Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 14
14 MORKViynT AÐIÐ Sunnudagur 19. marz 1961 GULDMEDALJE 1927 MANDALSUTSTILLINGEN GULDMEDALJE 1930 1 TR0NDELAGSUTSTILLINGEN, Grundl.1775 Mandals Reberban GrundU775 s^ccsa Chrisíianscn&Co. Uarpmerke Uaremerka ÚTGERÐARMENN Höfum ávallt fyrirliggjandi: 7 mm línuás 9 mm færaefni létttjargað Sísalbindigarn, 3 þætt og 4 þætt Uppsetta línu Netatóg allar stærðir Spyrðubandaefni Verzlið þar sem verðið er hagkvœmast L. ANDERSEN H.F. Hafnarhúsinu - Reykjavík - Símar 13642 og 38210 — Reykjavlkurbréf Framhald af bls. 13. brauð en þola erlent varnarlið 1 landi. Efndir allra þessarra yfir- lýsinga þarf ekki að rifja upp. Þær urðu engar, heldur notaði V-stjórnin heitorð sitt til þess að fá Bandaríkin og Atlantshafs. bandalagið til að veita sér stór- fúlgur að láni gegn því, að horf. ið væri frá hinum hátíðlegu lof- orðum. Yfirlýsingin nú er raun- ar sýnu óákveðnari en heitstreng ingarnar frá 1956 en af fenginni reynslu verður að ætla, að til- gangurinn sé hinn sami: Undir- búningur nýrrar fjáröflunar, þeg ar Framsókn ríður mikið á. Fimmtug á morgun; Ingveldur Pálsdóttir Á MORGUN, mánudaginn 20. marz, stendur frú Ingveldur S. Pálsdóttir, Suðurgötu 8, Kefla- vík, á sjónarhæð hálfrar aldar. Hún fæddist í Reykjavík, og var elzta barn foreldra sinna, hjón- anna Páls Jónssonar, járnsmíða- meistara og Vigdísar Ástríðar Jónsdóttur. Ung að árum fluttist Ingveld- ur með foreldrum sínum austur að Stokkseyri og þar lifði hún sína bernskudaga. Árið 1925 hvarf fjölskyldan alfarin frá Stokkseyri, — og að þessu sinni lá leiðin til Hafn- arfjarðar. Lengi hafði það ljóst verið, að Ingveldur var fróðleiks fús og góðum gáfum gædd. Enda var þess nú skammt að bíða, að hún legði leið sína að mennta- brunnum Flensborgarskólans. —. Þaðan útskrifaðist hún með góð- um vitnisburði. En menntaþránni var enn ekki að fullu svalað. Skömmu síðar hóf hún nám við Kennaraskóla íslands, og iauk prófi þaðan árið 1934. Árið 1936 giftist Ingveldur Gísla Þórðarsyni, Barðstrendingi að ætt. Þau bjuggu lengstaf á Patreksfirði. Sambúðin sú varð skemmri en til var stofnað. Gísli lézt aðeins 38 ára að aldri. Þau Gísli og Ingveldur eign- uðust tvö börn, Eygló og Gunn- laug Trausta. — Til Keflavíkur kom Ingveldur árið 1948. Þar kenndi hún við barnaskólann í eitt ár. En árið 1950 giftist hún Þorsteini Árna- syni trésmíðameistara. Þau eigai nú tvo drengi, Ingólf og Vigni Pál. Þrátt fyrir húsmóðurstörf hef- ir Ingveldur oftastnær gefið sér tóm til að sinna hugsjón sinni, barnakennslunni, að einhverju leyti. —• Oft hefir hún tekið nemendur heim til sín. Og um þessar mundir er hún ráðin kennari við barnaskólann í Kefla vík. Mörgum góðum málefnum hefir Ingveldur lagt heilshugar lið. T. d. hefir hún unnið mikið og gott starf í bindindismálum, svo að eitt af mörgu sé nefnt. Hvar sem einhver hreyfir hug- sjón undir merki manngöfgi og mannkærleika, á hann visan drengilegan stuðning Ingveldar Pálsdóttur, því að sterkustu eðlisþættirnir í fari hennar eru hjartagöfgi, bjartsýni og trú. —- Með þessum fáu orðum vil ég árna afmælisbarninu allra heilla í merkum tímamótum. Megi Guðs alvöld föðurhönd vernda hana, eiginmann hennar og f jöl- skyldu, og veita þeim ótæmandi blessun á þeim áfanga, sem framundan er. Bj.J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.