Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUIVBLAÐJÐ Sunnudagur 19. marz 1961' Miklar hafnarframkvæmdir á Suöureyri Viðtal við Hermann Guðmundsson, oddvita SÚGFIRÐINGAR standa í mikl- um hafnarframkvaemdum. Fyrir nokkrum árum var lokið þar við brimbrjót og hafskipabryggju og nú er unnið að bátahöfn, miklu mannvirki og kostnaðarsömu. Hermann Guðmundsson, oddviti á Suðureyri, er staddur í Reykja- vík til þess að greiða fyrir fram gangi málsins — og hafði Mbl. tal aí honum fyrir helgina. * * * ■— Helzta ástæðan til þess að við réðumst í þetta stórvirki er sú, að við eigum í erfiðleikum með að verja bátana okkar við brimbrjótinn,sagði Hermann. í norðvestan veðri eru við varnar- litlir, við höfum meira að segja misst báta af þessum ástæðum — og þetta er eina leiðin til að halda bátunum áfram í þorpinu. Þetta leggur líka grundvöll að frekari aukningu, því það er sér- lega hagkvæmt að stunda róðra frá Súgandafirði. — Brimbrjóturinn, eða haf- skipabryggjan, er um 180 metra löng frá fjöruborðinu og þetta mannvirki var stór áfangi fyrir byggðarlagið. Brjóturinn er utan við kauptúnið, en nýja höfnin verður innan við kauptúnið, graf- in inn í grunna vík. Við höfum dýpkunarskipið Gretti og gróf hann rennu inn í væntanlega höfn, en að undanförnu höfum við haft á leigu geysistóra skurð- gröfu og mun hún grafa fyrir höfninni sjálfri. * * * — Þetta er 100 tonna bákn, skúffan vegur 4 tonn tóm, en 12 tonn full. Okkur telst til, að hún grafi sem svarar 360 tonn á klukkustund — að meðaltali. Væntum við þess, að verkið gangi vel. Þessi höfn á að verða fyrir Myndin er tekin úr fjallshlíðinni ofan við kauptúnið, yfir víkina, sem bátahöfnin verður grafin í — og sést greinilega á myndinni hvar renna hefur verið grafin. Hermann Guðmundsson 20—30 báta en nú höfum við að- eins sex. Vonumst við til að fá fleiri og geta aukið útgerðina með bættum skityrðum og að- stöðu í landi. Hafnarkanturinn verður tvisvar sinnum 110 m að lengd og okkur mundi nægja 70 metra stálþil svona fytrst í stað, sagði Hermann. * * * — Og hvað segirðu okkur frekar í fréttum? — Jú, merkast má telja, að íbúunum fjölgaði þó nokkuð á síðasta ári hjá okkur, um • eina 30. Þetta er allt í rétta átt. Mikið hefur verið um byggingafram- kvæmdir á Suðureyri að undan- förnu. Fjölmörg einbýlishús hafa verið reist, við erum nýbúnir að byggja. barnaskóla, félagsheimili er nær fullgert — og þar höfum við bókasafn, tómstundavinnu- stofu, gufubaðstofu, sem er fjöl- sótt, og sparisjóðurinn fékk líka inni í byggingunni. Nú, og læknis Frh. á bls. 23 • Staupið í Hvalfirði Þar sem Hvalfjarðarþjóðveg urinn liggur inn með Hvamms víkinni um brattar grjótskrið- ur, er á einum stað stór steinn utan í lágum hól. Hann er ein kennilegur í laginu, líkastur staupi og þar töldu ferðamenn sér skylt að stanza meðan f erð ast var á hestum, og var þá jafnan tekin upp pyttla. Þennan stein kalla margir Staupstein, og var hann m. a. kallaður því nafni í sambandi við frétt hér í blaðinu um skriðuföll í Hvalfirði. Árni Óla segir mér, að steinninn heiti alls ekki þessu nafni. Hann hafi verið kallaður Staupið. Einasti staupasteinn- inn á landinu sé í Skálholti og hætti fólki til að rugla þeim saman. Séra Sigurjón í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd heyrði á tal okkar Árna, er við vorum að ræða um Staupið. Hafði hann orð á því að er hann f æri þarna um, hefði honum stundum dottið í hug að nauðsynlegt væri að styrkja steininn. Veð ur og víndar halda áfram að eta hann upp og einn góðan veðurdag getur hann fallið. Það væri sjónarsviptir að þess um sérkennilega steini. E. t. v. gæti Náttúruverndarráð tekið að sér að athuga hvort ekki er orðin þörf að bjarga hon- um • Umferð ríðandi manna T^Hciké /]lZcu1AJ0iS,. Ég minntist á þá daga, þeg- ar ferðazt var á hestum. Ef maður er staddur í nánd við Elliðaárnar síðdegis á laugar- dögum og sunnudögum, mætti halda að sá tími væri alls ekki liðinn. Þá er mikil um- ferð ríðandi manna upp í gegn um Blesugrófina og margir halda yfir að Rauðavatni, eink um þegar is er á vatninu. Þá má sjá margan vakran gæð- ing skella á skeið eftir ísnum. Höfuðstaðarbúum, sem hafa hesta og ríða út, fer ört fjölg- andi, enda ólíkt betri aðstaða síðan Fákur kom upp sínum stóru og góðu hesthúsum við Skeiðvöllinn, þar sem vel fer um hestana í umsjá sérstaka hestahirða. Um helgar má þarna sjá á Hvers vegna FYRIR nokkru las ég í frönsku blaði frásögn af gamalli konu, sem var handtekin í kirkjugarði vegna þess að hún stal blómum af leiðum. „Hvers vegna gerðuð þér þetta? spurði dómarinn. „Vegna þess að ég missti litla stúlku, sem ég unni hugástum . . . og vegna þess að eiginmaðurinn minn neitaði mér um peninga til þess að kaupa blóm á leiði hennar . . . svo hvað gat ég gert? . . . Er það mín sök þótt eiginmaðurinn minn sé nirfill?“ Nei, það var ekki hennar sök og ég held að við ættum ekki að kalla hana þjóf. Mér virðist að við ættum oft og tíðum að taka til athugunar, ekki að- eins það sem fólk gerði raunverulega, heldur hvers vegna það gerði það. Á&ur en við ásökum það, verð- um við að reyna að skilja, hvað það var sem knúði karla og konur til slíkra gerða. Þú giftist t.d. manni og uppgötvar þér til sárustu vonbrigða og undrunar, að hann er tortrygginn ' og óáreiðanlegur. Par sem þú gerir ekkert rangt, þá telurðu þig verðskulda traust hans, og samt öðlastu það ekki. Þú ert bæði undrandi og særð. Slíkt er engin furða. En áður en þú dæmir hann of hart, áður en þú segir við hann: „Þetta er óbærilegt. Ég get ekki búið lengur með þér, nema þú breytir eitt- hvað um háttalag“, þá skaltu reyna að afla þér nán- ari vitneskju um hann. Fáðu upplýsingar hjá vinum, sem þekktu hann á undan þér. Þá uppgötvarðu kannske, að hann hefur þjáðst talsvert á liðnum árum. Fyrri konan hans, sem lézt áður en þú kynnt- ist honum, var undarleg manneskja, falleg og gáfuð, en óeinlæg og ótrú. Hún gerði hann tortrygginn. Hann vantreystir öllum konum vegna þess að ein þeirra gerði hann óhamingjusaman. Hvað getur þú þá gert? Gerðu allt til þess að vekja traust hans á þér. Þá munu hinar illu endurminningar hans eyðast og hverfa, eins og kvöldþoka. Annað dæmi: Það vekur undrun þína, að heyra vin þinn, sem annars er allra viðfeldnasti maður, hælast yfir gengi sínu, hlotnum heiðursmerkjum. Það verð- ur þér hreinasta áfall að uppgötva að hann er raup- ari. Ég skil vel gremju þína. Mont er óskemmtilegur eiginleiki og fólk, sem gæti haft gilda ástæðu til að vera ánægt með sig sjálft ,er ekki vant því að hrósa ser. En í þessu tilfelli skaltu líka spyrja sjálfan þig: „Hvers vegna hagar hann sér svona? Skýringin er næsta einföld. Maðurinn hefur mætt mörgum hindr- unum. Hann óttast sína eigin misheppnun í lífinu. Og til þess að bæta upp vanmátt sinn, finnur hann upp ímyndaðan árangur eða ýkir þá sem eru miðl- ungi miklir. Hann verðskuldar fremur meðaumkvun en fyrirlitningu. í stað þess að hlæja að monti hans og hégómagirnd, skaltu hjálpa honum til að ná ár- angri. Þú munt þá sjá, að jafnskjótt og hann hefur ástæðu til stærilætis, hættir hann að tala um það . . . gæðingi margan skrifstofu- manninn, sem lítið hreyfir sig annars nema í bíl milli húsa, fjölmarga lækna, sem þannig sleppa um stund úr sjónmáli amasamra sjúklinga og aðra önnum kafna borgarbúa, sem fá sér frí frá símahringingum og þvargi. Aliir keppast við að halda hesti sínum til, því hver um si-S er auðvitað undir smásjá hinna. Og það er ekki lítil upphefð í því að geta sýnt sig á hesti sem vekur athygli og fá orð fyrir að vera „lag- inn hestamaður". • Ferðu ekki í kábojk asar? y a FERDIIM AIMP ☆ Fyrir krakkana í nágrenn- inu eru hesthúsin hreinasta Paradís. Þau snúast í kringum hestana og eigendur þeirra, þau kjörkuðustu í von um að fá að koma aðefíis á bak. Ekki er þó víst að mömmurnar séu allar eins hrifnar, a. m. k. ekki mamma hennar kunningja. konu minnar, sem ég mætti þar innfrá fyrir skömmu síð- degis á sunnudegi. Hún var í hvítum sportsokkum og hvít. um jólaskóm í tilefni helgi. dagsins og hafði vaðið í svað- inu upp undir hné. — Má ég teyma hestinn út fyrir þig? sagði hún og svörtu augun tindruðu, þegar hún kom inn í hesthúsið. Ég hafði næga hjálp þann daginn. Tveir strákar vildu endilega aðstoða við að leggja á, og þeim fannst auðheyrilega furðulegt nei. kvætt svar Velvakanda, þeg. ar þeir spurðu: — Heyrðu, ferðu aldrei í kábojhasar Ha, og þú sem átt hest!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.