Morgunblaðið - 23.03.1961, Side 2

Morgunblaðið - 23.03.1961, Side 2
2 / MORGUNBLAÐlh Fimmtudagur 23. marz 1961 Unnum almenningsálit- ið / heiminum til stuðn- ings við okkur 'Álif merks íslendings erlendis á lausn fiskveiðideilunnar MBL. barst nýlega bréf frá gagnmerkum íslendingi, sem lengi hefur verið búsettur er- lendis og minntist hann þar m. a. á lausn fiskveiðideilunn- ar við Breta og hinn mikla sigur hins íslenzka málstaðar. Var þar komizt að orði á þessa leið: „Þetta hefði einhvem- tíma þótt mikill viðburður í sögu íslands og ótrúlegt að slíku hefði verið spáð á meðan við stóðum í sjálfstæðisbar- áttunni við Dani. En nú erum við víst orðnir svo stórir upp á okkur að við fögnum engu og gleðjumst aldrei, jafnvel þótt við hljótum aðdáun al- mennings um allan heim. Ég álít að aðalatriðið í þess- ari baráttu hafi verið að vinna almenningsálitið í heiminum til skilnings á okkar málstað og að hljóta samúð manna, bæði valdhafanna og fóllusins út um víða veröld. Þetta sagði hinn merki ís- lendingur í bréfi sínu. Xelur Mbl. sjálfsagt að almenningur á íslandi fái að kynnast skoð- un hans á þessu örlagaríka máli og hinni heillaríku lausn þess, sem meginhluti þjóðar- innar telur sem betur fer mik- inn sigur fyrir hinn íslenzka málstað. , . /'NAIShnútor 5 V SOhnútor ¥: Snjó/coma p 0S/mm Sf S/eúrír K Þrumur mss, KuMaskil Hifaski! H Hm» 1 L LauS 1 Bgryqy1* v ■ vaar Orörómur um handritin DÖNSK blöð hafa undanfarið skrifað ýmislegt um hand- ritamálið. Hafa þar komið fram margvíslegar bollalegg- ingar, óstaðfestar og rangar. í gær barst Mbl. svohljóðandi einkaskeyti frá fréttaritara sínum í Kaupmannahöfn, Páli Jónssyni: - Ekstrabladet skýrir frá því í dag að danska stjórnin hafi i hyggju að leggja í næsta mánuði fram í þinginu lagafrumvarp um að afhenda íslendingum hand- ritin. Undanfamar vikur hafa farið fram viðræður menntamála ráðherra Dana og íslendinga xun málið og hefur danska stjórnin á ráðherrafundi samþykkt af- hendingu á grundvelli lagafrum- varps sem Jörgensen mennta- málaráðherra er að ljúka við að semja. Fmmvarpið verður vænt- anlega la®t fyrir næsta ríkis- stjómarfund og síðan strax fyrir þingið. ÁBNASAFN Menntamálaráðherrann óskar eftir því að farið verði verulega að óskum íslendinga og nýtur í þessu máli stunðings rektors há- skólans. Þess vegna er talið að í frumvarpinu verði lagt til að 3vo til öll handritin í Árnasafni, sem eru um 2000, verði afhent og auk þess ýms skjöl úr konung- lega bókasafninu, þar sem meðal annars er að finna Flateyjarbók. ÁGREININGUR í Danmörku ríkir mikill ágrein Dagskrá Alþingls Fundir eru boðaðir 1 báöum deildum kl. 1.30 I dag. Á dagskrá efri deildar: 1. Landnám, ræktun og byggingar I sveitum, frv. — 1. umr. 3. Alþjóðlega íramfarastofnunin, frv. — 3. umr. 3. Seðlabanki íslands, frv. — 3. umr. 4. Landsbanki Islands, frv. — 3. umr. 5. Útvegsbanki Islands, frv. 3. umr. 3. Stofnlánadeild sjávarútvegsins, frv. — 2. umr. T. Sildarútvegsnefnd o. fl., frv. 2. umr 8. Meðferð opinberra mála. 3. Lögreglumenn. Dagskrá neðri deildar: 1. Sveitarstjómarlög, frv. Frh. 2. umr. (Atkvgr.) 3. Viðskipti fjármálaráðuneytisins við Axel Kristjánsson og h/f As- fjall, þáltill. — Hvemig ræða skuii. 3. Minnispeningur Jóns Sigurðsson- ar, frv. — 1. umr. 4. Jarðhitasjóður og jarðboranir rikisins, frv. — 2. umr. 5. Ríkisábyrgðir, frv. — 3. umr. 8. Sala Hellu og Helludals i Breiðu- víkurhreppi, frv. — 3. umr. 7. Happdrætti Styrktarfélags van- gefinna, frv. — 1. umr. 8 Lögskráning sjómanna, frv. 2. umr. 9. Sala Þingeyjar i Skjáifandafljóti, frv. — 2. umr. — Ef leyft verður. ingur um málið og verður senni- lega alls ekki auðvelt að fá það samþykkt í þinginu. Andstaðan er aðallega frá vísindamönnum, en stjórnmálamenn álíta hins vegar heppilegt að ná samkomu- lagi við íslendinga með tilliti til einingar á Norðurlöndum. Lög- fræðilega séð er varla unnt að draga eignarétt Dana á handritun um í efa, en stjórnmálalega lítur málið öðruvísi út og á þeim grund velli byggist jákvæð stefna ríkis- stjórnarinnar. í samibandi við þessa frétt ósk- aði Mbl. eftir staðfestingu á henni frá nokkrum aðilum í Danmörku. Bengt A. Koch ritstjóri Kriste- ligt Dagblad, sem einnig er for- maður hinnar sjálfskipuðu dönsku handritanefndar, en í henni eiga sæti ýmsir þekktir borgarar, sem vinna að afhend- ingu handritanna, símaði blaðinu: Upplýsingar Ekstrabladet eru fljótfærnislegar og of bjartsýnar. Enginn ábyrgur aðili vill láta hafa eftir sér ummæli um málið. Páll Jónsson fréttaritari símaði: Hef frétt eftir áreiðanlegum heim ildum að Ekstrabladet hefur upp lýsingar sínar ekki frá ríkisstjórn inni og má því ekki taka þær of alvarlega. Stefán Jóh. Stefánsson sendiherra vill ekkert um málið segja að svo stöddu. Ritzau fréttastofan símar: Ekki er unnt að fá fréttina staðfesta á fundi kennslumálaráðherra Norð urlandanna í Helsingfors. En frétt blaðsins sennilega rétt og hefur birzt á fleiri stöðum í Kaupmannahöfn. t HLÝJA þokuloftið var skammt undan Suðurlandi í gaer, og regnbeltið, sem fylgdi náði hingað. í jaðri þess var þó snjókoma. Um Vestur og Norðurland var 1—2 stiga hiti, en hnúkaþeyr á Suðaust- urlandi, og var 9° hiti á Hól- um í Hornafirði kl. 11. Veffurhorfur kl. 10 í gærkv.: Suðvesturland til Norðaust urlands og miðin: Vestan og NV víða stinningskaldi. Smá él. Sprenging í Ábnrðnr- verksmiðjunni Á LAUGARDAGINN varð sprenging í amoniakvinnusal Aburðarverksmiðju ríkisins í Gufunesi. Rúður brotnuðu í saln m en ekki sakaði nærstadda. í gær sksýrði Hjálmar Finns- son framkvæmdarstjóri blaðinu svo frá, að gerðar hefðu verið ráð stafanir til að fyrinbvggja að slík atvik gætu endurtekið sig. Leki hafði komið að pípu sem liggur að vatnsefnisblöndu, en við það mydnaðist hvellloft í dælunni og orsakaði það siðan sprenginguna. Hin nýja dæla og aðrar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar í samvinnu við öryggiseftirlit ríkisins, sagði Hjálmar. Lá við strandi út af Grdttu BREZKI togarinn Lifeguard frá Hull var hætt kominn við innsiglinguna hingað til Reykjavíkur í gær. Varðskip ið Óðinn kom togaranum til hjálpar og beindi honum á rétta leið og fór allt vel að Iokum. Stefndi á sker og boða Lifeguard leitaði hér hafnar vegna bilunar á spili. Var dimmt yfir hér við Reykjavík í gærmorg un. Togarinn mun hafa farið grunnt með landi. Frá varðskip inu Óðni sem einnig var á leið inn, höfðu menn tekið eftir að togarinn tók stefnu innan skerja og var brátt kominn svo langt, að það var yfirvofandi, að hann strandaði á boðunum milli Akureyjar og lands. Óðinn hafði flautað með eimpípu sinni hættu aðvörun og þá nam togarinn staðar. Hafði togarinn síðan sam band við Óðin. Fékk togarinn þá vitneskju um að hann væri kom inn svo innundir boða og sker, að hann yrði að bakka út úr ó- göngunum. Gerði togarinn það og sigldi síðan í kjö'lfar Óðins hér inn á höfnina. Gamall kunningi — >að hefði getað orðið erfitt hjá honum, ef hann hefði strand að á boðunum þarna, sagði Eirík ur Kristófersson skipherra. Þetta er gamall kunningi úr „þorska- stríðinu" — það er að segja skip ið en ekki maðurinn. Við ætluð um einu sinni að setja um borð í hann menn, en skipsmenn sner ust til varnar með bareflum og sjóðandí vatni. Olíupramminn fór innan skerja Það sem mun hafa valdið Golda IVieir í heimsókn FRÚ GOLDA MEIR utanríkis- ráðherra ísraels mun koma í op inbera heimsókn til Islands dag- ana 16.—23. maí í boði utanríkis ráðuneytisins. __ (Frá utanríkisráðuneyt>nu) Sókn í Laos Vientiane, Laos, 22. marz (Reuter) HÆGRI STJÓRNIN í Vienti- ane, tilkynnti í dag að her kommúnista frá Norð<ur-Viet- nam hefði gert harða árás að borginni Kam Keut í Suð- ur-Laos. Erlendir sérfræðing- ar telja tilkynningu þessa mjög ýkta, en viðurkenna að á þesssu væði sé mikið um Pathet Lao skæruliða sem geri stjórninni erfitt að verja veginn, sem liggur milli Kam Framhald á bls. 23. þessu var að olíuprammi á leið inn á Skerjafjörð hafði komið á móti togaranum og farið inn an skerja. Það eru ekki nema nokkur ár síðan flugbáturinn Rán kom togara til hjálpar, sem hafði villzt af leið og vax eins og Lifeguard að því kominn að stranda. Skemmtun fyrir BarnaspitaKa- sjóðinn HRINGKONUR halda stöðugt áfram að safna í Barnaspítala- sjóð sinn. Þær hafa afhent 4.672 þús. kr. í nýja Barnaspítalann, nú síðast í vetur 4 þús. krónur, en betur má ef duga skal. Ýmis- legt láta konurnar sér detta í hug til að afla fjár og leggja mikið á sig. í haust höfðu þær skemmtun með uppboði, lengi unnu þær að munum, sem seldir voru á bazar í jólakaffinu þeirra, í vetur og í vor láta þær sér detta í hug blómasölu. Nú á föstudagskvöldið halda Hingkonur bingókvöld í Sjálf- stæðishúsinu til fjáröflunar fyrir Barnaspítalasjóðinn. Veitt verða ágæt verðlaun, svo sem ferð til útlanda með Eimskipafélagsskipi, málverk eftir Kjarval, prjóna- vél o. fl. Og á eftir verður dans- að. Nánar má sjá um þetta í aug- lýsingu í blaðinu. Austfirðir og Suðausturland og miðin: NV kaldi eða stinn ingskaldi, víða léttskýjað. Neita framsali Cariberra, Ástralíu, 22. marz. (Reuter). AÐSTOÐAR utanríkisráðhr. Ástralíu, sir Garfield Bar- wick, skýrði frá því í dag, að ríkisstjórnin hefði neitað kröfu Rússa um að fram- selja þeim Estlending nokk- urn Ervin Viks a ðnafni, sem Rússar saka um stríðs- glæpi. Viks, sem varð ástralskur ríkisborgari árið 1957, er af Rússum sakaður um að hafa drýgt stríðsglæpi í Estlandi árið 1941. SKÁK Botvinnik — Tal f FRÉTTUM ríkisútvarpsins I gærkvöldi var frá því skýrt að fjórða skákin í keppni þeirra Botvinniks og Tals, um heims- meistaratitilinn í skák hafi farið í bið 1 gær. Fyrstu og þriðju skákina vann Botvinnik, en aðra skákina vann Tal og standa því leikar 2:1. í þessari fjórðu skák þeirra hafði Tal hvítt og lék kóngspeði fram í fyrsta leik, en Botvinnik svaraði með Karokan vörn ein.? og í annari skákinni. Tal brá út af venjulegum leiðum sínum þegar í þriðja leik og urðu brátt flækjur í skákinni, sem héldust áfram þótt drottningaruppskiptl yrðu í 14. leik, Botvinnik náði liðsyfirburðum, en Tal fann sí- fellt af fundvísi sinni nýjar gagnhótanir. Þegar skákin fór f bið hafðl Botvinnik þrjú peð yfir, en menn Tals eru það vel staðsettir, að enganveginn er einsýnt um úr- slit þegar biðskákin verður tefld í dag. Biðstaðan er sem hér segir: Hvítt, Tal: Kb5, Ha7, Rc5, og peð b6, og c2. Svart, Botvinnik: Ke7, He3, Bh2, og peð d4, e6, f5, g6 og h6. Samkvæmt þessu hlýtur Bot- vinnik að hafa leikið biðleikinn. HEIMDELLINGAR t kvöld verffur í Valhöll við Suffurgötu kvikmyndasýrtór^g á vegum Heimdallar, F.U.S. Sýnd ar verða ýmsar frófflegar og skemmtilegar myndir. öllum Heimdellingum heimill aðgangur meffan húsrúm leyfir. Sýningin hefst kl. 8,30 stundvíslega. «

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.