Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐlh FimmtucTagur 23. marz 1961 ursögnin til böta — segir Verwoerd LONDON 18. marz (Reuter) — Hendrik Verwoerd forsætisráð- herra Suður-Afríku lýsti því yfir í da? að hann óskaði eftir að S-Afríka fengi áfram að halda þeim hiunnindum sem meðlima- ríki brezka samveldisins njóta, þótt landið hætti að vera með limur. Taldi Verwoerd að úrsöjjn Suður-Afríku úr samveldinu yrði til þess að bæta sambúð þess og Bretlands. Á blaðamannafundi í London kvaðst Verwoerd vona að Suður- Afríka fengi svipaða aðstöðu í Bretlandi og írland. En írland er ekki meðlimur í samveldinu en nýtur þó allra hlunninda. Sagði Verwoerd aj verzlunarvið- skipti landanna væru báðum nauðsynleg og kvaðst vona að þau héldust óbreytt. En um helmingur af utanríkisviðskipt- um Suður-Afríku er við Bret- land. APARTHEIDT Verwoerd reyndi á fundinum að réttlæta kynþáttastefnu síriá og sagði: „Apartheid (aðskilnað- ur kynþáttanna) er víða talið k-s, nþáttaofsóknir, þegar tilgang- ur þess að að fyrirbyggja of- sóknir og skapa samræmi. Berið þetta saman við ofsóknir í Banda ríkjunum og jafnvel í Bretlandi þar sem aðstaða hvíta mannsins er tryggð en negrar eru 1 minni- hluta.“ VARNARSAMNINGUR FRAMLENGDUR Forsætisráðherrann sagðist á- líta að gildandi samningur um sameiginlegar varnir Bretlands og Suður-Afríku yrði fram- lengdur. Að sjálfsögðu færu fram bráðlega umræður um það 'mál, en ráðherrann taldi ekkert því til fyrirstöðu að Bretar fengju að halda réttindum sínum varðandi herstöðvar f Suður- Afríku. Verwoerd taldi að úrsögn Suður-Afríku' úr samveldinu yrði til að bæta sambúðina við Breta. Sagði hann að nú þyrftu Bretar ekki lengur að óttast að önnur ríki segðu sig úr sam- veldiriu vegna ágreinings út af kynþáttastefnunni í S-Afríku. Kvaðst hann hafa viljað forða vinum sínum Bretum frá þeim vandræðum. Verwoerd fer heim- leiðis á sunnudag og verður hon- um tekið sem þjóðhetju af stuðn ingsmönnum í Jóhannesarborg. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Femina er flutt í nýtt húsnræði á Lauga- vegi 19 úr Aðalstræti 16. Eru húsakynnin sérlega skemmtileg og hlýleg, eins og sjá má. af meðfylgjandi mynd. Sigvaldi Thordarson arkitekt sá að mestu um fyrirkomulag og innréttingu, sem er mjög nýtizkuleg. Guð- mundur Björnsson og Kristján Jökull Péturssorr önnuðust tré- verk en Óli Þór Jónsson smíðaði öll húsgögn. Hárgreiðslustofan Femína var stofnuð 6. október 1934 af frú Svövu Rerentsdóttir og frú Huldu Davíðsson. Núverandi eigandi hennar er Árdís Pálsson og hefur hún starfrækt stofunra í 19 ár. Frú Árdís, sem er nú- verandi formaður meistarafélags hárgreiðslukvenna, hefur braut- skráð 12 sveina í iðninni. Síð- ustu árin hefur hún árlega farið utan til að kynna sér nýjungar í faginu. Á hárgreiðslustofunni starfa nú þrjá.r útlærðar hávgreiðslu- konur og fjórir nemar. Nýr bátur til Kefía- víkur - Baldur KE 97 KEFLAVÍK, 20 marz: Nýr bátur bættist í bátaflota Keflvíkinga í gær, Baldur KE 97. 40 smálest ir að stærð, smíðaður í skipa- smíðastöðinni Djúpvík í Svíþjóð, eftir teikningu Egils Þorfinnsson ar í Keflavík. Ölvaður maður braut rúðu AKUREYRI, 21. ■ marz: — Um klukkan 1 s.l. nótt braut ölvaður sjómaður rúðu í útidyrahurð Búnaðarbanka íslands, en hann er til húsa í Strandgötu 5. Bif- reiðarstjóri frá Bifreiðastöð Odd eyrar sá til mannsins og gerði lögreglunni aðvart. Einnig varð Steingrímur Bemharðsson banka stjóri, sem býr í sama húsinu, var nokkurs hávaða er rúðan brotnaði og gerði hann lög- reglunni einnig aðvart. Kom hún skjótt á vettvang og hand samaði manninn. Var hann þá kominn alllangt frá bankanum inn á Ráðhústorg og reyndist mjög ölvaður. Líklegt þykir að spellvirki þetta sé frekar óráðs- verk ölóðs manns, en tilraun til innbrots. — St. E. Sig. Baldur er með 230 ha. diesel- vél, og ganghraðinn 10 mílur. Hann er búinn öllum nýjustu og fullkomnustu siglingar- og fisk- leitartækjum, frambyggður, þ.e. yfirbyggingin er framan á bátn um, og vinnupláss við fisk á aftur dekki stærra og betra en tíðkast. Lestar bátsins eru allar plast- fóðraðar að innan og stíurnar og hillur úr léttri alumininum- blöndu, sem á að verja fiskinn skemmdum. Báturinn hreppti slæmt veður á heeimleiðinni og reyndist í alla staðið vel. Eigendur bátsins eru Ólafur Björnsson og Hróbjartur Guðjónsson. — Helgi S. Hollenzkur á íslandsiúiðum NYR HOLLLENZKUR dieseltog ari er kominn á íslandsmið. Er þetta skip litlu minna en elztu gerðir íslenzku togarnna. Hafði togarinn komið til Vestmanna- eyja í fyrradag. Eiríkur Kristó- fersson sagði Mbl. að hann hefði ekki séð hollenzt fiskiskip á íslandsmiðum síðan fyrir heim- styrjöldina síðari. 9 Enn eitt nafn Ari Gíslason skrifar: í DAG er klausa í dálkum þínum um Staupastein i Hval- firði, það er rétt, steinn þessi heitir ekki Staupasteinn, fyrr en nú á síðari tímum, er menn sem ekki vissu hið rétta nafn nefndu hann þetta. Það fyrir sig er merkilegt það sýnir þörf manna að láta allt hafa sín nöfn, landið eins og menn- ina. Staupi er heldur ekki rétt. Rétta nafnið á steininum er Skeiðhólssteinn. Dregur hann nafn af hólnum sem hann stendur á, en hann heitir Skeiðhóll og dregur nafn af flötinni fyrir ofan hann sem heitir Skeiðflöt eða Skeið. Annað nafn er einnig til gamalt á steinin- um, en ekki eins algengt eins og þetta. Það er Steðji, það sagði mér heimdldarmaður minn 1942, en sá var 71 árs, stálminnugur og fæddur og uppalinn í nágrenni steinsins. Þess má geta til gamans að utan við hólinn er einstök flöt milli kletta og nær niður að sjó. Hana mátti ekki slá, flöt þessi heitir Skeiðhólsflöt. Eitt sinn sló bóndinn í Hvammi flötina, en gerði það víst ekki oftar. Því veturinn eftir missti hann beztu kúna úr fjósinu, og var það talið því að kenna að hann sló flöt- ina. 9 Fleiri staupasteinar Þó þetta sé ekki Staupa- steinn er valt að halda því fram að ekki séu til fleiri FERDIIM ANR Verða kjarn- sprengjutilraunir bannaðar? GENF, 20. marz: (Reuter) — Á morgun, þriðjudag, hefst hér að nýju stjórveldaráðstefnan sem hefur það verkefni að semja um bann við kjarnsprengjutilraun- um. Voru fulltrúarnir á ráðstefn unni að búa sig undir hana í dag. Rússneski fulltrúinn Tsarapkin sneri aftur til Genfar í dag eftir 15 vikna fundarhlé. Fulltrúar Breta og Bandaríkjanna, þeir Ormsby-Gore og Arthur Dean voru í kvöld að bera saman bæk ur sínar. Ráðstefnunni er veitt sérstök athygli fyrir það, að þetta er fyrsta ráðstefna Austurs og Vesturs sem haldin er eftir að Kennedy komst til valda í Banda ríkjunum. Fulltrúi Kúbu •deyr snögglega NEW YORK, 20. marz. (NTB) Sendiherra Kúbu hjá SÞ Manuel Bispe lézt snögglega af hjarta- slagi í anddyri allsherjarfundar salar SÞ. Hann hafði verið að ræða við utanríkisráðherra Kúbu Raol Roa á ganginum framan við dyrnar, skildi við hann og ætlaði að ganga inn í salinn. Þá hneig hann skyndilega niður á gólfið. Utanríkisráðherrann kall aði á hjálp, en maðurinn var ör endur er hjúkrunarmenn komu að. Sjálfstjórn portu- galskra nýlendna NEW YORK, 21. marz. (NTB) Bandaríska stórblaðið New York Times segir að vænta megi á næstunní mikillá Hreytinga á stjórn portúgölsku nýlendnanna, Angólu og Mozanbique í Afríku, Með þeim er ætlunin að veita ný lendunum víðtæka sjálfstjórn. Segir blaðið að árásirnar á nýlendustjórn Portugal á vett- vangi SÞ hafi fært Salazar ein ræðisherra heim sanninn um það að óhjákvæmilegt er að auka frelsi nýlendubúa. staupasteinar en sá í Skál- holti, það er ekki hægt að fullyrða slíkt meðan ekki er búið að skrá öll örnefni á íslandi og búa til spjaldskrá yfir þau. Enda þarf ekki að bíða svo lengi, Staupasteinn er til í svonefndu Dalverpi milli Sauðlauksdals og Kefla- víkur í Rauðasandshreppi. Við hann drukku þeir Eggert Ólafsson og Björn Halldórs- son prestur í Sauðlauksdal konungsskál 1768. Og það er skilt, þó nafnið sé annað, í landi Hjarðardals í Dýrafirði er Ölsteinn, sem gerði sama gagn þegar þeir í Hjarðardöl- unum fylgdu hver öðrum á leið. • Á annarri bylgju- lengd Á mánudag og þriðjudag verða útvarpsumræður frá Alþingi í fjórða og fimmta skiptið í þessum mánuði. Kunningjakona Velvakanda, sem finnst hún í rauninni búin að heyra nóg af umræð- um, kom fram með þá hug- mynd, að umræðum frá þingi væri útvarpað á annarri bylgjulengd en þeirri sem dagleg útvarpsdagsskrá er á. Þá ætti fólk um það að velja, hvort það vill hlusta á um- ræðurnar úr þinginu frá . kl. 8 og fram yfir miðnætti eða á venjulega ópólitíska dag skrá. í báðum flokkum eru sjálfsagt margir, og alltaf er það kostur að hafa um eitt- hvað að velja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.