Morgunblaðið - 23.03.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 23.03.1961, Síða 13
Fimmtudagur 23. marz 1961 MORGVNBLAÐI9 13 Mývatn ÁRIÐ 1959 voru ferðamenn- irnir í heiminum um 220 milljónir. — Fimm milljónir þeirra heimsóttu Frakkland og þeir eyddu þar 318 millj. dollara. — Bandarísku ferða- mennirnir eyða mestu. Talið er, að árið 1958 hafi þeir eytt að jafnaði 876 dollurjim hver í Evrópu. — Frakkar fengu stærsta hlutann, eða 242 dollara, Þjóðverjar 229, Svisslendingar 199 og Danir 169 dollara að meðaltali frá sérhverjum bandarískum ferðamanni, sem þá heim- sótti Evrópu. • Einkum þrennt Þetta sagði fr^nski ferðamála- sérfræðingurinn Georges LeBrec, sem hingað kom í sumar fyrir milligöngu franska sendiherrans og kynnti sér möguleika okkar á aukinni ferðamannamóttöku. Hann hefur samið ýtarlega skýrslu og mun Ferðamálafélag Heykjavíkur brátt gefa hana út. í beinu framhaldi af því, sem segir í upphafinu, ritar LeBre: skýrslur sýna, að eyðsla erlendra ferðamanna skiptist þannig: Hótelherbergi 18%, matur og drykkur 36%, samgöngutaeki 12% og ýmislegt annað 34%. Þannig verja ferðamennirriir peningum sínum eftir að þeir eru 'komnir til landsins, en hér eru fargjöld til og frá landinu. ekki meðtalin. LeBrec segir í skýrslu sinni, að það sé einkum þrennt, sem lað- að geti ferðamenn til íslands: Hnattstaða landsins, sérstæð náttúra og íþróttir. Með íþrótt- um er átt við fiskveiðum í sjó og vötnum, hestaferðum og öðru slíku. • Leiguflugferðir Samgöngukerfið á fslandi er ágætt að mörgu leyti, segir franski sérfræðingurinn. Ferða- Sög með langferðabílum eru þó sízt eftirsóknarverð ,a. m. k. með múverandi skipulagi. Nefnir. hann til dæmis, að bílarnir á leiðinni Reykjavík-Akureyri stanzi hvergi þar sem erlenda ferða- menn gæti langað til að nema staðar. Hins vegar eru innan- lands flugferðir sérstaklega iheppilegar fyrir útlendinga og gefa þær þeim góða yfirsýn yfir landið. Nefnir hann einkum í því sambandi möguleikana, sem skapazt hafi með hinum mörgu „sjúkraflugvöllum“. Hér séu 40 smáflugvélar og gæti orðið álit- legur atvinnuvegur að fljúga með ferðamenn í þessum litlu vélum til hinna ýmsu staða á landinu. — Hann minnist líka sérstaklega á hringferðir Ríkis- skipf umhverfis landið, en segir, að því miður séu þær auglýstar þar lítið, að hinn erlendi ferða- maður viti yfirleitt ekki af þess- um ferðum. • Hótelin fullnægjandi Þá ræðir hann um hótelin, eins tog bau eru hér.núna: Samkvæmt upplýsingum Ferðaskrifstofunn- ar eru hótel á aðeins sex stöð- um á fslandi: Reykjavík, Akra- nesi, Borgarnesi, Borgarfirði, Akureyri og við Mývatn. Þama er um að ræða 12 hótel sem hafa samtals 514 rúm (þar af 320 rúm í Reykjavík). Ég hef lí'ka heimsótt smágisti- etaði svo sem að Búðum, í Stykk- ishólmi, Hveragerði, Vestmanna- eyjum, segir LeBrec — en í múverandi ástandi hafa þeir staðir mjög takmarkað notagildi fyrir erlenda ferðamenn. En hvað Iiótelunum viðkemur: Hótel Borg, Bifröst, KEA o. s. frv. þá veita aiþjóðleg ferðamannamiðstöð — segir franski ferðamálase rfræðingurinn I skýrslu sinni þau ferðamanninum ekki þann aðbúnað, sem nútíminn krefst. Nýja hótelið, sem verið er að reisa í Reykjaví'k, er aðeins skref í rétta átt. Og hvað um mat- sölustaðina: Sumir þeirra hafa mjög góðan mat á boðstólnum, svo sem Naust og Þjóðleikhús- kjallarinn. Gjarnan mætti úrval- ið samt vera meira, t. d. meira af meginlands-réttum. • Þjóðdansar og glíma Nú ræðir LeBrec ýmislegt, sem hægt væri að bjóða erlendum ferðamönnum: Fyrst og fremst ferðir inn í óbyggðir, til fagurra staða á hestum. Jöklaferðir yrðu líka vinsælar — og hægt væri að stunda skíðaferðir á jöklunum á sumrin. Skortur á skíðalyftum er þó mikill Þrándur í götu. — Stangaveiðin er líka mjög eftir- sóknarverð, en mér virðist, segir Frakkinn, að fslendingar vilji hafa árnar fyrir sig. Sjóstanga- veiði gæti líka orðið eftirsóknar- verð hér — og veiðimótið í Vest- mannaeyjum er upphafið. Söfn- in í Reyrkjavtík eru ágæt, en útlendingar mundu gjarnan vilja fá tækifæri til að sjá þjóðdans, íslenzka glímu og annað þjóð- legt í þeim dúr. Úrval minja- gripa er mjög takmarkað og á flugvellinum er engin verzlun né banki. • „Svæðin" sex Það þarf að leggja höfuð- áherzlu á að endurbæta sam- gönguleiðir til þeirra staða, sem ferðamönnum er ætlað að fara á. Auka þarf hótelrými til muna svo og endurbæta allan aðbúnað fyrir ferðamenn og gera meira fyrir þá staði, sem laða ferða- mennina hingað. Með tilliti til fjárhagslegrar hliðar málsins væri hagkvæmast að byggja upp sérstök „ferða- mannasvæði", en dreifa ekki kröftunum um of. Og hann sting- ur upp á: Reýkjavíik, og ná- grenni, Þingvöllum og Hvena- gerði, Vestmannaeyjum, Snæ- fellsnesi (Búðir ag Stapi), Mý- vatn og nágrenni — og hálend- inu sunnan jökla. Síðan þarf að hefja auglýs- ingaherferð erlendis. Greiða fyr- ir ferðamanahópum, sem vilja taka heilar flugvélar á leigu hingað, Lslenzkar eða erlendar — og hvetja stóru skipafélögin til að láta stóru farþegaskipin koma oftar við á Akureyri og Húsa- vík til þess að hægt verði að fara með farþegana að Mývatni. • Strandferðir Síðan: Það vantar farþegaaf- greiðslu við Reykjavíkurhöfn. Vantar upplýsingaskrifstofu, verzlanir, banka, pósthús og veitingahús á Reykjavikurflug- velli, því þar mundu ferðamenn eyða miklum pemngum. Það er ekki einu sinni hægt að hringja í leigubíl nema maður lesi ís- Hverníg verður * Island ferða- mannaland lenzku. Snyrtimennskan á flug- vellinum er ekki nægilega miki ti að gera staðinn aðlaðandi. Skiti, vegvísar og annað því um líka þyrftu að vera á ensku jafnt sem íslenzku. Og síðan segir hann, að of mikið sé um seinkanir á innanlandsleiðum Flugfélagsins, því ferðamenn fari yfirleitt eftir mjög „þröngri" stundaskrá. Möguleikarnir á tíðum flug- ferðum inn yfir landið með ferðamenn eru miklir, bæði hvað snertir reglubundnar ferðir — og eins leiguferðir. Strandferðir Ríkisskips umhverfis land eru l'f:a mjög heillandi og mætti gera meira af því að auglýsa þær þó ekki væri nema til að fylla skipið fyrir og eftir mestu sum- arannirnar. • Hótelrýmið óx ekki Annað: Langferðavagnar eru þægilegir hér, en áætlunarleiðir þeirra eru ekki heppilegar fyrir ferðamenn. Leigubílarnir eru líka ágætir. Það er samt ekki hægt að nota þá til lengri ferða- laga og gjarnan mætti hvetja fleiri bílstjóra til að læra orð og orð í ensku. — Auka þarf möguleikana á að fá leigða bíla —ekil'slausa. Það er atvinnu- vegur, sem alls staðar er í stór- um vexti. Og þá kemur LeBrec að því, að hótelskorturinn er helzta ástæð- an til þess, að hingað komi ekki fleiri en raun ber vitni. Þeir, sem skipuleggja hópferðir eða ráð- stefnur þora ekki að stinga upp á íslandi vegna þess hve hótel- rúm er ótryggt. Síðan 1953 hefur ferðamannastraumur hingað aukizt um liðlega 20%, en hótel- rými ekki að sama skapi. Meðan ástandið er svona er ekki æski- legt að auglýsa ísland of mikið sem ferðamannaland. • Allsherjar áætlun Gera þarf allsherjar áætlun um hótelbyggingar með hliðsjón af „ferðamannasvæðunum" sex — og þessi hótel verða a. m. k. að vera á borð við Hótel Borg, Bifröst og KEA hvað alla þjón- ustu snertir. Sérfróðir arkitekt- ar verða að fá málið til með- ferðar. Þetta þurfa að vera björt húsakynni, vel búin húsgögnum og aðstæðum til íþróttaiðkana (sundlaugar, tennis- og golfvell- ir) og samkvæmislífs. REYKJAVÍK: Þar eru nú 320 gi'stirúm. Algert lágmark ætti að vera 600. Auk nýja bænda- hótelsing þarf að byggja annað í miðbænum, nælægt höfninni eða flugvellinum. Þar ættu að vera 75 rúm og þetta hótel yrði not- að af ferðamönnum, sem stæðu hér stutt við. Þá vantar enn 70 rúm, sem vel mætti skipta í 2—3 staði, en þar yrði að vera þægilegur aðbúnaður fyrir gesti, sem væru hér til lengri dvalar. Jafnframt ættu hótelin, sem fyrir eru, (Hótel Borg undan- islkilið) að reyna að bæta úr þjónustu sjnni og húsakynnum þannig að þau uppfylltu kröfurn- ar. • Tennis og leirböð UMHVERFI Reykjavíkur: Á Þingvöllum vantar hótel í lík- ingu við Bifröst. Það þyrfti að hafa a. m. k. 40 rúm, vera á vatnsbakkanum, hafa allt það nauðsynlegasta til íþróttaiðkana — svo og litla mótorbáta fyrir gestina. Hveragerði: Þar ætti að byggja hótel með a. m. k. 20 rúm — og þannig, að hægt yrði að stækloa það til muna, ef farið yrði að nýta meira möguleika til leirbaða og annars slíks. Búðir: Hótelið þar er ófull- nægjandi, bæðj hvað stærð og þægindi snertir. Nýtt hótel (með a. m. k. 30 rúmum) ætti að byggja á stað þar sem útsýni til jökuls- ins væri gott. Einnig sundlaúg, tennis eða golfvöll — svo og flugbraut fyrir litlar flugvélar. Mjög yki það á ánægjuna, ef (hægt væri að aka umhverfis Snæfellsjökul. • Eyjar veita mikla möguleika Vestmannaeyjar: Ferð til Vest- mannaeyja væri flestum ferða- mönnum til ánægju. En þar þarf að auka fjölbreytnina og reisa hótel (50 rúm). Þetta hótel ætti að vera ofan við bæinn, á stað þar sem útsýnið til Heima- kletts væri gott. Það gætj jafn- framt orðið flugafgreiðsla og færu þá hagsmunir Flugfélags- ins og hótelsins saman. Núver- andi hótel stenzt ek'ki kröfurn- ar. Það er illa staðsett. — Auka þarf möguleika til stangaveiði í Eyjum. Þar þarf að fá farþega- bát til að sigla með fól'k um- hverfis Evjarnar. Lítill golfvöll- ur er fyrir hendi, góður völlur. • Mývatn ákjósanlegast Mývatn: Þarna, við Mývatn og umhverfi þess, væri hægt að gera alþjóða ferðamannamið- stöð. Þar eru aðeins tvö hótel og illa staðsett í þokkabót, því fegursti hluti vatnsins sést ekki frá þeim. Ný ferðamannamið- stöð þarf að rísa þarna, helzt við sunnanvert vatnið — á vatns- bakkanum. Einnig þarf að gera þar flugbraut. Jafnframt allt til íþróttaiðkana: Baðströnd, eða sundlaug, golf og tennisvöll .... hestar og mótorbátar þurfa líka að vera á boðstólnum. — Þarna œtti að byggja nýtízicu hótel (a. m. k. með 50 rúmum), en þannig, að hægt yrði að tvöfalda Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.