Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 13
MORCV1SBL AÐl» 13 ' Sunnudagur 19. marz 1961 Aukið réttaröry<í«i ^ RíkLsstjómin hefur nýlega lagt fram á Alþingi frumvarp um að ákæruvald í opinberum málum skuli fengið saksóknara ríkisins og þar með flutt frá dómsmálaráðherra, nema í nokkrum undantekningartilfell- um. Tillaga þessi er engin nýj- Ung. Frumvörp sama efnis hafa sjö sinnum áður verið flutt á Alþingi, fyrst af Gunnari Thor- oddsen, þegar hann var ný- kominn á þing, og síðan verið undirbúin af færustu lögfræð- ingum, er dómsmálaráðherrarn- ir Hermann Jónasson, Bjarni Benediktsson og Friðjón Skarp- héðinsson fengu til að kanna málið, hver í sinni ráðherratíð. Það er því nú í áttunda skipti á rúmum aldarfjórðungi, sem lagt er til, að þessi breyting verði gerð. Til hennar liggja og ríkar ástæður. Þyngst á metun- um er sú, að á meðan málshöfð- unarvaldið er í höndum dóms- málaráðherra verður ætíð auð- veldara að gera beitingu þess tortryggilega, en ef hlutlaus embættismaður fer með þetta Vald. 1 lýðræðislandi er reglan sú, að nokkur hluti kjósenda, oft verulegur, er ráðherra fyr- irfram andsnúinn. Þess vegna er auðvelt að telja ýmsum trú um, að vandasamar ákvarðanir um mólshöfðanir séu gerðar eftir annarlegum sjónarmiðum. Hlutdrægni, vild eða óvild ráði, en ekki réttsýni. Ekki er nóg, að ákvörðun sé út af fyrir sig rétt, heldur krefst réttaröryggi þess, að allur þorri manna trúi því, að svo sé. Ella er þeim, sem grafa vilja undan réttar- ríki og réttaröryggi, um of auð- ve’ ’ ð þeirra illa iðja. Andúð kommúnista Hingað til hefur breytingin ekki náð fram að ganga vegna þess að of margir þingmenn hafa óttazt kostnaðinn, sem af henni leiddi. Að minnsta kosti hefur það verið sú ástæða, sem uppi hefur verið látin. En rétt- arþjóðfélag hefur sizt efni á því að viðhalda þeirri skipan, sem greiðir götu þeirra, er það vilja feigt. Stjórnarflokkarnir hafa þess vegna bundizt samtökum um að koma þessari réttarbót á. Framsóknarflokkurinn virð- ist og nú vera henni samþykk- ur í meginatriðum. Kommúnist- ar hafa hinsvegar beinlínis snú- izt til andstöðu við máíið. Þeir, mestu eyðsluseggirnir á Al- þingi, bera aukinn kostnað fyr- ir sig. Sú afsökun er of gegn- sæ. Andstaða kommúnista sprett- ur af því, að þeir vilja halda áfram að hafa færi á því að gera ákvarðanir stjórnmálaand- stæðings í sæti dómsmálaráð- herra tortryggilegar og þar með flraga úr tiltrú almennings til hlutlausrar réttargæzlu. Þar við hætist, að eftir kenningum kommúnista á hvorki ákæru- vald né dómsvald að vera i hönduna óháðra aðila, heldur 1 manna, sem seldir eru undir 'kommúníska einræðisstjórn. Af- staða kommúnista hlýtur að ýta undir alla unneíidur laga og réttar að láta ekki lengur drag- ast að lögfesta þessa nauðsyn- legu breytingu. Lögreglufélag Revk^avíkur 25 ára Lögreglufélag Reykjavíkur ■ minntist nú í vikunni 25 ára af- mælis síns með veglegum fagn- aði og útgáfu ásjálegs minning- Lögreglustöðin í Reykjavík. ljóst var hvaðan þeir höfðu þá fræðslu, sem talsmaður þeirra las upp. Á kommúnistum furðar sig enginn. Hitt er merkilegt, að fyrrverandi dómsmálaráðherra í lýðræðisríki, lögreglustjóri og hæstaréttarlögmaður eins og Hermann Jónasson, skuli ganga í lið með þeim í þessari rógs- herferð gegn hugsjón laga og réttar. Alþ j óðadómstóll- inn lagði okkur til rökin Hermann Jónasson ber það raunar fyrir sig, að Alþjóðadóm stóllinn hljóti að vera íhalds- samur og á eftir réttarþróun- inni. Þetta leyfir hann sér að segja, þó að það sé einmitt Al- þjóðadómstóllinn, sem hefur lagt okkur til rök fyrir öllu I því, sem okkur hefur orðið REYKJAVÍKURBRÉF arrits. 1 lögregluliði Reykjavík- ur eru og hafa verið margir vaskir menn. Starf lögreglu- þjóna er vandasamt og þess eðlis, að mjög er lagað til gagn- rýni. En yfirleitt hafa lögreglu- þjónar hér unnið starf sitt með prýði. Á þessu ári má og minnast þess, að 40 ár eru liðin frá því, að Erlingur Pálsson tók við starfi yfirlögregluþjóns. Erling- ur er um margt merkilegur maður. Hann er einn fremsti íþróttamaður hér á landi fyrr og síðar. En hann er einnig bók menntamaður, þaulkunnugur ís- lendingasögum og skáldskap, sjálfur vel hagmæltur, enda var Þorsteinn Erlingsson föður- bróðir hans. Frá æskudögum hefur Erlingur verið manna áhugasamastur um frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Það er lögreglu Reykjavíkur mikið happ, að slíkur maður skuli hafa verið yfirlögregluþjónn í heilan mannsaldur. Lögreglu- menn hafa skilið þetta og sýnt það með því að kjósa Erling fyrir formann félags sins í 20 ár af þeim 25, sem það hefur starfað. „Rangsnúin ti!finning.“ 1 minningarrit Lögreglufélags- ins skrifa ýmsir framámenn, sem komið hafa við sögu lög- reglunnar í Reykjavík, þ.á.m. Hermann Jónasson, fyrrv. lög- reglustjóri. Hann segir m.a. í grein sinni: „Ég hefi hvergi séð á það minnzt, og ég efast um að því hafi verið veitt athygli sem vert er, að í meðvitund margra íslendinga — og almennar en víða annars staðar — er viss tegund af andúð gegn þeim, sem gæta laga. Þetta er baga- legt fyrir þjóðfélagið og veldur oft erfiðleikum við löggæzlu- starfið. En mér virðist þetta skiljan- legt. Við erum sjálfstæð þjóð — en það er stutt síðan við vorum undirokaðir. í margar aldir var löggæzlan í höndum erlendra drottnara, oft illa þokkaðra vegna rangsleitni og spillingar. — í blóði þeirra þjóða, sem hafa sætt svipuðum örlögum, situr oft lengi mótþróinn gegn löggæzlu, — eftir að hún er inn- lend orðin. Þetta þurfum við að gera okkur ljóst og venja okkur af. Og vissulega þokast óðum í rétta átt, — en það þarf, til þess að vel sé, að uppræta þessa Laugard. 18. marz rangsnúnu tilfinningu með öllu“. Enginn efi er á, að þessi „rangsnúna tilfinning“ býr í hugum margra. Aðrir, sem í bókina rita, nefna aðrar orsakir hennar, en skýring Hermanns á einnig rétt á sér. Því furðulegra er, að hann skuli nú hafa grip- ið til þessarar „rangsnúnu til- finningar" málstað sínum í land helgismálinu til framdráttar. Þar skirrist hann ekki við að jafna saman valdboði „er- lendra drottnara“, oft illa þokk- aðra vegna „rangsleitni og spill ingar", og úrskurði æðstu lög- gæzlustofnunar í heimi, hins hlutlausa Alþjóðadómstóls. Fyr- ir þeim dómstóli verða hið volduga Bretland og okkar vopn lausa land jöfn fyrir lögunum, eins og hæfustu dómarar, vald- ir af öllum hinum Sameinuðu þjóðum, túlka þau hverju sinni. Hver jir eru „hlægilegir og aumkunar ver ð ir u? Kommúnisfar trúa því statt og stöðugt, að hugmyndir manna um rétt og rangt mótist einungis af hagsmunum þeirra. Þeir segja réttarkerfi lýðræðis- þjóða, þár á meðal kenninguna um hlutleysi dómara, friðhelgi einstaklinga og þjónustu þeirra í þágu réttarins, vera einbera blekkingu og hjúp á valdi þeirra, sem þeir kalla yfirstétt. Af þeim, sem þessa trú hafa, er ekki við öðru að búast en þeir telji íslenzka lagaprófess- ora, sem gefa hlutlaust álit um atriði, er þeir gerþekkja „hlægi lega og aumkunarverða“, eins og Þjóðviljinn gerði á dögun- um. Árásir og níð um Alþjóða- dómstólinn úr þeirri átt eru jafnskiljanlegt. Það orðbragð styrkir einungis trú annarra á því, að Alþjóðadómstóllinn hafi verið verkefni sínu vaxinn og unnið ómetanlegt starf. Enda var athyglisvert, að kommún- istar vitnuðu til þess í umræð- um á Alþingi, að Dag Hamm- arskjöld hefði harmað, að Al- þjóðadómstóllinn skyldi ekki hafa fengið enn fleiri mál til úrskurðar, en raun ber vitni. Þeir töldu umhyggju Hammar- skjölds fyrir dómstólnum og áhuga hans á að eyða deilum í heiminum með málskoti til dómstólsins vera sönnun þess að dómstóllinn væri óalandi. í þessu sýndu kommúnistar enn einu sinni hug sinn til verndar friði og réttar í heimnum. Aug- ágengt um stækkun fiskveiði- landhelginnar. I dómnum um fiskiveiðimál Sameinaða kon- ungsríkisins Stóra-Bretlands gegn Noregi, sem upp var kveð inn 18. desember 1951, segir Al- þjóðadómstólinn orðrétt svo: „Meðfram ströndinni eru grunn tiltölulega há upp í sjó, raunverulega neðansjávarhjall- ar, þar sem eru sérstaklega fisk auðug mið, er norskir fiski- menn hafa þekkt og stundað frá ómunatíð. Með því að grunn þessi voru innan sjónvíddar frá landi, fundu menn og greindu beztu miðin með miðunarað- ferðinni (,,meds“), þar sem Wiær línur til tiltekinna staða á ströndinni eða eyjunum sker- ast. I þessum hrjóstugu landshlut- um hafa íbúar strandhéraðanna framfæri sitt einkum af fisk- veiðum. Þetta eru staðreyndir, sem yerður að hafa í huga, er dóm- ur er lagður á réttmæti þeirrar staðhæfingar Hins sameinaða konungsríkis, að þau takmörk norska fiskveiðisvæðisins, sem ákveðin voru í úrskurðinum frá 1935, fari í bága við alþjóða- lög“. Með þessum forsendum Al- þjóðadómstólsins varð gerbreyt- ing í alþjóðarétti. Þarna var í fyrsta skipti viðurkennt, að eðlilegur væri forgangsréttur fiskimanna til veiða á gömlum miðum þeirra „á neðansjávar- hjöllum, þar sem eru sérstak- lega fiskauðug mið“. Hver vill neita því, að þessi rök styðji mjög kröfur íslendinga til land grunnsins? Einkum þegar dóm- dómstóllinn bætir því við, að taka verði tillit til þess, þegar íbúar strandhéraða í hrjóstug- um landshlutum hafi framfæri sitt einkum af fiskveiðum. Grundvöllur allra aðgerða olíkar Óumdeilt er, að þessi dómur Alþjóðadómstólsins varð beinn grundvöllur að stækkun okkar 1952, svo sterkur grundvöllur, að Bretar skutu sér undan því tilboði íslendinga að bera þá stækkun undir dómstólinn. En hinar tilfærðu forsendur eru einnig samanþjapþaðar rök- semdir íslendinga fyrir stækk- uninni 1958 og fyrir tillögum okkar á báðum Genfarráðstefn- unum, 1958 og 1960, um sérstöðu íslandi til handa. Samkvæmt skýrslu, sem Stjórnarráðið gaf út 1958 um fyrri Genfarráð- stefnuna, var tillaga íslenzku stjórnarinnar, þ.á.m. Hermanns Jónassonar og Lúðvíks Jósefs- sonar, þá þessi: „ — — — að þar sem þjóð byggi afkomu sína að langmestu leyti á fiskveiðum meðfram ströndum og nauðsynlegt reynd- ist að takmarka hámarksafla á hafinu, utan fiskveiðilögsögu hlutaðeigandi ríkis, beri þeirri þjóð forgangsréttur til hagnýt- ingar fiskistofnanna á því svæði, að svo miklu leyti sem nauðsynlegt er til þess að full- nægja þörfum þeirrar þjóðar. Jafnframt var lagt til að ágrein ingur í slíkum málum skyldi lagður fyrir gerðardóm — — “ Á ráðstefnunni 1960 var til- laga íslendinga, þ.á.m. Her- manns Jónassonar og Lúðvíks Jósefssonar, enn hin sama að efni. Getur nokkrum blandazt húgur um, hvert þessi rökstuðn ingur var sóttpr? Auðvitað beint í dóminn 18. desember 1951, til þess Alþjóða- dómstóls, sem stjórnarandstæð- ingar á íslandi heimska sig nú á því að níða, þó að hann hafi rutt brautina í okkar mesta vel- ferðarmáli. Úr hörðustu átt kem ur, að Hermann Jónasson og Lúðvík Jósefsson skuli nú leggj ast á eitt um að svívirða þá stofnun, sem lagt hefur í munn þeirra allt, sem þeir hafa af viti sagt um landhelgismálið. „Einstæð hræsni46 Þegar á þetta er litið, verður auðskilið, að lítt skyldi verða um varnir hjá stjórnarandstæð- ingum í umræðunum um van- trauststillögu þeirra. Enda var svo komið fyrir síðasta ræðu- manni Framsóknar, að hann hafði það helzt að segja, að lesa upp leiðara, sem búið var að skrifa fyrir Tímann og birt- ist þar daginn eftir, undir rétt- nefninu „Einstæð hræsni“. — í þessari forystugrein er því mót- mælt, að „Framsóknarmenn séu orðnir handbendi og þjónar kommúnista“. Mótmælin eru á þessu byggð: „Þetta er vopnið, sem allir afturhaldsmenn síðari áratuga hafa veifað gegn umbótaflokk- um og framfaramönnum“. Síðar er svo rifjaður upp meira en tveggja áratuga gam- all rógur Framsóknarmanna um, að Sjálfstæðismenn hafi „hjálp- að kommúnistum til valda í verkalýðshreyfingunni á sínum tíma“. Þar með grípur greinar- höfundur Tímans til „vopnsins", sem hann sjálfur segir, að allir „afturhaldsmenn síðari áratuga hafa veifað gegn umbótaflokk- um og framfaramönnum“. Með þessum rökstuðningi stimplar greinarhöfundur því sjálfan sig sem „afturhaldsmann", er veif- að hafi vopni gegn „umbóta- flokkum og framfaramönnum", þ.e.a.s. Sjálfstæðismönnum! Öllu óhönduglegri málflutningur hef- ur sjaldan heyrzt né sézt en þessi frammistaða leiðaraskrif- ara Tímans. Búast við penin«;aleysi? Framsóknarmenn létu lesa upp í útvarpsumræðunum álykt un miðstjórnar sinnar, þar sem lýst var hollustu við Atlants- hafsbandalagið, en jafnframt tekið fram, að herinn skyldi fara „sem fyrst“. Þessi ályktun minnir á það, þegar 11. flokks- þing Framsóknarmanna sam- þykkti í marz 1956, að „þegar“ skyldi hafin endurskoðun á skip un varnarmálanna með það fyr- ir augum „að varnarliðið hverfi úr landi. Fáist ekki samkomulag um þessa breytingu, verði mál- inu fylgt eftir með uppsögn sam kvæmt 7. gr. samningsins“. Framhald þeirrar ályktunar var svo ályktun Alþingis í lok sama mánaðar og yfirlýsing Her- manns um það fyrir kosningar 1956, að betra væri að vanta Framhald á bls 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.