Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.03.1961, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. marz 1961 DÆTURNAR VITA BETUR í SKALDSAGA EFTIR RENEE SHANN | — Hamingjan má vita það! Ég vona bara, að henni snúist hugur. Barbara hló. — Þú ættir bara ekki að sleppa honum Nigel á undan þér vestur. Þegar þær komu niður, var Nigel að tala við amerísku stúlk- una, sem nú hafði bætzt í hóp- inn. — Ég er búin að vara Janet við þér, sagði Barbara, um leið ag hún kynnti þær, — og segja henni, að þú sért að gefa Nigel auga. Sharman brosti frjálsmannlega og leit á Janet um leið og hún rétti henni höndina. — Ja, hvort ég er! Mér finnst hann dásam- legur. — Það finnst mér líka, sagði Janet. Nigel glotti. — Hlustið þið nú á .. þið megið ekki vera að gera mig feiminn. Sharman rak upp ofurlítinn, glettnislegan hlátur og dökk- bláu augun sendu honum ögr- andi tillit. — Æ þið Englend- ingar, hvað þið eruð fljótir að fara hjá ykkur. Svona tali verð- urðu að venjast áður en þú kem ur vestur um haf. Við Ameríku- menn segjum meiningu okkar afdráttarlaust og ef okkur lízt vel á mann, þá erum við ekkert að liggja á því. — Og segja ekki piltarnir stúlkunum það sama? — Vitanlega! — Þetta virðist hljóta að vera ágætisland, sagði Barbara. Þang að vildi ég komast sem allra fyrst! Nú var maturinn tilbúinn og frú Derry smalaði öllum hópn- um sínum inn í borðstofuna. Jan et sat hjá hr. Derry og Nigel hinumegin við hana; síðan Mar- ía frænka og stúlkurnar and- spænis þeim. Þetta var vingjarn- leg samkoma, án allra vandræða legra þagna og hálfyrða, eins og Janet hafði vanizt heima hjá sér. Það var auðséð á öllu, að þarna var hamingjusöm fjöl- skylda og, að Nigel hafði eng- um ofsögum af því sagt. Það var ekki laust við, að hún fyndi til dálítillar öfundar — beizkjublandinnar öfundar. Hversvegna voru foreldrar Nig- els svona ólikir hennar foreldx- um? Hverjum var það að kenna? Ekki gat öll sökin verið hjá mömmu hennar. Þótt henni þætti vænt um pabba sinn, duld- ist henni það ekki, að hann átti sinn hluta af sökinni. Eða var það hvorugu þeirra að kenna? Var þetta bara skapsmunaatriði? Foreldrar Nigels höfðu verið hamingjusöm. Þau bættu hvort annað upp. Hennar eigin for- eldrar, aftuf á móti, virtust tæp- ast tala eitt og sama tungumál! — Þykir þér ekki leiðinlegt að vera farin frá París? spurði hr. Derry hana. — Jú, mjög svo. Mér þótti af- skaplega gaman þar. Sharman, sem greip fram í fyrir öllum, lét þess getið, að hún ætlaði til Parísar í lok næstu viku. — Það verður það einasta, sem ég skemmti mér, áður en ég fer heim. Ég fer með Ile de France í byrjun næsta mánaðar. — Janet, viltu lána mér hann Nigel fyrir fylgdarmann, meðan ég er í París? Ég á þar víst enga kunningja sjálf, sem geta skemmt mér. — Alveg sjálfsagt .. ef Nigel vill láta lána sig. — Það er nú betra að nefna það við mig sjálfan, sagði Nigel. — Ég skyldi ekki gera það, sagði Barbara. — Ég treysti ekki vinstúlku minni. Sharman gretti sig framan í hana. — Þetta eru meiðyrði. Ég verðskulda fyllsta traust! — Engri stúlku með þitt útlit er treystandi, sagði Barbara ein- beittlega. — Er það nú' bull í ykkur, krakkar, sagði frú Derry. Hún leit kring um borðið. — Hvað ætlið þið öll að taka ykkur fyrir, seinni partinn? Nigel sagðist vilja fara út að ganga með Janet. — Bara þið tvö? spurði systir hans. — Bara við tvö. — Hvað eigum við þá að gera af okkur, Sharman? — Mér er alveg sama. Ég er fyrst og fremst blóðlöt. — Ágætt! Það er ég nefnilega líka. Þegar þau Nigel og Janet voru orðin ein, skömmu seinna, sagði hann: — Hvernig líkar þér við þau? — Fjölskylduna þína? Mér finnst hún yndisleg! Hann tók arm hennar undir sinn og þau gengu yfir akrana saman með tvo hunda á hælum sér. — Ég veit nú ekki, hvort ég vildi kalla hana Barböru neitt yndislega. — O, það er nú bara af því að hún er systir þín. Hún leit á Nigel. — Og hvað vildirðu kalla Sharman? — Æ, ég veit ekki. — Ekta ameríska, fyrst og fremst. — Ég er ekkert hrifin af því, að þú farir að fylgja henni um alla Parísarborg. — Það var ekki annað en bull í henni. — Ekki af hennar hálfu. Jan- et andvarpaði. — Mér þætti gaman að vita, hvort það getur farið vel að eiga mann, sem all- ar stúlkur eru skotnar í? Nigel snarstaiizaði, leit til beggja hliða, sá að ekki horfðu aðrir á þau en nokkrar syfjaðar kýr, greip Janet í fang sér og kyssti hana. — Janet! Svei mér ef ég held ekki, að þú sért afbrýðissöm! — Vitanlega er ég það. •— Æ, litli bjáninn þinn! — Mér finnst hún gera það harða hríð að þér. — Ég get staðizt öll slik á- hlaup. — Ja, geturðu nú það? Nigel sagði blíðlega: — En sú spurning, Janet, þegar þú veizt, hvað ég elska þig. — Já, bara ef ekki væru svona margar torfærur á veginum. — Já, það er einmitt þær, sem ég vil tala um við þig. Mér finnst við ættum að taka ákveðna af- stöðu í því máli, elskan mín. Já, já, ég veit, að þú vilt bíða átekta og ekki, að við giftum okkur í snarkasti, en það er bara þetta, að eins og á stendur, er það ekki heppilegt. Til dæmis verð ég að vita, hvort ég fer til Washington sem giftur maðut eða ógiftur. Geturðu ekki fengið þetta ó hreint við foreldra þína? Kom- izt að því, hvort þetta er sú sanna ástæða til mótstöðu henn- ar. — Áttu við, að ég spyrji hana beint? — Já. — Æ, elskan mín, það gæti ég bara ekki. Sambandið milli okk- ar er ekki þannig vaxið. Og hugsum okkur, að ég hafi mis- skilið þetta — ég vil ekki gefa henni neinar rangar hugmyndir. Nigel stundi. — Það er óheyrilega erfitt að koma þér í skilning. En sérðu ekki, hvílíkt höfuðatriði þetta er fyrir okkur? Hann hikaði, en bætti svo við einbeittlega: — Eða kannske það sé ekkert höf- uðatriði í þínum augum? Hún sneri sér snöggt að hon- um. — Þú veizt vel, að það er það. Ekkert í heiminum er mikilvæg- ara. — Jæja, gerðu þá eitthvað í málinu, elskan mín. Eins og mál- in standa nú, getur það ekki verra verið. Hún gekk áfram, hleypti brún um og velti því fyrir sér, hvern- ig hún gæti komið þessu í lag. — Hvað er um pabba þinn? sagði Nigel. — Ykkur virðist koma prýðilega saman. Og hann ætlaði augsýnilega ekki að hindra okkur. Segðu honum frá þessu áhyggjuefni þínu. Ef hann bara sussar við því og segir, að það muni engin áhrif hafa á sína hegðun, til eða frá .. gæti það ekki gert þig rólegri? — Auðvitað myndi það róa mig. — Þá finnst mér þú ættir að tala við hann. Hann dró hana enn fastar að sér og þau gengu iHUtvarpið Sunnudagur 19 marz 8.30 Fjörleg músík að morgni dags. 9.00 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) Konsert fyrir óbó og hljóm- sveit eftir Krommer-Kramár (Frantisek Hanták og Kamm- erhljómsveit útvarpsins í Brno leika; Antonin Devátý stjórn- ar). b) David Oistrakh leikur á fiðlu. c) ,,Vorið“ úr Arstíðunum eftir Haydn (Ingeborg Wenglor, Gerhard Unger, Thto Adam og kór og hljómsv. Berlínarút- varpsins; Helmut Koch stj.), 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur: Séra Öskar J. Þorláksson. Organ- leikari: Dr. Páll ísólfsson). 12 15 Hádegisútvarp. 13.10 Erindi: Sjónar- og heyrnarvottar (Dr. Símon Jóh. Agústsson próf.) 14.00 Miðdegistónleikar: Utdráttur úr óperunni „Töfraskytt an“ eftir Weber (Rudolf Schock, Elisabeth Griimmer; Lisa Otto; Hermann Prey, Gottlob Frick o. fl. söngvarar flytja með kór og hljómsveit Berlínaróperunnar. — Stjórnandi: Joseph Keilberth. — Þorsteinn Hannesson flytur skýr ingar). . 15.30 Kaffitíminn: — (16.00 Veðurfr.) a) Öskar Cortes og félagar hans leika. b) ,,A kránni hjá Anton Karas‘% 16.20 Endurtekið efni: a) Páll Kolka læknir talar um daginn og veginn (Aður flutt 27. f.m. — b) Sigurður Björnsson syngur fjögur íslenzk lög og önnur \ fjögur eftir Schubert (Útv. 13, f. m. c) Þáttur um spákonur og dul- vísindi: Svava Jakobsdóttir og Amy Engilberts ræðast við (Frá 9. f.m.) 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir), a) Ævintýri litlu barnanna. b) Sendibréf frá Pálínu. c) Fimm mínútur með Chopin, d) Samtalsþáttur: Arni og Kalli ræða áhugamálin. 18.25 Veðurfregnir. — 18.30 Þetta vil ég heyra: Halldór Pétursson vel- ur hljómplötur. . 19.10 Tilkynningar. * 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Islenzk tónlist, flutt af Sinfóníu hljómsveit íslands. Stjórnandi Olav Kielland. a) ,,Sogið“, forleikur eftir Skúla Halldórsson. b) „Draumur vetrarrjúpunnar**. sinfónísk mynd eftir Sigur- svein D. Kristinsson. 20.30 Erindi: Mesti falskristur til vorra daga; síðasti hluti (Ásmundur Gíslason). 20.55 „Sígaunabaróninn'*: Öperettulög eftir Johann Strauss (Rita Streich Peter Anders o. fl. syngja). 21.15 Gettu betur!, spurninga- og skemmtiþáttur undir stjórn Svav ars Gests. 22 00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 20. marz • T 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Sigurður Pálsson.— Morgunleik- fimi: Valdimar Örnólfsson, leik- fimikennari og Magnús Péturs- son píanóleikari. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — j 12.00 Hádegisútvarp. I * (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Bændavikan hefst: a) Avarp (Steingrímur Steinþórs son búnaðarmálastj.). b) Menntun sveitafólks; — er- indi og samtalsþættir (Krist- ján Karlsson, Jónas Jónsson o. fl. tala). 14.15 Tónleikar: „Við vinnuna'*. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar), 18.00 Fyrir unga hlustendur: Æsku- minningar Alberts Schweitzers; I, (Baldur Pálmason þýðir og les), 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Séra Sveinn Víkingur). 20.20 Einsöngur: Arni Jónsson syngur, Við píanóið: Fritz Weisshappel, a) Tvö lög eftir Eyþór Stefáns- son: „Nóttin með lokkinn ljósa** og „Sofðu rótt“. b) Tvö lög eftir Sigvalda Kalda- lóns: „Stormar" og „Hamra- borgin“. c) „Trollsjön" eftir August Söd- erman. 20.40 Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur). 21.00 Frá tónlistarhátíðinni í Búdapest 1960: Píanókonsert í A-dúr (K488) eft- ir Mozart (Annie Fischer og ung- verska ríkishljómsveitin leika; András Kóródi stjórnar). 21.30 Utvarpssagan: „Blítt lætur ver- öldin“ eftir Guðmund G. Haga- lín; IX. (Höfundur les), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (40). 22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson), 23.10 Daskrárlok. 02.00 Dagskrárlok. Skáldið og mamma litla 1) Það er furðulegt, að ekki sé nokkur leið að fá frið til að festa blund, agnar stund. Alltaf þessi sí- felldi hávaði. 2) Nei, pabbi. Eg hef ekki verið með hávaða, ekki sagt eitt einasta orð — bara hlaupið hér um 'með Snata. . . litla og leikið við hann. a r H á ó r — Flugvélin McClune! .voma herra — Ég er með drenginn Mc- j með manninn, sem rændi hon- Clune .... Og Guli Björn er. um! — O, Hunt! Er nokkuð að honum? — Auðvitað er hann heill á húfi! .... Hann er McClune!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.