Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 Ragnheiöur í Hollywood RAGNHEIÐUR Jónasdóttir eða ChrLstina Sveinsson, eins og hún er kölluð erlendis, dvelzt í Hollywood um þess- ar mundir. Hafa blaðinu bor- izt fregnir af henni asamt myndum sem teknar eru við ýmis tækifæri. Eins og kunnugt er drvald- ist Ragnheiður við leiknám í Englandi og lék þar í þrem ur svo kölluðum „cultur films“, eða landikynningar- myndum og þótti takast mjög vel. í London kynntist Ragnheið ur bandaríska kvikmynda- framleiðandanum John Harr is og vildi hann fá hana til Hollywood, til þess að leika í kvikmyndinni „Honeymons of terror" er hann ætlaði að framleiða. Varð úr að Ragn heiður tæki þessu boði og hélt hún til Hollywood í febrú ar s.l. Hefur henni tekizt vel með hlutverk sitt í myndinni og John Harris rómar hæfi- leika hennar og segir, að hún muni eiga framtíð fyrir sér bæði í kvikmyndum og á leik sviði. Einnig lét hann svo um mælt að mjög gott væri að vinna með Ragnheiði hún væri samvinnuþýð og hvers manns hugljúfi. í Hollywood hefur Ragnheiður einnig kom ið fram í sjónvarpi t.d. ásamt frægum calypso söngvurum frá Trinidad. Tökunni á „Honeymoon of terror" lýkur í maí og mun Ragnheiður þá halda til Kaup mannahafnar. Þar ætlar John Harris að framleiða nýja mynd í samráði við danskt kvikmyndafélag og hefur ráð ið Ragnheiði til þess að leika í henni. Myndin heitir „Ævin týri í Kaupmannahöfn“ og verður að mestu leyti tekin þar en nokkur atriði verða tekin á meginlandi Evrópu. Ragnheiði hafa verið boðn ir samningar við ýmis kvik- myndafélög bæði í Hollywood og Englandi, en þeir eru allir til svo langs tíma, að hún tel iu: ekki rétt að taka þeim. ""varpsupptöku í sól á eyðimörk, H e i I d a r e n á u r s ko ð u n á vegaiögum Tillaga Sjálfstœðismanna samþykkt. FIMM ÞINGMENN Sjálfstæðisflokksins báru fram þings- ályktunartillögu fyrr í vetur um endurskoðun á lögum um vegi. Fjárveitinganefnd hafði tillöguna til meðferðar og flutti við hana breytingartillögu og lagði til, að hún yrði samþykkt svo hljóðandi með þeirri breytingu: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun og endurskoðun á gildandi lögum um opin- bera vegi og brýr og láta jafnframt athuga möguleika á öflun fastra tekjustofna til vega og brúagerða“. Magnús Jónsson form. fjárveit- lnganefndar gerði grein fyrir á- liti nefndarinnar og þeirri breyt- ingu, sem hún gerði á tillögunni. í sambandi við þetta benti Magnús á, að mikið vantaði á til þess að vegakerfi landsins sé í viðunandi horfi. Yfir 700 km af þjóðvegakerfinu væru óbíl- færir, rúmlega 450 km af sýslu- vegum og meira en 300 km af hreppavegum. Þá benti hann á, að þegar farið verður að gera vegi úr varanlegu efni mundi kostnaður við vegagerð hækka gífurlega, svo að brýnt væri að fá fasta tekjustofna til þessara mála og væri síðari hluti tillög- unar við það miðaður. Ljóst væri, að ekki væri hægt að leysa þessi mál með samþykkt hinna einstöku tillagna, sem fram hefðu komið um lausn á þeim, hér þyrfti að koma til hetldarendurskoðun. Þess vegna hefði nefndin talið æskilegt, að nú yrði látin fara fram heildar- athugun, eigi aðeins á lögum um þjóðvegi, eins og tillagan hefði upphaflega gert ráð fyrir, heldur öllum gildandi lögum um opin- bera vegi og brýr. Bjartmar Guðmundsson lýsti ánægju sinni með álit fjárveit- inganefndar og sagði flutnings- menn tillögunnar vel geta fallizt á, að athugunin yrði gerð á víð- ara grundvelli en þeir hefðu upp haflega lagt til. Höfum séx-stöðu Helgi Bergs benti á, að við nytum þess hagræðis umfram ýmsar aðrar þjóðir að geta ein- beitt okkur að vegagerð í sam- bandi við samgöngur á landi, en þyrftum ekki auk kosnaðarins við vegagerð að bera kostnað af lagningu járnbrauta og öðrum samgöngutækjum á landi. Þá taldi Helgi, að höfuðáherzlu yrði að leggja á að steinsteypa eða malbika þá vegi, sem mest um- ferð er um. Markar tímamót Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra sagði, að hér væri vissu- lega um stórmál að ræða, og eins og tillagan gerði ráð fyrir, væri það eitt aðalatriðið, að at- hugað verði, hvernig fjár verði aflað til þessara mála. Það væri rétt, sagði ráðherr- an, að vegagerð hér á landi þyrfti að ganga með meiri hraða, en ■með þessari tillögu væri stigið spor, sem markað geti tímamót í vegamálum landsins. Gísli Jónsson kvaðst vonast til, að í nefnd þá, sem fengi þessi mál til athugunar yrðu skipaðir menn, sem sæju út fyrir eitt- hvert eitt kjördæmi landsina, þessum lífsgæðum yrði að jafna á milli þeirra, sem búa í þéttbýli og strjálbýli. Helgi Bergs Iagði áherzlu á, að fjölförnustu vegirnir yrðu látnir sitja fyrir, ekki mætti loka augunum fyrir því, hve mikið það kostar þjóðfélagð að hafa þá svo slæma sem raun ber vitni. Eftir þessar umræður var til- lagan samþykkt með þeim breyt- ingum, sem f járveitinganefnd lagði til, að gerðar væru á henni, og send ríkisstjórninni. Fundur Sjúlf- stæðismunnu í Borgurfjurður- sýsfu S.L. þriðjudag var fundur hald inn í Félagi Sjálfstæðismanna í Borgarfjarðarsýslu, og hófst hann kl. 2,30 í Hvítárvallaskálanum. Á fundinum mættu þeir Bjarni Ben ediktsson dómsmálaráðherra og Jón Árnason alþm. Fluttu þeir ræður um þingmál og stjórnmála viðhorfið almennt. Var gerður góður rómur að máli þeirra. Fundur þessi var vel sóttur og kom fram mikill áhugi fundar manna á eflingu hins unga félags, en það var sem kunnugt er stofnað á s.l. sumri og voru stofnendur um 100 talsins úr öll um hreppum Borgarfjarðarsýslu. STAKSTEIWAR Maður út í geiminn 1. maí? Orðrómur er nú uppi um það víða í Evrópu, að Nikita Krúsjeff geri sér vonir um að Rússar geti sent mannað geimskip út í geim inn 1. maí n.k. Að sjálfsögðu er hér um ágizkanir að ræða. En vitað er að Rússar hafa mikinn hug á að nota afrék sírr á sviði geimvísinda í áróðurstilgangi. Sovétstjórnin hefur gefið vísinda mönnum sínum fyrirskipanir um það, að þeir verði umfram allt að verða á undan Bandaríkja- mönnu í þessum efnum. Ýmis- legt bendir einxrig til þess, að 'þeim takist það. Rússar hafai um töluvert lengri tíma en jlandarikjamenn einbeitt kröft um sínum að smíði eldflauga og geimfara. En bilið milli þessara tveggja stórþjóða á þessu sviði visindanna styttist óðfluga. Eft ir að Bandaríkjamenn áttuðu sig á því, að Rússar voru komn ir fram úr þeim hafa þeir hert mjög á sér og síðan unnið hvert stórafrekið á fætur öðru. Ef Rú-sum tækist að senda mannað geimskip út í geiminn 1. maí, mundu þeir telja það enn eina sönnun um yfirburði hins kommúniska skipulags. En auð vitað er sú röksemdafærsla fjarri lagi og styðst ekki við meiri rök en þótt nazistar hefðu talið það sanna yfirburði nazismans að Þjóðverjar stóðu á sínum tíma fremstir allra þjóða í aldflauga- gerð. Hafa bæði Rússar og Banda ríkjamenn síðan byget á reynslu þeirra, frá árum síðari heims- styrjaldarinnar. Góðav sigurhorfur Adenauers Úrslit sveitastjórakosninganna í Vestfalen og neðra Saxlandi I Vestur-Þýzkalandi, spá góðu fyr ir Kristilega demókrataflokkinn og dr. Adenauer í þingkosningun um, sem fram eiga að fara í land inu á komandi hausti. Flokkur dr. Adenauers vann stórkostlega á í þessum kosningum, en smá- flokkarnir og jafnaðarmenn töp uðu að sama skapi. Jafnaðair- menn hafa eins og kunnugt er nýlega gert Willy Brandt, borg arstjóra í Vestur-Berlín að aðal foringja sínum og hafa byggt miklar vonir á sigurmösruleikum hans. Hafa margir talið líklegt, að Brandt muni reynast sigur- stranglegri en þeir Ollenhauer og Schumacher, sem verið hafa leiðtogar iafnaðarmannaflokks- ins í Vestur-Þýzkalandi síðan síðari he:msstyrjöldinni lauk. En sveitars<:/'rnarkosninearnar, sem nú er nvieee lok’ð. lofa jafnaðar mönnum ekki góðu. þ."* "-n und’rþvr Nokkur klofningur hefor ríkt innan Þjóðvarnarflokks íslands undanfarna mánuði. Hafa átt sér stað átök milli þeirra flokks manna, sem viljjcð hafa sam- vinnu við kommúr)>sta um bar- áttu gegn 1 átttöku íslands í varn arsamstarfi vestrænna þjóða og hinna, sem kjósa að flokkurinn fylgdi sjálfstæðri stefnu og skipti sé~ ekki af Moskvumönnxim. f sambandi við næstu bæjar- stjórnarkosningar hefur það kom ið til greina innan Þjóðvarnar- flokksins að hafa samvinnu við Framsóknarmenn og jafnvel við kommúrrista. Hefur þá verið rætt um það, oe þá. einnig innan Fram sóknarflokks'ns og kommúnista- flokksins, að þessir þrír flokkar stæðu sameiginlega að framboði við næstu bæjarstjórnarkosning ar. Þeir menn munu þó vera i ið til greina innan Þíóðvarnar- flokksins, sem vilja að flokkur- inn hafni siíkri sumvinnu og bjóði einn fram. Framsóknar- menn munu hinsvegar sækja fast á um það að koma á slíkri samfylkingu þriggja flokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.