Morgunblaðið - 19.03.1961, Page 2

Morgunblaðið - 19.03.1961, Page 2
2 m o n c n ?v n i a ð i ð Sunnudagur 19. marz 1961 -y Sr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup kastar rekunum í Gamla kirkju- garðinum. — Sr. Friðrik Frh. af bls. 1 sálmurinn „Þú andi Guðs lifandi, lýstu vort hjarta", eftir séra Friðrik Friðriksson. Dómkirkju- kórinn og blandaður kór KFUM piltar bera kistuna Þú æskuskari’ á fslands strönd Að lokinni ræðu séra Bjarna var sunginn sálmurinn „f öllum löndum lið sig býr“ eftir séra Friðrik Friðriksson. En síðasta vers hans er á þessa leið: Þú æskuskari á íslands strönd þú ert í flokkj þeim, er sækir fram í sólar-lönd með sigri’ að komast heim, rís upp með fjöri, stíg á stokk og streng þess heit að rjúfa’ ei flokk unz sigri er náð og sagan skráð, er sýnir Guðs þíns ráð. Jafnoki þeirra sem helgir voru kallaðir Þá flutti biskupinn yfir fslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, kveðju íslenzku þjóðkirkjunnar. Hann kvað séra Friðrik Friðriks- son hafa haft slíka sjálfsstjórn, að hann hefði verið hafinn yfir sjálfan sig. Ræddi biskup hið stórbrotna starf hans í þágu ís- lenzkrar æsku og kristinnar Prestar úr Prestafélagi íslands bera úr kirkju. K.F.U.M. og K. sungu. Dr. Páll ísólfsson lék á orgel. Maður kom fram sendur af Guði Séra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, flutti því næst prédikun og minningarræðu. Lagði hann út af þessum orðum Jóhannesar- guðspjallsins: Maður kom fram, sendur af Guði. Þau orð hefðu átt við guðspjallamanninn Jó- hannes. „En nú segi ég í dag“, sagði séra Bjarni: „Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Friðrik Frið- riksson.“ Séra Bjarni ræddi síðan hið mikla starf séra Friðriks og þá blessun, sem því hefði fylgt. Það hefði náð til mikils fjölda manna, utanlands og innan. Hann hefði heyrt marga menn segja. Þetta á ég séra Friðrik að þakka. Hann kvað séra Priðrik aldrei hafa sótt um embætti. En hann hefði þó ávalt verið í embætti „því höfum það hugfast," sagði séra Bjarni, „að embætti er þjón- usta.“ Séra Friðrik hefði verið þjónn hins guðdómlega orðs. Hjá honum bjó iðandi lífsfjör fagnandi trúar. Ekkert mannlegt var honum óviðkomandi. Hann var ávalt glaður og þakklátur, aldrei heyrði ég hann kvarta. Séra Friðrik starfaði fyrir æsk- una með þeirri sannfæringu, að kristin æska skapaði þjóðinni sanna farsæld. Hann kvað séra Friðrik hafa verið ríkan af sæl- um fögnuði síðustu daga ævi sinnar. kirkju. „Vér tökum enga í dýr lingatölu í kirkju vorri,“. sagði biskup. „En eigi mun samtíð vor deila um það, að séra Friðrik hafi verið jafnoki þeirra, er helgir voru kajlaðir." Að lokinni ræðu biskups var sunginn sálmurinn „Son Guðs ertu með sanni“, eftir séra Hall- grím Pétursson. Að lokum lék dr. Páll fsólfs- son sorgargöngulag eftir Chbpin. Úr kirkju báru hempuklæddir prestar úr Prestafélagi íslands. 1 gamla kirkjugarðinum Líkfylgdin hélt síðan áleiðis til gamla kirkjugarðsins. Frá Kirkjugarðsstíg báru félagar úr Knattspyrnufélaginu Val að sáluhliði. En þaðan báru að- standendur og vinir hins látna kistuna að gröfinni. Var séra Friðrik Friðriksson lagður til hinztu hvíldar við hlið Björns Vilhjálmssonar, æskuvinar síns, sem látizt hafði 19. marz árið 1893, eða fyrir réttum 68 árum. Vakti séra Friðrik yfir honum síðustu nóttina, sem hann lifði. Séra Bjarni flutti stutta ræðu við gröfina og kastaði rekun- um. Karlakórinn Fóstbræður söng. Mikill fjöldi fólks, þar á meðal fjöldi unglinga, fylgdi í kirkjugarð. Öll fór útför séra Friðriks Friðrikssonar virðulega fram og bar greinilegan vott ástsældum hans og fjölþættum áhrifum í lífi hans og starfi. Útförin var gerð á vegum rík- isstjórnar fslands og var afhöfn- inni útvarpað. Bæði salur KFUM og Dómkirkjan voru fagurlega skreytt með blómum. Forsetahjónin voru viðstödd athöfnina. NA /5 hnúiar SV SO hnútor ¥; SnjHoma Xi Skúrír V/MRtgn- t úSi*m K Þrumur W//„aV SV-land til Breiðafjarðar og miðin: Vestan gola og síðar SV kaldi, skýjað en úrkomu- laust að mestu. Vestfirðir til NA-lands og miðin: Vestan átt, kaldi og víðast bjart í innsveitum, stinningskaldi og snjó- eða slydduél á miðum og annesj- um. Austfirðir, SA-land og mið- in: Norðan og síðar NV gola léttskýjað. Veðurhorfur um hádegi í gær: NÚ um sinn leggja lægðirnar leið sína niður með Nýfundna landi og Labrador, vestan við Grænland, og á meðan verður veður stilltara hér við land. En ekki er ólíklegt að þær fari að halla sér nær íslandi upp úr helginni. Lægðin yfir Suður-Noregi veldur versta stormi á Norður- sjó. Er því sennilega talsvert brim á vesturströnd Jótlands og Hollandsströnd. sem Voði — þeir nú boða MORGUNBLAÐINU barzt í gær eftirfarandi grein frá Hendrik Berndsen: Ég hefi venjulega Iesið blöðin, eins og sagt er lesið á milli lín- anna, og flest af þessum rógi um menn í sambandi við póli- tískar illdeilur hefi ég alltaf lát- ið eins og vind um eyrun þjóta, og þó ég lesi, að Hannibal sé Rússadindill og lygari og Ólafur Thors föðurlandssvikari með meiru, þá hefi ég gleymt öllum þessum stóryrðum fljótlega, enda ekki tekið þau alvarlega. En fyrir nokkrum dögum las ég grein í Þjóðviljanum, þar sem útlendur maður, en með íslenzk- an ríkisbOrgarárétt, er borinn hin um allra verstu sökum og sví- virðingum. Þessi grein er ólík öllu þvi, sem áður hefur verið skrifað í íslenzkt blað. Þarna er ltomið inn fyrir íslenzka land- helgi að fyrirmynd útlendrar of- sóknar, sem nú er látin bitna á íslenzkum manni, og er öllum vitanlegt, eftir skipun frá út- lendu stórveldi. Sýningar á kvikmyndum Osvalds Knudsens frá íslandi til Grænlands hafa staðið í eina viku og verið vel sóttar. Síðasta sýning er í dag og því síðustu forvöð að sjá hana. Mynd- in hér að ofan er úr kvikmyndunum 5. s Ég er visis um, að marglr hafa hugsað líkt og ég; er nú virkilega komið að okkur íslendingum, er nú ofsóknaræðið gegn alsaklaus. um mönnum komið heim að okk- ar bæjardyrum, og manni verður á að spyrja; hver verður næst tele inn fyrir? Það er í rauninni svo ótrúlegt, að íslenzkt blað skuli leyfa sér að bera slíkt á borð fyrir íslenzka lesendur, þennan, ófögnuð. Ég er vlss um, að margir góðir menn, sem fylgt hafa þessum flokki, muni skoða huga sinn og snúa frá villunni, menn hljóta að athuga, hvað hér er að gerast. ís- lenzkum stjómmálafloSrki er skipað af útlendu stórveldi að ráðast á þennan saklausa mann af því hann vildi aldrei selja sannfæringu sína, hvað sem I boði var og aldrei beygja sig fyrir kúgurum lands síns. En fyrst nú er hafist handa um ofsóknir á mann á íslenzkri grund, gæti maður þá ekki hugs- að sér, að næst kæmi skipun um að ofsækja t. d. alla Gyðinga, sem hér á landi eru, og gæti hugsað að þá yrðu mörg þung spor stigin af þeim, sem fylgja þessum flokki. Við heyrum oft að þús- undir manna hafi verið teknir af lífi í Kongó, í Ungverjalandi og í Austur-Þýzkalandi því er undarlega fljótt gleymt. Ég er viss um, að við mundum skelfast mikið meira, þó ekki væri nema einn í götunni okkar, væri sviftur lifinu með ofsóknum. Við höfum oft heyrt því fleygt, að talsverður hluti af meiriháttar Reykvíking- um mundi verða höfðinu styttri, ef kommúnistar næðu völdum á íslandi. Flest okkar hafa vafa- laust ekki tekið það alvarlega, en eftir þessi skrif í Þjóðviljan- trúi ég þessum íslenzku kommist- um vel til þess, ef þeim væri skipað það af sama stórveldi. Ég vona, að fleiri en ég, sem hefi oft stutt þennan flokk, opni augu sín fyrir þessum voða, sem þeir nú boða. Hendrik Berndseit Erindi Páls Kolka endurtekið ERINDI Páls Kolka um daginn og veginn, sem flutt var fyrir skömm/u í útvarpinu, verður endurtekið í dag kl. 16.20 vegna fjölda áskorana. —I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.