandi“ við Sameinuðu þjóðirn- ar. „Stefna okkar verður að vera sú að útrýma öllum hern- aðartækjum", segir í yfirlýsing- unni. Bent er á að. fleiri lönd ættu að eiga aðild að 'afvopn- unarviðræðunum „þar sem frið- ur er mál alls heimsins". STIG AF STIGI Ráðstefnan telur að eftirfar- andi atriði verði að hafa í huga í sambandi við afvopnun. 1. Vopnunum þarf að útrýma stig af stigi þannig að meðan á því stendur verði komið í veg fyrir að nokkurt land eða samtök landa hafi hernaðar- lega yfirburði fram yfir önn- ur ríki. 2. Afvopnun og eftirlit eru tvær hliðar á sama vandamáli, og verður að ræða þær báðar í einu. 3. Allar þjóðir verða að vinna ötullega að því að draga úr spennunni í heiminum og eyða orsökum grunsemda og árekstra. rer á Orœfin gist verður í samkomuhúsinu. Annan daginn verður ekið aust- ur yfir Skeiðarársand í Öræfi og farið í Bæjarstaðaskóg og Mors- árdal. Þriðja daginn verður sveitin skoðuð, ekið að Jökulsá á Breiðamerkursandi og í Ingólfs- höfða og gist í samkomuhúsinu að Hofi. Á páskadag verður hald ið til baka að Klaustri og til R- víkur á annan páskadag. Guð- mundur hefur efnt til slíkra ferða undanfarna páska ávallt með fjölmennri þátttöku og á- nægju þátttakenda. Frekari upp- lýsingar um ferðirnar fást hjá BSR og í símum 11515 og 36565. Brezkur sjómaður á sjúkrahús í Neskaupstað NESKAUPSTAÐ, 17. marz. — Brezkur togari, Belina, kom hing að í dag og lagði á land einn skip verja ,sem hafðí hlotið meiðsli á höfði. Hann var fluttur í sjúkra- húsið, og brezki togarinn lét úr höfn að því búnu. — Tveir aðrir brezkir togarar hafa leitað hér hafnar síðustu daga, vegna vél- bilanna. Talsvert margir brezkir togarar eru að veiðum hér fyrir utan og hefur afli þeirra verið sæmilegur, 20—30 körfur í hali. — Svavar. Karlakórinn komst ekki á sæluvikuna SAUÐÁRKRÓKI, 17. marz. — Karlakór Akureyrar átti að syngja hér kl. 6 í dag og lagði af stað í morgun frá Akureyri á bílum, en varð að snúa við í Öxnadalnum vegna ófærðar. Var yon á um 200 manns sem ætlaði að koma í kjölfar kórsins frá Ak- ureyrir, en af því verður nú ekki. Allt er hér í fullum gangi. í kvöld verður 6. sýning á sjón- leiknum „Er á meðan er“, alltaf sýnt fyrir fullu húsi. Kabarett verkamannafélagsins hafði aðra sýningu í dag. Allir vegir í Skagafirði eru enn færir og bílfært úr Húnavatns- sýslum, en ekki lengra frá. Er von á fjölda fólks af þessu svæði á sæluvikuna um helgina. — jón. — Voru íslandi.., Framhald af bls. 22. árangri liðsins og hvað það hafa kveikt áhuga er yrði til að laða áhugasama unglinga að íþrótt- um. Góður árangur liðsins væri athyglisverðari fyrir það hve lélega aðstöðu íþróttin hefði haft. Síðan sagði borgarstjóri að ánægjulegt væri að fyrir atbeina ríkisstjórnarimiar væru nú góð- ar horfur á að takast mætti að afla lánsfjár til byggingar íþróttahúss í Laugardalnum og flýta byggingaframkvæmdum frekar en orðið hefði, án láns- fjármagns væri ekki hægt að Ijúka byggingunni á skömmum tima. Borgarstjóri sagði að kostnað- aráætlvm við húsið næmi 25 millj. kr. eða álíka miklu fé og komið væri í öll íþrótta- mannvirki í Laugardalnum. — Þetta á ekki að draga úr okk- ur kjark, heldur að hvetja okk- ur til sameiginlegs átaks til að koma upp húsinu. Landsliðið hefur með árangri sínum hvatt til stórátaks. Og ef skilyrðin til iðkunar íþrótta verða góð er ekki að efast um árangurinn, sagði borgarstjóri. • Drápa og þakkarorð Þá flutti Eiríkur Pálsson, skattstjóri í Hafnarfirði drápu um förina. Var gerður góður rómur að. Axel Jónsson, stjórnarmaður ISl, flutti liðinu þakkir ISÍ fyr- ir frækilega frammistöðu liðs- ins og drap á gildi slíks árang- urs fyrir íþróttirnar í landinu. Hallsteinn Hinriksson þjálfari liðsins þakkaði liðsmönnum sam veru í ferðinni og lýsti æfing- um, undirbúningi og keppni. — Kvað hann liðið vera á réttri leið, framtíðin blasti við ef vel væri æft og að unnið. Félagslíl Skíðaferðir um helgina Laugardag kl. 2 og 6. Sunnudag kl. 9 og 1. Afgreiðsla hjá B.S.R. Skíðafólk munið eftir innan- félagsmóti Í.R. sem hefst eftir hádegi á laugardag. Á sunnudag verður stór svigsmót í Jósepsdal (Skíðamót Reykjavíkur). 1 Skálafelli er lyfta í gangi. Við Skíðaskálann í Hveradöl- um er nægur snjór og lyftan í gangi. Undir yfirlýsinguna rita for- setar Pakistan, Ghana og Kýp- ur og forsætisráðherrar Bret- lands, Kanada, Ástralíu, Nýja- Sjálands, Suður-Afríku, Ind- lands, Ceylon, Nigeríu og Rho- desíu-Nýassalands-sambandsins. KÍNA Áður en lokafundur ráðstefn- unnar hófst í morgun, sagði Ayub Khan, forseti Pakistan, á blaðamannafundi, að rétt væri að fulltrúar Kína ættu að taka þátt í umræðum austurs og vesturs um afvopnun, og að at- huga bæri möguleikana á aðild Kína að SÞ. „Við ræðum um afvopnun, um samvinnu á fleiri sviðum, en án þátttöku Kína verður öll samvinna án efa árangurslaus", sagði Khan. — Velkomnir heim Framh. af bls. 22 Okkur var hrósað fyrir að geta leikið skemmtilega, fulla bar- áttu, fulla sigurgleði. Þýzku blöðin sögðu að 4 skemmtileg- ustu leikir keppninnar hefðu verið Svíþjóð-Þýzkaland, ísland- Tékkóslóvakía, Danmörk-ísland og Júgóslavía-Noregur. Þessir fjórir leikir þóttu bezt- ir, sagði Ásbjörn og í því kom sonur hans — næsti Sigurjón á Álafossi — og rak á eftir pabba sínum. Öllum sem minntust mín á einn eða annan hátt, glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og sendu mér hlýjar kveðjur á 80 ára afmæli mínu 12. marz s.l. þakka ég af alhug og bið ykkur allrar blessunar um ókomin ár. Sigurlín Benediktsdóttir, Laugateig 11 FRK. KRISTBJÖRG ÞORBERGSDÓTTIR andaðist í Landsspítalanum fimmtudaginn 16. marz. Aðstandendur. Jarðarför móður okkar og tengdamóður MARGRÉAR GUÐMUNDSDÓTTUR Bræðraborgarstíg 4, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. þ.m. kl. 1,30. - Börn og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðar- för föður míns og afa KONRÁÐS BENÓNÝSSONAR Pétrós Konráðsdóttir og dætur. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SVANHILDAR STEINDÓRSDÓTTUR frá Egilsstöðum Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.