Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.03.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 23. marz 1961 MORCUNhLAÐlÐ 11 Fiir&mfugur í dag: VilbergGu.hmu.nd.sson. í>VÍ HEFUR verið haldið fram, að mönnunum muni annað hvort aftur á bak, eða nokkuð á leið. Á merkum timamótum aevinnar, er ástæða til þess að staldra við og íhuga í hvora áttina hefur miðað. Framfarir undanfarinna ára og bætti lífsafkoma þjóðarinnar allrar, hefur ekki komið af sjálfu sér, heldur fyrir framtak og at- orku einstaklinganna, sem landið byggja. Það er engin tilviljun, þegar einstaka- dugnaðarmenn láta sér ekki nægja að afla sér og sínum skaplegrar lífafkomu með eigin vinnu, heldur leggja é sig aukið erfiði og amstur við að koma á fót atvinnufyrirtæki, sem auk þess að lyfta undir verk lega menningu þjóðarinnar, skap ar fjölda manns atvinnu og líf- viðurværi. Vilberg er einn þeirra manna, sem með einstökum dugnaði og framtakssemi hefur tekizt að byggja upp atvinnufyrirtæki, sem nýtur trausts og virðingar allra, sem til þess þekkja. Fyrir tæki Vilbergs, Segull h.f., átti tuttugu ára starfsafmæli í byrj un þessa árs og starfa nú við fyrirtækið 28 menn, þar af 22 rafvirkjar og nemar. Starfsemi fyrirtækisins er að mestu bundin við sjávarútveginn og skipaflotann, enda sá atvinnu vegur mjög að skapi Vilbergs, því auk þess að vera sonur eing mesta aflamanns og sjósóknara eeinni tíma, hefur hann sjálfur verið til sjós í nærfelt tuttugu ór. Hann hóf sjóróðra með föður eínurn, aðeins átta ára gamall og var orðinn fullgildur háseti þrettán ára. Af þessu má sjá, að auk þess að byggja upp annað stærsta atvinnufyrirtækið í raf magnsiðn, hefur hann lagt und irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar lið lengur en margir aðrir. I* sambandi við sjómennski Vilbergs má einnig geta þess, atí (hann 'hefur verið áhugasamur um slysavarnir og var m.a.form. á björgunarbátnum Þorsteini um tveggja ára skeið. Þótt Vilbergur standi orðið báðum fótum á þurru landi, hef ur hugur hans til veiða og veiði mennsku í engu breytzt, því á seinni árum hefur hann í tóm stundum sínum lagt stund á lax veiðar og lært að beita þeim veiðarfærum, sem 'til þeirra veiða eru notuð, af mikilli snilld. Svo er að sjá að laxinum, þess- um konungi íslenzkra fallvatna, þyki veiðarfæri Vilbergs girni- legri en flestra annarra. Veiðifélagi Vilbergs hefur sagt mér þá sögu, að eitt sinn er þeir voru að veiðum í á einni norðanlands, hafí Vilberg dreg ið, en veiðifélaginn ekki. Þegar svo hafði gengið um nokkra hríð, stakk Vilberg upp á því að þeir skiptu á stöðum og tók veiðifélag mn því fúslega. Þegar veiðifélag inn tók að renna á fyrra veiði- svæði Vilbergs, varð hann ekki var, en Vilberg tók að draga þar sem hinn hafði ekkert veitt áð- ur. Þessi fiskni virðist vera í fjölskyldunni, því faðir Vilbergs var einn þeirra aflamanna, sem ávann sér það orð, að þar sem „Guðmundur á Freyju“ væri, hlyti fiskurinn einnig að vera. Ég minnist þess þegar ég var unglingur á síldveiðum, að oft var um það spurt í talstöðvum iskipanna, hvar Guðmundur á Freyju héldi sig og hvort hann væri nú kominn í síld, enda elti mikill hluti síldveiðiflotans Guð- mund, á sama hátt og flotinn eltir síldarleitarskipin nú. Fyrir um það bil tíu árum hófst merkilegt tímabil í atvinnu lífi íslenzkra rafvirkjameistara, en þfá hófust framkvæmdir á vegum íslenzkra verktaka á Keflavíkurflugvelli. Vérkefnin, sem þar þurfti að vinna, voru frábrugðin þeim veTkefnum, sem íslenzkir rafvirkjameistarar höfðu fengizt við til þess tíma Allt á sama stað Hjólbarðar og slijngur 520 x 12 560 x 13 590x13 640x13 670 x 13 520 x 14 560 x 14 500 x 15 520 x 15 550 x 15 560x15 590 x 15 600x15 640 x 15 650 x 15 &70x15 700 x 15 710x15 760x15 500 x 16 525x16 550x16 600 x 16 650x16 700 x 16 750 x 16 900 x 16 550x17 650x20 750 x 20 825x20 900 x 20 1000 x 20 1100x20 Egill Vilhjálmsson hf. Laugavegi 118 — Sími 22240 og þar að auki mun umfangs- meiri, enda stofnuð sérstök sam tök til þess að annast þau. Ef íslenzkir vertktakar hefðu ekki brugðizt eins hart við þessum nýstárlegu verkefnum, og raun ber vitni, hefði orðið að fá hing að erlenda aðila til þess að sjá um þessi verk, en við það hefði íslenzkt framtak sett verulega ofan. Vilberg hefur frá upphafi ver ið í stjórn rafvirkjadeildar verk takafélagsins og áunnið sér þar traust samstarfsmanna sinna, ekki sízt af þeim sökum, að þrátt fyrir erfiða og umfangsmikla stjórn þessara verkefna, hefur honum á sama tíma tekizt að halda áfram uppbyggingu eigin fyrirtækis og það svo vel, að það hefir aldrei staðið • með meiri blóma. Vilberg hefur löngum verið vakandi fyrir nýjungum og haft áhuga á að reyna nýjar leiðir. Má í því sambandi geta þess, að fyrir nokkrum árum gerði hann fyrstur manna tilraun til þess að reka rafmagnsverkstæði á hjólum. Hann útbjó stóra mann flutningabifreið nauðsynlegum tækjum, til þeiss að annast raf- lagnir úti á landsbyggðinni, og var bifreiðin ásamt starfsliði síðan send víða um land, bæði norðanlands og austan. Nýjung þessi mæltist vel fyrir og verk efnin skorti ekki, en reksturs- kostnaðurinn varð of mikill, til þess að reksturinn gæti X>orið sig og neyddist Vilberg því til að leggja þessa þörfu þjónustu niður eftir tiltölulega skamman tíma. í félagsmálum Félags löggiltra •rafvirkjameistara í Reykjiavík, hefur Vilberg verið mjög at- hafnasamur og setið lengur í stjórn þess félags en nokkur annar. Hann hefur á undanföm um árum lagt mikið á sig við að byggja upp starfsemi félags ins og jafnframt að aukinni kynningu og samstarfi félags- manna. Hefur hann sýnt sérstakan á- huga á hverskonar viðleitni til aukinnar menntunar og umbóta á atvinuháttum stéttarinnar og jafinan lagt kapp á að við upp- fræðslu rafvirkjanema bæri að leggja megin áherzlu á vand- virkni og samvizkusemi. í sambandi við nám rafvirkja nema í Iðnskólanum hefur Vil- t>erg starfað af áhuga að því, að þar skapaðist betri aðstaða til bóklegrar kennslu og verklegrar þjálfunar. Sjónarmið hans eru þau, að menntun rafvirkja beri að auka með fjölþættari verk- efnum og vaxandi tækni. Vilberg er fæddur hér í Reykja vík 23. marz. 1911, sonur Guð- mundar Jónssonar, skipstjóra og konu hans Kristínar Hansdóttur. Faðir Vilbergs lézt árið 1953, en frú Kristín býr hír í Reykja- vík. Á fyrsta árj fluttist Vilberg ásamt foreldrum sínum til ísa- fjarðar og var þar til þrettán ára aldurs, en þá flutti fjölskyld an aftur til Reykjavíkur og hef ur Vilberg búið hér síðan. Hann hóf nám í rafvirkjun árið 1929, hjá Ormsbræðrum, þá átján ára gamall, en að löknu námi stund aði hann sjóinn af og til, enda oft lítil atvinna í faginu á þeim árum. Árið 1936 kvænt&st Vilberg Ingibjörgu Guðmundsdóttur, ætt aðrj frá Sauðárkróki. Frú Ingi- björg hefur alið manni sínum I fjóra mannvænlega sonu og er sá elzti þeirra nú 24 ára gam- all. Hún hefur verið Vilberg traustur lífsförunautur og skap að honum og bömunum ánægju legt heimili. í tilefni af fimmtugsafmælinu viljum við sanistarfsmenn Vil- bergs óska honum innilega til hamingju og jafnframt láta þá ósk í ljós, að við eigum lengi eftir að njóta félagsskapar hans og starfskrafta til að koma á- leiðis sameiginlegum áhugamál um stéttarbræðra hans og yfir höfuð þeim góðu og þörfu mál- um, sem Skapa þjóðinni betra og bjartara líf. Árnj Brynjólfsson Þaö vorar • 9 páska og vor- hreingerningamar Þvottaefni! Þvottalögur: SILICOTE RINSO STERGENE DIF OMO SQEZY O. CEDAR TIDE SOFFLY GINNONIRE DARY ÞVOL GLO ZOTE TAB VERDOL SILVO WIPP TERSO BRASSO OXYDOL LUX WONDER- CLOZONE KLOROX POLISH SPIC SPAN BONNIE BLEEZH VINDOLENE LUX NYLONU HENCO AIR GENE ★ ALL ★ SÓLSKINSSÁPA GÓLFBÓN Handsápur VIM m. teg. LUX BABÓ DRY BRITE PALMOLIVE BETT SJÁLFGLJÁI CAMAY SPARR PRIDE 13 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.