Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. marz 1961 ei, ég elda ekki eft ir matreiðsiubdkum segir María Gísladóttir var að ráða í síldarkeppn- ÚR VÖNDU hvaða réttur inni ætti að hljóta verðlaun, því svo óheppilega vildi til að engin síld fékkgt í verzlun- um um þær mundir þegax prófa skyldi síldarréttina. Othar Ellingsen, kaupsýslu- maður, sem gaf verðlaunin, treysti sér ekki til að dæma, þar eð hann hafði ekki hragð hún um leið og við afhentum henni peningana. „Ég var sannast sagna alveg búin að steingleyma þessu, enda hef ur blaðið sem uppskriftirnar birtust í, einhvemvegin farið fram hjá mér“. Kaffi og rjúkandi pönnukökur María brá sér síðan fram í eldhús og kom að vörmu spori Frú María við eldavélina að á öllum réttunum, og varð það að samkomulagi að dreg ið yrði um verðlaunin að þessu sinni. ,En mér finnst ástæða til að efna til nýrrar síldarsamkeppni um síldartím ann“, bætti Othar við, „og þær konur ekki útilokaðar frá keppni, sem sendu uppskrift ir núna“. Númer 4 kom upp, soðin síld í karry og hrísgrjónum. Sú, sem sendi þá uppskrift, var María Gísladóttir, Hverfis- götu 42. Hún er fædd og upp "lin á Hellissandi, gift Ásgeiri * ’narssyni og á tvö böm, Katrínu 5 ára og Svein 3ja ára. Enn ég h' ipin . . . Frú María varð alveg undr andi þegar við hringdum til hennar og tilkynntum úrslit- in. Við báðum um leyfi til að mega heimsaekja hana og var það auðsótt mál. „Enn ég heppin að númerið mitt skyldi koma upp“, sagði aftur með rjúkandi pönnukök- ur og kaffi. „Þetta er alltof mikil fyrir- höfn“, segjum við. „Nei, nei“, segir hún ákveð in. „Ég hef aldrei neitt fyrir neinum. Hingað koma margir gestir og það verður að ráðast hvernig móttökur þeir fá hverju sinni. Og heitar pönnu kökur eru alltaf vel þegnar; það er fljótlegt að bregða þeim á pönnuna þegar gesti ber óvænt að garði. Síðan tókum við að spjalla saman um síld og matartilbún ing. Eftir smekk „Er þessi síldarréttur yðar hugmynd“, spyrjum við frú Maríu. „Ja, ég veit ekki hvað skal segja“, svarar hún. „Ég breyti flest öllum réttum eftir mínu bragðskyni. Nei, ég elda ekki eingöngu eftir matreiðslubók um. Það getur vel verið að svipaðan síldarrétt og þann sem ég sendi sé að finna í ein hverri kokkabók en hann er kryddaður og bragðbættur eftir mínum smekk“. „Eruð þér snjöll elda- buska?“ Nú hlær María: „Mér þykir gaman að matar tilbúningi“. „Eitthvað lært í matar- gerð?“ „Já, ég var eitt ár við nám í húsmæðraskólanum á Blönduósi. Það eru nú 11 ár síðan“. f þann mund kemur dóttir in, Katrín, inn í stofuna og spyr: „Mamma hefurðu séð servéttumar mínar?“ Mamma hennar réttir henni öskju fulla af servéttum en forvitnin vaknar í Katrínu. Hún sezt við hlið okkar og segir um leið og hún krækir sér í eina pönnuköku: „Hvað eruð þið að skrifa?“ Við segjum henni það, en sú stutta er engu nær: „Af hverju eruð þið að skrifa?“ spyr hún aftur og krækir sér í aðra pönnuköku. Þá var hún búin að fá nóg og yfirgefur herbergið með serM éttukassann undir hendinni. Svona er hún Við höfðum nýlokið við að drekka kaffið, þegar eigin- maður Maríu, Ásgeir kemur inn. Hún segir honum frá því að hún hafi unnið fimm hudr uð króna verðlaun. „Nú, jæja“, segir Ásgeir, ,,og ég sem kom til að vita hvort þig vantaði ekki pen- inga. Fyrir hvað vannstu þetta eiginlega?" „Þú manst, þegar við vor um að lesa um síldarsam- keppnina í Morgunblaðinu, og ég settist strax niður um kvöldið og sendi blaðinu nokkr ar uppskriftir. Og ég vann verðlaunin“. ,,Svona er hún“, segir Ás- geir hlæjandi, „hún fram-* kvæmir allt á stundinni sem henni dettur í hug“ Hg. Meiri síld Hér koma síldaruppskriftir, sem okkur bárust í síðustu viku: Steikt síld með skarpri sósu. 1 kg. síld. 3 tsk. salt. 114 dl. rúgmjöl eða tvíbökur. 3 msk. smjör olía til helm. persilja og sítrónusafi. Síld in hreinsuð og flökuð. Sax- aðri persilju og sítrónusafa dreift yfir hvert flak þau lögð saman tvö og tvö söltuð og velt upp úr mjölinu og steikt á velheitri pönnu. Sósan. 1 soðið egg. 1 eggjarauða. 1 tsk. sinnep. V\ tsk. salt — pipar. 2 tsk. edik. 114 dl. rjómi. Hrærið saman eggjarauður og allt krydd. Þeytið rjómann og blandið honum saman við, hákkið eggjahvítuna og bland ið henni síðast í sósuna. Steikt síld í pappír. Gott ráð til þess að losna við brælu frá steiktum fisk, er að steikja hann í pappír, málm- eða smjörpappír, sem klipptur er hæfilega stór fyr ir hyert stykki. Síldin er hreinsuð og flök uð. Leggið hvert síldlarflak á velsmurðan pappír, kryddið með salti og papríku og söx- uðum lauk. Brjótið saman í pakka og steikið þá á vel heitri pönnu (án feiti). Til öxyggis opnið þá einn pakk ann og stingið í fiskinn. Ber ið pakkana á borð óopnaða. Síldarbúðningur. % kg. síld. 114 tsk. salt. gaffalbitar. 14 1. soðnar kartöflur. 3 tsk. sinnep. 2 msk. tvíbökur. 1 msk. smjör. 1 dl. rjómi. 3 msk. tómatsósa. Síldin er hreinsuð og flök- uð. Flökin eru söltuð og á hvert þeirra er látin gaffal biti og þeim rúllað saman. Skerið kartöflurnar í sneiðar og raðið þeim í vel smurt eld fast form og smyrjið yfir þær með sinnepinu. Síldarrúllun- um er raðað yfir kartöflurnar og tvíbökum og smjöri dreypt yfir. Bakað í meðalheitum ofni í ca. 10 mín. þá er rjóma og tómatsósu hellt yfir og bakað í annan jafn langan tíma. I sumarláyfi Með útsýn Edinborg — London: 24. júní — 6. júlí Kaupmh. - Hamborg - Rínarlönd - Sviss París: 5.—29. ágúst. Ítalía og Frakkland: 8.29. sept. I ferðum þessum gefst kostur á að kynnast mörg- um eftirsóttustu stöðum álfunnar í fylgd þaulkunn- ugs íslenzks fararstjóra. Munið, að ferðir þessar hafa verið fullskipaðar löngu fyrirfram undanfarin sum- ur. —r Kjörorð félagsins er: Fullkomin þjónusta og mest fyrir farareyrinn. — Ferðir, sem þér getið notið og sem þér getið treyst. Ferðafélagið Útsýn Nýja Bíói, Lækjargötu 2. Skrifstofutími kl. 5—7 síðdegis. Jafnvel þeir sem lifa í sínum „fílabeinsturni“ •— verða að viðurkenna ágæti fegrunar- varanna frá LANCÖME " /e parfumeur de Paris

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.