Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 23. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 X>íi sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, «r allri svalar ýtakind ©g ótal læknar sár. Æ, hverf Jni ei af auga mér, l>ú ástarblíða tár, «r sorgir heimsins í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt Ijós í hjarta skín f hvert sinn, er ég græt, l>ví drottinn telur tárin mín, — ég trúi og huggast læt. Kristján Jónsson: Tárið. LaeVnar fiarveiandi Ari Björnsson frá 17/3 í viku (Þór- •rinn Guðnason). Grímur Magnússon um óákv tíma (Björn í>. Þórðarson). Gunnar GuSmundsson um óákv. tíma (Magnús í>orsteinsson). Uaraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Oddur Ólafsson óákv. tíma. (Árni Guð mundsson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Valtýr Bjarnason til 29. marz jJón Hmltalín Gunnlaugsson) .Víkingur Arnórsson um óákv. tíma. — (Olafur Jónsson, Hverfisg. 106, sími 18535). ÞEGAR Kristín Svíadrottning var á ferðalagi í Róm 1655, varð hún mjög hugfangin af höggmyndalist Berninis. Fram ar öllu hreifst hún af styttu eftir hann er nefnist „Sann- leikurinn". Kardináli nokkur, sem tek- ið hafði eftir þessu sagði við drottninguna: — Það dálæti, sem yðar há- tign hefur á sannleikanum er ekki algengt meðal konung- borins fólks. — Áreiðanlega ekki, svar- aði drottning, en allur sann- leikur er heldur ekki gerður af marmara. V 4RMOUTH lávarður, sem síðar varð 3. markgreifi af Hertford ferðaðist um Spán á sínum yngrj árum og eyddi þar t. d. einum degi í að skoða Escorial höllina og St. Hieron klaustrið, en ábóti bess sýndi honum bygg- ingarnar. Ábótinn skýrði honum frá að þessar miklu byggingar hefði Fillipus II látið byggja, til bess að standa við loforð er hann gaf í orustunni við St. Quentin ýlO. ág. 1557). Lá- varðurinn renndi augunum einu sinnl enn yfir hina ó- endanlegu þyrpingu múra og sagði: —- Skelfing hlýtur hann að hafa verið hræddur. Loftleiðir h.f.: — Snorri Sturluson er væntanlegur frá N.Y. kl. 08:30. Fer til Glasgow og London kl 10:00. — Edda er væntanleg frá Hamborg, Kaup mannahöfn, Gautaborg og Stafangri kl. 20.00. Fer til New York kl. 21:30. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brú- arfoss er í Rotterdam. — Dettifoss fer frá N.Y. á morgun til Rvíkur. — Fjall- foss er á leið til íslands frá N.Y. — Goðafoss fór frá Karlskrona 21. til Helsingfors. — Gullfoss fór frá Hamb. í gær til Kaupmh. — Lagarfoss fór frá Hamb. í gær til Antwerpen. — Reykja- foss fór frá ísafirði í gær til Patreks- fjarðar og Hafnarfjarðar. — Selfoss fór frá Rvík í gær til Bíldudals. — Tröllafoss er á leið til Rvíkur frá N.Y. Tungufoss fór frá Keflavík í gær til Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er vænt- anleg til Reykjavíkur í dag. Esja er í Reykjavík. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21 í kvöld til Rvíkur. jÞyrill er á Austfjörðum. Skjaldbreið fór frá Akureyri í gærkvöldi á suð- urleið. Herðubreið fer frá Reykjavík kl. 19 í kvöld austur um land í hringf. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla kemur væntanlega til Gdynia í dag. — Askja fór frá Genua í gær til Roquetas. H.f.Jöklar: — Langjökull lestar á Vestfjarðahöfnum. — Vatnajökull er í Amsterdam. Skipadeild SÍS: — Hvassafell kemur til Akureyrar á morgun. — Arnarfell er á Akranesi. — Jokulfell losar á Aust fjarðahöfnum. — Dlsarfell er í Rotter- dam. — Litlafell er í olíuflutningum 1 Faxaflóa. — Helgafell er í Keflavík. — Hamrafell er á leið til Reykjavíkur. Fjaðurmagnaður er líkam-1 inn og fegurð, spenna og hreysti einkenna stúlkuna, er sprellar hér á skautum. Þokka gyðjan heitir Britta Eriksson, er sænskrar ættar, og tók þátt í norræiiu skautakeppninni í Gladsaxe í Danmörku á dög- unum, og þar er myndin reynd ar tekin. Jafn auðvelt er að blekkja sjálfan sig án þess að taka eftir því og það er erfitt að blekkja aðra svo, að þeir komist ekki að því. — Rochefoucauld Lygarinn byrjar á því að láta blekk- inguna líta út eins og sannleika og endar með því að láta sannleikann líta út eins og blekkingu. — Shenstone. Veröldin vill láta blekkja sig, þess vegna er bezt að blekkja hana. — Caraffa kardínáli. Hver maður er veikastur fyrir, þar sem hann heldur sig sterkastan. — N. Emmos. Gengið Sölugengl 1 Sterlingspund ..... 106,36 1 Bandaríkjadollar ...... — 1 Kanadadollar .......... — 100 Danskar krónur ........ — 100 Norskar krónur ........ — 100 Sænskar krónur......... — 100 Finnsk mörk ........... — 100 Svissneskir frankar ... — 100 Austurriskir shillingar — 100 Belgiskir frankar ..... — 100 Franskir frankar ....... — 106,64 38.10 38,62 551.60 533,00 737.60 11,88 881.30 147.30 76,53 776,44 — Hvað er hann búinn að ganga lengi sá litli? ■— Bráðum sex mánuði. ■— Mikið hlýtur hann að vera þreyttur. — ★ — Mark Twain var staddur i Bret- landi. Einn góðveðursdag gekk hann út sér til skemmtunar. Hann mætti mörgum vinum sínum. AU- ir sögðu þeir við hann: — Gott veður í dag, herra Twain. Twain var farið að leiðast þetta og svaraði: — Já, ég hef mikið heyrt tal- að um það. Frúin (við nýju vinnukonuna): — Okkur mun koma vel saman. Eg er ekki svo kröfuhörð. Vinnukonan: — Það þóttist ég vita, þegar ég sá manninn yðar. ^ 33t — En skemmtilegt, þetta er frá mömmu, hún æ+,ar að koma og dveljast hjá okkur átta daga. Unglingaföt Unglingaföt, stærðir 12 til 18 ára, einnig karlmanna- föt. Tækifærisverð. Notað og nýtt Vesturgötu 16. íbúð 3—5 herbergi og eldhús óskast til leigu strax eða 14. maí. Uppl. í síma 37093 og 18103. Keflavík Silver Cross bamavagn til sölu, Brekkugötu 13. ris- hæð. Handrið úr jámi, úti, inni. — Verkstæði Hreins Haukssonar Birkihvammi 23. Sími 36770. Keflavík 2 herbergi og eldhús tál leigu að Hafnargötu 74. — Uppl. fyrir hádegi og eftir kl. 19. Keflavík 5 herbergja íbúð til leigu. Laus strax. Allt sér. Uppl. í síma 1881 kl. 6—8. f-— - 0( lyrl Niðursoðnir ávextir PERUR Kr. 18.05 dósin FERSKJUR — 20.60 — JARÐARBER 19.00 — ANANAS — 23.90 — BL. ÁVEXTIR — 20.60 — HNETUSMJÖR JARÐARBERJA- — 21.90 — SULTA — 19,60 — CiUÍBl/aldi, Pafría Heill flibbi m/rúnnuðum hornum Vetrargarðurinn Dansleikur í kvöld M09MHRMr ★ NEO-quartettinn leikur ★ Söngvari Sigurður Johnny NÝTT! NÝTT! Nokkrir nýir dægurlagasöngvarar kynntir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.